Vísir - 06.04.1977, Síða 10

Vísir - 06.04.1977, Síða 10
10 Miðvikudagur 6. aprll 1977. VÍSIR Ctgefandi.ReykJaprent hf Framkvæmdastjóri: Davíö Guómundsson Hitsljórar:Þorsteinn Pálsson ábm. " óiafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréltastjórl erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. BlaOamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveíg Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. CJtlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páli Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: SigurÖur R. Pétursson. Auglýsingar: Slöumúla 8. Sfmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: llverfisgata 44. Simi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Ritstjórn: Slöumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf. Borgaralegri byltingu er ekki lokið I vetur hafa orðið þau pólitísku strumhvörf að menn hafa gert sér betur grein fyrir því en áður# að í valda- tafli af hverju tagi sem er geta menn ekki til lang- frama látið skeika að sköpuðu um mannréttindin. Al- menn viðurkenning á einföldustu borgaralegum réttind- um hlýtur að vera sá grundvöllur, sem bætt sambúð þjóða byggist á. Mannréttindahreyfingin austan járntjaldsins hefur tvíef Ist i vetur. Rödd þeirra, sem berjast fyrir frelsi í f jötraþjóðfélögunum hefur veriðdýpri og áhrifameiri en oftast nær áður. Enítilraunum manna til þess að bæta sambúð ríkja, sem búa við ólíka stjórnarhætti, hefur of lengi verið reynt að sneiða hjá mannréttinda- vandamálinu. Það hefur verið úrslitaskilyrði af hálfu stjórnvalda i sósialísku ríkjunum, að menn legðu mannréttinda- málin á hilluna, ef von ætti að vera um árangur í við- leitninni til bættrar sambúðar. Menn áttuðu sig hins vegar ekki á þeirri staðreynd, að með öllu er útilokað að víkja til hliðar jafn-mikilvægum þætti í lifi borgar- anna eins og réttinum til þess að tjá hug sinn og ráða ferðum sínum. Afleiöingin er sú, að mannréttindahreyfingin hefur ef Ist og breiðst út. Yfirvöld i sósíalisku ríkjunum ráða ekki við þær hræringar, sem hófust í Tékkóslóvakíu í vetur. Og fall einræðisstjórnar Indiru Gandhi á Ind- landi er e.t.v. skýrasta dæmið um það, að í hinni póli- tísku refskák er ekki unnt að horfa framhjá mann- réttindunum. Þar í landi hefur tjáningarfrelsið verið svo rikur þáttur i þjóðareðlinu að einræðistilraunin einfaldlega mistókst. Sama er að verða uppi á teningunum að því er varðar tilraunir manna til þess að bæta sambúð austurs og vestursán þessaðtaka tillit til einföldustu borgarlegu réttinda. Umræður þar um hafa verið hálfgert feimnismál á vesturlöndum á síðustu árum. Þeir sem' ekki hafa beygt sig fyrir úrslitakostum Brésneffs hafa þvi sem næst dæmt sig úr leik með þvi að teljast þá vera á móti friðsamlegri sambúð ríkja. Afstaða stjórnvalda á vesturlöndum hefur óneitan- lega breystá síðustu mánuðum. Og hér hafa þær kröf- ur verið gerðar, að islensk stjórnvöld lýstu þessum nýju viðhorfum, þannig að ekkert færi á milli mála. Segja má að fyrstu ákveðnu viðbrögðin af hálfu ís- lensku ríkisstjórnarinnar hafi komið fram í ræðu for- sætisráðherra á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki. Þar sagði Geir Hallgrímsson: „Ekki er úr vegi að nefna hér, að rödd Norðurlanda verður að heyrast til varnar