Vísir - 10.09.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 10.09.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefándi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davift Guftmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson P'réttastj. erl. frétta: Guftmundur Pétursson Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúöur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Bjöm Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: llverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiftsla: II verfisgötu 44. Sirni 86611 Ritstjórn: Siftumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. _____________i lausasölu 50 kr. cintakift. Blaftaprent hf. Hálfrar aldar barátta Forvígismenn iðnaðará islandi hafa að undanförnu unnið merkilegt starf við að kynna atvinnugrein sína og auka skilning þjóðarinnar á mikilvægi iðju og iðnaðar fyrir atvinnulífið og efnahag fólksins i land- inu. Iðnkynning sú, sem nú stendur yfir, ber órækt vitni um stórhug og áræði. Engum blandast hugur um, að það er hreint ekki auðvelt að byggja hér upp iðnað í harðri samkeppni við erlendar stórþjóðir, þar sem iðnaðarframleiðslan á sér aö baki langa atvinnulega hefð. Þar við bætist, að íslenskur iðnaður hefur aldrei notið sambærilegrar aðstöðu og erlendu samkeppnisaðilarnir. Inn í þessa mynd blandast einnig sú staðreynd, að íslendingar hafa i mörgum tiivikum haft vantrú á inn- lendri framleiðslu. Kaupendur hafa heldur viljað er- lenda vöru en íslenska. Alveg er Ijóst, að ekki hefur verið hlaupið að því að brjóta á bak aftur þá fordóma, sem rikt hafa í þessum efnum. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur þetta tekist. islensk iðnaðarframleiðsla stenst nú fyllilega gæða- samanburð við erlendan iðnvarning. Og í þessum efn- um eins og öðrum er fyrst og f remst spurt um verð og gæði. óhætt er að fullyrða, að gömlu fordómarnir eru með öllu úr sögunni. Hitt er annað, að langt mun vera í land, að iðnaðin- um verði búin viðunandi aðstaða. Margsinnis hefur verið á það bent, að iðnaðarfyrirtæki fá ekki sömu lánafyrirgreiðslu og sjávarútvegur og landbúnaður. Þá hefur ekki tekist að tryggja iðnverkafólki nægjan- lega góð laun. Vandamálin eru því ærin. Hér er einnig á það að líta, að við höfum í allt of litlum mæli miðað mennta- stefnuna við framleiðslustarfsemina í þjóðfélaginu. Iðn- og tæknimenntun hefur setið á hakanum. Við upp- byggingu menntakerfisins fram til þessa hefur óneitanlega verið lögð of mikil áhersla á menntun embættismanna og vandamálasérfræðinga. Smám saman hafa menn þó áttað sig á þeirri stað- reynd, að í þessum efnum þarf að taka mið af fleiri þáttum. Það er undirstaða allrar atvinnustarfsemi, að starfsmenn séu vel menntaðir, hver á sinu sviði. Af ríkisvaldsins hálfu hefur örlað á vilja til að söðla um í menntamálum með það i huga að auka og bæta menntun í þágu framleiðsluatvinnuveganna. Ýmis- legt hefur verið vel gert á þessu sviði. Heldur hefur því þokast í rétta átt. En ekki er unnt að loka augunum fyrir því, að mikið verk er óunnið. islenskt atvinnulíf hefur um langan aldur verið allt of einhæft. Iðnaðaruppbyggingin er forsenda aukinn- ar fjölbreytni í atvinnulífinu. Formaður félags is- lenskra iðnrekenda hefur bent á, að iðnaðurinn hafi í hálfa öld barist fyrir bættri starfsaðstöðu án teljandi árangurs. Á þessum tíma hefur aldrei skort á góðan skiining yfirvalda, heldur raunhæfar aðgerðir. Iðnkynningaráriðá ugglaust eftir að valda straum- hvörfum í þessum efnum. Föstudagur 10. september 1976. visnt Umsjón: Guðmundur pétursson J Heryfirvöldin i Chile hafa veriö ólöt viö handtökur pólitiskra and- stæöinga, og á fyrstu mánuöunum eftir byltinguna þurfti aö leggja aöaileikvanginn i Santiago undir fangageymsluna, þar sem öli fangelsi fylltust á svipstundu. Þaö eru ekki margir, sem um þaö vita, en i Chile er starfandi sérstakt flóttamannaráö, og er þaö sennilega eina haldreipi margra pólitiskra fanga þar i landi. Þau þrjú ár, sem liöin eru siö- an herinn byltiSalvador Allende forseta, hefur þessi flótta- mannafyrirgreiösla aöstoöaö aö minnsta kosti 13.500 manns viö aö flytja úr landi og setjast aö i nýju riki. — Fiest hefur þetta fólk veriö pólitiskir fangar, eöa átt visar handtökur. eöa veriö ættingjar eftirlýstra andstæö- inga stjórnarinnar. í siöasta mánuöi einum flugu 425 manns úr landi á vegum