Vísir - 27.01.1977, Page 10
10
Fimmtudagur 27. janúar 1977- L vism
VISIR
Ctgefandi:Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri-.DavfftGuBmundsson
Hitstjórar: t>orsteinn Pálssonábm.
Ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur Pétursson. Um-
sjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Ellas
Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrímsson, Kjar.tan L. Pálsson, Oli Tynes,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús Ólafsson. Ljós-
myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson.
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar:Hverfisgata ll.Slmar 11660.86611
Afgreiftsla : ilverfisgata 44. Slmi 86611
Hitsljón : Sfftumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur
Akureyri. Slmi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands.
* Verft I lausasölu kr. 60 einlakift.
• Prentun: Rlaftaprent hf.
Mistökin endurmetin
Forsætisráðherra upplýsti á þingi I byrjun vikunn-
ar, að nú væri unnift aö endurmati á virkjunarfram-
kvæmdunum viö Kröf lu. Flestum er Ijósb að full þörf
er á að brjóta þau mál til mergjar/ og víst er, að það
hefði mátt gera miklu fyrr. Héðan af verður litlu
breytt.
Fyrsta gagnrýnin, sem sett var fram vegna Kröflu-
framkvæmdanna snerist um ráðdeildarleysi og
eyðslusemi framkvæmdanefndarinnar I eigin þágu.
Að fullyrðingum um þetta efni hafa hins vegar aldrei
verið leidd gild rök. Þegar alit kemur til alls hefur
Kröf lunefnd alls ekki staðið sig verr að þessu leyti en
aðrir opinberir framkvæmdaaðilar.
Kröflunefnd verður heldur ekki sökuð um að bera
ábyrgð á þeim grundvallarmistökum, sem átt hafa
sér stað varðandi þessa virkjun. Nefndin fékk aðeins
erindisbréf um að reisa mannvirki og kaupa aflvélar
sem skjótast, án tillits til gufuöflunar. Orkustofnun
var á hinn bóginn falið að sjá um gufuöflunina og
Raf magnsveitur ríkisins fengu það hlutverk að leggja
línur frá virkjuninni. Loks er á það að líta, að rekstr-
araðilinn hefur enn ekki verið fundinn.
Segja má, að Kröflunefnd hafi leyst sinn þátt af
hendi eins og fyrir var mælt af hálfu yfirstjórnar
orkumálanna. Mistökin eru hins vegar fólgin í því I
fyrsta lagi að Kröf lunefnd er falið að byggja of stóra
virkjun í einum áfanga miðað við orkumarkaðinn og
stærri en Alþingi heimilaði. I annan stað voru það
hrapalleg mistök að ákveða að reisa orkuverið og
kaupa af Ivélar án nokkurs tillits til orkuöf lunarinnar.
Algjörlega ófullnægjandi rannsóknir lágu til grund-
vallar ákvörðun um byggingu virkjunar á þessum
stað. A þessum tíma lá einnig I augum uppi, að brýn-
asta vanda norðlendinga í raforkumálum mátti leysa
á skjótari hátt og ódýrari með lagningu byggðalínunn-
ar. óðagotið er því ekki unnt að rökstyðja með því, að
það hafi verið eini kosturinn, sem fyrir hendi var, til
þess að leysa þessa erfiðleika. Þvert á móti mátti fá
skjótari lausn með öðrum leiðum og ódýrari.
Þó svo að óskir orkuyfirvalda um gufuöflun hefðu
ræst, er Ijóst, að raf magnið frá virkjuninni hefði orðið
óhóflega dýrt þannig að grípa hefði þurft til skatt-
heimtu i einhverju formi. Framkvæmdastofnun ríkis-
ins hefur með ótvíræðum hætti dregið þennan þátt
málsins fram I dagsljósið.
Þegar á árinu 1975 kom fram, að ekki var unnt að
Ijúka tveimur af þremur holum, sem þá voru boraðar
vegna mikils þrýstings í vatnsæðum og goshættu. Þá
þegar var Ijóst, að upplýsingar um rennsli og hita I
holunum og aðra vinnslueiginleika svæðisins voru
miklum mun takmarkaðri en ráð hafði verið fyrir
gert.
