Vísir - 20.01.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 20.01.1977, Blaðsíða 17
3333533S w vism Fimmtudagur 20. janúar 1977. 17 Úr heimi frímerkjanna Umsjón: Hálfdán Helgason Lorens Rafn Sigurður Pétursson Fyrir nokkru var þess farið á leit við okkur að við tækjum að okkur að skrifa um frimerki hér I blaðinu. Eftir nokkra ihugun þótti okkur rétt að reyna að verða við þessari ósk, þótt hinir ágætustu frimerkjafræðingar hafi um all- langt skeið ritað I önnur blöð um frimerki, og allur samanburður okkur hinn óhagstæðasti. En hvað um það, okkur er málið hugstætt og munum við reyna að leita fanga sem viðast og skrifa jöfnum höndum um Islensk merki sem erlend, gömul sem ný. Það værihinsvegar aðbera Ibakkafullan lækinn að ætla að skrifa um söfn- un frimerkja, þ.e.a.s. hverju á að safna, hvernig þaö skuli varðveitt og svo frv. Um þaö hafa verið skrifaöar margar bækur og er engu þar viö aö bæta. Við viljum hinsvegar benda á ágæta bók Guðmundar Árnasonar „Að safna frimerkjum”, sem kom út fyrir mörgum árum og er enn fáanleg. Mun flest eða allt sem þar stendur vera enn I fuilu gildi. Komi hins vegar fram fyrirspurnir eða óskir um að ákveöin atriði verði tekin til umræðu, munum við að sjálfsögðu reyna að verða við þeim óskum. Viljum við reyndar hér I upphafi hvetja lesendur þessa þáttar, unga sem gamia, aðsenda okkur iinu um hvaðeina sem kann að þykja áhugavert. Félög frímerkiasafnara Þótt segja megi að sjálf söfn- unin, skoðun og greining merkj- anna sé mikilvægasti þáttur fri- merkjafræðinnar þá rekur venjulega að þvl að flestir safn- arar leita samskipta við þá, er svipuð áhugamál hafa. Þannig hafa myndast félög frimerkja- safnara og ætti hverjum safn- ara að vera ljóst gildi slikra fé- laga. Þar gefst mönnum kostur á að auka þekkingu sina á öllu þvi er viðkemur frimerkjum, auk þess að þar myndast oft ákjósanleg tækifæri til skipta og kaupa. Fé- lög frimerkjasafnara hafa ver- ið starfandi um viða veröld I langan tima og hið elsta þeirra og jafnframt eitt hið virtasta er The Royal Philatelic Society i London, sem stofnað var árið 1869. Reykjavíkurfélag Hér á landi eru félög fri- merkjasafnara öll ung að ár- um. Hið elsta þeirra er Félag frimerkjasafnara i Reykjavik, sem stofnað var árið 1957. Fyrsti formaður þess var Guido Bernhöft kaupmaður og voru stofnendur 35 talsins. Allt frá upphafi hefur starfsemi F.F. staðið með miklum blóma. Strax árið 1958 var ráöist i að setja upp sýningu, sem hlaut nafnið FRIMEX 58 og siðan komu sýningarnar FRtMEX 64, FILEX 67 og FRIM 69. Nú er i undirbúningi sýning, sem haldin verður I sumar, dagana 9.-12. júni, en einmitt um þær mundir eða þann 11. júni veröur félagið 20 ára. Sýningin verður i Alftamýrarskólanum og hefur hlotið nafnið FRIMEX 77. Aðalstarf F.F. felst þó fyrst og fremst i fundahaldi og eru fundir haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Dagur f rímerkisins Um margra ára skeið hefur félagið gengist fyrir glugga- skreytingum á Degi frimerkis- ins sem er venjulega i byrjun nóvember ár hvert. Sýna þá fé- lagsmenn I ýmsum verslunar- gluggum borgarinnar hluta af söfnum sínum, öðrum til ábend- ingar og fróðleiks um það hversu oft þarf lítið til að ná saman heillegu og skemmtilegu safni. Bæði i sambandi við Dag fri- merkisins og önnur þau tilefni er gefist hafa til sérstimpla svo og við útgáfur nýrra frimerkja hefur F.F. gefið út um all-langt skeið sérprentuð umslög, sem notið hafa mikilla vinsælda meðal safnara. Handbók Árið 1965 gaf F.F. út Handbók um islensk frimerki 1944-1964. Var þar um að ræða fyrsta á- fanga handbókar, sem með timanum er ætlað að spanna út- gáfu allra islenskra frimerkja svo og bréfspjalda o.þ.h. Þessi hluti handbókarinnar kom svo aftur út 1973 aukinn og endur- bættur, ásamt öðrum áfanga handbókarinnar er tekur yfir frimerki útgefin 1920-1944. Uppboð Sá þáttur i starfi F.F. sem notiö hefur hvað mestra vin- sælda meðal safnara eru fri- merkjauppboðin, sem haldin hafa verið að meðaltali tvisvar á ári nú nokkur undanfarin ár. Þar hafa oft komið fram hinir eftirsóknarverðustu hlutir og hefur margur safnarinn gert þar góð kaup. Það hefur hins vegarætíð verið mönnum mikill þyrnir I augum aö hið opinbera skuli ekki vilja fella niður sölu- skatt af frlmerkjum, sem á þennan hátt skipta um eigend- ur. Þýðir það I raun að oft er margsinnis borgað af sama merkinu. Er þess þvi fastlega vænst af viökomandi aðilum að þeir láti nú verða af þvi aö koma til móts við safnara og felli nið- ur söluskatt af frimerkjum. 