Vísir - 07.01.1977, Page 1

Vísir - 07.01.1977, Page 1
Siddegisbiad fyrir fiéiskyiduna alla f rJaS Gœsiufangarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmólinu: Grunaðir um að vera valdir að þriðja mannshvarfínu Visir hefur spurt, aö viö rann- sókn á málum þeirra aðila, sem setið hafa i gæsluvaröhaldi vegna Guðmundar og Geir- finnsmálsins, hafi komiö fram alvarlegar grunsemdir um, aö þeir séu viðriðnir a.m.k. eitt manndráp til viðbótar og mun það hafa verið útlendingur er þar átti i hlut. Þetta manndráp mun hafa átt sér stað áður en Geiríinnur Einarsson hvarf. Grunsemdir rannsóknar- manna um þetta atriði munu hafa vaknað við athugun á framburði gæsluvarðhaldsfang- anna, einkum að þvi er varðar flutning á likum. Þótti margt benda til að um flutning á fleiri likum en tveimur hafi verið að ræða, og bentu þvi sterkar likur til að íangarnir hefðu átt hlut að fleiri afbrotum af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem Visir hefur aflað sér munu gæsluvarðhaldsfangarnir hafa falið lik útlendingsins með svipuðum hætti og siðar varð um jarðneskar leifar þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Frekari könnun þessa máls mun hafa legið niðri að mestu undanfarið, enda einbeitir sam- starfshópur rannsóknarlögregl- unnar og Sakadóms Reykjavik- ur sér að þvi þessa dagana að ljúka frágangi gagna i Geir- finnsmálinu. Þýski sakamálasérfræðingur- inn Karl Schuts er nú kominn aftur til landsins eftir jólaleyfi, en i viðtali Visis við hann fyrir skömmu kom fram að hann dveldist hér tiltölulega stuttan tima nú i upphafi ársins. Schuts sagði Visi að öll meginatriði Geirfinnsmálsins lægju nú ljós fyrir og unnið væri að ýmsum tæknilegum rannsóknum og sannprófunum. Þegar þvi væri lokið yrði boð- að til blaðamannafundar og efnisatriði málsins kynnt.-ESJ. Hvenœr verður ein þjóð fullnuma í utanríkismólum Þetta er heitið ó fyrstu föstudagsgrein Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar um þjóðmál i Visi, en hún birtist í dag undir yfirskriftinni: „Neðanmáls". Slikar greinar munu birtast vikulega hér i Visi Sjábls. 10-11 Snjókoman undanfarna daga hefur vissulega reynst velkomin tilbreyting fyrir börnin, sem njdta þess aöleika sér f snjónum, fara I snjókast og búa til snjókarla og kerlingar. En þaö verður litil þörf fyrir hlýja vettlinga i dag og á morgun á höfuöborgarsvæðinu þvf spáð er áframhaldandi hláku. Hins vegar kann að kólna á ný eftir morgundaginn, hugsanlega með einhverjum éljum. Ljósmynd Loftur. Ríkissaksóknari krefst framhalds- rannsóknar í óvís- anamólinu - *i* w*. 3 „GAPI NÚ HVER SEM BETUR GETUR" — mœlir Svarthöfði á annarri síðunni í dag Hin íslenska þögn Haraldur Blöndal skrifar um erfiðleika að fá mikilvœg skjöl frá fyrri árum til athugunar hér á landi í grein, sem hann nefnir: Hvers vegna þarf að skrifa sögu íslands erlendis?. — sjá bls. 9 . ——^

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.