Vísir - 07.01.1977, Side 3
3
vísm
' Föstudagur 7. janúar 1977
Ríkissaksóknari krefst framhaldsrannsóknar í óvisanamólinu:
Sérstaklega verði rannsakaður hlutur
bankastarfsmanna að vexti og
viðgangi tékkakeðjuútgófu eða sðlu"
Rikissaksóknari, Þórður
Björnsson, hefur nú svarað
bréfi Hrafns Bragasonar, um-
boðsdómara i ávisanamálinu
svonefnda, sem sent var 27.
desember siðastliðinn varðandi
það, hvort rannsókn skuli haldið
áfram og hvaða stefnu skuli
taka um framhaldandi rann-
sókn.
1 bréfi rikissaksóknara segir,
að af ákæruvaldsins hálfu sé
þess krafist að Hrafn haldi á-
fram rannsókn málsins og tekin
verði ákveðin stefna, sem nánar
er lýst i fjórum köflum. Fara
þeir hér á eftir.
1.
Gerð verði aðgengileg skrá
yfir alla þá tékka, sem eigi var
til raunveruleginnistæða fyrirá
gjalddaga þeirra eða þegar þeir
voru sýndir til greiðslu. Tékkar
þessir verði flokkaðir eftir út-
gefendum, tékkareikningum og
aldri.
Útgefendur og viðtakendur
tékka þessara verði yfirheyrðir
um tilefni og önnur atvik að út-
gáfu þeirra, þar á meðal hvort
útgefandi hafði einhvern fyrir-
vara á um gjaldfang þeirra og
greiðslu. Samprófun fari fram
ef misræmi verður á milli fram-
burða.
Þá komi fram hverjir af tékk-
um þessum hafa siðan verið
greiddir og hvenær innistæða
reyndist vera til fyrir þeim og
þeirvoru innleystir. Ennfremur
komi fram upplýsingar um
greiðslur af hálfu tékkaskuld-
ara umfram tékkafjárhæð.
2.
Rannsakað verði sérstaklega
i hve rikum mæli útgefendur
tékka hafa notað þá til að stofna
til og halda við tékkakeðju eða
keðjusölu á tékkum, sbr. það,
sem segir um það efni i bréfi
Seðlabanka Islands frá 9. ágúst
s.l.
3.
Rannsakað verði frekar og
eins itarlega og kostur er hverja
yfirdráttarheimild hver tékka-
útgefandi kann að hafa haft
þegar hann gaf út hvern ein-
stakan tékka, sem ekki var til
raunveruleg innistæða fyrir,
sbr. 1. lið. Fram komi fjárhæð,
timalengd og form yfirdráttar-
heimildar svo og settar trygg-
ingar.
Ef vafi kann að leika á um
yfirdráttarheimild verði tékka-
útgefandi og sá bankayfir-
maður, sem hann kveður að
veitt hafi honum yfirdráttar-
heimildina eða hann hafi talað
við um hana, yfirheyrðir og fari
samprófun fram ef misræmi
verður á milli framburða.
4.
Rannskað verði hvort og í hve
rikum mæli einstakir starfs-
menna banka hafa innleyst eða
greitt út fjárhæðir einstakra
tékka, sem ræðir um í 1. lið, án
þess að grennslast fyrir um það
hjá viðkomandi banka, hvort
innistæða var fyrir hendi eða
ekki. Sérstaklega verði rann-
sakað hvort og að hve miklu
leyti bankastarfsmenn hafa átt
hlut að vexti og viðgangi tékka-
keðjuútgáfu eða sölu.
Vakin er athygli á þvi, sem
segiri bréfum Seðlabankans frá
9.ágúst og 3. september s.l. um
þetta efni.
Þess er vænst að rannsókn
málsins verði hagaö þannig að
sem gleggst skil verði á miili
einstakra sakaraðila og sakar-
efnis á hendur þeim svo að auð-
veldara verði að skilja málið i
sjálfstæða hluta ef til ákæru
kemur.
Fyrrgreindar fjórar skjala-
möppur fylgja hjálagt.
Þórður Björnsson
„Ekkert af mínu
venslafólki yfirheyrt
eftir sakbendinguna"
segir Haukur Guðmundsson
,,Ég hef ekkert um það heyrt
að yfirheyrslur hafi farið fram,
að minnsta kosti var ekkert af
minu venslafólki yfirheyrt eftir
að sakbendingu lauk”, sagði
Haukur Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður i morgun.
