Vísir - 07.01.1977, Síða 23

Vísir - 07.01.1977, Síða 23
yism Föstudagur 7. janúar 1977 í Aðrir œttu kannski líka skilið Fálkaorðuna DÓMUM í EITURLYFJAMÁLUM Á AÐ FRAMFYLGJA OG ÞYNGJA AÐ MUN Gunnlaugur J. Ingason Hafn- arfiröi skrifar: A fáum ögæfu- og óbótamönn- um að takast að skapa hér óvið- ráðanlegt vandamál? Það væri fróðlegt fyrir okkur foreldra og uppalendur þeirrar ungu kyn- slóðarsem senn mun erfa landið að fá svör við alvörumálefni. Hversu lengi ætlar löggjafinn og yfirstjórn dómsmála að láta ör- fáum mönnum líðast að flytja inn fikni-og vanabindandi efni? Vfmugjafa sem á síðustu tim- um er að ná tökum á stórum hópi æskufólks og breiöist neysla þessara efna út eins og eldur i sinu. Það sanna tölur um innflutning þann, sem til næst og birtast í fjölmiðlum nær daglega. Eru þær tölur upp á milljóna tugi króna. Hverjir eru þeir sem að inn- flutningi þessum standa?. Fikniefnadómstóllinn telur að þar sé innan við tugur manna að verki, og sumir þeirra munu hafa hlotið fleiri en einn dóm. En eftir þvi sem mér hefur skil- ist hefur ekki einum einasta dómi verið fullnægt enn sem komið er. Annað meira er, að menn þessir eru ekki einu sinni sviptir ferðafrelsi. Það er, þeir fara frjálsir i sinar viðskipta- ferðir til að koma auknu eitri á þennan vaxandi markað. tslenskir skattborgarar greiða svo stórar fjárfúlgur lög- reglumönnum og þeim sem við fikniefnadómstólinn starfa, fyr- ir aðkljást við þessa gullkálfa is- lenskra afbrotamanna. Þeirra, sem eru svo i hávegum haföir hjá dómsvaldinu að þeir eru rétt hafðir i gæslu meðan þeir eru aö játa á sig einhvern hluta af sinum moldvörpustarfa. Enginn vettlingatök á Spáni. Ef við fslendingar bærum nú gæfu til að fá röggsama menn i löggjafar- og dómsvald og brotamenn látnir sæta ábyrgð gerða sinna þegar i stað eins og yfirvöld á Spáni gera, þá væri allt fikniefnavandamál hér úr sögunni. Þótt stjórnarfar á Spáni sé ekki til fyrirmyndar þá þýða engin vettlingatök við þessa tegund afbrotamanna. Þar i landi var einn islendingur á ferð fyrir nokkru með mikið magn af fóðurbæti, sem islensk æska átti að borga með dýru verði og jafnvel heilsu sinni og lifshamingju. A Spáni eru þessir menn þeg- ar i stað settir undir lás og slá, þegar þeir eru sannir að sök og ekki sleppt fyrr en dómi hefur verið fullnægt, enda er þaö vist að þar eru litil vandamál af þessu tagi. Að auki fá menn þar tvenns konar dóm fyrir þennan verknað. Dóm fyrir smygl og svo annan sem er mun þyngri fyrir tilræði við heilsu manna. Mér sýnist að löggjafinn hér gæti lært nokkuð jákvætt af spönskum lögum i þessu efni og þá færu fáir nema eina ferð I svona viðskiptaerindum til ann- arra landa, og sá tilgangslausi eltingarleikur sem fram'fer i dag úr sögunni. Mér finnst að allur almenningur eigi skýlausa kröfu til að dómum i eiturlyfja- málum verði framfylgt og þeir þyngdir að miklum mun. Skora ég hér með á alla landsmenn og fjölmiðla að fylkja liði til orrustu gegn plágu þessari. z/Lokaði hurðinni og ég stóð eftir með barn og kerru í fanginu../' ,Ættum að lœra af því sem við sáum frá Japan' Halldór Vigfússon skrifar: Nú þarf enginn að vaða i villu um það hvaða afleiðingar hljót- ast af stórverksmiðjurekstri i framtiðinni hér á landi. Þeir sem sáu myndina i sjónvarpinu 4. janúar frá Japan þurfa ekki að reyna að imynda sér það sem koma skal hér hjá okkur, miðað við óbreytta stefnu, Hafi nokk- urn tima verið róið stift á þau mið, þá er þaö gert hér og nú. En hver er framtiðarsýn