Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 3. maí 1977 VISIR 4 c Reykjovík -----V----- y Telur þú að yfirvinnu- bannið verði til að samningar náist? Markús Waage, deildarstjóri hjáSH: — Því hef ég ekki trú á. Ætli það veröi ekki verkfall eins og venjulega. Jóhann Ólsen, frá Færeyjum: — Ég er nú voðalega illa aö mér i þessum málum, en ég held varla. 6 Sölvi Sveinsson: — Mér þykir þaö afskaplega ósennilegt. Ég hugsa aö þaö veröi verkfall i kringum 20. mai. I B Tryggvina Steinsdóttir, póst- freyja: — Ég mundi segja að þaö stuölaöi aö þvi. Einar Agústsson, bygginga- meistari: — Ekkert frekar. Ég ermeð20manns I vinnu, og þeir vilja örugglega allir vinna yfir- vinnu. segir danski leikarinn Jesper Langberg sem verður með dagskró í Norrœna húsinu „Ég hef aldrei reynt þetta fyrr, en allt verður einu sinni fyrst," sagði danski leikarinn Jesper Langberg í samtali við Vísi, en hann flytur í kvöld „eins manns dag- skrá" í Norræna húsinu. Jesper Langberg sagð- ist aldrei hafa haft tíma til þess fyrr að taka sam- an svona dagskrá og nú hefur hann ekki lengri' ttma til umráða en svo að viðdvölin verður aðeins rúmir tveir dagar og því verður ekki flutt nema þessi eina dagskrá. Á miövikudagskvöld þarf Langberg aö vera mættur til leiks I Konunglega ieikhúsinu i Kaupmannahöfn, en þar hefur hann nú starfað um nokkurra ára skeið. „Það er skemmtileg reynsla að koma til tslands, þótt aöeins sé fyrir þessa fáu daga. En mér list aldrei á það þegar ég horfi á þessar flugvélar detta hér nið- ur,” sagði hann og hryllti sig um leiö og hann bcnti á litla einka- flugvél koma inn til lendingar á flugvellinum fyrir utan glugga Norræna hússins. Jesper Langberg ætlar að hafa hér danska dagskrá með smávegis norsku ivafi. Hann les upp úr verkum eftir norðmann- inn Peter Dass og eftir danina Henrik Hertz, H.C. Andersen, Nils Petersen og Tove Ditlev- sen. Ennfremur mun hann flytja ljóð og ariur úr „sorg ar 1 ei knum ” fræga: „Kærlighed uden strömper”, eftir norðmanninn Johan Henrik Wessel. Þorkell Sigur- björnsson tónskáld leikur undir i ariunum. „Þessi söngur er nú aðeins upp á grin”, sagði Langberg. „Ég er enginn óperusöngvari. Þessi söngleikur er með skemmtilegum karakterlýsing- um, öllum ýktum. Og það er sama hver persónan er, allar deyja þær harmþrungnum dauða, flestar íyrir eigin hendi, enda er þetta ádeiia á harm- þrungnar italskar óperur sem I þá daga voru svo vinsælar. Verkið er samið áriö 1772.” „Ég vona vissulega að fólk hérna skilji sæmilega dönsku þviað ekki get ég flutt þetta á is- lensku. Ef ég ætti að gera það, myndi dagskráin ekki verða yfir ein og hálf minúta að lengd, en þaö myndi aidrei gagna,” sagði Jesper Langberg kiminn. —SJ Jesper Langberg: „Allt verður einu sinni furst”. Mynd LA Ný vinstri stefna ■ „erect-ismi" AUt frá þvi að Stalin þénaði ekki lengur sem skeggjaöur hálfguð á múrum Kremlvirkis- ins hefur veriö guða vant I þeim hluta heimsbyggðarinnar, þar sem fólk teiur sig þvl aðeins pólitiskt hólpið að það geti sótt forsjá slna I agasaman rétttrún- aö. Þessa guðaleysis hefur einnig gætt hér á landi, enda gerist nú fátt eitt I heiminum sem ekki á sér einhverja for- mælendur I fjarstu hornum mannabyggðar. Þannig hafa sértrúarsöfnuðir ýmiskonar átt fylgi að fagna á tslandi, lukku- lyf hafa selst unnvörpum allt frá Brama-llfs-elexlr