mannréttindum hvar sem er i heiminum og ekki aðeinsgagnvart þeim löndum sem eru f jarlægust Norðurlöndum og þar sem þau hafa óverulegra við- skiptahagsmuna að gæta." Með þessu er sagt það sem segja þarf. Aðalatriðið er síðan að fylgja hugsjóninni eftir með þvi að breyta orðum i athafnir. Mannréttindahreyfingarnar í Austur-Evrópu hafa í vetur notað Helsinkisáttmálann um öryggi samvinnu og frið sem vopn í baráttu sinni. Og víst er að norður- landaþjóðirnar geta byggt stuðning sinn við f relsisöf I- in á sáttmálanum. Tomas Mann skrifaði á einum stað: „Það er í mannréttindunum, hinum kristna arf i hinnar miklu borgaralegu byltingar, sem báðar þess- ar stefnur, einstaklingshyggja og félagshyggja, frelsi og jafnrétti hafa tvinnast og réttlætt hvor aðra." Þetta er hollt að hafa i huga. Hinni borgaralegu bylt- ingu er einfaldlega ekki lokið. visrn Misskilningur að skól- arnir geti komið í stað foreldra- og lögregluvalds Á seinustu vikum, eins og reyndar oft endranær hefur það oft borið á góma að leggja verði á herðar skólanna í landinu þá skyldu að fræða nem- endur sína um neyslu á- vanaef na ýmiss konar, að áfengi og tóbaki með- töldu. Á þetta var meðal annars drepið í sjón- varpsþættinum Kastljós fyrir nokkru, þegar rætt var um meinta sölu fíkni- ef na i skólum, ennfremur var þetta haft að orði á Alþingi, þegar rætt var um framleiðslu áfengs öls. I fljótu bragði virðist sjálfsagt að skólarnir veiti hverja þá almenna fræðsiu, sem þjóðfélag- inu má að gagni koma, fræðslu um ávanaefni eins og annað, ef hún virðist nauðsyn. En er þetta í rauninni svo? Það held ég ekki. y V \ Dr. Halldór Guðjóns- son dósent skrifar um kröfur, sem gerð- ar eru á hendur skólunum um áróðurs- starf gegn ávana- efnum: „Það spillir námi barns að kenna því nokkuð, sem rekst á daglega reynslu" Kennslan nær ekki að fyrirbyggja neysluna Aö sjálfsögöu getur skólinn og kennarar hans af fullri einlægni vallarstarfsemi likamans. Ef þaö væri fellt undir einhvers konar þjóðfélagsfræöi þá væri timanum betur varið til aö kenna örlitla hagfræöi. Liklega mætti þó aö skaölausu fella þessa kennslu undir landafræði, þar er áherslan lika á sundur- lausum minnisatriðum. Aðrar aðferðir dýrari Þessar vafalaust velviljuöu tillögur og tilmæli eru reist á þeim misskilningi aö skólarnir geti með kennslunni einni komið i stað foreldravalds, eöa lög- regluvalds eða þess valds, sem borgararnir hafa án tilefnis af- salað sér og i þvi er fólgið að skipta sér sjálfir af þvi i fari annarra sem er þeim til ama. Við erum smátt og smátt að temja okkur þann stórborgar- brag að láta allt athæfi ókunn- ugra afskiptalaust, nema það valdi okkur skaða sem bæta verður að lögum, jafnframt ger- un við kröfur um sams konar af- skiptaleysi annarra af okkar eigin gerðum. Þannig getur enginn haft af- skipti af barni eða unglingi Ef skólunum er gert að fræða nemendur um ávanaefni, er ætl- ast til að þetta kennsluefni sé þannig fram borið að það letji nemendur þess að neyta slikra efna, það nægir ekki að fræða nemendur hlutlaust. Það er ætl- ast til þess að skólarnir reki á- róður gegn neyslu ávanaefna og taki þá jafnframt nokkra á- byrgð á hegðun nemenda i þessu efni. Að minnsta kosti er ljóst að takist skólarnir þetta hlutverk á hendur án þess aö neysla nem- enda