Vísir - 04.01.1977, Qupperneq 10
10
VÍSIR
Ctgefandi:Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri:Davf&Guðmundsson
Ritstjórar: t>orsteinn Pálsson dbm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Um-
sjón með heigarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn:Edda Andrésdóttir, Einar Guðfinnsson, Elias
Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guðjón Arngrímsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljós-
myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar :ilverfisgata 44. Slmar 11660,86611
Afgreiðsla : Hverfisgata 44. Simi 86611
Ritstjón:Sfðumúla 14.Simi 86611, 7linur
Akureyri. Simi 96-19806
Askriftargjaid kr. 1100 á mánuði innanlands.
Verð I lausasölu kr. 60 eintakið.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verðbólga og upplausn
Áður fyrr var hafísinn talinn landsins forni f jandi.
Hann hefur oftsinnis i gegnum tíðina valdið hallæri í
búskap þjóðarinnar. En hlutirnir eru afstæðir bæði í
tíma ogrúmi. í áramótaboðskap sínum til þjóðarinn-
ar sagði forsætisráðherra/ að nú væri það verðbólgan,
sem kalla mætti landsins forna f janda. Og staðreynd
er, að forsætisráðherra hafði talsvert til síns máls
þegar hann komst þannig að orði.
Hafísnum var ekki unnt að bægja frá landi. Þar
ráða náttúrulögmál, sem við höfum ekki vald yfir. En
verðbólgan er á hinn bóginn heimatilbúin að miklu
leyti. Forsætisráðherra sagði því með réttu, að fyrir
löngu væri kominn tími til að reka verðbólguvágestinn
á dyr. Tími væri kominn til að sýna, að alvara fylgdi
orðum.
Segja má, að þjóðin sé orðin vön þessum boðskap..
Hann var jafnvel fluttur á þeim tíma, er verðbólgan
var að visu mikil, en þó ekki nema brot af því, sem
hún hefur verið undanfarin ár. Sífelldar áminningar
um hert viðnám gegn þessum landsins forna f janda
hljóma kunnuglega. Það sem á skortir er samstaða
um raunhæfar aðgerðir. Og biðin eftir þeim er vissu-
lega oröin löng.
Staðreynd er, að borgararnir eru orðnir þreyttir á
innantómum orðum, hvort sem verðbólgan er nefnd ó-
freskja eða landsins forni fjandi. Nú ætlast þeir til
þess, að stjórnmálamenn og forvígismenn hagsmuna-
samtaka leggi þrætubókina á hilluna og taki sameig-
inlega á vandamálinu með gagnkvæmri pólitískri á-
byrgð. Verðbólgunefndin ætti að vera vettvangur til
þess að hefja slíkt samstarf.
Nýsköpun efnahagslífsins er einnig forsenda fyrir
siðferðilegum umbótum í þjóðfélaginu. Enginn fer í
grafgötur um, að verðbólgan hefur stuðlað að al-
mennri upplausn á flestum sviðum þjóðlífsins. For-
sætisráðherra gerði þessa skuggalegu hlið verðbólgu-
þjóðfélagsins að umræðuefni í áramótaboðskap sín-
um og vék m.a. að tvenns konar tískutrú í því sam-
bandi.
Hann hélt því réttilega f ram, að sá skortur á siðgæð-
isvitund að líta svo á að mannlegur þroski felistí þvf að
láta allt eftir sér, væri undirrót margra afbrotamála
og afsökun til þess að gefa sig á vald hömlulausri
neyslu vímugjafa og fíkniefna. Forsætisráðherra
sagði einnig og það með réttu, að uppiausnina mætti
rekja til þeirrar tískustefnu, sem kennir að menn fái
engu áorkað nema með ofbeldishótunum eða hreinni
valdbeitingu.
Forsætisráðherra átaldi einnig tal um lausung
æskunnar og spurði, hvort uppeldið mætti ekki betur
fara á heimilum og í skólum. i spurningu sem þessari
felst vissulega umhugsunarverð gagnrýni. En inn i
þetta dæmi hefði einnig mátt taka nauðsyn á auknu
siðferðilegu aðhaldi i f jármálalífi og opinberri stjórn-
sýslu.
Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir miklar umræður
um siðferðilega upplausn í þjóðfélaginu, hefur þess
ekki orðið vart, að á framferði manna í fé- og stjórn-
sýslu hafi verið brugðið siðferðilegum mælikvarða. I
þeim efnum hafa lengi gilt flokkspólitískar mælistik-
ur og þær virðast vera við lýði enn. Á þessu sviði örlar
ekki enn á umbótastarfi.
Enn sem fyrr leggja stjórnmálaflokkarnir allir
kapp á að staðsetja helstu fésýslumenn sína og odd-
vita í húsbyggingarsjóðum og flokkshlutafélögum i
bankaráð og borgarráð. öllum er þó Ijóst, að
umfangsmikil fjáröflun og nauðsynleg til starfsemi
flokkanna er ósamrýmanleg fyrirgreiðslustarfsemi i
opinberum stofnunum. Því er brýnt að taka þennan
þátt inn í reikningsdæmið, ef menn hafa hug á ný-
sköpunarstarfi í þjóðfélaginu.
Þriöjudagur 4. janúar 1977
vísm
Liðið ár er „nýtt
■! ártal handa ís-
lenskri skólaœsku
að leggja á minnið"
— sagði dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands,
í nýársboðskap sinum til þjóðarinnar
„Arið 1976 var sigurár, nýtt
ártal handa islenskri skólaæsku
að leggja á minnið, eins og árið
sem verslunaránauö var létt af
þjóðinni eða þegar landið fékk
heimastjórn eða þegar íslend-
ingar urðu fullvalda þjóð. Það
mun verða kallað árið, sem vér
fengum óskoruð yfirráð yfir
fiskimiöunum á landgrunninu”,
sagði dr. Kristján Eldjárn, for-
seti islands, i nýársboðskap sín-
unt til þjóðarinnar, sem hann
flutti i rikisútvarpið á nýársdag.
