Vísir - 07.01.1977, Síða 5
Bretar tóku œríega tíl hendí
og fœkkuðu verkföllum
Bretar hafa löngum
haft orð á sér fyrir
verkfallshörku og jafn-
an meðal efstu á blaði
yfir. tapaða vinnudaga.
Þeir eru nú á góðri leið
með að glata þessum
orðsti— svo mikil eftir-
sjá, sem þeim kann nú
að vera að þvi.
Samkvæmt tölum, sem
alþjóðavinnumálastofnunin
(ILO) hefur látið frá sér fara
eftir skýrslum breska atvinnu-
málaráðuneytisins, fækkaði
verkföllum um 57% árið 1975.
Var það þvi eitt friðsamasta ár,
sem komið hefur á breska
vinnumarkaðnum frá þvi 1969.
Orsaka þessara sinnaskipta
rekja menn til samkomulags,
sem rikisstjórnin (verka-
mannaflokksins) gerði við
verkalýðssamtökin á miðju ári
1975 um hófsemi i launakröfum I
viðleitni til þess að sporna gegn
verðbólgunni.
Samkvæmt skýrslu breta
sjálfra eru þeir i tólfta sæti á
lista þeirra, sem tapað hafa
-flestum vinnudögum i kjara-
deilum. Spá þeir þvi, að árið
1976 muni koma jafnvel enn
betur út, þegar skýrslur liggja
fyrir um þaö.
Samkvæmt tölum frá ILO
glötuðu hverjir 1.000 vinnandi
menn i Bretlandi 540 vinnudög-
um á árinu 1975. Arið á undan
(1974) glötuðust 1.270 vinnudag-
ar á hverja 1.000 verkfæra
menn.
Þær tölur, sem nú liggja fyrir
um árið 1976, sýna að á fyrstu
ellefu mánuðunum fóru
3.106.000 vinnudagar til spillis i
1.868 verkföllum. A sama tima
yfir árið góða, 1975 höfðu
5,877,000 vinnudagar farið til
spillis i 2.217 verkföllum. —
Þarf þá ekki að fara i neinar
grafgötur um, hvort bretar séu
ekki batnandi menn á þessu
sviði.
Diesen heimsmeist■
arí unglinga í skák
frá Sovetrikjunum varð 21 árs á
siðasta ári.
Flestir höfðu fyrir mótið spáð
Evgeny Vladimirov frá Sovét-
rikjunum sigri, og leiddi hann
raunar mótið framan af, en
1 siöustu umferðinni tefldi hann
við mexikanann, Marcel
Sisniega, sem varðist vel með
svörtu mönnunum, en varð þó að
lúta i lægra haldi.
„Þetta var svo sannarlega
erfitt mót, en mest fannst mér
taka á taugarnar biðin, eftir að ég
hafði unnið Sisniega, og beið eftir
úrslitum I skák Ftacnics,” sagöi
Diesen.
Lubomir Ftacnic frá Tékkósló-
vakiu hafnaöi i öðru sæti með 9
1/2 vinning, en hann gerði jafn-
tefli i siðustu umferðinni við Nir
Grinberg frá tsrael, og varö um
leið Evrópumeistari unglinga I
skák.
Okkar maður i mótinu, Margeir
Pétursson, tefldi i siðustu umferö
við Campora frá Argentinu og
tapaði. Endaði Margeir þar meö f
18.-24. sæti af alls 54 keppendum,
með samtals 7 vinninga.
I þriðja sæti hafnaöi Grinberg
með 9 vinninga. A úrslitaskák
hans i siðustu umferð við tékkann
valt um leið Evrópumeistaratitill-
Mark Diesen, 19 ára
ungmenni frá Potomac i
Maryland i Bandarikj-
unum, hreppti heims-
meistaratitil unglinga i
skák i Groningen i Hol-
landi með tiu vinninga
eftir 13 umferðir.
inn, þvi að samkvæmt mótsreglu-
gerðinni átti hann að falla i skaut
þeim keppandanum frá Evrópu,
sem flesta fengi vinningana.
