Vísir - 30.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 30.07.1976, Blaðsíða 6
SOVIET (JNION OUTER MONGOLIA PEKINGY4 TIENTSIN LANCHOW SHANQHAI CHUNGKING KUNMING Óttast að tœp milljón hafí faríst Erlendir fréttamenn i Peking telja að aðeins litill hluti af 1,6 milljón ibúum borgarinnar Tangshan hafi lifað af hina miklu jarðskjálfta aðfaranótt miðviku- dags. Ljóst er aö jaröskjálftinn var einnsá mannskæöasti I aldaraöir. Kinversk stjórnvöld hafa gert miklar varúöarráöstafanir til aö koma I veg fyrir meira mannfall. Vægir jaröskjálftar mældust i Peking 1 gær og voru ibúarnir beönir um aö hafast viö undir berum himni i nótt. Jafnvel sjúkrahús, sem nú er mikil þörf fyrir, voru yfirgefin og sjúkraskýlum komið fyrir á opn- um svæöum i borginni. Stærsti skjálftinn varð um miðja nótt og gat fólk i borgunum Tangshan og Tientsin suöaustan viö Peking litla björg sér veitt er hús þeirra hrundu. Tangshan er mikill námabær og þar starfa 50 þúsund verka- menn neðanjaröar. Hluti þeirra var viö vinnu, er skjálftinn varö. Ekki hefur frést um afdrif þeirra. Flutningabilar meö færanleg- um brúm, tilbúnum húsum, lækn- ingatækjum og lyfjum hafa streymt frá Peking sem er miö- stöö björgunarstarfsins. Erlendir gestir i borginni undr- ast hversu úbúar borgarinnar viröast taka ástandinu meö mik- illi stillingu. Svarlsýnir telja aö allt aö mill- jón manna hafi farist, en þaö mun sennilega seint fást staöfest, þar sem kinverjar gefa sjaldan upp tölur um mannfall i náttúruham- förum. Mesta mannfall, sem oröiö hefur i jaröskjálfta á 20. öldinni, HONG KONG 4i»oTtp<' Oha INAN BURMA N. VIETNAM Borgin Tientsin I nágrenni höfuðborgarinnar Peking hefur orðiö lang verst úti i jaröskjálftanum mikla. var þegar 180 þúsund manns lét- ust áriö 1920, einnig i Klna. Kinverjar hafa borið aö þeir hafi náömjög langt i jaröskjálfta- spám, og I febrúar i ár voru þús- undir manna fluttar á brott frá hættusvæöi aöeins nokkrum klukkustundum áöur en bygging- ar á svæöinu lögðust I rúst i snörpum jaröskjálfta. Aö þessu sinni kom kippurinn öllum að óvörum. Föstudagur 30. júli 1976. vism Jón Björgvinssor Skipa- og flugvélaiðnaður breta þjóðnýttur: Ryskingar í þingsölum Rikisstjórn breska verkamannafiokksins tókst i gærkvöldi að fá frumvarp sitt um þjóð- nýtingu skipasmiða og flugvélaiðnaðarins samþykkt i neðri mál- stofu breska þingsins. Meirihluti stjórnarinnar var mjög naumur eöa aöeins þrjú atkvæöi. 311 greiddu frumvarp- inu atkvæöi en 308 voru á móti. Nokkrir þingmenn komu fár- sjúkir til atkvæöagreiðslunnar, sem er ein sú mikilvægasta i þinginu á þessu ári og komu nokkrir þeirra í sjúkrabllum til þinghússins. Ryskingar urðu i þingsölum eftir að stjórninni tókst meö eins atkvæðis mun aö knýjafram at- kvæðagreiðslu en stjórnarand- staöan reyndi aö tefja frum- varpiö með málþófi. Slikt mál- þóf af hálfu stjórnarandstöðu er venja I þinginu þegar hún vill lýsa megnri vanþóknun á framkomnu frumvarpi. Frumvarpiö nær til 43 stórra fyrirtækja, sem hafa tugþús- undir manna i vinnu, og veröa þau aö öllum likindum fluttá hendur rikisins I nóvember nJi. Hér er um aö ræöa allar skipa- og flugvélaverksmiöjur breta. Deilur hafa staöið um frumvarpiö i marga mánuöi. Þingmaður ávítaður Fulltrúadeild Bandarikja- þings samþykkti nær einróma i gær ávitur á Robert