Vísir


Vísir - 04.01.1977, Qupperneq 4

Vísir - 04.01.1977, Qupperneq 4
Hinir verða að koma til Carters Jimmy Carter, veröandi for- seti Bandarikjanna, vill aö er- lendir þjóöaleiötogar sæki hann heim til Bandarikjanna, fremur en aö hann taki sér ferö á hendur á fund viö þá. Hann segir, aö ekki komi til greina utanferöir fyrstu stjórnarmánuöi sina. Ekki einu sinni til leiötogafunda. 1 viötali við Americus Times and Recorder, þar sem hann var spurður um möguleika á leiðtogaráðstefnu fljótlega eftir að hann tæki við embætti, sagði Carter: ,,Ef það gæti orðið utan- rikisstefnu okkar til góðs, mundi ég að sjálfsögðu hlynntur þvi.” Hann benti á, að Brezhnev og fleiri leiðtogar hefðu vakið máls á þeim möguleika, ,,en ég vona, að verði slik ráðstefna haldin, þá verði það hér i Bandarikj- unum. Eg vildi siður þurfa að fara úr landi fyrst um sinn.” Getgátur höfðu verið á lofti um, að Carter hygðist fara til V- Þýskalands með vorinu til þess að hitta að máli Anwar Sadat, egyptalandsforseta, og aðra leiðtoga araba. Blaðið átti viðtal við Carter á heimili hans i Plains i Georgiu, en þar segist hann koma til með að verja þeim stundum, sem hann verður ekki i Hvita húsinu i Washington. — Það kom i ljós, að Carter hefur þegar skipulagt istórum dráttum vinnudag sinn i Hvita húsinu. „Ég mun byrja daginn snemma og verða kominn i skrifstofuna fyrir klukkan sjö á morgnana. Um hádegisverðarbilið mun ég taka mér hvild til þess að vera með fjölskyldunni. Siðan mun ég lesa mér til og taka svo aftur til við vinnuna,” sagði hann. Jimmy Carter er reiöubúinn til viöræöna viö aöra leiötoga, — en þeir veröa aö koma til hans, en ekki hann til þeirra. Richard Nixon, fyrr- verandi forseta Banda- rikjanna, hefur verið boðið ásamt fjölskyldu sinni að vera viðstaddur athöfnina, þegar Jimmy Carter sver embættiseið sinn 20. janúar og tekur við forsetaembætti. Undurbúningsnefndin segir, að þarna sé fylgt þeirri hefð að bjóöa fyrrverandi forsetum að vera við embættistöku eftir- Richard Nixon, fyrrum forseti, hefnr haldiö sig aö mestu f einver- unni i San Clemente i Kaliforniu, siöan hann iét af forsetaembætti meö skömm. manna sinna. Talsmaður nefndarinnar vildi ekki láta uppi, hvort boðið hefði verið þegið eða ekki. Þiggi Nixon boðið, verður það fyrsta heimsókn hans til Washington siðan hann fór frá höfuðborginni 9. ágúst 1974 — með skömm. Auk Nixons var ekkjum fyrr- verandi forseta Bandarikjanna boðið að vera við embættistöku Carters. Þær eru Mamie Eisen- hower, Bess Truman, Lady Bird Johnson og Jacqueline Kennedy Onassis. Fulltrúi palest- ínuaraba myrt- ur í París í gœr Einn hinna róttækari framámanna í þjóðfrelsis- hreyfingu palestínuaraba var skotinn til bana úti á stræti í París, beint fyrir framan bókaverslun, sem hann rak i Latínu- hverfinu. Franska útvarpið sagði, að Mahmoud Saleh hefði verið hæfður tveim byssu- kúlum og beðið samstundis bana. Saleh kom til Parisar á sinum tima sem fulltrúi þjóðfrelsis- hreyfingar palestinuaraba þar (PLO). Fyllti hann i skarðið fyrir Mahmoud el Hamchari, sem lét lifið i bilasprengju i desember 1972. — Saleh heyrði til þeim fylk- ingararmi PLO, sem ekki tekur i mál að leysa Palestinuvandamál- ið með samningum og vill ekki fyrir neinn mun viðurkenna isra- elsriki. Nokkrum klukkustundum áður en þessi tiðindi gerðust i gær, hafði skrifstofa PLO i Paris gefið út yfirlýsingu, þar sem bornar voru til baka fullyrðingar isra- elskra friðarsamtaka um, að PLO hafi viðurkennt israel. Saleh er sagður hafa verið rikisborgari Mauritaniu, 35 ára að aldri, og opnaði hann upplýs- ingaskrifstofu PLO i Paris i april 1975. Hefur sú skrifstofa siðan verið skotmark fjölda ikveikju- sprengiárása. Auk þeirra Saleh og E1 Hamchari hefur þriðji fulltrúi PLO i Paris, dr. Basil Al-Kubaisi, verið myrtur, en það var 1973. Flugum- ferð 76 jókst 1 Flugfélög á áætlunarleiðum fluttu um 580 milljónir farþega | á árinu 1976, eftir þvi sem Alþjóða flugmálasamtök Sameinuðu þjóðanna (IACO) ætla. Samtökin, sem hafa eftirlit með þróun flugumferöar, segja að farþega- og vöru-i flutningar flugleiðis hafi aukist um 10% á árinu. — Til viðmiðunar skal þess getið, að þessi aukning nam 5% á árinu 1975 og 6% á árinu 1974.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.