Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 8
8 LYGILEGT EN SAn nýr bíll fyrir kr. 230 þús. TRABANT ER EKKI SPORTBILL, EN HANN ER HAG- KVÆMASTA BIFREIÐIN A MARKAÐNUM: NÝ SENDING UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT Fyrsti Trabantinn kom til landsins 1963 og hefur ó þessum tíma sannað ógœti sitt við íslenskar aðstœður. Verðkr Station Afsláttur til öryrkja Lán 620 þús. 175 þús 200 þús ÍJtborgun 245 þús Fólksbill Afsláttur til öryrkja Lán 600 þús 170 þús 200 þús Umsjón: Sigurveig HÁSKÓLATÓNLEIKAR Á MORGUN: Samleikur Gísla og Halldórs a 2 píanó Sjöundu Háskólatónleikar vetr- arins veröa haldnir i Félagsstofn- un stúdenta viö Hringbraut á morgun kl. 17, viku fyrr en ráö- gert var. Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson leika verk fyrir tvö pianó. Fyrst er Gæsamamma, svita eftir Ravel. Gæsamamma var safn barnaævintýra sem frakkinn, Perrault tók saman á 18. öld og i svitu Ravels koma m.a. viö sögu Þyrnirósa, Tumi þumall og Friöa og skrimsliö. Verk þetta er miklu þekktara i hljómsveitarbúningi, en upphaf- leg gerö þess er fyrir tvö pianó. Þá leika þeir sónötu fyrir tvö pianó og ásláttarhljóöfæri eftir Bartók. Verk þetta er fyrst samiö sem sónata, en seinna umskrifaöi Bartók hana fyrir hljómsveit. Fyrr i vetur léku þeir þennan konsert fyrir tvö pianó meö Sin- fóniuhljómsveit íslands. Mörgum þykir sjálfsagt forvitnilegt aö heyra verk þetta i upphaflegri gerð, eins og Gæsamömmu Ravels. Slagverksleikarar meö þeim veröa Reynir Sigurösson og Oddur Björnsson. Aö lokum bregöa þeir félagar á léttari leik og flyt ja tilbrigði eftir nokkra rússneska höfunda um barnalagið ,.Chopsticks” sem hér er einnig þekkt undir nafninu „smörrebrödsvalsinn”. Rimsky- Korsakov, Liadov, Cesare Cui og fleiri sömdu þessi tilbrigði sér til skemmtunar á öldinni sem leiö. Samleikur Glsla og Halldórs á tvö pianó má heita á góðri leiö með að verða fastur liöur I tónl istarlifi Reykjavikur. Viöfangsefni þeirra eru nú sem fyrr forvitnileg og skemmtileg, og er ekki að efa að mörgum þyki þessir Háskólatónleikar áhuga- verðir, en þeir eru ekki aöeins ætlaðir studentum og starfs- mönnum Háskólans, heldur öllu tónelsku fólki. Matisse aö störfum Kvikmyndir um Braque og Matisse Listasafn tslands efnir til kvikmyndasýningar i húsa- kynnum safnsins klukkan þrjú á morgun. Þar verða sýndar kvikmyndirum tvo helstu for- vigismenn nútim alistar, frönsku listamennina Georges Braque og Henry Matisse. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Er ástæöa til að hvetja fólk til aö sleppa ekki þessu einstæöa tækifæri til aö kynnast lifi og starfi þessara frábæru listamanna. —SG 230 þús Halldór Haraldsson. Gisli Magnússon. Úrval af' bílaáklæðum # (coverum) I Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 Bílasala Garðars Borgartúni 1. Símar 19615 — 18085 Opið virka daga til ki 7 Laugardaga kl. 10—4. Volvo 244 D.L. '75 Austin Mini '76 Volvo142 . '73 Escort1300 '76 Volvo142 '71 Vauxhall Viva '75 Mazda 616 '72 VW 1200 L '74 Mazda 616 '74 Saab 99G. L. E. '74 Cortina 1600 XL '74 Blazer '73 