Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 3
VISIR Sunnudagur 17. október 1976 3 af stöðinni”,, ertur alveg hættur að hugsa um kvikmyndirnar?” „Nei, ég hef aldrei misst áhugann á þeim. Ég hef siðan skrifað tvö kvikmyndahandrit. Annað er úr Njálssögu, en hitt byggt á Otnesjamönnum, eftir séra Jón Thorarensen. Handritiö að Njálssögu þýddi ég á sænsku og Allan Boucher þýddi það á ensku og ég hef veriö að basla við að fá einhvern til aö gera mynd eftir þvi, með Edda film. Ég hef haftsamband við ýmsa aðila i þvi sambandi, en þvi er borið við að þetta sé of dýrt og aö auki ekki nógur áhugi á efninu nema á fs- landi. Það þykir þeim heldur litill markaður.” „Ég hef satt að segja litla von um að nokkurn tim'a geti þrifist kvikmyndaiðnaður á Islandi. Þetta er mjög dýrt, landiö litiö og stjórnvöld sýna litinn áhuga eða skilning á þessu. Hvarvetna annars staðar i Evrópu er kvik- myndaiðnaðurinn styrktur.” ,,En ég vil ekki standa i vegi fyrir þvi sem gæti orðið og á aðal- fundi Edda film, sem við héldum fyrir nokkrum dögum sagði ég af mér formennskunni. Meðstjórn- endur minir sögðu þá af sér um leiö, en þeir voru Friðfinnur Ólafsson og Ólafur Þorgrimsson. í nýju stjórninni eru þeir Indriði G. Þorsteinsson, Róbert Arn- finnsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þeireiga minar bestuóskirum að vel takist.” lendingum að góöu kunnur Hann var forstjóri bókaútgáfunnar sem gaf út bækur Laxness þegar hann fekk Nóbelsverðlaunin.” „Þetta var þannig að ég átti sætii þjóðhátiðarnefndinni ásamt honum Matthiasi og öðrum góð- um mönnum. Mér þótti ófært að gera ekkertþóttég væri fluttur úr landi I bili og við réðumst þvi i að gefa út bók með fslenskum máls- háttum og spakmælum.” „Það komu fleiri úr fjölskyld- unni inn i þetta, þvi stjúpdóttir min, Anna Maria Guðmundsdóttir, gerði teikningar i bókina. En islenskir málshættir og spakmæli hljóta að falla i góöan jarðveg hjá svium, þvi bókin seldist upp á skömmum tima og er nú gersamlega ófáan- leg.” „Það varð svo dálitill eftirleik- ur eftir þetta fyrir önnu Mariu. Forlagið sem gaf út þessa bók gaf svo Ut aðra, sem Ake Ohlmarks skrifaði um siðustu konungana á Skáni. Og það fékk önnu Mariu til aö teikna einnig myndir I þá bók. Hún hlaut mikiö lof fyrir árangurinn og þótti með ólildnd- um að tvitug stúlka skyldi geta gert fornsögum svona góð skil. Og nú hefur hún nýlokið viö að teikna i þriðju bókina.” Tvö ný kvikmyndahandrit og þvi hef ég i sumar verið að fletta upp ýmsum skruddum og bera þær saman við mitt minni.” „Ég var hálf hikandi við að byr ja á þessu, en hef ekki séð eftir þvi. Bókin nær aftur til minnar barnæsku og ég hef haft mikla ánægju af að rifja upp og lifa upp aftur ýmislegt Ur henni. Þetta hefur þvi ekki aðeins verið erfiðið, heldur einnig ánægja.” ,,Nú hlýtur Þjóðleikhúsið að taka nokkra kafla i bókinni, og þar var ekki alltaf hljóttum þig”. Nei.