Vísir - 13.03.1977, Síða 4
4
Sunnudagur 13. mars 1977 vism
Hálf öld liðin frá dauðaj jtöframjeistarans:
hvers staðar. Og flest erum við
aö reyna að öðlast gamalt
höfuö, hvert á sinn hátt. En það
læðist að mér sá grunur að i
þessum gömlu hausum sem við
höfum komið okkur upp btli oft
meira af þröngsýni og sýndar-
mennsku en þeim þroska sem
hin raunverulegu gömlu höfuð
hafa af að státa. Og mig grunar
lika aö á endanum — þegar haus
og likami sýnast báðir jafii-
gamlir og hrörlegir — þá vilji
menn býtta og fá ungan haus á
sinn gamla líkama. Sjálfsagt
finnst mörgum, þegar þeir
komast á efri ár, að llfinu hafi
SATÍN
eftir Ómar Þ.
Halldórzzon
Það er skritiö hvað sumir
menn eru hræddir viö
sprengjur! Reyndar dugar til-
hugsunin um þessa einu sem
almennt kallast bomban og
margir halda aö muni fyrr eða
siöar murka tóruna úr okkur
öllum. Tilhugsunin nægir og
menn setja upp jarðarfarar-
svipinn og fá Allt eins og
blómstriö eina i augum og
eyrun. Svo virðist sem ungt fólk
sé almennt sprengjuhræddara
en annað og þó sérstaklega ung-
skáld og margir skólanemar.
Snemma vetrar byrja dagblööin
að birta myndir af toginleitum
og gáfulegum ungmennum sem
eru að gefa út ljóöabækur sinar
og fylgir myndunum jafnan
fáorð útlistun á efni bókanna
sem oft er eitthvað á þessa leið:
„Vitskert veröld I skugga
sprengjunnar”. Nú er þaö sjálf-
sagt ekki nema gott og blessað
að ungt fólk hafi skoöanir á hlut-
unum og sé alvarlega þenkj-
andi, en hitt er afleitt að geta
ekki sætt sig viö það sem er
óbreytanlegt. Einhver sagöi
mér að slik þráhyggja stafaði »/
vitlausum efnaskiptum i heil-
anum og flokkaðist undir þá
sjúkdóma sem unnt væri aö
lækna. Hvort þetta er rangt eöa
rétt veit ég ekki — og skiptir
kannski minnstu máli.
Ég held aö það sé likt og að
sækja vatniö yfir lækinn að ætla
sér að draga upp einhverja
alheimsmynd en gleyma að
setja sjálfan sig inn i myndina.
Hitt er þó liklega enn vitlausara
að sja ekki heiminn fyrir
sjálfum sér. Meöan reiðir ungir
menn berja fótastokkinn á elsku
Pegasusi koma aðrir aftan aö
listgyðjunni og reyna aö sýna
okkur fram á að tilgangur
lifsins sé fólginn i þindarlausum
uppáferðum — og þykir
mörgum rislágt takmark. A
milli þessara andstæðu skoöana
virðist óbrúanlegt bil, annars
vegar er bölsýnin, hins vegar
skeytingarleysiö — og á milli
hyldýpi af fordomum gagnvart
þeim skoðunum sem eru and-
stæðar manns eigin.
„Ég hef aldrei vitað jafn-
ungan likama með svo gamalt
höfuð” segir Shakespeare ein-
KYNBOMBUR OG
GAMLIR HAUSAR
veriö eytt I tóma vitleysu en þó
er þaö svo meö bölsýnismenn aö
þeir fyllast oft reiði i garð þess
sem þeir hugðu. Ég imynda
mér t.d. að þegar höröustu
sprengjuhræðsluskriffinnarnir
okkar leggjast á banabeð, verði
það þeirra stærstu vonbrigði i
lifinu að sprengjuófétið skuli
hafa brugöist þeim Eftir aö
hafa eytt ævinni i þaö að gera
sprengjur og ráðamenn þeirra
að grýlum og leppalúðum I
augum fólks og fullyrða að
okkar blði sömu örlög og böðuls
Jóns Hreggviðssonar sem
vaknaði upp við þaö einn
morguninn að hann var dauöur
oni pyttinum —• þá hlýtur það að
vera erfitt aö deyja burtu frá
heiminum án þess aö þetta
rætist. Það má vel vera aö tvær
siðustu setningar séu gott dæmi
um fordóma i garð þeirra sem
hafa skoðanir andstæðar min-
um — og sé svo, bið ég alla
spengjuhrædda forláts.
