Vísir - 04.01.1977, Qupperneq 11
Þriðjudagur 4. janúar 1977
11
menningarmálin, visindi, listir
og bókmenntir og varðveislu og
ávöxtun menningararfsins, og
sagði, að i þessum efnum hefði
verið haldið sæmilega i horfinu.
„Ahugi á myndlist og tónlist
virðist greinilega vera vaxandi
hér á landi og þessar listir eru
orðnar miklu snarari þáttur i
þjóðlifinu en var fyrir
skemmstu. Og áhugi á bók-
menntum eða a.m.k. bókum er
samur við sig vor á meðal.
Sagt er að út hafi komið um 300
bækur fyrir siðastliðin jól. Það
segir að visu ekki aðra sögu en
þá, að bókafýsn islendinga er
með eindæmum. Én sem betur
fer eru hér með þessari kynslóð
mörg skáld og margir rit-
höfundar, sem með reisn halda
á loft hinu forna merki. Einn af
gleðiviðburðum liðins árs var
það, að islenskur rithöfundur og
islenskt tónskáld voru heiðraðir
með listaverðlaunum Norður-
landaráðs. Sú gleði vor stafaði
ekki af þvi, að vér þyrftum að
láta útlendinga segja oss frá
ágæti þessara listamanna. Oss
var kunnugt um það áður — eða
var það ekki? Hún stafaði af
þvi, að vér erum stolt af
hverjum sigri islenskra afreks-
manna og viljum að heimurinn
taki eftir honum. A sama hátt
fylgdist þjóðin af óskiptum
áhuga og aðdáun með sigur-
förum islenskra skákmeistara á
árinu sem leið og einnig þvi, að
islenskur jarðvisindamaður t4k
við afreksmerki, sem aðeins er
veitt örsjaldan og þá fyrir
frábæra verðleika.”
Þjóðfélagslegt réttlæti
í lok ávarps sins sagði for-
setinn m.a.:
„Það er viðurkennt markmið
vor allra, að hér skuli rikja
þjóðfélagslegt réttlæti. Það er
tiltölulegur jöfnuður manna i
milli, að einskis hlutur sé fyrir
borð borinn, að allir eigi rétt til
sæmandi hiutar af sameigin-
legum aflaforða þjóðarinnar,
hvort heldur hann er i fullu fjöri
eða hann bagar elli, sjúkleiki
eða örkuml. 1 þessu efni hljótum
vér að sækja fram til félags-
legrar samhjálpar eins og best
er hjá grannþjóðum vorum og
gæta þess, að öldurót
verðbólgulifsins beri oss ekki af
leið. Ef til vill er þetta brýnast
af öllu, þegar vér nú litum fram
á leið i þeirri von að félagsleg
menning megi vaxa og vel
hafast á komandi tið.”
—ESJ.
að ósi og leggja meiri áherslu á
mannrækt á heimilum og i skól-
um og i kirkjum landsins”.
Prófsteinn
I ávarpi sinu fjallaöi forsætis-
ráðherra einnig um landhelgis-
málið og efnahagsmálin. Hann
lagði áherslu á, að það væri
„skylda okkur að rækta svo
miðin, að hámarksnýting fisk-
stofna komi sveltandi heimi i
góðar þarfir, engu siður en okk-
ur sjálfum. Sérhagsmunir,
sundurlyndi og skammgóður
vermir má ekki spilla skynsam-
legum ráðagerðum um fisk-
vernd og fiskveiðar, sem eru á
okkar valdi”.
Hann fjallaði einnig um þá
prófsteina, sem islendingar
stæðu frammi fyrir:
„Ljóster,aðþað er prófsteinn
sjálfstæðrar þjóðar að standa i
skilum og vera óháð lánar-
drottnum sinum.
Annar prófsteinn biður
þjóðarinnar. Verðbólgan er
slikur vágestur að allra áliti, að
fyrir löngu er timi til kominn að
sýna að alvara fylgir orðum og
reka hann á dyr með samstööu
og sjálfsaga landsmanna á nýju
ári.
Þriðji prófsteinninn er að
skipta þjóðartekjunum með
réttsýni og samkomulagi milli
landsins barna, þannig að meiru
sé ekki skipt en aflað er og þeim
sé fyrst og fremst sinnt, sem
minnst hafa fyrir sig að leggja.”
— ESJ.
handvade
SOUVENIRS
m o jm
l{ 3 -m ' * ( '***! ' ) * ,i, wA i
!JHfl
HAFNARSTRÆTI Á AKUR-
EYRI VERÐI GÖNGUGATA
• Hafnarstrœti er miðdepill alls
athafnalífs í bœnum
• Flestir bœjarbúar leggja þangað leið
sína oft í viku
• Auðvelt yrði að finna bílaumferð
annan farveg
• Listaverkasýningar og útihljómleika
œtti að skipuleggja á göngugötunni
á sumrin
• Veðurfar ú Akureyri er með þeim
hœtti að ,þar er oft gott að dvelja
utan dyra, öfugt við það sem
verið hefur í Reykjavik undanfarið
í mörgum bæjarfélögum viða
um heim hefur það tíðkast að
gera hluta aðalverslunarhverf-
anna svo úr garði, að þar er að-
eins gangandi vegfarendum
heimiluð umferð. Verða hér
ekki talin upp nein dæmi um
það, en þó má minna á Strikið i
Kaupmannahöfn, og nú siðast
Austurstræti i Reykjavik. En
báðar þessar götur, hvor i sinni
borg, setja óneitanlega sérstæð-
an svip á bæjarlifið. Varla mun
nokkur sá finnast er breytavildi
um og heimila þar bilaumferð
að nýju.