á þessum efnum minnki i kjölfarið, þá verður skólunum hallmælt. Ekki er þetta framtið- arverkefni skólanna glæsilegt. Kennsluefniö, áhrif þess Væntanlega eru allir sam- mála um að ekki aðeins sé rangt aö kenna börnum það sem ekki er satt, heldur spilli slikt fyrir allri kennslu komist barnið að þvi aö ósatt var fyrir þvi haft. Af þessu leiöir aö sjálfsögðu að það spillir öllu námi barns aö reyna að kenna þvi nokkuö það sem rekst á daglega reynslu þess ut- an skólans eða I skólanum. En hversu vel sem vandað er til fræðslu um fikniefni, fræðslu, sem stefnir að þvi að letja nem- endur neyslunnar, hlýtur fræðslan að rekast á reynslu margra nemenda. Flestir is- lenskir foreldrar neyta vins eða tóbaks, margir kennarar sömu- leiðis. Hvernig á nemandi að leggja fullan trúnað á skaösemi tóbaks, þegar hann veit að kennarar og foreldrar reykja? Er ekki augljós hætta á þvf, að veröi nemendum ljóst misræmi þess, sem prédikað er i skólan- um og þess, sem viðgengt utan hans og innan, dragi þeir þá ályktun að sams konar mis- ræmis gæti á öllum sviðum, sem kennslan fjallar um? gert grein fyrir ýmsum stað- reundum, er lúta að neyslu á- fengis, tóbaks og ávanaefna, bæði liffræðilegum og staðtölu- legum niðurstöðum, þannig að nemendur sem skilja vel efnið og framsetningu þess hafi enga ástæðu til að væna skólann eða kennarana um tvöíeldni. En á slikri kennslu, sem ein væri skólanum sæmandi, eru tveir annmarkar. í fyrsta lagi er það tóm blekking að ætla að vitn- eskjan um hugsanlegar eða jafnvel nokkuð liklegar og ó- æskilegar afleiðingar neyslu þessara efna nægi til aö aftra mönnum frá þvi að neyta þeirra. Þannig nær kennslan ekki að fyrirbyggja neysluna eins og að var stefnt. En I ööru lagi er þetta afar lélegt kennslu- efni án fræöilegra tengsla við nokkuð það annað sem vert er að kenna. Þarna yrði um að ræða sundurlaust safn staö- reynda sem engin leið væri að skýra til hlitar án þess að ganga á annað efni betra. Þetta á við hvar sem þessu efni væri valinn staður i kennslunni. Ef það væri fellt undir likamsfræði eða heil- brigðisfræöi einhvers konar þá væri sama tima betur varið til Itarlegrar kennslu um grund- nema foreldrarnir, lögreglan eða eitthvert igildi hennar, og svo skólinn, en hann hefur ekk- ert vald, sem betur fer. Að sjálfsögðu geta skólarnir hjálpað til að hamla gegn neyslu þessara óæskilegu efna, en til þess þarf miklu umfangsmeiri og dýrari aðgerðir en þær einar að láta skrifa litinn bækling eða stuttan kafla i bók, sem lesa má með þungum áherslum yfir nemendum. Það má t.d. efla svo iþróttakennslu að meginþorri nemenda verði þess sjálfir var- ir, að neysla þessara efna hefur þegar i stað slæm áhrif á árang- ur þeirra i mikilvægum og ánægjulegum þætti skólastarfs- ins. Það má t.d. efla félagslif, skemmtanalif og tómstunda- starf viö skólana undir eftirliti þeirra, þá lengist sá timi sem skólinn hefur beina forsjá með nemendum. Vafalaust mætti benda á fleiri raunhæfar leiðir en þessar tvær, ótrúlegt er þó að þær veröi öllu ódýrari. En þess- ar tvær aðgerðir: að efla iþróttakennslu og tómstunda- starf i skól'um, eru brýnar af fleiri ástæðum en þeirri einni að þær hamli gegn ofneyslu öls og annars óþverra. Þær væru þvi hagkvæm byrjun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.