Ég veit ekki hvort nokkur
hefur nokkurn timann hugsað
um þaö i alvöru hvort hægt sé að
skapa heim þar sem Ibúarnir
stundi ekki þá undarlegu iðju að
vera allir á móti öllum.
Auövitað eru þeir margir sem
aldrei myndu viöurkenna aö
heimurinn sé svo illa kominn aö
þörf sé á slikum vangaveltum,
en þeir eru þó sennilega fleiri
sem sjá að eitthvaö er aö, en
trúa ekki að neinu sé hægt að
breyta. Ég þekki marga sem
hugsa þannig, að þeir sjálfir
vildu gjarnan leggja eitthvaö á
sig til aö skapa betri heim en
efast um vilja annarra. Litil
börn myndu ekki hugsa þannig.
Flest börn eru bjartsýn og
jákvæð I hugsun og allt þar til
þau fara að verða fyrir von-
brigðum með heiminn. Þau trúa
á góðvild og hjálpfýsi annarra.
Svo á unglingsárunum fara þau
að sækjast eftir gömlu höfði til
að geta sem fyrst oröið full-
orðin. Og kannski er það
staðreyndin um eftirsókn okkar
i gamalt höfuð sem er lykillinn
að öllum vandamálum.
A unglingsárunum byrjum við
aö stefna hvert I sina áttina,
sum að borgaalegu lifi, önnur I
leit að einhverjum algildum
sannleika um lifið. Að visu er
þetta einföldun, en þó nothæft.
Eftir að við höfum valið okkur
leiö gegnum lifiö virðist
óhugsandi að snúa til baka. 1
stað þess að reyna að skilja og
taka tillit til sjónarmiöa þeirra
sem hafa aðrar skoöanir en við
upphefjum viö eitt allsherjar
hnútukast og reynum að gera
ágreining okkar eins djúp-
stæðan og okkur er unnt. Ég
býst viö að þetta sé ekki viljandi
og eigi ekkert skylt við illt
innræti. Við einfaldlega skiljum
ekki að takmarkið er það sama
þótt aöferðirnar við aö ná þvi
séu óllkar. Við göngum svo
langt að við beinlinis verðum að
vera öörum ósammála um jafn-
sjálfsagða hluti og tónlist og
bókmenntir — og kennum svo
pólitikinni um þegar við
botnum ekki lengur I þessum
skringilega leik sem á vissan
hátt er ekki ólikur striði. Já,
strið sem við jafnvel verðum
ekki vör við að sé háð, vegna
þess að við litum á trúar-
kenningar um bræðralag sem
hverja aðra gamaldags bábilju
sem við af skyldurækni leyfum
prestinum I sunnudaga-
skólanum að fræða börnin okkar
um áður en þau verða of gömul
fyrir ævintýri.
Þrátt fyrir þaö, sem að
framan er skrifaö, er það
skoðun min aö heimurinn hafi
aldrei verð neitt betri en hann er
i dag. Hins vegar hefur hann oft
verið miklu verri. Hvort hann á
einhvern timann eftir aö verða
betri veit auðvitað enginn, en
flestir myndu trúlega deyja
glaðir, vitandi þaö að afkom-
endur þeirra ættu eftir að búa I
heimi sem ekki leyfði aðrar
bombur en kynbombur. Ég vil
engu spá, en mig grunar að
veröi heimurinn einhvern tim-
ann án striðsbomba þá verði hér
engar kynbombur heldur.
En mikið rétt: Við sækjumst
eftir gömlu höföi! Sumir sjá lifi
sinu I ótryggum heimi best
borgið I hversdagslegu amstri
meö ævilangri næturgistingu i
Breiðholti en aðrir reyna að
„finna sjálfa sig” og reyna að
gera hug sinn að betri dvalar-
stað en þeir telja Breiöholtið
geta orðið. En hvaö gerist þegar
aldurinn færist yfir þá? Vilja
þeir þá býtta á hausum — eða
veröa þeir ánægðir meö þær
skoðanir sem þeir hafa fyllt höf-
uðiö með og lifað eftir? Ég held
ég leiði þaö hjá mér að reyn aö
svara, lætmérnægja vonina um
að lausnin verði ekki sú sama og
hjá spiladrottningunni i LIsu I
Undralandi: ,,Af með hausinn.”
Afhjúpun Houdinis
| j? Fyrir rúmum 50 árum bárust tfðindin um hinn sorglega dauðdaga
Harry Houdinis út um heiminn.
M; '!i 'k Það var viö fyrirlestur f Montreal að stúdent einn réöst skyndi-
lega á hinn heimsfræga töfra- og sjónhverfingamann og sló hann
1 4 óforvarandis I magann. Áverkinn var svo mikill að Houdini lést
fe Æ nokkrum dögum seinna.