Fiat128 '75 Blazer '74 Fiat127 '75 Willys '74 INGVAR HELGASON Vonorlondi v/Sogavog — Simor 84510 og 84511 Halda upp á afmœlið með hljómleikum Skólahljómsveit Kópavogs er tlu ára um þessar mundir og af þvl tilefni heldur hljómsveitin hljómleika i Háskólablói á morg- un laugardag klukkan þrjú. Efnisskráin veröur mjög fjöl- breytt. Björn Guöjónsson sem er hljómsveitarstjóri sagöi er Visir raeddi viö hann aö alls kæmu 52 fram á hljómleikum hljómsveit- ariiyjar að þessu sinni. Undanfariö hefur starf Skóla- hljómsveitarKópavogs veriö afar fjölbreytt og gróskumikiö. Hefur hljómsveitin komið alls fram á tólf tónleikum i skólum á vegum menntamálaráöuneytísins. í tilefni afmælis hljómsveitar- innar hefur verið leikiö inn á plötu, sem kemur út eftír mánuö. —EKG Nauðungaruppboð annaö og slöasta á hluta I Þórufelli 16,talinni'eignSteindórs Sigurjónssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 28. mars 1977 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykja vik Girnileg sýning Hótel- og veitingaskólans Sunnudaginn 27. mars nk. kl. 11-19 verður haldin sýning á vegum nemenda Hótel- og veit- ingaskóla tslands I Sjómanna- skólanum. Slik sýning er orðin ár- viss viöburður I starfsemi skólans og hefur ætlö verið fjölsótt. Sýningin veröur fjölbreytt aö venju, nemendur munu sýna borðskreytingar, kalda rétti og matreiðslua ðferöir, ennfremur veröa seldar ýmsar veitingar. Einnig verður happdrætti þar sem margir glæsilegir vinningar verða I boði, m.a. kvöldverður og gisting á hótelum og vöruúttekt. „Ósköp er að vita þetta" frumsýnt í Hlégarði A sunnudaginn efnir ný- stofnaö Leikfélag Mosfells- sveitar til frumsýningar á fyrsta verkefni sinu, ævin- týraleiknum „Ósköp er að vita þetta!” eftir Hilmi Jóhannes- son. Leikstjóri er Bjarni Stein- grímsson, en sviðsmynd og búninga gerði Guöbjörn Gunn- arsson sem kunnur varð fyrir leiktjöld sln á Fáskrúösfiröi fyrir nokkrum árum. „Ósköp er aö vita þetta!” samdi Hilmir Jóhannesson áriö eftir að leikrit hans, „Sláturhúsið Hraöar hendur”, kom fyrst fram árið 1968. Þaö var sýnt i Borgarnesi viö góö- ar undirtektir, og var höfund- ur bæði leikstjóri og einn leik- enda. Siöan hefur hann endur- samiö verkiö og bætt viö ýms- um nýjum atriðum, þannig aö verkiö sem sýnt veröur á sunnudaginn er aö nokkru leyti glænýtt. Hilmir hefur samið tvö önnur leikrit, „Gull- skipiö” sem sýnt var á Akur- eyri 1975 og „Karlmenninga- neyslu” sem sýnt var á Sauöárkróki sama ár. Siöan voriö 1913 hafa leik- sýningar verið snar þáttur I menningar- og félagslifi mos- fellinga, og hefur Ungmenna- félagið Afturelding staöiö fyr- ir þeim. Stóð leiklistarstarf meö miklum blóma áratugina 1929-39 og 1952-61, en siðasta leiksýning Aftureldingar var 1970 („Allra meina bót”). Nú hefur verið stofnaö Leikfélag Mosfellssveitar, og er mikill hugur i félagsmönnum aö hefja merki leiklistar aftur á loft i byggðarlaginu. Sýningin á sunnudaginn er i Hlégaröi og hefst kl. 20:30, og er ráðgert að efna til 8-10 sýn- inga, ef aösókn verður góö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.