Vísir - 14.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1977, Blaðsíða 5
Stúdentar í reiðiham Lögregla var f jölmenn á strætum Bologna á italíu i morgun, eftir að gengu yf- ir um helgina einhverjar verstu óeirðir, sem orðið hafa á Italíu síðustu árin. Yfirvöld höföu mikinn viöbúnaö vegna jaröarfarar ungs vinstri- sinna stúdents i dag, en hann lést i götuöeiröum i siöustu viku, skot- inn til bana af lögreglunni. — Var þaö kveikja aö öeiröum viöa á ítaliu i vikulokin. Fjölskylda hins látna stúdents hefur skoraö á námsmenn borgarinnar aö leyfa jaröarför- inni aö fara fram i friöi I dag. Hundruö námsmanna föru um götur i gær og vörpuöu molotoff- kokkteilum (ikveikjusprengjum) aö lögreglunni sem hrakti þá á undan sér. Lögreglan kom sér fyrir i brynvöröum bifreiöum á háskölalóöinni og varpaöi hverri táragassprengjunni af annarri aö óeiröarsegg junum. I Róm, Milanó, Turin, Flo- rence, Napóli og fleiri borgum kom einnig til átaka i mótmæla- aögeröum námsmanna. — Óeiröirnar stóöu I sjö klukku- stundir i Róm og voru f jórtán lög- reglumenn lagðir slasaöir inn á sjúkrahús eftir á. Yfirvöld hafa bannað útifundi þar i borg i dag. 1 Bologna, þar sem kommúnist- ar hafa verið i meirihluta frá striðslokum, voru sömuleiöis bannaöir útifundir i dag. Allir helstu stjórnmálaflokkar Italiu hafa fordæmt óeirðirnar, og Giulio Andreotti, forsætisráö- herra, hvatti fólk til þess aö ein- angra „skemmdarverkaöflin” og styöja yfirvöld. — Páll páfi skor- aöi 1 sunnudagsávarpi sinu á St. Péturstorgi i gær á itölsk ung- menni aö halda lög og friö. LURIE „Pabbi minn er friðsamari en þinn!" HNNLAND- ISERING- IN FER EKKIIEYNT Urho Kekkonen, finnlandsfor- seti, lét á dögunum i ljós áhyggjur sinar vegna aukins samstarfs vestur-þjóöverja og norömanna. Einkum óx honum þaö I augum, aö þýsk hersveit skyidi eiga aö taka þátt i „brunaliösæfingum NATO” I Noröur-Noregi. Þaö kemur alls ekki út á eitt fyrir Finnland, hverskonar utanrikisstefnu Noregur rekur” sagöi Kekkonen kviöafullur. — Um leiö lét hann I ljós óánægju slna meö, aö tilgangurinn meö „einkaheimsókn” hans til Noregs i fyrrahaust heföi veriö geröur kunnur. Fjærli, einn af leiöarahöfund- um norska tfmaritsins „Farmand”, gerir þessar áhyggjur Kekkonens aö umtals- efni fyrir nokkru. Hann segir, aö þaö hafi ekki verið torskiliö aö átta sig á því, hversvegna Kekkonen heföi komiö „einka- erinda” til Noregs. — 1 þessari „einkaheimsókn” þáöi Kekkon- en hádegisverö meö ólafi noregskonungi og átti fundi meö ráöherrum rikisstjórnarinnar, svo aö þaö persónubundna „einkabragö”, sem var á erindi hans, hefur kannski veriö ámóta einka- og utanrikiserindrekstur Henry Kissingers, meöan hann var og hét utanrikisráöherra Bandarikjanna. Skömmu fyrir för Kekkonens til Noregs haföi komiö út i Moskvu bók um samband Finn- lands og Sovétrikjanna, þar sem grimunni virtist alveg kastaö af „finnlandiseringunni”. Þar stóö hreinlega skrifaö, aö hlutleysi Finnlands gilti einungis um atburöi úti i hinum stóra heimi, en tæki hinsvegar EKKI til atvika I Noröur-Evrópu. Þar gætu finnar ekki verið hlutlaus- ir, þvi aö þeir væru bundnir af finnsk-sovéska vináttusáttmál- anum frá 1948. Engum duldist, hvaö klukkan sló. Þetta var bein viðvörun til Finnlands og Norburlandanna yfir höfuö. Finnar höföu nefni- lega gælt viö hugmyndir um aö fá oliu frá Nato-rikinu Noregi, sem mundi gera þá minna háöa oliu sovétmanna. A sama tima var samstarf v-þjóöverja og norömanna aö færast I aukana. Ofan á þaö bættist siöan, aö horföi til árekstra hagsmuna sovétmanna og norömanna viö Svalbaröa og i Barentshafi, þar sem samningar höföu dregist úr hömlu. Sænskir hernaöar- sérfr. höföu svo aukiö á kuldann meö þvi aö láta i ljós áhyggjur sinar meö þróun mála I Noröur-Evrópu og þá einkan- lega hernaöaruppbyggingu sovétmanna. „Þetta var þaö, sem Kekkon- en vildi ræöa um viö norska ráðamenn I heimsókn sinni i fyrrahaust” skrifar Fjærli. „Þaö er afar athyglisvert fyrir þær sakir, aö þaö sýnir aö „tafl- ið um Noröurlönd, sem leiddi til þess aö Noregur og Finnland drógust inn i slðari heim- styrjöldina, er byrjaö aftur.” Hann telur nauösynlegt til þess aö glöggva sig á þvi, sem er aö gerast IN -Evrópu I dag, aö llta aftur til áranna fyrir slöari heimstyrjöldina. Þessi Noröur- lönd komust á dagskrá stórveld- anna af þrem ástæöum. 