Vísir - 07.03.1977, Síða 24

Vísir - 07.03.1977, Síða 24
Flokksstjórnarfundur vill áframhaldandi starf Samtakanna: Allar þrœr fullar í Faxaflóahöfnum: Straumnesmálið á Selfossi: HÚSIÐ BOÐIÐ UPP í DAG — togarinn kemur á miðvikudaginn „Stefna hreppsins er dbreytt i þessu máli þrátt fyrir til- raunir oddvita til að koma i veg fyrir að hún nái fram að ganga”, sagði Brynleifur Steingrimsson, hrepps- nefridarmaður á Selfossi, i samtali við Visi i morgun. Það er auðvitað Sttaumnesmálið sem um er rætt. „Eftir svona hálfan mánuð er von á öðrum aðalfundi fyrirtækisins, og þá er hug- myndin að bera aftur upp lagabreytingartillögur sem ættu að laga rekstrargrund- völl fyrirtækisins að mun.” „A miðvikudaginn kemur svo togarinn okkar nýi, Bjarni Herjölfsson, til landsins, svo þaö liður væntanlega ekki á löngu þar til fariö verður að vinna i fiski á Selfossi að nýju.” í dag fer fram fyrsta uppboð á öðru húsi fyrirtækisins, Þórshúsinu svonefnda. Bæði húsin hafa staðið auð frá þvi snemma á siðasta ári, og allt áriö f fyrra var unnið þar úr tæplega 500 tonnum af fiski. . G.A. Mánudagur 7. mars 1977 Korvel og Mognús voru ósammólo um framtíð flokksins 1 odda skarst milli Karvels Pálmasonar alþingismanns og formanns þingflokks Samtaka frjálslyndra ögvinstri manna og Magnúsar T. Ólafssonar for- manns flokksins á flokksstjórn- arfundi Samtakanna sem hald- inn var nú um helgina. Karvel gerði þar grein fyrir afstöðu kjördæmisráðs flokksins á Vest- fjörðum, sem er að flokkurinn eigi ekki að bjóða fram að nýju. Aðrir fulltrúar á fiokksstjórnar- fundinum sögðu á hinn bóginn að flokkurinn ætti að halda á- fram starfsemi sinni. „Ég mætti á fundinn til að gera flokksstjórnarfólki grein fyrir afstöðu vestfirðinga” sagði Karvel þegar Visir ræddi við hann i gærkvöldi. Sagöi Karvel að hann hefði ekki tekið þátt I afgreiðslu mála á fundin- um, þar sem honum hefði þótt rétt að þeir þingfulltrúar sem vildu halda starfinu áfam mót- uðu stefnu flokksins i framtið- inni. Ekki afstaða allra samtakamanna Karvel sagði að áðeins þeir sem hefðu viljað halda áfram starf- inu hefðu mætt. Hinir hefðu set- ið heima. Þvi endurspeglaöi fundurinn ekki alveg afstöðu samtakanna um land allt til á- framhaldandi starfs. Meðal þeirra sem Karvel nefndi að ekki hefðu mætt voru Jón Helgason formaöur verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri, Eyjólfur Eysteinsson sem verið hefur gjaldkeri Samtakanna og Benóný Arnórsson á Húsavík. Karvel minnti á að Samtökin á Vestfjörðum hefðu skrifað bréf til formanns Alþýðuflokks- ins Benedikts Gröndal og óskað eftir viðræöum. Ekki hefði enn borist svar viö þvi. Aðspurður kvast Karvel ætla að gegna áfram þingmanns- störfum fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Er Visir spurði Magnús Torfa Ólafsson formann Samtakanna að þvi hver áhrif hann teldi að af- staða Karvels og þeirra vest- firðinga hefði á Samtökin sagði hann: „Karvel hélt sig við stefnu þá sem Kjördæmisráð vestfirðinga markaði siðastliðið haust. Ég tel að hún valdi ekki úrslitum um starf og framtið Samtak- anna”. A fundi flokksstjórnarinnar varsamþykktályktun varðandi framtið Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og kom eftir- farandi fram i henni. Flokkstjórnarfundurinn sam- þykktiaö unnið skyldi aö þvi að koma starfi flokksins á lands- grundvelli 1 eðlilegt horf. Vara- formanni framkvæmdastjórnar Haraldi Henrýssyni var falið að boða framkvæmdastjórnarfund og sjá um að hún haldi áfram reglulegum störfum fram á næsta landsfund sem haldinn verður ekki siðar en i október eða nóvember. Þá á að kjósa níu manna nefnd sem verður fram- kvæmdastjórn til aðstoðar. Verður hún kosin þannig að öll kjördæmi eigi fulltrúa annað hvort i þeirri nefnd eða fram- kvæmdastjórn.