A Akureyri er ekki að finna
neina slika göngugötu, en þar
eru þó allar aðstæður fyrir slika
verslunargötu fyrir hendi. Er
hér að sjálfsögðu átt við Hafn-
arstræti, milli Brekkugötu eða
Ráðhússtorgs, og Kaupvangs-
strætis. Hafnarstræti á Akur-
eyri er óumdeilanlega mesta
verslunargatan þar i bæ, og þar
eru samankomnar flestar versl-
anir bæjarins.
Mig rekur sérstaklega minni
til þess, er ég kom i fyrsta sinn
til Akureyrar fyrir tæpum sex
árum, hve einstakur miðbærinn
á Akureyri er i sinni röð. Þar er
jafnan mjög margt um mann-
inn, og þegar óvenju margt fólk
er þar á ferli, er götunni alveg
lokað fyrir bilaumferð. I
miðbæinn á Akureyri koma
flestir bæjarbúar einhvern tima
i hverri viku og stór hluti þeirra
daglega. Er fólk þar að sjálf-
sögðu i hinum ýmsu erinda-
gjörðum, en þeir eru lika fjöl-
margir sem þangað leggja að-
eins leið sina til þess að „sýna
sig og sjá aðra”, eins og oft er
sagt. Miðbærinn á Akureyri, og
þá einkum Hafnarstræti, er með
öðrum orðin eins konar sam-
komustaður bæjarbúa, auk þess
að vera miðdepill athafnalifs
bæjarins.
I miðbæ Akureyrar, Hafnar-
stræti og næsta nágrenni, er
sem fyrr segir að finna aðal-
verslunarhverfi bæjarins. Auk
verslana eru þar kaffihús og
matsölustaðir, bankar og aðrar
þjónustustofnanir, allir
skemmtistaðir bæjarins og enn-
fremur bæði kvikmyndahúsin i
bænum. Þarna er þvi hið raun-
verulega hjarta Akureyrar að
finna.
Þarna er þvi mjög ákjósan-
legt tækifæri til að útiloka
„blikkbeljurnar” af litlum
bletti, þar sem maðurinn sjálfur
gæti athafnað sig að vild sinni.
Auðvelt ætti að vera að finna
bilaumferðinni annan farveg,
og nærliggjandi götur ættu án
stórfelldra breytinga að geta
tekið við þeirri umferð sem nú
fer um Hafnarstræti. 1 Hafnar-
stræti eru aðeins um 30 bila-
stæði, þannig að einnig ætti að
vera unnt að koma kyrrstæðum
bilum fyrir annars staðar, til
dæmis við gömlu ferðaskrifstof-
una, eða á nýju uppfyllingunni
neðan Dynheima.
Heppilegast yrði væntanlega
að göngugatan næði allt frá
gatnamótunum við Kaupangs-
stræti, og að Brekkugötu, þó
þannig að unnt verði að aka á
fram frá Strandgötu og upp
Brekkugötu. Ef til vill yrði
einnig nauðsynlegt að heimila
strætisvögnum að aka um Ráð-
hústorg eins og nú er.
Anders Hansen
skrifar
Ef af þvi yrði, að Hafnarstræti
yrði gerð að göngugötu, þyrfti
að sjálfsögðu að gera ýmislegt
til að gera hana meira aðlað-
andi en nú er, t.d. með þvi að
setja þar upp listaverk, bekki
fyrir vegfarendur og fleira i
þeim dúr. Þar sem hitaveita á
Akureyri er nú i þann mund að
verða að veruleika, yrði einnig
unnt að hita götuna upp, þannig
að ekki festi þar snjó yfir vetr-
armánuðina.
Enniremur ber að hafa veður-
far á Akureyri i huga, þegar
ræddar eru hugmyndir um að
gera Hafnarstræti að göngu-
götu. En það er kunnara en frá
þurfi að segja, að veðurfar á
Akureyri yfir sumarmánuðina
ermeð þeim hætti, að vel hentar
til dvalar utandyra, öfugt við
það sem verið hefur i Reykjavik
undanfarin ár. Þar er sólrikt og
þurrt og oft svo miklar stillur að
varla blaktir hár á höfði svo
dögum skiptir. Þvi er jafnvel
unnt að hugsa sér að komið yrði
upp útimatsölustöðum á göngu-
götunni, þar sem fólk gæti notið
veitinga i góðu veðri.
Útihljómieika og listaverka-
sýningar ætti einnig að skipu-
leggja, og vafalaust dytti mönn-
um fleira i hug ef þessar hug-
myndir yrðu ræddar i alvöru.
Akureyringar eru stoltir af
miðdepli bæjar sins, og þeir
mega vissulega vera það. Þeir
hefðu þó enn meiri ástæðu til að
vera það ef Hafnarstræti yrði
breytt i göngugötu. Hér er kom-
ið verðugt verkefni fyrir bæjar-
fulltrúa og aðra þá er málefni
Akureyrarbæjar varða til að
glima við.
— AH