Forsetinn fjallaði sérstaklega
um hlut landhelgisgæslunnar og
sagði m.a.:
„Þeir islenskir varðskips-
menn, sem horfðu á bresku
siglutoppana hverfa við hafs-
brún hinn fyrsta desember
siðastliðinn urðu vitni að miklu
sögulegu sjónarspili. Engir voru
betur að þvi komnir en þeir, þvi
þætti landhelgisgæslunnar i
þessu islenska þrjátiu ára striði
eða vel það verður með hófsam-
legum orðum svo lýst, að hann
hafi verið með sæmd og prýði.
Einu sinni var orðið sægarpur
meira notað i máli voru en verið
hefur um sinn. Nú er tími til að
bera sér þetta gamla orð i
munn, þegar islenskum land-
helgisgæslumönnum eru færðar
skyldugar þakkir, án þess þó að
þvi sé gleymt, að fleira þarf en
góða sjómenn til að vinna is-
lenskt þorskastrið. Fleiri en
þeir hafa þurft að sigla krappan
sjó og stýra milli skers og báru i
baráttu islendinga fyrir þeim
sigri, sem vér hrósum, enda
skal nú öllum þakkað, sem
traustir stóðu hver á sinum
rétta stað, bæði á sjó og landi”.
Mikilvægt hlutverk
fiskifræðinga-
Siðan fjallaði forsetinn um
nýtingu miðanna, og sagði þá
m.a.:
„Nú er ekki stríð fyrir hönd-
um, heldur fyrirhyggjusöm
ráðsmennska, ráðdeildarsöm
nýting bjargræðislindanna i
hinni nýju fiskveiöilögsögu.
Engum hefur dulist hve heilla-
drjúgan þátt éslenskir visinda-
menr, á sviði fiskifræði og haf-
fræði hafa átt i öllum mál-
flutningi vorum á undanförnum
árum. Það er starfi þeirra að
þakka hversu ört skilningur
manna á háska rányrkjunnar
hefur vaxið á allra siðustu tið,
svo og hvað gera þarf til að
bægja voðanum frá. Héðan i frá
verður að lita á islenska fisk-
veiðilögsögu sem einn stóran
akur.”
Og siðar:
„Oft er þess getið með nokkru
stolti, að frumkvæði islendinga
virðist hafa flýtt fyrir þeirri
þróun, sem nú er fram komin i
hafréttarmálum. Ekkert mælir
þvi igegn.aðá sama hátt getum
vér undir leiðsögn islenskra
fiskifræðinga orðið öðrum til
fyrirmyndar um fiskvernd,
forustumenn um að vernda og -
avaxta eitt af matforðabúrum
veraldar”.
Menningarmálin.
Siðar i ræðu sinni fjallaði dr.
Kristján Eldjárn um
Skuggi alvarlegra afbrota
og vafasamra viðskipta
féll á liðið ár
— sagði Geir Hallgrimsson,
forsœtisráðherra, í ávarpi sínu
til þjóðarinnar á gamlárskvöld
„Óneitanlega hefur fallið
skuggi á liðið ár af ýmiss konar
alvarlegum afbrotum og vafa-
sömum viðskiptum, sem hafa
veriö og eru f umfangsmikilli
rannsókn”, sagði Geir Hall-
grfmsson, forsætisráðherra i
áramótaávarpi sfnu til þjóðar-
innar f rikisútvarpinu á
gamlárskvöld.
í ávarpi sinu fjallaði forsætis-
ráðherra m.a. um þann skort á
siðgæöisvitund, sem væri undir-
rót þessara mála, og sem hann
taldi, að ætti aö nokkru upptök
sin i þeirri tiskutrú ,,að mann-
legur þroski felist i þvi að láta
allt eftir sér, veita öllum tilfinn-
ingum og hvötum útrás, án til-
lits til þess hverjar þær eru og
hvort þær horfa til góðs eða
ills....
Sú upplausn, sem vart hefur
orðið f bióðfélaeinu, stafar einn-
ig af annarri tiskustefnu, sem
kennir, að menn fái engu áorkað
nema með aögangshörku, of-
beldishótun eða hreinni vald-
beitingu.”
Fullorðna fólkinu
að kenna?
Siðan sagði forsætisráðherra
m.a.:
„Æskufólki og lausung þess er
ööru fremur kennt um það sem
miður fer. En er það rétt? Er
ekki nær aö kenna fulloröna
fólkinu um það, sem aflaga hef-
ur farið? Er ekki ástæða til að
lita i eigin barm og kanna,
hvaða uppeldi unglingar fá i for-
eldrahúsum og i skólum? Höf-
um við, fullorðna fólkið/verið
æskunni nauðsynleg fyrirmynd
með þvi að leitast við að lifa I
samræmi vð grundvallaratriöi
kristins siögæðis? Höfum við
beitt okkur sem skyldi og kennt
æskunni þann sjálfsaga, sem
ábyrgö er samfara, þeirri
ábyrgð að vera maður?
Þessum spurningum er nauð-
synlegt aö við svörum hvert og
eitt i verki, áður en óáran er
komin I siöu þjóðarinnar og
háttu. Aðsjálfsögðu verðum við
að tryggja réttaröryggi allra
landsmanna og greiða fyrir
rannsókn mála, uppljóstrun af-
brota og fullnustu dóma. En
mestu máli skiptir að stemma á