Titillinn var á lausu eftir að sið-
asti titilhafi, Alexander Kotsyev
Margeir Pétursson
hafnaði í 18-24 sœti
með sjö vinninga af
þrettán mögulegum
endaði i f jórða sæti eftir jafntefli i
þrem siðustu skákunum.
Yngsti keppandinn var fjórtán
ára stúlka frá Japan, Mikka
Nakano að nafni. Hún fékk að
kenna á reynslumuninum og
hreppti aðeins tvö jafntefli.
Endaði hún þvi i 54. sæti meö einn
vinning samtals.
Lónlaus-
ir smygl-
arar
Hópur marijúána-
smyglara fór svo
klaufalega að ráði sinu,
að þeir gátu ekki orða
bundist, þegar lögregl-
an handsamaði þá, en
• sögðu: ,,Við hljótum að
vera lélegustu smygl-
arar, sem þið hafið
komist i kynni við.”
Eftir fimm misheppnaðar
smygltilraunir á fikniefnum i
gegnum Spán áttu þeir með sér
leynifund til þess að leggja á
ráðin um enn eina tilraun. En
félagsandinn innbyrðis var þá
orðinn orðinn slikur, að það kom
til ryskinga og bófarnir köstuðu
grænmeti og rjóma hver i
annan.
Kveðja varð lögregluna til að
stilla til friðar, og allt komst
upp.
Þarna var um að ræða sjö
menn og eina konu (öll á aldr-
inum 27 til 45 ára). Viðurkenndu
þau við yfirheyrslur, að hafa
unnið aðólöglegum innflutningi
á kannabisefnum til Spánar.
Fyrsta tilraunin var fjöl-
skyldubragðið gamla notað.
Konan, sem er þriggja barna
móðir og einn karlmaðurinn
þóttust fara i sumarleyfisferö til
Marokko og tóku á leigu hjól-
hýsi. 1 hjólhýsinu átti nefnilega
að vera holrúm, tilvalinn felu-
staður fyrir fikniefnin. Siðar
uppgötvuðu þau, aö þau höfðu
tekið á leigu skakka tegund, svo
að enginn var felustaðurinn. Við
það missti maðurinn kjarkinn,
yfirgaf „fjölskylduna” i Mar-
okko, og tók sér flugvél heim til
Englands.
önnur tilraunin fór út um
þúfur, þegar „innkaupastjór-
inn” var tekinn fastur á
Lundúnaflugvelli á leið út með
meira fjármagn i fórum sinum,
en bretum leyfist að hafa á brott
með sér úr landinu.
Ekki lét þó hópurinn hug-
fallast, heldur gerði þriðju til-
raunina. Svo illa tókst þá til, að
fikniefnin voru ekki nógu vel
falin, oe snænskir tollþjónar
fundu þau i farangri „burðar-
karlsins”, semvar dæmdur i tólf
ára fangelsi.
Ennþá dreymdi þau drauma
um stóra smyglið, og annar
„innkaupastjóri” var sendur af
örkinni. En hann stakk þá af
með peningana.
I tilraun númer fimm vildu
þau ekki eiga neitt á hættu og
tveir úr hópnum fór sjálfir til
Marókko. En þeir lentu strax i
neti lögr.eglunnar i Marókko
með marijúana að verðmæti um
15,000 sterlingspund i föggum
sinum. Þvi var þó „bjargaö i
horn” með þvi að móta yfir-
valdinu, en lengra komust tvi-
menningarnir þó ekki en að
landamærum Spánar, þar sem
hald var lagt á „innflutning-
inn”. Þeir voru samt látnir
lausir gegn tryggingu.
Góð ráð voru nú orðin rándýr
og boðað var til skyndifundar i
fjölskyldunni, þar sem allt lenti
svo upp i loft, og lögreglan
komst i spiliö.
200 ára orrusta
Tólf hundruð breskum her-
mönnum og sjálfstæöisherjum
lenti saman undir fallbyssugný
og skothveilum framhlaðninga
hjá Prineeton i New Jersey 4.
janúar, en öfugt viö atburðina á
þessum slóöum 1777 var allt f
gamni, meöan þá var barist upp
á lif og dauöa. Þarna var sett á
sviö hin sögufræga orusta i til-
efni 200 ára afmælisins.