1 frétt eins blaðanna i gær
kom fram að nauðsynlegt hefði
þótt að yfirheyra einhverjar af
stúlkunum 17.
Haukur tók þaö fram að sam-
kvæmt þeim athugunum sem
hann hefði látið gera varðandi
lögmæti þessarar aðgeröar,
benti allt til þess að þetta væri
ólögmætt, þó enn liggi ekki fyrir
niðurstöður.
Þess má geta að meðal
kvennanna 17 voru tvær toll-
freyjur af Keflavikurflugvelli.
—EA
Slótruðu 30 þúsundfœrri
kindum en haustið 1975
Endanlegar töiur um kinda-
kjötsframleiðsiuna ifyrra sýna,
að framleiðslan minnkaði um
4.6% á árinu.
Slátrað var rúmlega 30 þús-
und kindum færra en haustið
1975, og fallþungi var einnig
nokkru minni að meðaltali.
Framleiðslan varð rúmlega 14
þúsund lestir.
*
Hér sést einingahúsið, sem reist var á tveimur dögum á Siglufirði. Fyrir framan húsið standa f.h.
Matthias Sveinsson, framkvæmdastjóri Húseininga h.f„ ómar Hauksson, sem keypti húsið, ásamt
ungum syni slnum, og Þórarinn Vilbergsson, stjórnarformaður fyrirtækisins.
REISTU 150 FERMETRA HÚS
AF GRUNNI Á TVEIM DÖGUM
Fyrir nokkrum dögum siðan
var reist af grunni 150 fermetra
ibúðarhús á Siglufirði. Hús
þetta er timburhús byggt með
einingum, sem framleiddar eru
hjá Ilúseiningum h.f. á Siglu-
firði.
Þessi stutti byggingatimi'
byggðist á forframleiðslu á
stöðluðum einingum i verk-
smiðju Húseininga, en áður
hafði veriö gengið frá grunni
fyrir húsið.
Hús þetta teiknaöi Viðar Ól-
sen, tæknifræöingur, en það
voru starfsmenn Byggingafé-
lagsins Berg h.f. á Siglufirði,
sem reistu húsið. —ESJ
Auglýsing Flugleiða bar sannarlega góðan árangur, þótt
skilyrði væru sett og kröfur gerðar.
Yfir 500 sóttu um
flugfreyju- og þjóna-
störf hjó Flugleiðum
Flugleiðum bárusb. rúmlega
fimmhundruð umsóknir þegar
auglýst var eftir flugfreyjum og
flugþjónum á DC-8 þotur Loft-
leiða, um áramótin. Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði VIsi að aldrei
hefðu áður borist jafn margar
umsóknir.
Fjölmargir karlmenn virðast
hafa áhuga á flugþjónsstarfinu,
þvi það bárust ekki siður um-
sóknir frá þeim.
Flugleiðir ættu að geta fleytt
rjómann ofan af, þvi af þessum
rúmlega fimmhundruð verða
ekki ráðnir nema rúmlega
fjörutiu.
Námskeið fyrir hina útvöldu
hefst svo i byrjun febrúar.
Raunar verða námskeiðin tvö,
þvi ekki þykir gott að hafa nema
svosem tuttugu á hverju þeirra.
Loftleiðir hafa ekki haldið
námskeið fyrir flugfreyj-
ur/þjóna á sinar vélar i þrjú ár,
en Flugfélagiö hélt eitt fyrir
Boeing 727 þotur sinar i fyrra.
Flugfreyjur þurfa, ekki siður
en flugmenn, að hafa réttindi á
hverja flugvélartegund fyrir
sig. Það eru þær sem hafa stjórn
með höndum i farþegarýminu,
ef eitthvað ber útaf, og verða
þvi að þekkja allt eins og stofu-
gólfið heima hjá sér.
Þótt sé nú búið að sameina
Flugfélagið og Loftleiðir, verð-
ur þvi að þjálfa áhafnirnar sitt i
hvoru lagi.
Miklar kröfur
Flugleiðir gera kröfur til og
setja skilyrði þeim sem vilja
fljúga með þeim. 1 auglýsing-
unni sagði að umsækjendur
skyldu vera á aldrinum 20-26
ára. Þeir skyldu hafa góöa al-
menna menntun, gott vald á
ensku og öðru erlerídu tungu-
máli, helst þýsku, frönsku eða
norðurlandamáli.
—ÓT