Vísir - 20.01.1977, Síða 9
vism
Fimmtudagur 20. janúar 1977.
Fjölmennur fundur kvenna rœddi skattalagafrumvarpið:
Engin kona var í nefndinni,
sem fjallaði um frumvarpið
A fjölmennum kynningar-
fundi Bandalags kvenna i
Reykjavik um frumvarp til laga
um tekju- og eignaskatt, sem nú
liggur fyrir Alþingi, vakti það
athygli, aö engin kona átti sæti i
nefnd þeirri, er fjallaði um
frumvarpið , ,,þótt hæg hefðu
veriö heimatökin, þar sem við
eigum ágætar konur á Alþingi”,
segir I frétt frá bandalaginu.
Fundurinn var haldinn s.l.
laugardag og stóð frá 9.30 til kl.
16. Gestir fundarins voru Sigur-
björn Þorbjörnsson, rikisskatt-
stjóri, Sigriður Thorlacius, for-
maður Kvenfélagasambands
Islands, Sólveig Olafsdóttir, for-
maöur Kvenréttindafélags ts-
lands, og Bergþóra Sigmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Jafn-
réttisráðs.
Sérstök skattamálanefnd
starfar innan bandalagsins,
sem hefur innan sinna vébanda
30 félög með um 11 þúsund
félagsmenn. —ESJ.
Lystrœning-
inn mœttur
til leiks
Lystræninginn, 4. tölublað 1976,
er komið út, og hefur blaöiö
breytt nokkuð um svip frá þvi
sem áður var. Eins og áöur eru i
blaðinu frumsamdar smásögur
og ljóð ungra höfunda, — m.a.
Birgis Svans, Eiriks Brynjólfs-
sonar og Fáfnis Hrafnssonar. En
auk þess er i blaðinu nýtt íslenskt
leikrit, Verndarinn, fyrri hluti,
eftir Guðmund Steinsson. Ætlunin
er, að sögn aðstandenda Lystræn-
ingjans, að birta nýtt Islenskt
leikrit I hverju tölublaði, og verð-
ur siöari hluti Verndarans i 5. tbl.
Þá hyggst Lystræninginn birta
greinar um leiklist, tónlist,
myndlist og kvikmyndalist auk
frumsamins skáldskapar. í þessu
tbl. er þannig f jallað um öll leikrit
sem frumsýnd hafa verið i
Reykjavik og á landsbyggðinni
þaö sem af eiþ.essu leikári. Lyst-
ræninginn kemur út 4 sinnum á
ári, en ritstjórar eru nú Fáfnir
Hrafnsson, Vernharður Linnet og
Þorsteinn Marelsson.
Pamela (nær) ásamt Láru greiöaviðskiptavinum á hárgreiöslustofunni
sem nýlega hefur verið opnuö. Ljósm. Lottur.
Aðsókn á hórgreiðslu-
stofur aukist gífurlega
segir Pamela Thordarson
,,Aösókn á hárgreiðslustofur
hefur aukist gífurlega. Fóik
hugsar meira en áður um hár sitt
og heilbrigði hársins virðist
skipta miklu meira máli”, sagði
Pamela Thordarson i viðtali viö
Hlutu heiðursmerki
Rauða krossins
Forseti tslands hefur að til-
lögu nefndar heiðursmerkis
Rauða kross tslands sæmt þau
Andreu Þórðardóttur og Gisla
Helgason heiðursmerki RKl
úr silfri. Rökstuðningur ákvörð-
unarinnar var m.a. þessi:
,,Þau Andrea Þórðardóttir og
Gisli Helgason hafa undanfarin
ár unnið að útvarpsþáttum um
mál fatlaðra og sjúkra. Hefur á
mjög nærfærinn og athyglis-
verðan hátt verið fjallað um
fikni- og áfengissjúklinga, end-
urhæfingu, fötlun og ýmsar aðr-
ar hliðar þess máls. Útvarps-
þættirnir hafa fengið mjög góð-
an hljómgrunn hjá þjóðinni.
Málefni fatlaöra, á ýmsum svið-
um, vekja vaxandi athygli sam-
félagsins. Menn hafa velt fyrir
sérhverhafiumfram aöra orðið
til að breyta almenningsálitinu.
Að sjálfsögðu koma þar margir
til. Ýmsir telja að þeim Andreu
og Gisla hafi með sameiginlegu
starfi sinu tekist að beina áhuga
manna i einn farveg.
Þau Andrea og Gisli eru
smám saman að verða fagmenn
sem vinna markvisst að málum
þessum og láta ekki bugast, þótt
sigur sé ekki skjótunninn.