til segul- armbanda frá Japan og sma- vægilegustu pólitlsku hreyfing- ar hafa náð heimdallareyrum hinna alls hlustandi starfshópa. Það eitt hefur áskort, að hin skeggjaða föðurlmynd hefur hvergi fyrirfundist að Stalin gengnum. Nú virðist aftur á móti ráðin nokkur bót á þessu I mynd leikhúsfræðara, sem barst hingað upp á landið á liðnum vetri að tilhlutan vinstri sinnaðs fólks innan leikhússins. Heigi Hálfdanarson hefur skrifaö tvær greinar um þennan fræðara 1 Morgunblaðiö, en hon- um hefur veriö svarað jafnharð- an af þeim aðilum innan Is- lenskra leikhússins, sem telja hinn nýja fræðara boöa endur- lausn mannkyns. Þá hefur einn af helstu menningarpáfum kommúnista skrifað lærða grein I Þjóðviljann til að sanna a.m.k. fyrir alþýðubandalagsmönnum, að ómaklega hafi veriö vegiö að fræðaranum og þeirri stefnu sem hann boöar, og mætti kalla kynllfsstefnu. Kynllfsstefna þeirra alþýöubandalagsmanna birtist á góðri stund, enda hefur skort bæði höfuð og undirstöðu einhvers konar alheimsboðun- ar allt frá þvl að fyrri hálfguð var huslaður utan veggja Kremlar að afliðinni þinglegri persónuaftöku hans. Kannski stafaöifall hans af þvl, að næsta snautt var um kynlifsboöun I stefnumörkun hans. Nú hefur verið úr þessu bætt og safnaðar- hyggjufólk er þegar farið að hugsa sér til hreyfings. Helgi Hálfdanarson hefur gefiö hreyfingunni nafn, enda kann hann á fleiiu tök en leikritum Shakespeares. Hann kallar þetta fólk Pilikianista. Fer um þetta mál eins og oft áður, að hér á landi verða menn fyrstir til að taka hinni nýju kenningu opnum örmum og halda merkinu á lofti þótt hirö- irinn góði sé horfinn úr landi og út I óminnið þaðan sem hann kom, enda haföi enginn heyrt hans getiö fyrr en hann var tekinn að æfa n'ýja útgáfu af Shakespeare, byggöri á grund- velli þeirra kenningar að kynllfiö sé undirrót alls. Slðan hefur ekki linnt iöngum greinar- geröum frá leikhúsfólki, þar sem hin nýja stefna er útskýrð og lofuð, og þetta kynllfstrúboö hefur eiginlega verið I fullum gangi siöan hirðirinn góði steig hér á land til aö stýra Lé kóngi. Akveönir hópar innan leikhúss- ins hafa lengi harmaö að geta ekki boöaö neina sérstefnu I samræmi við kröfur um nýjung- ar. Pilikian var þvl eins og sending af himnum, enda hefur veriö sótt og varist af þrótti allt frá þvi að kynllfsfyrirlestrarnir hófust I æfingasölum Þjóðleik- hússins. Helgi Hálfdanarson, einn sér- fróðasti maður um leikrit Shakespeares hér á landi, hefur átt hendur aö verja, allt frá þvi hann efaðist um að Hovhannes Pilikian vissi meira um tilætl- anir I Lé konungi en höfund- urinn sjálfur. Pilikianistarnir hafa hitt fjanda fyrir þar sem Helgi er, sem ekki er Hklegur til að láta hlut sinn. Hinu er ekki að neita, að kynlifsstefnan á sér marga formælendur eins og dæmin sanna, og varla veröur þess langt að biða að hún verbi næsta mikilsráðandi I mótun menningarstefnu Alþýbubanda- lagsins á næstu árum. Einn dag urðu þau þáttaskil I þróun mannsins, að hann varð með réttu nefndur „homo erectus”. Samkvæmt kenningu Pili- kianista er hinn nýi „erect-ismi” ekki siöur áhrifa- mikill, þótt aðeins brot rlsi af þeim manni, sem I einn tlma hélt uppréttur út úr frumskógin- um til að fæða af sér menn eins og Shakespeare og Helgi Hálf- danarson. Svarthöfbi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.