þeirra manna sem það gera? Verðum við að stefna út i sams konar hörmungar og kvik- myndin sýndi okkur frá hinu iðnvædda landi Japan? Hér eru að sjálfsögðu notuð sömu rök og voru notuð þar á sinum tima. En við ættum að læra af slikum hörmungum sem slikum rekstri fylgir. Hér á landi þarf að setja lög sem banna byggingu slikra manneyðandi og eiturspúandi verksmiðja. Ef þeir menn, sem nú fara með völd vilja ekki hugsa um afleiðingarnar, þá er ekki um annað aö ræða en fólkið i landinu krefjist nýrra kosn- inga. Þarna þarf að hugsa til lengri tima en nú er gert. Nú, fyrst penninn er kominn af stað, þá þetta: Kosningalög- um þarf að breyta þannig að flokkar geti ekki ráðið þvi hverjir sitja þing eða i rikis- stjórn. Fólkið á að kjósa þá menn. Loks vil ég skora á sjón- varpið að sýna myndina frá Japan aftur, til þess að menn fái kannski betri skilning á þvi sem hér er um að ræða. Hvers vegna skipherrar en ekki skipstjórar? Disa skrifar: Mig langar til að forvitnast um það hvers vegna skipstjórar hjá landhelgisgæslunni eru nefndir skipherrar en annars staðar eru skipstjórar einfald- lega kallaðir skipstjórar. Mætti ekki alveg eins kalla t.d. vél- stjóra hjá Landhelgisgæslunni vélherra? Þetta bárum við undir Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelg- isgæsiunnar. Hann svaraði þvi að það hefði verið siður frá upp- hafi að nefna skipstjóra hjá Landhelgisgæslunni skipherra, og kvað hann þetta mjög gamalt islenskt heiti yfir yfirmenn skipa. Varðandi hina spurninguna sagði hann það aldrei hafa kom- ið til tals. A.F. hringdi: - Ég fæ ekki orða bundist yfir framkomu þeirri sem strætis- vagnastjóri nokkur sýndi mér og litlum syni minum á mánu- daginn siðasta. Ég ætlaði mér að taka strætisvagn klukkan kortér fyrir tólf i Lækjargötu. Ég var orðin sein fyrir og þurfti þvi að hraða mér eins og ég gat. En ég náði þvi að koma á minút- unni. Strætisvagninn var ekki lagður af stað þegar ég kom með son minn i kerru. Hins veg- ar búið að loka hurðinni, svo ég bankaði i hana. Strætisvagna- stjórinn opnaði þá og ég dreif mig i að þrifa barnið upp úr kerrunni og fer siðan að leggja kerruna saman, svo ég komi henni upp i vagninn. Þá lokar vagnstjórinn hurðinni og ekur i burtu. Ég stóð hins vegar eftir með barnið og kerruna i fanginu og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Er svona framkoma for- svaranleg? Ég get bætt þvi við, að i vagninum voru 4 farþegar. Við höfðum samband viö Eirik Ásgeirsson forstjóra Strætisvagna Reykjavikur, og bárum þetta undir hann. Eirikur svaraði þvi til að vagn- stjórar ættu að sinna farþegum sinum á besta máta og þetta einstaka tilvik heyrði til hreinna undantekninga. Hann tók það einnig fram að vagnstjórar tækju kerrur upp i strætisvagn- ana ef eitthvert pláss væri fyrir þær og viðkomandi kemur kerr- unni einn eða með hjálp annarra upp i vagninn. 1 þessu tilviki he'fur þvi tæplega verið um plássleysi að ræða. N.B. hringdi: Nú er búið að sæma alla skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, og nú siðast flugstjóra fálkaorð- unni fyrir vel unnin störf i sam- bandi við landhelgina. Mér datt svona i hug i sambandi við þetta, hvort ekki kæmi til greina að sæma aðra sem vel hafa unn- ið og tekið hafa þátt I öllum þeim striðum sem háö hafa ver- ið i sambandi við landhelgina. Þarna hef ég i huga vélstjóra nokkurn sem unnið hefur i 26 ár hjá gæslunni. Mætti ekki taka þetta til athugunar? N

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.