1. Mikilvægi Noregs I sjó- hemaöi. Stóra-Bretland þarfn- aöistaðstööu á Noregsströndum til aö efla hafnbann sitt á „Þú skalt vera hlutiaus þarna og þarna, vinur, en ekki f Noröur-Evrópu.’ iandsforseti, og Breshnev. - Vinirnir Kekkonen, finn- Þýskaland og siglingahömlur á hafsvæöinu milli Orkneyja og Rogalands. Þýskaland haföi' fyrir sitt leyti augastaö á norsku fjörðunum til bækistööva fyrir kafbáta slna. 2.1 Sviþjóö var aö finna mikil- vægt hráefni, sem var sænska stálið, en vopnaframleiösla þjóöverja var þvi mjög háö. Vildu þjóöverjar tryggja sér, aö unnt væri aö skipa þvl út frá Narvik yfir vetrarmánuöina. Þaö vildu bandamenn hindra. 3. Lega Finnlands var Sovét- rlkjunum einkar mikilvæg. AÖ- staöa á suöurströnd Finnlands gat tryggt Eystrasaltsflota Svovétmanna athafnafrelsi og útvfkkun landamæranna á Karelskaga var mikilvægt öryggi herstöövarinnar I Murmansk. Petsamo-svæöiö var mikilvægt flota sovétmanna og eins sem áfangi á frekari sókn til vesturs. Þetta mikilvægi Norðurlanda hlaut aö leiða til þess aö þau drægjust inn i uppgjör stórveld- anna, nema ef Noröur-Evrópa sameinuö réöi yfir nægum her- styrk til þess aö bægja báöum frá. Þaö var ekki fyrir hendi og afleiöingin var árás rússa á Finnland og ráöageröir þjóð- verja og bandamanna um inn- rás á Noreg, þar sem þjóöverjar uröu á undan. Þaðan geröu svo þjóöverjar árásir á sovétmenn I Noröur-Finnlandi og gegn skipalestum á leiöinni til og frá Murmansk og Arkangelsk. Siöan kom friöurinn og meö honum kalda striöiö. Sovét- menn neyddu upp á finna vin- áttusáttmálann fræga, sem I og meö varð höfuðástæöan til þess aö danir, norömenn og islend- ingar leituöu halds og trausts hjá bandarikjamönnum og gengu i NATO. Meö NATO- stöövunum I Noröur-Noregi og herstöövum sovétmanna I Noröur-Finnlandi skapaöist slö- an smámsaman það, sem kallaö hefur veriö hernaðarlegt jafn- vægi noröursins. — Astandið I dag svipar I mörgu þvi sem rikti skömmu fyrir siöari heimstyrjöldina, skrifar Fjærli. Noregur er enn mikilvægari sjóhernaöinum en áöur, og sovétmenn reiöa sig alveg sérstaklega á Noröur-- Atlantshafsflota sinn. (Hann ræöur yfir kjarnorkukafbátun- um, sem rússar reiöa sig mest á.) Af þeim ástæöum veröa sovétmenn aö hafa á slnu valdi hafsvæöiö milli Finnmerkur, Tromsö og Svalbaröa, auk aö- liggjandi landa, og kemur út á eitt, hvort þaö er meö varnir I huga eöa árás. Hráefnisspurn- ingin er enn meira brennandi nú heldur en þegar sænska stáliö rann til vopnaverksmiöja þjóö- verja. ÞaÖ gerir olian i Noröur- sjónum, á landgrunni Noregs, og I Barentshafi. Þaö hefur ver- iö einn helsti Akkilesarhæll Vesturlanda, hvaö þau hafa verið háö oliunni frá MiÖ- Austurlöndum, en þeir aö- flutningarliggj^ersk^aldaöir^ Hernaöarsérfræöingar Sovétríkjanna vildu helst, aö þaö viöhéldist, meban Vestur- lönd stefna aö þvi öllum árum aö draga úr þeim veikleika. Oliulindirnar I Noröursjónum eru sagöar mundu duga Vestur-Evrópu, ef þær væru vel nýttar. Þegar Kekkonen viörar á ný áhyggjur sinar, vilja ýmsir norömenn, eins og Fjærli, setja þaö I samband viö kóínandi sambúö Bandarikjanna og Sovétrikjanna, eftir þvi sem eykst órói Ibúa austantjalds. Þeim eru ekki úr minni aö- geröir sovétmanna og Var.jár- bandalagsins I Ungverjalandi og Tékkóslóvaklu, þegar stjórn- ir þessara landa virtust ætla aö smjúga þeim úr greipum. Sjá menn i anda, ef andófiö eykst austantjalds.aö kremlherrarnir þættust tilknúnir til nýrrar inn- rásar og þá undir þvl yfirskini aö „verja sovésku tjaldbúö- irnar fyrir árás hinna kapital- isku, heimsvaldasinna, hefnenda Vestur-Þýskalands” —einsog þaöer oröaö I Breshn- ev-yfirlýsingunni. Til þess aö tryggja vlglinuna á öörum stööum um leiö, lægi beint viö aö gripa til svipaöra „verndar-aðgerða” á norskum og finnskum yfirráöasvæöum og hefur stundum veriö notuö minni tylliástæöa en sú, sem vera vestur-þýskrar hersveitar viö æfingar i Noröur-Noregi, gæti veitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.