þessarar flóttamannahjálpar, en aö minnsta kosti 3000 til við bótar — sumir þeirra i haldi — eruábiölista þeirra, sem kjósa heldur útlegöina. Þessi starfsemi fer aö mestu fram i kyrrþey, án þess aö á henni hvili nokkur launung. En verkinumiöar áfram, þótt hægt fari. Robert Kozak, 34. ára Argen- tinumaöur, sem veitir forstööu Santiagoskrifstofu þessarar flóttamannahjálpar, sagði ný- lega i viötali viö fréttamann, aö verkiö sæktist seint, vegna þess hve vandamálin væru fjölþætt og flókin.sem viðværiað glima. Hann vildi ekki skýra þaö nán- ar. En það hefur samt vitnast, aö meöal þess, sem torveldar þessa flutninga, er þaö, aö ekki vilja öll riki veita pólitisku föng- unum móttöku, þegar þeir óska landvistar þar. Það er skiljanleg afstaða. Hvi skyldu menn vera ginnkeyptir fyrir einstakling, sem annaö þjóöfélag vill losna við og telur hættulegan samfélaginu? Kannski er um aö ræða of- stækisfullan hryöjuverkamann, eða afbrotamann? Ef maður er til vandræöa I sinu fööurlandi, hver segir, aö reynist nýja land- inu betur, þegar hann mætir erfiðleikunum, sem sliku land- námi viö ókunnar aöstæöur fylgja? Samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar i Chile eru þar i haldi aö minnsta kosti 250 fang- ar, sem fengið hafa refsidómi sinum breytt i brottvisun úr landi. Hinsvegar vill ekkert annað land við þeim taka. Chilestjórn liggur ekki á þess- um upplýsingum, þvi aö þær renna að nokkru smástoö undir fullyröingar hennar, um aö gagnrýni annarra rikja á harö- stjorn hennar séu af pólitis'kum toga, en ekki spunnar af um- hyggju fyrir mannréttindum Chilebúa. Kozak viöurkennir, aö á biö- listanum séu um 150 fangar, sem beðiöhafa i nærheilt ár,án þess aö fá landvist þar sem þeir vildu. Hann ber hinsvegar á móti þvi, aö þetta séu „þeir verstu”, „dreggjarnar, sem siast hafi úr”, eins og einhver orðaði þaö. „Sum þessara landa, sem þeir hafa sótt um búsetu i, eiga viö eigin vandamál aö striöa, svo sem eins og atvinnuleysi, kreppu og fleira. Viö munum finna ný heimili fyrir þetta fólk, þegar batnar i ári,” sagöi Kozak. Fyrir þessari flóttamanna- hjálp eru allir fangarnir jafnir, og breytir engu, hver sök þeirra hefúr veriö. Allir njóta sömu fyrirgreiösl- unnar. Fenginn er hjá fangan- um óskalisti yfir þau lönd, sem hann vildi helst flytjast til. Sendar eru umsóknir til tveggja rikja samtimis. Síðan eru send- ar nýjar umsóknir æ ofan i æ til annarra landa, uns jákvætt svar berst. Eðlilega er misjaöit eftir löndum, hvaö liggur til grund- vallar, þegar umsókn er hafnað, eða tekin til greina. Sá, sem fengi neitun hjá bandariskum yfirvöldum, yröikannski boöinn velkominn af sovéskum. Þeir fyrstu, sem þessi flótta- mannahjálp greiddi götuna fyr- ir, voru flestir útlendingar, sem setst höföu aö i Chile á stjórnar- árum Allendes, eða 4,200. Þaö voru aöallega Argentinumenn, Brasiliumenn, Boliviubúar og ibúar frá Uruguay. — Hinir 9.300 voru Chilebúar, fangar og fjölskyldur þeii-ra. Santiago-skrifstofan upplýsir, að um 600 þeirra hafi verið i haldi án undangengins dóms. 660höfðu veriödæmdir.enfeng- iö dómnum breytt i útlegð. Þetta fólk hefur dreifst til 48 landa, flest i Evrópu. Margir fóru til austantjaldslanda, ein- hverjir til Kúbu, fjöldi til Svi- þjóöar og einn til Kina. Þessi flóttamannaaöstoö kennir sig viö Innflytjendahjálp Evrópu, sem 33 riki standa aö, en hún var sett á laggirnar upp úr siöari heimstyrjöldinni til aö aöstoöa fólk, sem fiosnaö haföi upp i striöinu, til aö setjast ein- hversstaöar aö og skjóta rótum. Starfssviöiö hefur vikkaö og nafniö á ekki lengur vel við. ICEM, eins og stofnun er auö- kennd af skammstöfum sinum, hefur til þessa greitt götu tveggja milljóna manna. Mark- miðið er aö aðstoöa flóttafolk til landa, sem bjóöa þeim bjartari framtiö, en fööurlandiö. En um leiö að hjálpa þróunarrikjum með þvi að beina til þeirra tæknimenntuöum starfskrafti. Santiagoskrifstofan hefur miiligöngu um fólksstrauminn til beggja átta að sjálfsögöu. Annast hún lika fyrirgreiöslu þeirra, sem flytja vUja tU Chile og setjast þar aö. Fram tU þess aö herinn geröi byltinguna, hafði meginstraumurinn legið inn (aöallega frá öörum Suö- ur-Amerikulöndum), en nú ligg- ur hann út. Flóttinn fró Chile Flóttafólk (sem á slnum tfma flutti til Chile frá Boiivfui komiö til Arlandaflugvallar I Stokkhólmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.