- Þá var kosin fimm manna nefnd, sem á að semja nýja stefnuskrá. Að sögn Magnúsar var flokks- stjórnarfundurinn fjölmennur. Sóttu hann á milli 50 og 60 manns. Var ályktun um starf Samtakanna samþykkt einróma af flokksstjórnarmönnum svo að stjórnmálaalyktun sem gerð var. — EKG Afleitt óstand í umferðinni 56 árekstrar frá því a föstudag og 5 Ástandið i umferðinni um helgina var vægast sagt afleitt. Arekstrar urðu 56 frá þvi um hádegi á föstudag og þar til á miðnætti i nótt. Er þetta mjög mikið og þá sérstaklega ef mið- að er við það að veður hefur ver- ið prýöilegt. í öllum þessum fjölda árekstra urðu fimm slys. Eitt þessara slysa reyndist alvarlegt. Það varð aðfaranótt laugardags, er drengur á vélhjóli missti stjórn á hjólinu. Slasaðist hann mikiö og mun hafa verið fluttur á gjörgæslu- deild. slys Sömu nótt var ekið aftan á bil á Miklubrautinni við Tónabæ. Eftir þá aftanákeyrslu voruþrir fluttir á slysadeild. Á föstudags- kvöld varð einnig aftaná- keyrsla á Miklubraut. A laugardagsmorgun lentu fjórir bilar saman I einum árekstri á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Þrennt var flutt á slysadeild. Sama morgun lenti svo 12 ára drengur á reiö- hjólifyrir bil.enhann mun hafa slasast litiö. —EA Alvarlegt slys varð þegar drengur missti stjórn á vélhjóli um helg- ina. Hann var fluttur á gjörgæsludeild. — Ljósm: Einar. Það hlaut að koma að því... Full þörf verður fyrir regnhlifina i Reykjavik I dag, ef trúa má veðurstofunni. Þaö er búist við suð-austan stinningskalda og súld fram eftir degi, en skúrum siðdegis. Ljósm. JA Innbrot og skemmdar- verk Brotist var inn i Ibúð við Akrasel um heigina. tbúöin var manniaus og var brotin rúða til að komast inn. Engu var þó stolið. Þá var brotist inn I Árbæjar- skóla og þar unnar einhverjar skemmdir. Fleiri réðust að eigum ann- arra um helgina. Maður var t.d. tekinn I Glæsibæ grunaöur um að hafa stolið að minnsta kosti 2 kvenveskjum með pen- ingum i. —EA í gœslu- varðhald í Hafnarfirði Maður var úrskurðaður I gæsluvarðhald i Hafnarfiröi á iaugardag grunaður um þjófn- að á Akureyri. Leikur grunur á að maðurinn hafi stolið hljómburðartækjum meðal annars. t gær hafði lögreglan I Hafnarfirði afskipti af tveim- ur 13 ára piltum sem gerðu til- raun til að brjótast inn I Fjarðarkaup. Þjófavarnar- kerfi fór I gang og náðu pilt- arnir engu. — EA Tveggja sólar- hringa bið Minnst tveggja sólarhringa löndunarbið er nú hjá loðnu- bátunum i Faxaflóahöfnum. Veiði undanfarna sólarhringa hefur verið góð og bátarnir ýmist landað I bræðslu eða frystingu. Frá miðnætti höfðu loðnu- bátarnir tilkynnt um 4200 tonn, er Visir ræddi viö Jafet Ólafsson hjá Loðnunefnd I morgun. Siðasta sólarhring tilkynntu 36 bátar um 9.200 tonn. Stærri bátarnir halda allir austur fyrir land. Þeir eiga hægara með að sigla lengri vegalengdir en þeir minni, sem fara á hafnir suð-vestan lands þrátt fyrir biðina. —EKG HAFRAVATNS- VEGURINN ÓFÆR Vegurinn I kringum Hafravatn er nú ófær. í nótt kom maður nokkur að brúnni yfir Seljadalsá og var hún á kafii vatni. Rétt viö brúna var vegurinn farinn i sundur. Þýð- ir þvi litið fyrir menn að aka hringinn að sinni. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.