Vísir - 27.01.1977, Side 3

Vísir - 27.01.1977, Side 3
vism Fimmtudagur 27. janúar 1977- 3 Elísabet Siemsen i garOinum fyrir utan hús foreldra sinna. Ljós- myndir VIsis Jens Rœða skattalaga- frumvarpið í kvöld Kvenréttindafélag islands efnir tii fundar um skattalaga- frumvarp rikisstjórnarinnar I kvöld. Fundurinn veröur I Kristalsal Hótel Loftleiöa og hefst kl. 20.30. Fundurinn veröur haldinn á 70 ára afmæli Kvenréttindafélags- ins, og er ætlunin að f jalla ein- göngu um þær greinar frum- varpsins, sem snerta skattlagn- ingu fólks meö tilliti til jafnrar stööu kynjanna I samfélaginu. Fundurinn er öllum opinn, en eftirtöldum aöilum hefur sér- staklega verið boöiö aö senda fulltrúa á fundinn og skýra sjónarmiö sin: fjármálaráöu- neytiö, ASt, BHM, BSRB, Jafn- réttisráö, Kvenfélagasamband Islands, Stéttarfélag bænda og Vinnuveitendasamband Is- lands. — ESJ. Lausn handtöku- mólsins enn ekki í sjónmóli? Rannsókn handtökumáisins svonefnda hefur nú staöiö yfir siöan 15. desember og ekki vitaö hvenær henni lýkur. Eftir þvl sem Visir kemst næst hefur ekki veriö þingaö i málinu á aöra viku, en lögreglurannsókn mun halda áfram. Það var Karl Guömundsson, bifreiðastjóri Guöbjarts Þóröar Pálssonar, sem kæröi til rikis- saksóknara vegna handtöku á sér i ferð þeirra Guöbjarts suð- ur meö sjó mánudaginn 6. desember. Taldi hann ólöglega að henni staöiö. Rikissaksóknari fól Stein- grimi Gaut Kristjánssyni aö annast rannsókn málsins.sem beinist þá jafnframt aö hand- töku Guöbjarts. Steingrimur byrjaði rannsóknina þann 15. desember og hefur hún staöið linnulaust siöan og vakiö mikla athygli. Guöbjartur og Karl voru handteknir er bjór og áfengi fannst viö leit i bilnum. Þeir hafa haldiö þvi fram, aö tvær stúlkur hafi fengiö þá til aö aka með sér suöur eftir og þær hafi haft meöferöis tösku er innihélt smyglið. Viö handtökuna hafi þær hins vegar horfiö sporlaust, en skiliö töskuna eftir. Leit aö þessum huldumeyjum hefur ekki boriö árangur svo vitaö sé. Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaöur i Keflavik stjórnaöi handtökunni og var honum vikiö frá störfum fljót- lega eftir aö rannsókn hófst og sviptur helmingilauna sinna frá áramótum. Rétt fyrir jól var Steingrimur Gautur umboðsdómari bjart- sýnn á að rannsókn lyki milli jóla og nýárs. Málið hefur þó reynst erfiðara viöfangs og hef- ur umboðsdómarinn ákveöiö aö gefa engar upplýsingar um þaö til fjölmiöla eins og sakir standa. — SG Stórvirk vinnutæki voru notuö til að gera skjólgarð úr stórgrýti á Arnarstapa. Vfsismynd: Bæring Cesilsson. Þurfa ekki lengur að setja bótana — Hafnarframkvœmdir ó Arnarstapa eftir tuttugu óra hlé Hafnaraðstaöa á Arnarstapa á Snæfelisnesi hefur breyst til batnaðar eftir framkvæmdir þar isumar fyrir um 30 milljón- ir króna. Ekkert hefði verið unnið til þess tima viö höfnina I um tuttugu ár og þörfin þvi orð- in mjög brýn. „Heimamenn eru mjög ánægöir meö þessar fram- kvæmdir enda breyta þær miklu,” sagöi Tryggvi Jónsson á Arnarstapa i samtali viö Visi. „Nýja höfnin veitir skjól og viö þurfum ekki lengur aö setja bátana, þó veöur versni,” sagöi hann jafnframt. ,,Viö álitum aö gildi nýju hafnarinnar eigi lika eftir að sýna sig enn betur. Þó má búast viö aö höfnin verði fullnýtt þeg- ar fram i sækir”. Töluvert færafiskiri er stund- aö frá Arnarstapa á sumrin. Bæöi eru þaö heimamenn og einnig koma menn sunnan frá Reykjavik til handfæraveiöa, aö sögn Tryggva. Undanfariö hefur aöstaða veriö heldur slæm og i sunnan átt hafa menn oröiö aö setja bátana. Skjólgaröurinn, sem gerður var úr grjóti, og er um 20 metrar aö lengd mun hins vegar breyta öllu og á aö nægia sem skjól fyrir bátana. — EKG Sölustofnun lagmetis selur 10 milljón dósir af gaffalbitum til Sovétríkjanna: Þýðir fulla nýtingu tveggja verksmiðja nœstu 10 mónuði „Þessar 10 milljón dósir af niöurlögöum gaffalbitum verða framleiddar á næstu 10 mánuð- um”, sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Sölustofnun-. ar lagmetis, I viðtali við Visi. Samningur var geröur um sölu á þessu magni til Sovétrikj- anna I siöustu viku, og er heildarverðmæti samningsins rúmar 800 milljónir islenskra króna,semer tæplega tvöföldun verömætis á lagmeti til Sovét- rlkjanna frá árinu 1976. Hér er um aö ræöa stærsta sölusamn- ing, sem gerður hefur veriö um lagmeti til bessa. ,,Þaö er hráefni frá siöustu vertiö, sem notaö verður, og mun hátt i 15% af saltsildar- framleiöslu siðasta árs fara til þessarar vinnslu”, sagöi Ey- steinn. „Framleiöendurnir eru K. Jónsson & Co á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglóslld á Siglu- firöi, og veröur um fulla nýtingu á afkastagetu þessara verk- smiöja hvaö vinnslu gaffalbita snertir aö ræöa þann tima, sem framleiöslan tekur. Vinnslan mun hefjast i byrjun febrúar, og henni á aö vera aö fullu lokið fyrir 1. desember. Þessa 10 mánuöi veröur um eölileg afköst aö ræöa hjá verk- smiöjunum, nema yfir sumar- mánuöina þrjá, þegar aukinn kraftúr veröur settur I fram- leiösluna”. Þaö var Eysteinn Helgason sem undirritaöi samninginn fyrir hönd Sölustofnunar lag- metis. — ESJ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.