Þrátt fyrir upplýsingar Orkustofnunar um þessi
atriði sáu orkuyfirvöld enga ástæðu til að gefa Kröflu-
nefnd fyrirmæli um að breyta framkvæmdaáform-
um sínum í samræmi við augljóslega breyttar aðstæð-
ur. Þar voru enn á ný gerð mistök.
I greinargerð jarðhitadeildar Orkustofnunar um
vinnsluboranir og horfur á gufuöflun , sem birt var I
desember 1975, segiraðengin trygging sé fyrir því, að
það gufumagn verði tilbúið I árslok 1976, sem
nauðsynlegt sé fyrir 30 mw raforkuframleiðslu með
öðrum rafali virkjunarinnar. Þessi niðurstaða lá
skýrt og greinilega fyrir. Nú hefur komið á daginn, að
lítil sem engin gufa er fyrir hendi og veruleg óvissa er
um, hvort samsetning hennar hæfir þeim aflvélum,
sem keyptar voru á sínum tíma.
ór þessum mistökum verður ekki bætt héðan af. En
fróðlegt verður að sjá I hverju endurmat yfirstjórn-
arinnar verður fólgið.
Draga þarf úr útlánaaukningu bankakerflsins eigi tilætlaöur árangur aönást.
Lónamarkaðurinn skipulagður með
lánsfjóráœtlun:
Minni lán til allra
nema
íbúðakaupenda
„Meö lánsfjáráætlun 1977 er
aftur aö þvi stefnt aö draga úr
heildarnotkun lánsfjár en þaö er
forsenda þess aö auöiö veröi aö
ná þeim bata I viöskiptajöfnuöi
og veröþróun sem miö er tekiö
af,” segir i forystugrein Hag-
talna mánaöarins, janúarheftis.
1 forystugreininni er fjallaö
um lánsfjáráætlun sem lögð var
fram laust fyrir þinghlé fyrir
jólin. Sú áætlun var önnur sinn-
ar tegundar. Hin fyrri var lögð
fram árið 1975 og gilti fyrir árið
i fyrra.
Ýmislegt fór
á aðra leið
1 fyrstu lánsfjáráætluninni
voru settar fram hugmyndir um
þróun i lánamálum sem væri i
samræmi við yfirlýst markmið
rikisstjórnarinnar i efnahags-
málum. En i forystugreininni
segir aö ýmislegt hafi farið ööru
visi en ætlað var. Þó hafi hún
gefið gagnlegt yfirlit.
1 lánsfjáráætlun fyrir þetta ár
er stefnt að þvi að ná markmið-
um efnahagsstefnunnar. Segir i
forystugrein Hagtalna mánað-
arins að nokkuð skorti á að láns-
kjör og slikt séu með samræmd-
um hætti. Að þessu veröur hug-
aö við framkvæmd lánsfjár-
áætlunarinnar.
Rikisstjórnin stefnir sem
kunnugt er að þvi að viðskipta-
hallinn við útlönd verði hálfu
minni en i fyrra, þjóöarútgjöld-
um verði stillt i hóf, þjóðartekj-
ur og þjóöarframleiðsla aukist,
einka- og samneysla aukist en
fjárfesting minnki. 1 heild er bú-
ist við 1 prósent aukningu þjóð-
arútgjalda.
Þá er stefnt að þvi aö stilla
verðhækkunum i hóf. Bygging-
arvisitala hækki um 21 prósent
og visitala framfærslukostnað-
ar um 23 til 24 prósent.
1 lánsfjáráætlun er þetta haft i
huga. „Þó verður peninga-
stærðum yfirleitt skorinn heldur
þrengri stakkur en þessi for-
senda felur i sér, þannig að
lánakerfið vinni ekki gegn við-
leitninni til að draga úr verö-
bólgu, heldur styðji hana,” seg-
ir i forystugrein Hagtalna mán-
aðarins.
Aðeins lánað til
nauðsynlegra
framkvæmda
Fé til útlána verður að tak-
markast við nauðsynlegustu
þarfir atvinnuvega og annarra
framkvæmda. 1 áætluninni er
gert ráð fyrir að erlendar lán-
tökur verði 20.860 milljarðar I ár
miðað við 20.670 i fyrra. Segir i
Hagtölum mánaðarins að engin
ástæða sé til að ganga lengra I
lánveitingum en áformað sé.