Sikes, þing- mann frá Florida. Þetta er i fyrsta sinn i 50 ár að þingið ávit- ar þingmann. Sakir Sikes voru aö hann veitti ekki þinginu upplýsingar um allar eigur sinar eins og reglur þingsins mæltu fyrir um. Sikes á hlutabréf i banka og flugfélagi I Florida og haföi ekki fyrir þvi aö tilkynna þær eigur sinar. Sikes kvaö þaö ekki hafa verið ætlun sina aö brjóta reglur þingsins. Ford grœddi 80 miílj- arða Mikil hagnaðaraukn- ing hefur orðið hjá bandariskum bilaverk- smiðjum á siðustu mánuðum. Aukning I bilasölu þykir einn órækasti vottur um að efnahags- bati sé farinn aö segja til sin I vös- um almennings. Ford bíla verksmiðjurnar tilkynntu I gær að aldrei heföi verið meiri hagnaöur af rekstri verksmiöjanna en nú siöustu mánuði. Hagnaðurinn var um 80 milljaröar islenskra króna i siðustu þremur mánuöum. Þess má geta að hagnaður General Motors fyrir sama timabil var um 160 milljarðar isl. króna. Jafnvel Chrysler verksmiðj- úrnar hafa grætt að undanförnu en um tima horfði alvarlega uni rekstur þeirra vegna gifurlegs hailarekstur á árunum 1974 og 1975. Ítalía: Stjórnarkreppu lokið Mynduð hefur verið minnihlutastjórn kristi- legra demókrata á italiu. Andreotti for- sætisráðherra hinnar nýju stjórnar sagði i gær að lif stjórnarinnar byggðist á þvi að komm- únistar veittu henni hlutleysi. 1 bili virðist þvi lokiö langri stjórnarkreppu á Itallu, sem hófst ■fyrir um þaö bil tveimur mánuö- um er sósialistar létu af stuöningi viö stjórn kristilegra demókrata. Sú ákvöröun sósialista haföi I för meö sér þingkosningar á ítallu sem kommúnistar og kristilegir demókratar voru sigurvegarar i. Mikil andstaða hefur verið i flokki kristilegra á því aö biöla til kommúnista um stuöning viö stjórnina þrátt fyrir aö hverjum manni sé ljóst aö stjórnin getur ekki haldiö velli nema meö vel- vild kommúnista. Mörg verkefni biöa úrlausnar eftir hina löngu óvissu I itölskum stjórnmálum, og mun eflaust fljótt reyna á styrk stjórnarinnar á þingi. Palestínumenn og sýrlendingar faðmast og kyssast Með kossum og klappi uröu I gærkvöldi sættir I deilumálum sýrlendinga og palestinumanna. Utanrikisráöherra Sýriands og leiðtogi Frelsishreyfingar palestinumanna i utanrikismál- um undirrituöu þá sáttmála I Damascus I þeim tiigangi aö reyna aö binda enda á átökin I Libanon. Styrjöldin, sem spratt af deil- I um um dvöl palestinumanna I innan landamæra Libanon og I skiptingu valds milli trúarflokk- anna, sem landið byggja, hefur nú staðið i 15 mánuöi. Með samningnum i gær vilja sýrlendingar og palestinumenn koma á vopnahléi og fá völdin i landinu i hendur stjórnar, sem þjóöin getur fellt sig viö. 1 samningum fallast palestinumenn á að halda sig ínnan þess ramma, sem liban- onstjórn hafði áöur sett þeim, varðandi notkun á líbönsku landssvæöi til árása á byggðir i' Samningurnn viöurkennir einnig samning Sýrlands og Libanons, sem gerður var I febrúar i fyrra. Þá var sam- þykkt að veita libönskum múhameöstrúarmönnum jafn mikil völd á þinginu og kristn- um mönnum. Ætlast er til að friði veröi komið á og hans gætt af nefnd, sem Líbanon og Palestina og Sýrland ættu öll fulltrúa i. Nefnd sú á að starfa þar til i september, þegar ætlast er til ( að hin nýi forseti Elias Sarkis 1 taki viö völdun af Suleiman I Franjeih. B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.