Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 12.11.1976, Blaðsíða 7
Hvitur leikur og vinnur. JL u t ± 5 4 t t t £l i ötS- # a,.:- B C D E F Q H StöBumynd Hvltt: Nielsen Svart: Bohatyrchuc Olympiuskákmótiö 1954. 1. Rxf4! Kxh6 2. Re6' Gefiö. Ef 2. .. De5 3. Dhl mát. Spiliö i gær var ilrspilsþraut úr rúbertubridge. Staöan var allir utan hættu og austur gaf. 4 G-9-8 V A-10-8-6 ♦ 10-7-5 * K-D-9 4 7-3-2 4 5-4 V 4-3-2 ý K-D-7 4 G-6-2 4 A-K-9-8-4 4 8-7-6-5 4 4-3-2 4 A-K-D-10-6 V G-9-5 4 D-3 4A-G-10 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1T D P 2H P 2S P 4S P P P Vestur spilaði út tigultvisti, austur tók ás og kóng og spilaði þriöja tigli. Sagnhafi trompaði hátt og vestur lé>t gosann. Hvern- ig er rétt að spiia spilið? Sagnhafi tók nú þrisvar tromp, lagði siðan niður hjartaás i þeirri von að austur hefði átt hjónin al- ein. Þegar það misheppnaðist var hann einn niður. Það var hárrétt hjá sagnhafa að reikna með hjartahjónunum hjá austri, þvi til þess að eiga opnun verður hann að eiga þau. En hann gat aukið möguleika sina töluvert með þvi að taka að- eins tvisvar tromp og tæma siðan laufið. Siðan er hjarta svinað og hafi austur aðeins átt tvö tromp, þá er hann endaspilaður. Eigi hann þriðja trompiö, þá eigum við ennþá möguleikann, að hjónin sáu alein. Varahlutir i bílvélar Stimplar, slífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84S15 — 84516 VARLA MAÐUR Á GÖTUNUM í SVfÞJÓÐ — þegar ABBA kom fram í sjónvarpinu Aldrei sliku vant varla blll á götunum I Stokkhólmi og varla nokkur mannvera úti við i allri Sviþjóð þetta kvöld. Astæðan var sú að sjónvarpið sendi út þátt með hljómsveitinni ABBA. Þetta var fyrir nokkrum dög- um, og er ekki að sjá annað en að sviar haldi upp á hljómsveit- ina sina. 1 Noregi vakti þátturinn lika mikla athygli, það er að segja hjá þeim sem voru svo heppnir að ná útsendingunni i sjónvarpstækjum sinum. Þeir hjá sænska sjónvarpinu eru að vonum ánægðir þegar svona vel til tekst, en það væri gaman að vita hvort íslenskir sjónvarpsáhorfendur yröu jafn spenntir fyrir ABBA. Sonur Clark Gables fetar í fótspor föðursins Þetta er ekki Clark Gable sem við sjáum hérna á mynd- inni. Og þetta er ekki heldur James Brolin, sem leikur hetj- una. Nei, þetta er sonur Clarks Gable. Mircha Carven heitir hann og er 26 ára gamall. En það var ekki fyrr en hann var orðin 21 árs sem hann fékk að vita hver faðir hans væri. Móðir hans heitir Constance Carven. Hún átti stutt ástar- ævintýri með kvikmynda- leikaranum fræga. En hún vildi ekki segja syni sinum sannleikann um það hver væri faðir hans fyrr en hann hafði náð 21 árs aldri. Svi virðist sem Mircha ætli að feta i fótspor föður sins. Hann býr i Róm og hefur leikið i tveimur kvikmyndum. Hon- um mun hafa verið boðið aö leika föður sinn i kvikmynd- inni um hann. En hann hafnaði boðinu. Færeyjar Markaður fyrir þíg? Þegar íslendingar leita sér aö markaöi erlendis fyrir framleiösluvörur sínar, yfirsést þeim gjarnan einn markaöur, þrátt fyrir nálaegö hans og skyldleika - þaö eru Færeyjar. Þaö er ef til vill smæö færeyska markaöarins, sem veldur því aö hann gleymist svo oft, og satt er þaö stærri markaðir finnast - en stæröin segir ekki allt, söluárangur ræöst ekki alltaf af stærö mark- aðarins. Markaöur af viöráöanlegri stærö, er þaö sem flest íslensk framleiðslu- fyrirtæki hefur vantaö - og þaö aö færeyski markaðurinn skuli ekki vera stærri er einn af kostum hans- þaö gerir seljendum auöveldar meö aö nálgast hann, meö litlum tilkostnaöi. í Færeyjum býr 43 þúsund manna dugmikil þjóö, lífskjör eru þar góö, laun há og kaupgeta mikil. Sögulegur bakgrunnur færeyinga og íslendinga er hinn sami, og margt er skylt meó þjóöunum, tengsl á mörgum sviðum mjög náin og tungu- málaerfiöleikar ekki teljandi í samskiptum þjóöanna. Þessir þættir skipta miklu máli þegar á reynir- og oft hefur sannast frændsemi færeyinga og jákvæð afstaöa í okkar garö og þess sem íslenskt er. Aö stunda sölustarfsemi viö slíkar aöstæöur sem okkar bjóöast í Færeyjum, er í rauninni einstakt tækifæri - og þegar allt kemur til alls, þá eru Færeyjar ekki svo lítill markaöur, ibúafjöldi Færeyja er sá sami og íbúafjöldi Akureyrar - Kópavogs - Hafnarfjaröar og Keflavíkur til samans. Og hvaöa íslenskur framleióandi eöa seljandi myndi vilja vera án viöskipta viö íbúa þessara staöa. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náö góöum söluárangri í Færeyjum, og sýnt þannig aö þeir markaösmöguleikar sem kunna aö bjóöast í Færeyjum eru sannarlega þess viröi aö þeir séu athugaöir. Hvernig væri aö kanna máliö? í vetur munum viö fljúga tvisvar í vikir um Egilsstaöi til Færeyja, á fimmtudögum og sunnudögum. Viö höfum náö hagstæðum samningum viö Hótel Hafnía um gistingu, og getum þannig boöiö lægra verö, þeim sem kaupa saman flugfar og gistingu í 3 nætur. Fjölgun Færeyjaferöa okkar í vetur gera íslendingum kleift aö auka samskiptin viö færeyinga á öllum sviðum. Til þess er leikurinn gerður. E^ÍEÁAC LOFTLEIDIR ISLANDS ÞÓRSHÖFN VOGAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.