Vísir - 14.03.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 14.03.1977, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 14. mars 1977 Þótt enn séu rúmlega þrjú ár þar til næstu Ólympiuleikar verða haldnir, I Moskvu 1980, er búið aö ganga frá hvernig tilhögun leik- anna verður I meginatriöum. Einn liðurinn er sjónvarpsút- sendingar. Bandariska sjón- varpsstöðin NBC hlaut einkarétt á þeim fyrir litla 17 milljarða is- lenskra króna. ógnvekjandi saga Undirritun samninganna milli NBC og sovésku ólympiunefndar- innar i Moskvu fyrir nokkrum vikum gaf litið til kynna hvað á undan hafði gengiö. En sagan um samskipti sovétmanna og banda- risku sjónvarpsstöðvanna er ógn- vekjandi, ef hún gefur eitthvaö til kynna hvernig verður að eiga við þá fyrrnefndu i sambandi við aðra liði Ólympiuleikjanna. Þó má það ekki gleymast að þarna var verið að ræöa um peninga, þar sem annar aðilinn vildi fá sem mest, og hinn vildi borga sem minnst. Risarnir þrír hitta björninn Bandarisku sjónvarps- stöðvarnar ABC, NBC, og CBS hafa sjónvarpað frá ólympiu- leikunum frá þvl að sjónvarpiö kom fyrst tilsögunnar. ABC hefur lengst af haft forystuna eða samtals sex leiki. ABC hafði m.a. einkaréttinn á siðustu ólympiu- leikjum i Montreal 1976. Þegar Moskvu var úthlutaö Ólympiuleikjunum 1980 iVIn 1974, voru fulltrúar allra sjónvarps- stöðvanna nærstaddir til að taka i höndina á þeim heppnu. Ekkert var rætt um viöskipti þá, enda kannski fullsnemmt. ABC hafði þó mestar vonir um að hreppa réttinn enn einu sinni. Það var ekki fyrr en i Montreal, meöan á Ólympluleikjunum stóð að farið var að nefna tölur og skil- mála. Sovéska viðræðunefndin, meö hinn sjötuga Ignati Novikov i fararbroddi, hélt dýrðlega veislu fyrir fulltrúa bandarisku sjón- varpsstöðvanna. Vodka flaut i striðum straumum, og borðin svignuöu undan kaviar og öðrum krásum. En brosin stirðnuðu á vörum bandarikjamannanna þegar hverri sjónvarpsstöð fyrir sig var tilkynnt I einrúmi að fyrir einka- rétt til sjónvarpsútsendinga vildu sovétmenn hafa 42 milljaröa króna (210 milljónir dollara). Siðan varð almennur hlátur. Einn fulltrúa NBC sagði viö sovétmann: „210 milljónir dollara? Við vorum að hugsa um 210milljón sent”. Rússinn gekk á brott I fússi. En einn sovétmann- anna trúði fulltrúum CBS fyrir þvi að þrátt fyrir þessa háu tölu væri ekki búist við meiru en 13 milljörðum króna i Moskvu, eöa tæplega þriöjungi nefndrar upp- hæöar. Sovétmennirnir virtust vera að kanna hversu langt væri hægt að ganga. Hagstæöar fréttir/ elleg- ar.,. Þótt upphæðin skipti kannski ekki svo miklu máli þarna, var um ýmsa aðra skilmála að ræða. Novikov, formaður viðræöu- nefndarinnar. gaf i skyn að búist væri við hagstæöum pólitiskum fréttaflutningi um Sovétrlkin sem hluta af „greiðslu” fyrir einka- réttindin. Roone Arledge, forsvarsmaður ABC.sagði Novikov að hann vildi algjör yfirráö yfir útsendingum. En Novikov sagði honum að ef eitthvaö yröi sýnt sem sovét- mönnum likaöi ekki yrði bara skrúfað fyrir útsendirigarnar. Sovétmennirnir nefndu aldrei hvernig þeir vildu nákvæmlega