Mikið framboö hefur veriö á
lánsfé siöustu ár. Þetta hefur átt
sinn þátt I að lina áhrif efna-
hagsáfalla. En einnig hefur það
valdið þvi að þjóðarútgjöld fóru
fram úr tekjum og halli varð á
viðskiptum þjóðarbúsins út á
við.
Þrýstihópar reyndust vera
öflugri en búist var við I fyrra.
Vegna þeirra lánaðist fyrirhug-
aö aðhald meö lánsfjáráætlun
ekki jafnvel og til stóö. Opin-
bera geiranum hafði veriö ætl-
aður töluverður hluti við að
draga úr lánsfjárframboöi. En
þar sem ekki tókst sem skyldi
segja Hagtölur mánaðarins þaö
enn brýnna en áður að slaka
hvergi á.
Lánsfjáráætlun fyrir þetta ár
gerir ráð fyrir 12.4 prósent sam-
drætti I lánsfjárframboði. Opin-
berir aðilar veröa að draga ilr
lántökum, einkaaðilar fá að
taka örlitið meiri lán en áöur og
fellur sú aukning öll til Ibúða-
kaupenda.
Lögð er áhersla á minni notk-
un erlends fjármagns.Ennfrem-
ur á minni fjármögnun banka-
kerfisins.
Aö bæta viðskiptajöfnuð og
gjaldeyrisstöðu bankanna,
verður höfuðmarkmið peninga-
málanna i ár. Jafnframt að pen-
ingamagn aukist um 24 prósent i
ár i stað 32 prósent aukningu i
fyrra.
Peningamyndun I fyrra
byggðist aðallega á útlánum
innlánsstofnana. Takist að bæta
gjaldeyrisstöðuna um þá 4,5
milljarða sem stefnt er að munu
gjaldeyrisskiptin leggja af
mörkum skerf til peningamynd-
unar. Þaö þýðir aö draga verður
úr útlánaaukningu bankakerfis-
ins.
Erfitt verður fyrir banka að
veita lán á þessu ári vegna þess
hve lausafjárstaða þeirra er
slæm. En hins vegar munu þau
veita atvinnuvegunum afuröa-
lán vegna endurkaupa Seöla-
bankans.
Talið er að útlán innlánsstofn-
ana að frádregnum endurseld-
um afurðalánum geti aukist um
19,9 prósent á næsta ári.
Fjárfestingarlánasjóðir hafa
aukið lánsfjárþensluna mjög á
siðustu árum. Lán til ibúða-
kaupa jukust um 53 prósent og
til atvinnuvega um 75 prósent.
Atvinnuvegum veröur veitt áfram afuröarlán, vegna endurkaupa
Seöiabankans.
Yfirlýsing þvert
á lánsfjáráætlun
1 lánsfjáráætlun fýrir siðasta
ár var reynt að sporna gegn
þessu en tókst ekki sem skyldi.
Var ýmislegt sem olli. Einstök
vandamál voru ekki leyst með
viðunandi hætti að taliö var, svo
að fallist var á takmarkaöar
ráðstafanir vegna þessa. Má
nefna sem dæmi, að samkvæmt
lánsfjáráætlun átti Byggingar-
sjóður rikisins að fá 20 prósent
ráöstöfunarfjár sins frá lifeyris-
sjóöunum. Meö ráðherrayfir-
lýsingu var sú upphæð hækkuð i
30prósent. Endalokin urðu þau,
eins og Visir skýröi frá á sinum
tima, að lifeyrissjóðirnir lánuðu
Byggingarsjóði mun meira en
lánsfjáráætlun geröi ráö fyrir.
Heildarniöurstöður lánsfjár-
áætlunar falla mjög i sama far-
veg og árið áður. Samkvæmt
henni eiga útlán fjárfestingar-
lánasjóða um 21,6 prósent,
ibúöalánasjóöa um 32,5 prósent
og atvinnuvegasjóða um 16,4
prósent. — EKG