Harry Houdini var grafinn I þeirri sömu kistu, sem hann hafði svo
oft brotist út úr á kafi í vatni á sýningarferli slnum.
„Maðurinn sem gekk gegnum
veggi” var nú horfinn að eilifu.
Eftir lágu haugarnir af járnkeðj-
um, handjárnum og lyklum úr
hinum frægu sýningaratriöum
sjónhverfingamannsins, Meðan
hann var ofan jaröar var hann
viðurkenndur sem mikilfengleg-
asta skemmtiatriöi sem upp á var
boðið I Bandarikjunum og
Evrópu.
Fjötraspil
Með hendur járnaöar fyrir aft-
an bak I kistu á kafi I vatni, marg-
vafinn meö járnkeðjum, tókst
bonum engu að slöur að sllta sig
lausan og komast út. Hann braust
út úr peningaskápum, ramm-
gerðum jafnt sem traustustu
fangelsum I Siberiu sem Eng-
landi. Arið 1906 var hann eitt sinn
læstur inni i fangaklefa. Lög-
reglumenn komu sér fyrir. I
klefanum við hliðina. Nokkrum
minútum seinna hringdi Houdini I
fangelsið úr sfmaklefa I nágrenn-
inu. Fangar fangelsisins höfðu
jafnframt allir skipt um klefa.
Houdini lagði mikiö upp úr þvi
að gera atriði sin sem glæsilegust
og manaði oft áhorfendur til að
binda sig eins fast og þeir gætu.
t mörgum atriöum sinum lét
hann lögreglumenn binda úlnliö-
ina fasta með keöjum til þess að
leggja áherslu á að hér væri ekk-
ert fúsk á ferö. En vitaskuld tókst
honum alltaf að slita sig lausan úr
fjötrunum.
Oskiljanlegt? Houdini sjálfur
var óþreytandi aö lýsa þvi yfir að
ekki væri um neitt yfirnáttúrulegt
fyrirbæri aö ræða. Og nú, aö hon-
um löngu liönum, hafa margir
orðiö til aö afhjúpa flest brögð
Houdinis. Um starfsemi hans i
skemmtiiðnaöinum óx fjölmennt
aöstoöarmannalið, þ.á.m. stór-
snjall tæknimaöur sem gat snúið
á flóknustu, flnlegustu lása. Og
þegar hann átti aö brjótast út úr
peningaskápum eða fangaklefum
þurfti hann alltaf aö fá einn dag
til aö undirbúa sig, og þá munu
aöstoðarmenn hans hafa fengið
nóg að starfa.
-... IwBSS
Læstur inni í kassa sem sökkt er á sjávarbotn. Ekkert var Houdí
óviðkomandi f kúnstunum.
Kraftmikill koss
Spurningin er þvl fyrst og
fremst hvernig aöstoðarmönnun-
um tókst að smygla verkfærunum
inn til Houdinis. Hvort þau voru
falin I endaþarminum eða voru
limd undir skósólana.
Talið er aö eiginkona Houdinis
hafi eitt sinn komiö til hans þjófa-
lykli með kossi.
Það var i London árið 1918 sem
Houdini hafði látið loka sig inni i
klefa með járnkeðjum og griðar-
legum lás. Aöur en atriðið fór
fram var vettvangurinn auövitaö
kannaður gaumgæfilega. Eftir 12
minútna púl var Houdini renn-
blautur af svita og lýsti þvi yfir að
sér hefði mistekist. En eiginkona
hans sem stóö utansviðs kom nú
til hans meö vatnsglas, sem hún
létdómara rannsaka áöur. Houd-
ini drakk góðan slurk, og áður en
kona hans, Bessie, fór af sviðinu,
kyssti hún hann snöggt.
Þremur minútum slðar var
Houdini frjáls. Ahorfendur fögn-
uöu svo allt ætlaði um koll að
keyra vegna þessa ótrúlega af-
reks. En talið er aö þarna hafi
kossinn ráöiö úrslitum.
Houdini var vitaskuld feikilega
fær I þessari list, en þar réð þó
mestu sá hæfileiki hans að geta
skapaö dramatiskt, spennu-
þrungið ástand um sjónhverfing-
ar og flóttaatriöin. Og ljóst er aö
enginn maöur hefur haft jafnmót-
andi áhrif á töframenn nútlmans
og Harry Houdini. Nafn hans er
nánast komiö inn I daglegt mál,
og stundum er sagt a& fangi sem
leikinn er I að flýja fangelsi eða
stjórnmálamaður sem er flinkur I
að snúa sig út úr erfiöri aöstööu,
sé mikill houdini!