Vísir - 04.01.1977, Síða 5

Vísir - 04.01.1977, Síða 5
Watergate ísroels knúði einn róðherr- ann til sjólfsmorðs Ríkisstjórn verka- mannaflokksins i ísrael og Rabin forsætisráöherra bættist enn einn vandi á herðar í gær, þegar einn ráðherra stjórnarinnar, Abraham Ofer, skaut sig til bana. I bréfi, sem Ofer lét eftir sig, ber hann af sér allar sakir sem á hann hafa ver- ið bornar um sviksemi, fjárdrátt eða mútuþægni. Ofer fannst látinn i bifreið sinni á ströndinni i Tel Aviv og virðist hann hafa farið beint þangað af fundi með Rabin forsætisráð- herra, þar sem hann bað Rabin um að fylgja fast eftir rannsókn á spillingarákærum og hreinsa nafn hans af öllum áburði. Ofer hafði dregist inn i hneykslismál, sem israelsk blöð hafa hent mjög á lofti að undan- förnu. Byggingarfélag, sem Ofer eitt sinn stjórnaði, hafði átt hlut að ólöglegri jarðarsölu, sem Ash- er Yadlin, fyrrum framkvæmda- stjóri sjúkrasamlags verkalýðs- samtakanna. Histradrut, var bendlaður við. „Ég hef verið pyndaður, minu blóði úthellt og saklaus hef ég verið ákærður. Minn styrkur er þorrinn og ég sé engan tilgang i Rabin forsætisráðherra á I vök hvert áfaliið á eftir öðru. að halda áfram, jafnvel þótt sak- leysi mitt sannist,” skrifaði Ofer i sjálfsmorðsbréfi sinu. Það höfðu komið fram háværar kröfur um að viðskipti Ofers yrðu rannsökuð. Hann veitti forstöðu byggingarfélagi, sem mjög hefur unnið við byggingaráætlun þess opinbera. 1974 varð Ofer bygg- ingarmálaráðherra og lét þá af störfum fyrirtækis sins. Ofer var náinn vinur Asher Yadlins, sem dæmdur var i siðasta mánuði fyr- að verjast — stjórn hans hlýtur ir mútþægni, skattsvik og ólög- legar jarðarsölur. Stjórnarandstaðan hefur legið stjórn Rabins vægðarlaust á hálsi fyrir þetta „watergatehneyksli Israels”, og hefur Rabin átt i vök að verjast fyrir keppinautum sin- um innn flokksins. En fréttaskýr- endur telja, að eindrægni hans við að láta lögregluna rannsaka mál- ið til fullnustu og þátt æðstu em- bætta i þvi, muni auka álit Rabins að nýju. Bílasprengja í Beirút kost- aði 24 lífíð Hinn hægri sinna flokkur falangista i Líbanon sagði i morgun, að sprengjuárás, sem gerð var á aðalskrif- stofu flokksins i Beirút i gærkvöldi, gæti kallað fram hefndaraðgerðir. I sprengingunni létu 24 lifið, en 50særðust, en svo öflug var hún, að rúður brotnuðu i húsum 200 metra i burtu. — Skrifstofurnar eru i einu fjölfarnasta stræti austurhluta Beirúts, þar sem kristnir menn búa. Á að giska fimmtiu kilóum af TNT-sprengiefni hafði verið kom- ið fyrir i bifreið, sem lagt var siðan i strætið hjá skrifstofunum. — Flestir þeirra, sem fórust i sprengingunni, brunnu inni i bif- reiðum sinum, sem stóðu kyrrar skammt frá. Þetta er versta ofbeldisverk, sem unnið hefur verið i höfuðborg Libanon, siðan vopnahlé var gert á borgarastyrjöldinni 15. nóvember. Falangistar gáfu i skyn, að þeir hygðu á hefndir, en létu ekki uppi, hverjum þeir kenndu tilræðið, öðrum en „sundrungaröflum, sem vilja viðhalda skálmöld- inni”. Aukning bíla- Svetlana Stalín Svetlana, dóttir Stalins, hefur upplýst, að hún hagnaðist um eina milljón