Ef ekki kæmi fleira en út-
varpsþættir til væri sennilega
ekki hægt aö bera fram tillögu
um heiðursmerki. En bæði hafa
þau unnið að skyldum málum
hvort á sinu sviði. Andrea
Þórðardóttir hefur um árabil
verið forstöðukona sumar-
svalarheimilis Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra að Reykja-
dal og unnið að fleiri velferðar-
málum.
GIsli Helgason var þegar á
ungum aldri kunnur þegar hann
ásamt Arnþóri bróður sinum sá
um útvarpsþætti fyrir vest-
mannaeyinga eftir gosið i Eyj-
um. Þættir þessir voru athyglis-
verðir og höfðu áhrif til góðs á
velferð vestmannaeyinga á
örðugleikatimum. Þegar fötlun
þeirra bræðra er höfð i huga má
starfið teljast frábært. En vera
má að það sé einmitt fötlunin
sem hafi gert hugsjónina skýr-
ari. Þá hefur Gisli verið forystu-
maöur i félagsskap blindra
undanfarið.
Hér er um starf að ræða, sern
tveir einstaklingar hafa haft
forystu um langt umfram það
sem skyldan býður. Heiöur
þeim veittur er ekki afrakstur
starfs annarra eins og svo oft á
sér stað”.
VTsi, en hún hefur nú opnað hár-
greiöslustofu við Laugateig 28.
Pamela var áöur á hárgreiðslu-
stofunni Kristu. Meðan hún var
þar tók hún þátt i íslandskeppni i
faginu og varð númer eitt. Þá var
hún enn nemi. Pamela hefur tekiö
þátt i þeim námskeiðum sem hér
hafa verið haldin og hún hefur
llka tekið þátt i námskeiðum er-
lendis.
„Jú, þessu starfi fylgir auð-
vitað fyrirhöfn,” sagði hún.
„Maður verður að fylgjast mjög
vel með og það nægir ekki að
fylgjast með i blöðum hérlendis
heldur verður að fylgjast með öll-
um nýjungum úti.”
Með Pamelu á stofunni er önn-
ur stúlka sem er orðin meistari i
faginu. —EA
SKULDIR
HÆKKUÐU
UM 14%
Skuldir rikissjóðs og rfkis-
stofnana við Seðlabankann
hækkuðu um 14% á siðasta ári.
Skuld rikissjóðs sjálfs við
Seðlabankann jókst um 1487
milljónir króna á siðasta ári,
og skuldir rikisstofnana nettó
um 261 milljón, að þvi er segir
ifréttfrá Seðlabankanum. Séð
sem hlutfall af stöðunni i árs-
byrjun varð skuldaaukningin
14%. —ESJ
Nœringargildi
í 100 grömmum
Hitae»niní«ar 69
kolvctni 4 g
fita 3 g
prótín 6,5 g
kalcium 128 mg
fosfór 87 n»g
járn 0,1 mg
A-v ítuniín 130 alþjóðl. ein. aó sumri
70 - • um vetur
B1 - 45 inmg
B2 - 230 mmg
C 1,5 mmg
I) - 2 alþjóöl. ein aö sumri
1 - um vctur
Vmir
Sýrð mjólkurafurð,
holl og góð
GRIPTU
TÆKIFÆff,/’
NÁMSKEIÐ:
Eiðublaðatœkni:
verður haldið 28.feb:4.mars^
Samtals 15 klst. LeiðB
einandi Sverrir Júlíusson
rekstrarhagfr.
Fjallað verður um:
efni
letur j
setning
pappírsstaðlar (/'
teikning
gerð.
Þátttökugjald kr. 12.500.- (20% afsl. til félagsmanna).
Skráning i sima 82930
Stjórnunarfélag íslands
w
Utskurðartœkin og letur-
grafararnir eru komnir
tJtskurðartækið
til útskurðar i tré,
járn, gler, skinn, eir
og margt annað
Leturgrafarinn
gerir yður fært að
merkja nær hvað
sem er.
Pantanir óskast vinsamlegast sóttar
Höfum einnig leikföng og
allskonar föndurvörur.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
S. Sigmannsson og Co
Ingólfsstrœti 6, sími 24277
f p / / , ! A / “J r,
IlUI M / i ri
sýningarsalur
Notaðir bílar í eigu
umboðsins.
Hagstœðir greiðsluskilmólar.
Fíat 124special
Fíat 125 special
Fíat 125 P station
km. 13 þús.
Fíat600
Fíat600
Fíat127
Fíat 127 km. 33 þús.
Fíat 127 km. 28 þús
Fíat 127 km. 17 þús.
Fíat 132special
'71
'72
75
72
73
72
74
74
74
74
400
600
980
300
300
450
630
650
700
1.150
✓
FIAT EINKAUMBOO A ÍSLANOI
Davíd Sigurdsson hf.
SÍOUMULA 35. SlMAH 35B4S — 38888