Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1976, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 17. október 1976 DAVID OG HERRA DICK — hinn eldri Copperfield, leikinn af David Yelland og hinn dálftiö geggjaöi vinur Betsey Trotwoods, herra Dick, leikinn af Timothy Bateson. Þess má geta aö leikstjóri mynda- flokksins, Joan Craft, hefur styrt sex öörum flokkum eftir sögum Charles Dickens, — ,,The Old Curiosity Shop”, ,,A Tale of Two Cities”, „Martin Chuzzlewit”, „Dombey and Son”, „Nicholas Nickleby” og eldri sjónvarpsútgáfunni af „David Copperfield”, sem gerö var 1966. sleppt úr fangelsinu fór hagur fjölskyldunnar heldur aö vænk- ast, m.a. vegna þess aö henni áskotnaðist nokkurarfur. Charles var sendur til náms viö einka- skóla i þrjú ár og áriö 1827, þá 15 ára, varð hann skrifstofumaður hjá lögmanni. Hann lagöi allt kapp á að mennta sig sem best. Hann læröi hraöritun og geröist fréttamaður, fyrst i dómssölum og siöar i breska þinginu. Hann þótti árvakur, skarpur og jafnvel kaldrifjaöur blaðamaöur, en þó hafði strax komið i ljós samúð hans með hlutskipti hins fátæka tötralýös stórborgarinnar og sú áhersla sem hann jafnan leggur á gjafmildi og náungakærleik, — þótt sjálfum lánaöist honum ekki alltaf aö framfylgjs þeim siöalög- málum. En reynsla hans I blaða- mennskunni, feröalög og seta á bókasöfnum veittu honum þá staögóöu þekkingu á sam- timanum, sem verk hans spegla, — jafnframt fjölbreyttri þjálfun i ritmennsku. Hinar stuttu skissur og athug- anir hans frá þessum árum voru gefnar út i safnbindum og nutu þegar hylli. Siðar, eöa 1836-7, birtust i 20 pörtum, „The Post- humous Papers of the Pickwick Club” undir dulnefninu „Boz” meö myndskreytingum kunnra listamanna. Þetta verk haföi samfelldari skáldsögubyggingu en skissurnar. Sú röð mannlifs- mynda sem þarna birtist er eins konar fyrirboöi um efniviö þeirra skáldverka sem Dickens átti eftir aö semja. Þótt þessu verki hafi hin siðari ár ekki veriö mikill gaumur gefinn varö þaö þó til þess aö skapa Dickens orðstir sem vinsæls rithöfundar. Hjónabandið Um svipaö leyti og rithöfundar- ferill Dickens fer aö taka á sig mynd fær einkalif hans fast form er hann gengur aö eiga Catherine Hogarth, dóttur ritstjóra dag- blaðsins Evening Chronicle, sem Dickens starfaöi viö siöustu ár blaðamannaferils sins. Þau eign- MICAWBER OG DAVID — hinn snjalli skopleikari Arthur Lowe í hlutverki Micawbers og hinn ungi Copperfield, leikinn af Jonathan Kahn. Micawber á margt sameiginlegt meö fööur Charles Dickens. „David Copperfield — honn er mitt uppáhald" — sagði Charles Dickens um skáldsögur sínar Hér segir frá litríku lífshlaupi rithöfundarins Charles John Huffam Dickens fæddist 7. febrúar árið 1812 nærri Portsmouth inn I fjölskyldu hrak- fallabálka af lágri millistétt. Hann var annaö barn John Dick- ens og Elizabeth Barrow. John Dickens var um þær mundir skrifstofumaður i launadeild breska flotans á staönum, en alla ævivarhann æöirápgjarn og laus i rásinni og lenti i sifelldum ógöngum, bæöi fyrir óheppni og eigin annmarka. Charles var aðeins tveggja ára er fjölskyldan flutti til London og þaöan fór hún aöeins þremur árum siöar til Chatham. Þaöan var siöan flutt áriö 1923 til Lundúna. Peráonu- einkenni fööurins og flakk og óvsssa fjölskyldulifsins birtast m.a. i iysingu hins skuldseiga, óstööuga en gæflynda herra Mic- awber i „David Copperfield”. John Dickens átti i látlausum fjárhagsvandræöum, og þrátt fyrir ástúölegt viðmót vanrækti hann með öllu menntun Charles sonar sins. A barnsaldri komu þvi helstu mótunaráhrif hins verð- andi rithöfundar frá umhverfinu, einsog hafnarlifinu i Chatham, og svo frá alls kyns gömlum skrudd- um, þ.á.m. mörgum helstu skáld- sögum breskrar tungu, svo sem „Robinson Crusoe” og „Tom Jones” sem áttu eftir að setja mark sitt á ritlist hans. Á vergangi Þegar Charles var 10 ára fór fjölskyldan enn einu sinni á ver- gang. John Dickens var skuldum vafinn.ogeiginkona hans, sem þó átti fyrir átta börnum aö sjá. reyndi aö stofna skóla af subbu- legri sortinni. Sá skóli fékk aldrei nemendur. Charles var sendur til vinnu i vöruhúsi I eigu ættingja, er fööur hans var stungiö i skuldafangelsi. Beiskleg endurminning um þetta dapurlega og tilbreytingar- lausa timabil birtist með saman- dregnum nætti I „David Copper- field” og einnig'i áhrifamiklu sjálfsævisögubroti sem vinur hans og ævisöguhöfundur John Forster varöveitti. A þessum tima bjó fjölskyldan hjá heimilis- föðurnum i skuldafangelsinu I Marshalsea. Þessi ár, óróinn í uppvextinum, sú tilfinning Charles aö hann væri auömýktur og heföi fyrirgert viröuleik þeirrar stéttar sem hann tilheyrði, millistéttinni, ráp hans um stræti Lundúna, reynslan af fangelsi, fátækt og SKALKURINN — Martin Jarvis leikur hinn útsmogna skálk Uriah Heep. vinnuþrælkun, — allt þetta setti varanlegt mark á hinn unga dreng, sem þá þegar haföi ræktaö meö sér næma athyglisgáfu á sér- kenni fólks og umhverfis. Upp úr þessu spretta skáldsögur hans og félagslegar kenningar. Gliman við pennann Er John Dickens haföi veriö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.