Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. október 1976 OSTASNITSEL Rétturinn er sérlega ljúf- fengur, og fljótlegt að matreiða hann. Uppskriftin er fyrir 4. 8 þunnar sneiðar af kálfa- eða nautakjöti 4 þunnar skinkusneiðar 4 sneiðar mildur 45% ostur hveiti salt pipar egg brauðmylsna (rasp) smjörliki og olia til steikingar. Blandið hveiti og kryddi saman á disk eða skál. Sláið eggið i sundur i annað ilát. Setjið brauðmylsnuna i þriðja ilátið. Notið meyran kálfa- eða nautakjötsvöðva. Skerið 8 þunnar sneiðar. Berjið kjöt- sneiðarnar út með kjöthamri. Setjið skinkusneiðar á helm- inginn af þeim. Leggið ostsneið- arnar ofan á skinkusneiðarnar og að siðustu kálfa- eða nauta- kjötssneið. Pressið sneiðarnar þétt sam- an og veltið þeim fyrst upp úr krydduðu hveiti, siðan sundur- slegnu eggi og að lokum brauð- mylsnu. Setjið smjörliki og oliu til helminga á pönnu. Steikið osta- snitsel viö vægan hita i u.þ.b. 6 minútur á hvorri hlið, eða þar til kominn er fallega ljósbrúnn litur á kjötið. Berið réttinn fram t.d. með soðnum hrisgrjónum, ferskum tómötum eða steiktum, með söxuðum lauk og kryddað með salti, pipar og basilikum, einnig mætti vel hafa tómatmauk i staðinn fyrir tómata með lauknum. Stór skál með hrásalati á einnig vel við á borðið DBlandiö hveiti og kryddi saman á disk eöa i skál. Sláiö eggin i sundur i annaö ilát. Setjið brauðmylsnuna I þriöja ilátiö Skeriö 8 þunnar kálfa-eöa naulakjötssneiöar. Berjiö sneiö- arnar út meö kjöthamri. 2) Leggiö ostsneiöarnar ofan á skinkusneiöarnar. 3) Setjiö kálfa- eöa nautakjötssneiö ofan á ostsneið arnar. 4) Pressið sneiöarnar þétt saman og veltið þeim upp úr krydduöu hveiti, siðan sundurslcgnu eggi og aö lokum brauömylsnu. 5) Setjiö smjörliki og oliu til helminga á pönnu. Steikið ostasnitsel við vægan hita i u.þ.b. 6 minútur á hvorrihlið, eöa þar til kominn er fallega Ijósbrúnn litur á kjötið. TEITUR TÖFRAMAÐUR Vörður...ef við gerum það ekki, þá verður flugvélin sprengd í lof t upp.. “21, ..með 100 farþegum Láta ÞA lausa? Þeireru moröingjar Þið haf ið tvo tíma... Þangað til vélin springur. Haltu kjafti. Viðerum með nóg af hergögnum til að fara i stríð. Þeir verða á undan að sprengja hana, Sunnudagur 17. október 1976 — segir biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson í samtali við Vísi HANN er fæddur á Efri-Steins- mýri I Meðallandi 30. júni áriö 1911. Hann ólst upp hjá afa sinum og ömmu til átta ára aldurs þar eö móöir hans haföi iátist er hann var á ööru ári, ensátta árá' flutti hann siöan til fööur sins aö Kotey. Strax á barnsaidri átti hann sér þann draum aö veröa prestur. t dag er Sigurbjörn Einarsson biskuö tslands og hefur verið i sautján ár. Blaöamaöur Visis ræddi nýlega viö biskup á Biskupsstofu i Reykjavik um leiö hans til kirkju og kristni og um viðhorf og vanda liöandi stundar. „Mér er sagt aö ég háfi fariö aö messa svona fjögurra til fimm ára”, segir hann og brosir. „En þaö hafa margir fleiri gert þótt ekki hafi þeir oröiö prestar, þvi aö kirkjuferöorkarsterktá barn. Og mér var leyft aö fara til kirkju mjög ungum. Þaö voru hátiöar- stundir. Og sjálfar feröimar til kirkjunnar eru mér afar minnis- stæöar. Ég man fyrst eftir mér i þvi sambandi, þegar afi minn reiddi mig fyrir framan sig á hnakknefinu. Ég var ekki fær um aö sitja hest. Afi minn og amma voru mjög guörækiö fólk, Hús- lestrar voru um hönd haföir á heimilinu hvern sunnudag og á hverju kvöldi vestrarins. Þau kenndu mér ógrynni af bænum. Ognávistminviö trúna minnkaöi ekki þegar ég fluttist til fööur mins. Hann er trúmaöur mikill, — er enn á lifi, 92 ára aö aldri, — en hann var á þessum tima meöhjálpari i sóknarkirkjunni. Hann haföi okkur drengina sina alltaf meö sér þegar hann fór til kir kju”. „A þessum uppvaxtarárum i Meöallandi þótti mér sem þaö