þaðer alveg rétt. Þaö gekk oft á ýmsu meðan ég var þjóðieik- hússtjóri. Það voru ýmsir sem gagnrýndu mln verk og viö þvl er ekkert að segja. Það er heldur dauft Þjóöleikhús sem enginn nennir að rifast um.” „Sumir gengu þó fram fyrir skjöldu i þessum efnum og ég gat bókstaflega ekkert gert þeim til hæfis. Það dæmi sem ég man best eftir er ,,My Fair Lady”, það var ekki svo litið sem gekk á. Mér var hótað að nú skyldi ég sko burt frá stofnuninni.” „Þetta voru ýmsir sjálfskipaöir menningarvitar sem þarna létu mest og geystustfram á ritvöllinn af minnsta tilefni, hvort sem það var ég sem gaf þaö eða einhver annar.” „Ekki virðist þó hafa verið mikið eldsneyti á þessum vitum, þvi m ér sýnist þeir nú slokknaöir. Þeir ráðskuðust i öllu þarna á timabili, en nú heyrist varla i þeim.” „En hvað um það, þeim var velkomið aö gagnrýna. Og ekki hafði það neikvæð áhrif á „My Fair Lady”, þvi sú uppsetning varð einhver mesti „söksess” Þjóðleikhússins. Það komu tæp- lega sjötíu þúsund manns að sjá •leikritið á þrem mánuðum. öllum þótti gaman og sýningin bjargaði fjárhag leikhússins. Ég mátti þvi vel við una. Jú,það er töluvert fjallað um leikhúsið og starf mitt og samstarfsfólk.” Hugsað til heimferðar „Hugsið þið ykkur að setjast alveg að i Sviþjóð?” „Nei, það gerum við ekki. Við hugsum alltaf til heimalandsins öðru hvoru. Ég er satt að segja farinn að hugsa til heimferö- arinnar, en Sigurlaug vill frekar vera úti enn um sinn.” „Það er ofur skiljanlegt. Hún hefur nú tiltölulega nýlokið námi og gengur vel i Sviþjóð. Tækifær- in hérna heima eru svo margfallt færri”. „Meðan ég var þjóðleikhús- stjóri gekk það starf fyrir öllu og kom oft niður á fjölskyldunni. Nú þegarhún hefur sitt tækifæri verö ég auðvitað aö sýna skilning á þvi.” „Ekkiget ég nefnt neinn ákveð- inn dag fyrir heimkomuna. En 1978 verð ég 75 ára. Þá býst ég við að ævisagan komi út, og við kom- um heim.” — ÓT „Það var draumurinn þegar Edda film var stofnað að það væri visir að kvikmyndaiðnaði, en þaö tókst ekki fyllilega. Það voru gerðar þrjár myndir i minni tið, „Salka Valka”, með Nordisk Tonefilm, „79 af stöðinni” og „Fögur er hliöin”, sem var land- kynningarmynd. Svo var aðstoð- að við „Rauðu skikkjuna”. Meira varð það nú ekki.” „Sást þú Lénharð fógeta i sjón- varpinu?” „Já, hann var sýndur i sænska sjónvarpinu og ég horfði auðvitað á hann þar. Mér fannst hann nú ekki eins slæmur og íslensku blöðin vildu vera láta. Þau voru ákaflega neikvæð fannst mér. A þessari mynd úr samsætinu má sjá Magnús Torfa Ólafsson, þáverandi menntamálaráöherra og frú, Val Gislason og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur.auk þeirra Guölaugs og Sigurlaugar. Stormasamur ævisögukafli Guðlaugur hafði ekki hugsað sér að skrifa ævisögu sina, þegar hann hætti störfum hjá Þjóðleik- húsinu. En aörir sáu tilefni til þess. ,,Já, ég fékk boð frá Erni og örlygi um að þeir vildu gefa út ævisögu mina. Og þegar var ýtt svona við mer, ákvað ég að láta af verða. I fyrstu hafði ég hugsað mér að skrifa aðeins um starf . mitt við Þjóðleikhúsið, en þaö likaði útgefendum ekki. Þeir vildu fá alla mina ævi. Að þessu hef ég unniö siöustu tvö árin, og er nú að mestu leyti búinn.” Sigurlaug og Guðlaugur Rósinkranz á tröppum Þjóðleikhússins á leið i samsæti starfsfólks leikhússins honum til heiðurs 30. júni 1972 er hann lét af störfum. „Þú skrifaðir handrit að kvik- myndinni sem gerö var eftir ”79 „1 Sviþjóð hef ég verið fjarri ýmsum gögnum sem mig vantaði „Mér fannst ég eiginlega detta út úr lifinu, þegar ég lét af störfum og ákvað þvi að láta mig bara detta út úr landinu lika...” Ég hef satt að segja litla von um að nokkurn tlma geti þrif- ist kvikmyndaiðnaður á tslandi...” „Það gekk á ýmsu meöan ég var þjóðleikhússtjóri...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.