Vísir - 17.09.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1976, Blaðsíða 1
Föstudagur 17. september 1976. 223. tbl. 66. árg. Siddegistlaó fyrir fjöiskyiduna alla I Getum horft 6 be| itj*' ‘••imjylðbur Ávísanareikningar í Seðla- banka undanþegnir eftirliti ,,Það er rétt að Seðla- bankinn hefur opna ávisanareikninga fyrir starfsmenn bankans en þessir reikningar eru eingöngu ætlaðir sem launareikningar”, sagði Sveinn Jónsson, að- stoðabankastjóri Seðla- bankans i samtali við Visi i gær. Samkvæmt lögum um Seöla- banka Islands er bankanum ekki ætlað að stunda viðskipti við al- menning heldur eingöngu við inn- lánsstofnanir, fjárfestingarsjóöi og rikið. Einnig er tekið fram að bankinn skuli ekki stunda sam- keppni við viðskiptabankana um innlend bankaviðskipti. Starfsmenn Seðlabankans munu vera um 120 og hafa þeir allir eða allflestir reikning hjá bankanum að sögn Sveins Jóns- sonar. Avisanareikningar i Seðla- bankanum eru ekki háðir eftirliti bankaeftirlitsins eins og aðrir ávisanareikningar i landinu þar eð bankaeftirlitið er deild I Seðla- bankanum og hefur ekki eftirlit með viðskiptum bankans. Ávisanareikningar þessir hafa þvi sérstöðu i bankakerfinu. Visi hefur ekki tekist aö afla sér óyggjandi upplýsinga um hvernig notkun þessara reikninga er hátt- að, en samkvæmt upplýsingum Sveins er ætlast til að þeir séu eingöngu notaöir sem launareikn- ingar. Sveinn, sem jafnframt er yfirmaður bankaeftirlitsins, gat ekki upplýst hvort þessu væri framfylgt enda reikningarnir ekki undir eftirliti bankaeftirlits- ins. JOH Útlit fyrir halla- lausan rekstur á ylrœktarverinu „Eins og dæmið litur út núna, teljum við að unnt sé að reka yl- ræktarverið halialaust. Aö þvi til- skildu að þaö breytist ekki, og með tilliti til þess að þarna er um gjaldeyrisöflun aö ræða, munum við mæla með þvi að samningar verði gerðir við hollendinga,” sagöi dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaöarins i viðtali viö Visi. Björn sagði aö þær tölur sem nú lægju fyrir um reksturinn væru lauslegar og enn vantaði nokkrar upplýsingar til að fylla inn i dæmið. Hins vegar liti nú út fyrir að söluverðmætiö, 200 milljónir króna á ári, nægði fyrir reksturskostnaöi.afskriftum og rentum af stofnfé. Það væri ekki ætlast til þess aö fyrirtækið skil- aöi hagnaði. Sagöi hann þó að ljóst væri að fyrstu árin yrðu erfið og afborg- anir af stofnkostnaði yrðu að verulegu leyti að greiöast með hlutafé. „Okkur finnst mikið atriði að þarna yrði um að ræða að vinna, flutningur með flugvélum og skipum, pökkun og orka yrði allt selt fyrir erlendan gjaldeyri,” sagði Björn. Eins og kunnugt er hafa hol- lendingar lýst sig fúsa til aö leggja fram 1/4 hlutafjár. Björn sagði að búist væri viö að inn- lendir einkaaðilar, og e.t.v. það sveitarfélag sem ylræktarverið yrði staösett i, legðu fram annað hlutafé. Væri ekki gert ráö fyrir að þarna yrði um rikisrekið fyrir- tæki að ræðaþ —SJ ilimni'-i I MORG ! # 1 f 4 Kaffikonurnar voru einu starfsmennirnir sem unnu af fullum kraftihjá Sjónvarpinu i morgun. Falla útsendingar sjón- varps niður í kvöld? Starfsmenn Sjónvarpsins halda aðgerðum sinum, — eða öllu lieldur aðgerðarleysi — áfram i dag. Þegar visismenn litu þar við i morgun voru menn mættir til vinnu, en ekki bar á önnum hjá öðrum en kaffi- konunum. Starfsmennirnir kváðust ekki vita hvað yrði með útsendingar Sjónvarpsins i kvöld. Engar samningaviðræður hefðu enn farið fram. Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að verið væri að vinna að úrvinnslu úrskurðar jijaranefndar og hefði verið haldinn fundur i þvi sambandi með sjónvarps- mönnum i gær. Engar breytingar á úrskurðinum væru fyrirhugaðar og þvi ekki ástæða til frekari viðræðna. Blaðinu tókst ekki I morgun að ná sambandi við mennta- málaráöherra, en málið mun nú vera i hans höndum. —SJ Byrjaði nð teikna þriggja óra - sýnir nú gð Kjar- ralsstöðum I Sjó „Líf og list um Helgina" bls. 11 ___ Krónu og ourapól tíkin hrekkur skommt V 0 Olafur Hannibalsson skrifar um vœntanlegt ASÍ þing bls. 9 Flugbrautir hér ó landi orðnar 136 kílómetrar Sjó „Flugmól" bls. 14 v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.