myndi vera harla gott og mikil- vægt hlutskipti aö veröa prestur ef mér mætti auönast aö afla menntunar og réttinda til þess. Bæöi var aö ég átti kirkjunnar fólk aö, og siöan var ég sjálfur trúhneigöur. Mér varö einnig mjög hlýtt til þeirra presta sem ég kynntist ungur. Þaö voru til- komumiklir karlar. Annaö sem réöi miklu um viöhorf mitt til prestskapar var vafalaust þaö aö faöir minn heföi helst af öllu vilj- aö vera prestur og heföi áreiöan- lega haft möguleika á þvi heföi hann ekki veriö jafn örfátækur og hann og hans fjölskylda var.” Þegar trúin vék fyrir skáldhneigðinni....... „Siöar meir um nokkurra ára skeið þegar ég var nemandi viö Menntaskólann hér i Reykjavik þá varð ég afhuga prestskap og fráhverfur kirkjunni. Ahuginn snerist I aörar áttir i bili. Ég fékk bæöi feikilegan áhuga á bók- menntum og hélt að ég ætti aö þjóna bæöi minu upplagi og veröldinni meö þvi aö skrifa. En einnig voru þaö lifsskoöanaleg viöhorf sem höföu áhrif á mig.” „Þessar ritsmiöar minar lentu nú sem beturfór á þeim eina staö sem þær áttu heima. Þetta voru bæöi ljóö eöa rim-tilraunir, sagnagerö og ýmislegt þess kon- ar. Nei, mér kom sem betur fer aldrei i hug aö reyna aö gefa þetta út. Ég komst aö þeirri niðurstööu aö hvorki ég né skáldgyðjan myndu bera eitthvaö úr býtum úr okkar sambúö. Ég sagöi henni þvi upp. Hins vegar get ég nefnt þaö aö löngu siöar uröu til hjá mér fá- einar sálmaþýðingar og. einstöku frumortir sálmar. Þetta varö til i sambandi viö vinnu mina viö endurskoöun sálmabókarinnar. Og þaö sem knúöi þar á var i fyrsta lagi tilfinningin fyrir vönt- un á vissri tegund sálma sem ég fékk ekki úr annarri átt, og i ööru lagi sú nauösyn aö fá inn I is- lensku sálmabókina nokkra þá sálma einkum frá allra siöustu árum sem oröiö hafa vinsælastir i öörum löndum.” Þjóðernisrómantíkin frá Helga Pjeturss......... „Nei, þau lifsskoöunarlegu viöhorf sem einnig áttu þátt i frá- hvarfi minu frá kristninni geta engan vegin flokkast undir okkar fornu Asatrú. Þaö voru kenningar Helga Pjeturss i Nýal sem kitluöu mig. Og ég hef reyndar gert grein fyrir þessu i bók sem heitir Játn- ingar. En þaö sem ef til vill hefur veriö eitthvaö milli tannanna á fólki i þessu sambandi er sprottiö úr greinarstúf, sem álpaöist inn i Skólablaöið, meöfram vegna nokkurra eftirgangsmuna. Sú grein er fyrst og fremst stráks- skapur, og i öðru lagi algjört bergmál af Helga Pjeturss og af- skaplega ófrumlegt pródúkt.” „Þetta var þjóöernisrómantik. Éggekkeins ogfleirimeö þá hug- mynd að islendingar heföu aldrei veriö menn meö mönnum siöan á söguöld, en ofurmenni þá. Og sú undirokun og kreppa sem haföi hvilt yfir þessari þjóö væri ekki aöeins pólitisks eölis, heldur lika andlegs eölis.” Gegnumlýsing nasismans „A þessu timabili var maöur móttækilegur fyrir nokkurn veginn hverju sem er, eins og getur komið fyrir fleiri. Og þessi viöhorf voru þar fyrir utan ekki óþekkt i álfunni, hvorki fyrr né siöar. Guö hjálpi mér heföi ég verið i Þýskalandi um þetta leyti. Ég geri ráö fyrir að margir fleiri islendingar mættu taka undir þá fyrirbæn. En hitt er annað mál aö kannski hefur þessi reynsla hjálpað mér siöar, — meöal annars i sambandi viö nasismann. Aö sjá i gegnum þaö þjóöernislega moldviöri og þá of- stækisfullu Ariadýrkun sem hann byggði á. Og jafnframt hjálpaöi þetta mér við aö átta mig á þvi hvað þetta var gagngert i and- stöðu við kristna trú.” „Jú, ég var pólitiskur á fyrstu námsárum minum i mennta- skólanum. Gekk i félag ungra jafnaðarmanna þegar þaö var stofnað 1927 eöa '28. Ég var mjög eindreginn jafnaöarmaöur og stóö i heilmiklum stælum á fund- um i MR. Jafnaðarmennska og kristindómur áttu prýöilega sam- leið i minum huga. Þegar ég varð Myndir: Loftur Ásgeirsson Viðtal: Árni Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.