Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 7
vism Föstudagur 25. mars 1977
7
Hvitur leikur
Hvitt: Krahnströver
Svart: Lampe
Halle 1957
1. Df6!!
(bessi leikur á að tryggja hvit-
um jafntefli. En hann kom svört-
um svo gjörsamlega á óvart, að
hann lék i skelfingu sinni 1. ...
Kg8?? og tapaði skákinni eftir 2.
Dxg6.
Það lá við að eftirfarandi spil
frá móti i Bandarikjunum endaði
með skelfingu
Staðan var n-s á hættu og norð-
ur gaf.
* A-K
V A-10-9-7-5-4-3
+ K-10
* K-2
♦ D-G-9-8-4
¥ D-G-6
♦ 9-3-2
♦ G-9
A 5-3-2
V K-2
♦ D-6
* D-10-8-6-4-3
A 10-7-6
¥ 8
¥ A-G-8-7-5-4
4 A-7-5
Hvað mynduð þið vilja spila á
ofangreint spil? Þrjú grönd, fjög-
ur hjörtu, fimm tigla? Þetta eru
allt ágætir samningar.
En i verunni gengu sagnir
þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1H pass 2T pass .
3H pass 3S dobl
redobl pass pass pass
Suöur sagði þrjá spaöa sem
beiðni til makkers um að segja
þrjú grönd með fyrirstöðu i
spaða. Norður redoblaði og suður
ákvað að taka áhættuna og spila
það.
Eins og spilið liggur, þá er
aldrei hægt að bana þvi, jafnvel
með trompi út. Vestur spilaði hins
vegar út laufi, sem var drepið á
ásinn. Siðan kom hjártaás og
hjarta trompað. Þá kom tigulás
og kóngur. Siðan meira hjarta og
trompað. Laufakóngur og tveir
hæstu i trompi gerðu niu slagi.
Övenjulegur samningur, en ó-
hnekkjanlegur.
VÍSIR
dagsins
idag
Enn vilja
þau skilja
Söngkonan fræga Cher, hefur
nú farið fram á skilnaö við eig-
inmann sinn, tónlistarmanninn
Gregg Allmann. Hjónaband
þeirra hefur að þessu sinni
varað i 20 mánuði, en þetta er
ekki i fyrsta sinn sem annað
hvort þeirra fer fram á skilnað.
Umsjón:
Edda Andrésdótti
• V '
D
Þetta er reyndar i þriðja sinn.
Fimm dögum eftir að Cher gekk
i það heilaga með Gregg Allman
árið 1975 fór Cher fram á skilnað
og sagði: „Gregg og ég gerðum
mistök og ég hef alltaf sagt að
það sé best að viðurkenna mis-
tök sin sem fyrst.”
En parið tók saman aftur og
málið var látið niður falla.
Stuttu eftir það fór Gregg All-
mann fram á skilnað en enn var
málið látið niður falla.
Cher er 30 ára gömul og hún
og Gregg eiga sjö mánaða
gamlan son. Hún fór fram á
yfirráðarétt yfir syninum.
Cher var áður gift söngvaran-
um Sonny Bono, en þau tvö
slógu i gegn með fyrstu plötunni
sinni ,,I got you babe”. Þau eiga
eina dóttur saman sem nú er sjö
ára gömul.
í veislu hjá tískukónginum
Það þykir að sjálfsögðu fréttamatur þegar konungur
eins og Yves Saint Laurent býður vinum og kunningj-
um til veislu/ því þessir vinir og kunning jar eru oftast
nær stórar stjörnur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir nokkru þegar
tískukóngurinn hélt veislu fyrir vini sína í París. Til-
efnið hefur líklega verið vortiskusýningarnar. I veisl-
unni voru ásamt ýmsum stjörnum# hönnuðir, sýn-
ingarfólk og fleiri úr tiskuheiminum.
Cher og Gregg Allmann á meðan allt lék Ilyndi.
Fóru ónœgðir
of fundi
Newmons
Hér tekur Yves Saint Laurent á móti vinkonu sinni sem er engin
önnur en leikkonan Catharine Deneuve.
Þarna er Marisa Berenson sem lék t.d. i myndinni Barry Lyndon á-
samt þeim rika David de Rothschild.
Það þykir ekkert slor fyrir blaðamenn að fá að tala
við kappann Paul Newman. Það er heldur ekki alltaf
sem tækifæri gefst til þess, en fyrir stuttu hélt hann
blaðamannafund. Tilefnið var ný kvikmynd sem hann
leikur i og fjallar um ishockey. Myndin var frum-
sýnd í New York i síðustu viku.
Blaðamannafundur hans þótti hinn ágætasti og
blaðamenn fóru ánægðir af fundi hans. Newman
veitti nefniiega hverjum blaðamanni viðtal við sig i
einrúmi og sagði þeim ýmislegt skemmtilegt án þess
að þeir þyrftu að spyrja.
Á eftir var svo öllum boðið til hádegisverðar og að
honum loknum hraðaði Newman sér til íbúðar sinnar i
New York.