að fréttaflutningur yrði hag- stæöur þeim. Þessi krafa þeirra Ósvífnar sölu- aðferðir Sovét á Ólympíusjónvarpi - - Bandarísku risasjónvarpsstöðvarnar ABC, NBC og CBS höfðu svo sem áður kynnst ruddalegum viðskiptaháttum. En þegar farið var að að bjóða i einkaréttinn á sjónvarpi frá Ólympiuleikunum i Moskvu 1980, hitti skrattinn ömmu sína - varð undir á endanum, en hafði slæm áhrif á allar samræöur frá byrjun. Velritað og innsiglaö Þegar Ólympiuleikunum i Mon- treal lauk, tilkynntu sovétmenn aö þeir byggjust viö tilboöum þá um haustiö. Þeir sögðu að fariö yrði með öll tilboö sem trúnaðar- mál. NBC fór meö tilboö sitt með sérstakri varúð. Tilboöið var vél- ritað, innsiglaö og falið I hendur flugstjóra þotu á áætlunarflugi frá New York til Moskvu. I Moskvu afhenti flugstjórinn sendiboöa NBC innsiglaö tilboöið á flugvellinum, og sá flutti það beint til sovésku olympiunefndar- innr. Klukkustundu siðar var Ro- bert F. Wussler, aðalmanni CBS, kunnugt um efni tilboðs NBC. NBC bauð 14 milljaröa króna fyrir einkaréttinn, CBS bauð 200 milljónum meira og öllum til mikillar furðu bauð ABC ekki nema tæpa 7 milljaröa. Þaö tilboö var þó byggt á þvi að sjónvarvarpsstöðvarnar kæmu sér saman um útsendingar. Skömmu siðar bauð ABC tæpa 15 milljaröa króna fyrir einka- réttinn. Lothar kemur til sögunnar. CBS virtist hafa mesta mögu- leikana á að hljóta einkaréttinn, ABC næstmesta, og NBC minnsta. Ástæðan fyrir velgengni CBS var milliganga þjóðverja að nafni Lothar Bock. Bock þessi hafði i nokkur ár séð um útvegun sovéskra skemmti- krafta til Evrópu. Hann hafði unnið sig allnokkuð i álit hjá sovétmönnum og þeir treystu honum. Einn sovétmannanna sem CBS átti samskipti við sagði við Wussler: „Allar bandarisku sjónvarpsstöövarnar eru slæmar. V Bréf veitingamanna tií Alþingis: Eins og drepiö var á fréttum VIsis sendi Samband veítinga- og gisti- húsaeigenda aiþingismönnum bréf fyrir skömmu. Tilefni bréfsins er nýframkomiö frumvarp tii breytinga á áfengislögum og telja veitingamenn þaö lltt til bóta. Bréfið I heild fer hér á eftir. En undir það skrifuöu Þorvaldur Guðmundsson, formaður og Hólmfrlöur Arnadóttir, framkvæmdastjóri. Til: Alþingismanna Efni: Lög og reglur um vinveit- ingar. Tilefni þessara skrifa er ný- framkomiö frumvarp til breyt- inga á Afengislögunum nr. 47/1969. 1 þessu frumvarpi er nánast ekkert nýtt annaö en að heröa enn á boðum og bönnum um veitingarekstur. Er þó til efs aö nokkur atvinnugrein búi við annaö eins net af lögum, reglu- geröum, lögreglusamþykktum og sérstökum tilskipunum hér á landi og þótt viðar væri leitað. Fyrsta tillaga þessa nýja frumvarps segir að vinveitinga- leyfi skuli veitt til eins árs i senn, i staö fjögurra áöur. Til- gangur meö þessu er óljós, sér- staklega þar sem segir I núgild- andi lögum aö ráöherra sé heimilt án skaöabótaskyldu fyr- ir rikissjoö að stytta leyfistim- ann, ef ástæöur mæli meö þvl. Það veitir hins vegar visst rekstursöryggi , að þaö skuli þó þurfa úrskurö ráöherra til leyf- issviptingar á móti þvi sem fjölmargir aöilar I kerfinu geta tafið fyrir eða hindrað endur- nýjun leyfa hverju sinni. Þess má og geta, aö almenn leyfi til atvinnurekstrar eru 4-5 ár. önnur breyting segir, að leyf- isgjald skulihækka úr kr. 4.00,- til fjögurra ára 1 kr. 40.000.