dollara á útgáfu beggja bóka sinna. En heldur hef ur henni búnast illa, því að eftir er ein- ungis fimmtungur þess fjár, eftir því sem fram kemur í Lundúnablaðinu Daily Telegraph. Blaðið birtir langt viðtal við Svetlönu, sem nú er fimmtug orðin, og býr i fimm herbergja einbýlishúsi i Kaliforniu. Við- talið var i tilefni þess, að tiu ár eru liðin frá þvi að hún fluttist frá Sovétrikjunum. — Hjá Svetlönu er fimm ára dóttir hennar. Svatlana segist hafa tapað mestu af bókartekjum sinum i tilraun sem hún gerði til sveitarbúskapar, meðan hún var gift bandariskum arkitekt. Þetta er fyrsta viðtalið, sem hún veitir i mörg ár. Hún setti þó að skilyrði, að heimilisfangi hennar yrði ekki ljóstað upp. „Ég ann Kaliforniu og mann- lifinu hér. Ég sé ekki eftir þvi að fara frá Rússlandi,” er haft eftir Svetlönu i blaðinu. framleiðslu Þrjár stærstu bila- verksmiðjur Bandarikj- anna framleiddu 26% fleiri bila á árinu 1976 en árið áður, samkvæmt þeim tölum, sem verk- smiðjurnar hafa gert kunnar. Heildarfjöldi framleiddra bila hjá General Motors, Ford og Chrysler árið 1976 var 8.524.569, en var 6.651.293 árið 1975, enda undir oki oliukreppunnar þá. Mest var framleiðsluaukningin hjá Chrysler eða 35.6%, enda var mánaðarlangt verkfall hjá Ford- verksmiðjunum i september. — Aukningin hjá General Motors nam 32,9%. Gamlárskvöld Þessi skemmtilega mynd var tekin á gamlárskvöld yfir bæinn Miexbach i Vestur-Þýskalandi, þar sem menn eins og viða. annarsstaðar fögnuðu áramót- unum með flugeldum og tilheyr- andi. Fangelsismálin vekja úlfúð á Ítalíu eftir strok 13 fanga Pólitískt moldviðri þykir liklegt til þess að fylgja í kjölfar þrettán refsifanga, sem sluppu úr Treviso- fangelsinu á Italíu i fyrri- nótt og léku enn lausum hala í morgun. ttalska lögreglan setti þó himin og jörð úr jafnvægi i gær við að leita strokufanganna, sem tekið höfðu sjö fangaverði sem gisla, brotist inn i vopnabúr fangelsis- ins og tekið þaðan hriðskotabyss- ur og neytt verðina til þess að opna þeim útgönguleið úr fangelsinu. Strokufangarnir komust siðan leiðar sinnar með þvi að stöðva bila óbreyttra borgara og aka þeim sjálfir. Bilarnir fundust siðan yfirgefnir, en fangarnir á bak og burt. Fangelsisstjórinn i Treviso sagði i gær, að hann hefði marg- sinnis á undanförnum mánuðum kvartað við dómsmálaráð- herrann undan mannfæð við vörslu fanganna. t fangelsi i Feneyjum gerðu fangar uppreisn og urðu verðir og lögregluliðsauki, sem barst, að skjóta af byssum sinum til að hindra fangana i að opna fang- elsishliðin og strjúka. — I fangelsinu i Cuneo tóku tveir fangar, sem liggja undir morð- ákæru, tvo verði og ógnuðu þeim með hnifum, meðan þeir kröfðust ess að hitta að máli dómara til ess að fá mál sin tekin fyrir. Rúmlegar helmingur þeirra, sem sitja i fangelsum ttaliu, biða eftir þvi að réttarhöld hefjist i málum þeirra. Lögreglumenn á ttaliu efndu nýlega til mótmælagöngu til þess að vekja athygli á þvi, hve af- brotamennirnir, sem þeir hafa handsamað, eiga auðvelt með að strjúka úr hriplekum fangelsum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.