1 samvinnu við Knattspyrnu- félagið Val hefur F.F. haft á hendi frimerkjakynningu meðal unglinga og eru fundir aö jafn-' aði tvisvar I mánuði Aðsetur Félags frimerkja- safnara er að Amtmannsstig 2 en þar hefur félagið opið her- bergi á miðvikudögum kl. 17-19 og á laugardögum kl. 15-18. Geta þeir er þess óska, komið þangað og fengið allar upplýs- ingar um starf fél. Umsjón- armaður herbergisins hefur um langt árabil veriö Sigurður Agústsson en núverandi for- maður félagsins er Sigurður R. Pétursson. Félög utan Reykjavíkur Arið 1968 var stofnað Félag frimerkjasafnara i Kópavogi. Stofnendur voru 20 talsins og var fyrsti formaður kjörinn Gisli Þorkelsson efnaverkfræö- ingur. Félagið heldur reglulega fundi mánaðarlega yfir vetrar- mánuðina. Arið 1971 hélt félagiö sina fyrstu frimerkjasýningu og reyndar þá einu fram til þessa. Núverandi formaður F.F.l.K. er Lorens Rafn og eru skráöir félagar nú 30. Félag frimerkjasafnara i Hafnarfirði og Garðabæ var stofnað árið 1975 og voru stofn- ' endur 18 talsins. Fyrsti formað- ur var kjörinn Hartvig Ingólfs- son, og stýrir hann félaginu enn. Starfsemi félagsins er mjög virk og eru fundir haldnir reglu- lega yfir vetrarmánuðina ... Fé- lagar eru nú orðnir 30 talsins. A Selfossi var stofnað félag frimerkjasafnara árið 1967. Fyrsti formaöur félagsins var Guðmundur G. Ólafsson. Æsku- lýösstarf félagsins er mjög virkt undir forystu Ernst Sigurðsson- ar. Félagið hefur haldið 3 sýn- ingar á Selfossi og einnig 4að- stoðað æskulýðsfélögin á Eyr- arbakka, Stokkseyri og Hellu við uppsetningu frimerkjakynn- inga I sýningarformi. Núver- andi formaður er Sigurjón Erl- ingsson og eru félagar nú alls 20. A Akureyri var stofnað félag frimerkjasafnara árið 1975. Fyrsti formaður félagsins var Ólafur Halldórsson en núver- andi formaður er Sveinn Jóns- son. Arið 1976 setti félagið upp sina fyrstu sýningu. A siðastliðnu ári var stofnað félag frimerkjasafnara á Akra- nesi, félag frimerkjasafnara á Hvammstanga og Frímerkjafé- lagið Askja á Húsavik og S- Þing. meö 45 félagsmenn alls. Einnig hafa verið starfandi frimerkjafélög i Keflavik, Vest- mannaeyjum, Neskaupstaðauk klúbbs Skandinaviusafnara I Reykjavik, en um starfsemi þeirra er nu okkur ekki kunn- ugt. öll þessi félög sem hér hafa verið talin, aö undanskildu Fé- lagi frimerkjasafnara i Reykja- vlk eru eða hafa verið aðilar að Landssambandi frimerkjasafn- ara. Það var stofnað árið 1968 og var fyrsti forseti þess kjörinn Sigurður H. Þorsteinsson- en hann hefur verið endurkjörinn æ siðan. Frimerkjasýningar á vegum Landssambandsins hafa verið: DIJEX 68, sem var þýsk-is- lensk unglingasýning, FRÍM- ERKI 74 og FRIMERKI 75. Landssambandið hefur staðið fyrir jólamerkjaútgáfu, um- slagaútgáfu og ekki hvað sist LIF — fréttum og dreifibréfum til félagsmanna sinna. L.l.F. er aðili að F.l.P. sem eru alþjóðasamtök frimerkja- safnara. Jafnframt hefur L.l.F. fram til þessa verið umboðsaðili hér á landi gagnvart alþjóöleg- um sýningum erlendis. Svo sem sjá má höfum við takmarkaðar fréttir af sumum félögunum og engar af öðrum. Eru það eindregin tilmæli okkar til forráöamanna þeirra félaga, sem á annað borð eru starfandi að þeir sendi okkur linu um hvaðeina sem þeir vilja koma á framfæri, hvort sem um er að ræða fréttir af starfinu eöa til- kynningar til félagsmanna sinna. Miövikudaginn 2. febrúar gefur Póst- og simamála- stjórnin út nýtt frlmerki að verðgildi kr. 45. Er þar um að ræða svokallaö noröur- landafrimerki með mynd af fimm vatnaliljum. Merkiö er teiknað af Ingrid Jangaard Ousland og prentað i Finn- landi. Sunnudaginn 23. janúar næstkomandi verður I notk- un á pósthúsinu i Vest- mannaeyjum sérstakur póststimpill en þá eru fjögur ár slðan jarðeldarnir hófust þar áriö 1973. Fjölskyldur, Atthagafélög, Félagasamtök, Starfshópar Hinn annálaði þorramatur frá okkur er nó, eins og undanfarin ár, til reiðu í matvœlageymslum okkar. Byrjum í dag að afgreiða þorramat í þorrablót. Þorramatarkassar afgreiddir alla daga vikunnar. Heitur veislumatur. Kaldur veislumatur. Matsveinar frá okkur flytja yður matinn og framreiða hann. 71 MULAKAFFI, Hallarmúla, sími 37737-36737 3^^ ISBEEEEEE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.