- ár- lega eöa um 4.000% (Geta inn- flutningsmenn þess I greinar- gerö „aö nefndin heföi þó gjarn- an viljað gera tillögu um enn meiri hækkun, en lætur hér við sitja.”) Þessi tillaga bendir til þess, aö flytjendur frumvarps- ins hafi litt kynnt sér gildandi lög og reglugerðir. Skv. lögum nr. 79/1975 hækkaði vinveitinga- leyfið i kr. 9.600.- og skv. reglu- gerð nr. 532/1975 1 kr. 80.000.- Áfengiskaup og persónu- skilríki Þriöja breyting er að öll sala og afhending áfengis skuli ó- heimil nema gegn framvisun nafnsklrteinis með mynd af skirteinishafa. Ætli mönnum al- mennt þyki það ekki skerðing á persónufrelsi aö geta ekki keypt sér drykk á bar eða vin meö mat án framvisunar persónuskil- rikja? 1 raun er hugmyndin svo hlægileg aö fáum dettur vlst i hug aö hún nái fram aö ganga. Fjórða breytingartillagan er, aö ungmennum yngri en 20 ára skuli óheimil með öllu dvöl á vinveitingastaö eftir kl. 8 að kvöldi. 1 núgildandi lögum er aldurstakmarkiöl8 ár, en yngra fólki er heimilt aö dveljast á stööunum I f ylgd með foreldrum eöa maka. Héöan i frá er ætlun- in að foreldrar fari með stálpuö börn sin á kaffiteriu þegar fjöl- skyldan vill gera sér dagamun, ung kona, löglega gift og e.t.v. móðir eins eða fleiri barna, má ekki fylgjast meö eiginmanni sinumá opinberan skemmtistaö og, þótt heföin sé að brúðhjón hverfi fyrst úr brúðkaupsveisl- unni, er dálitiö snemmt að senda þau i háttinn klukkan átta, þótt annaö hafi ekki náö fullum tveim tugum ára. 1 fimmta lagi er I frumvarp- inu tillaga um Leiöbeiningar- stöð i ofdrykkjuvörnum, og er hún allra góðra gjalda verö. Aörar breytingar eru ekki utan hækkunar á sektarákvæöum gegn brotum á áfengislöggjöf. Ekki rætt við veitinga- menn I greinargerð með frumvarp- inu segir, að nefnd sú er aö þvi vann hafi gert það meö „al- mennri, viðtækri gagnasöfnun og átt viðtal viö marga þá, sem þessi mál snerta, beint eða ó- beint”. Svo bregður þó viö, að viö þá, sem frumvarpið einkum snertir, þ.e. veitingamenn hefur ekki veriö rætt, né heldur sam- tök þeirra, Samband veitinga- og gistihúsaeigenda. Þótt horft sé burt frá sjónar- miði rekstursaðila skemmti- staða viö athugun þessa frum- varps, þá er erfiðara að horfa fram hjá þvi hvaöa áhrif það hefur á möguleika fólks til kvöldskemmtana og afþreying- ar. Fólk á aldrinum 18-20 ára hefur flestum öðrum frekari þörf fyrir aö sýna sig og sjá aðra. Það er ennþá tiltölulega frjálstaf þeim böndum er fylgja fullorðinsárunum, og þetta er sá aldur æfinnar sem þaö hefur til þess a 6 skvetta úr kiaufunum og hlaupa af sér homin. Hver er hugmynd flutningsmanna frumvarpsins um skemmtistað fyrir þetta fólk? A það að taka Innan viö 13% af áfengisneyslu Islendinga fer fram á vinveitinga- húsum. Veitingamenn teija það stuðla að bættri vlnmenningu ef þetta hlutfall hækkaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.