Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 3
VISIR Þriðjudagur 3. mai 1977 .3 Alþýðuflokkurinn hefur samþykkt bindandi reglur um prófkjör: PRÓFKJÖRIN VERÐA OPIN FYRIR UTANFLOKKSMENN! „Flokksstjórnarf undurinn samþykkti reglugerð um opið prófkjör i Alþýðuflokknum. Þessi reglugerð er bindandi fyr- ir kjördæmissamböndin og mun þvi gilda um allt land”, sagði Eyjólfur Sigurðsson, formaður framkvæmdastjórnar Alþýöu- flokksins, i viðtali við VIsi. Flokksstjórnin var á fundi á föstudag og laugardag, og var reglugerðin meginmál fundar- ins. Aðspurður sagði Eyjólfur það rétt, að nokkrir einstaklingar i Reykjavik hefðu verið andvigir þvi, aö reglugerðin yröi bind- andi. Það var hins vegar sam- þykkt meö 38 atkvæðum gegn 4, og reglugerðin endanlega af- greidd með samhljóða atkvæð- um. Blaðið hefur frétt, að andstað- an hafi fyrst og fremst komið frá Björgvin Guðmundssyni, borgarfulltrúa i Reykjavik. Bjóða sig fram i ákveðin sæti Eyjólfur sagði, að samkvæmt reglugerðinni ættu frambjóð- endurað bjóða sig fram i ákveð- in sæti, en þeir gætu boöiö sig fram i fleiri en eittsæti samtim- is. Skilyrði þess að geta boðið sig fram er að hafa 50 meðmælend- ur i Reykjavik en 25 i öðrum kjördæmum, og þessir með- mælendur veröa að vera flokks- bundnir alþýðuflokksmenn. önnur skilyrði eru ekki sett. Frambjóðendur þurfa þvi ekki að vera flokksbundnir, og ekk- ert er tekið fram um, að þeir megi ekki vera i öðrum flokki. ,,Eitt höfuðatriðið i þessu er, að við höfum nú lögfest opið prófkjör. Það verður sem sagt ekki einun^is fyrir flokksbundna alþýöuflokksmenn, heldur einn- ig aöra, sem ekki eru flokks- bundnir i öðrum flokkum. t þvi efni höföum við til dreng skapar manna — þ.e. þeir verða að undirrita yfirlýsingu á kjör- stað, þar sem þeir lýsa þvi yfir, að þeir séu ekki flokksbundnir i öðrum flokki. Ef þeir undirrita slika yfirlýsingu þá fá þeir að taka þátt i prófkjörinu”, sagöi Eyjólfur. Eyjólfur sagöist fastlega gera ráð fyrir þvi,aö prófkjör, a.m.k. i þeim sex kjördæmum sem ekki hafa ákveðið framboð, fari fram á þessu ári, en flokksstjórnar- fundurinn samþykkti einmitt á- lyktun þess efnis, að þegar ætti að fara að vinna aö undirbún- ingi framboða vegna næstu al- þingiskosninga. „Ef ekkert óvænt gerist I stjórnmálunum, þá veröa próf- kjörin næsta haust”, sagöi hann. ESJ. „Ábyrgðarsjóður lögmanna// stofnaður: Bœtir tjón skjól- stœðinganna vegna fjórþrots Stofnaður hefur verið „Abyrgðarsjóöur lögmanna”, en markmið sjóðsins er að gera Lögmannafélagi Islands kleift að bæta að hluta eða að öllu leyti tjón, sem skjólstæöingar lög- manna verða fyrir vegna fjár- þrots lögmanna. Þær reglur gilda þó, aö féö veröur að hafa komist I hendur lögmanns vegna stööu hans og að honum hafi boriö skylda til að varðveita það vegna trúnaðarskyldu sinnar sem lög- maður. Tekjur sjóðsins eru hluti af lögmanna svokölluðu málagjaldi, þ.e. gjaldi sem lögmenn greiöa sjálfir við þingfestingu hvers máls fyrir dómi. Tekjur af málagjödum hafa veriö lagðar til hliðar allt frá árinu 1970 vegna sjóösstofnunarinnar og er sjóðseignin nú rúmar 5 milljónir króna. Frá næstu áramótum verður hún um 7 milljónir. Formaöur lögmannafélagsins er Guðjón Steingrimsson, hrl. Hafnarfirði. Félagar eru nú 207, en þar af hafa 141 lögmanns- störf að aðalstarfi. ESJ. Friðrika systir Jónasar á Hriflu 100 ára: Ættingjarnir stofna sjóð í tilefni aldarafmœlisins Aldarafmæli á i dag Friðrika Jónsdóttir I Fremstafelli, fyrr- um ljósmóðir I Ljósavatns- hreppi. Hún er fædd á Gvendar- stöðum, en ólst upp I Hriflu, dóttir hjónanna Jóns Kristjáns- sonar og Rannveigar Jónsdóttur og þvi alsystir Jónasar Jónsson- ar, alþingismanns og ráðherra. Friðrika er ógift og barnlaus, en hefur átt heima I Fremstafelli frá 1914 , fyrst hjá Kristjáni bróður sinum og siðan hjá Jóni syni hans. Jafnframt ljósmóðurstarfi og heimilisvinnu tók Friðrika þátt I ýmsum félagsstörfum, einkum I þingeysku kvenfélögunum. Hún er minnug og fjölfróö og hefur lengst af veriö mjög heilsu- hraust, en þó er heilsu hennar nokkuð tekið aö hraka hin siö- ustu ár, og dvelst hún nú á sjúkahúsinu á Húsavik. í titefni af þessum' mérku timamótum i ævi Friöriku hafa bræðrabörn hennar og fjöl- skyldur stofnaö sjóð sem varið skal til þess aö gera skreytta glugga i kirkjuna á Ljósavatni, en ætlunin er að endurgera hana til að minnast Þorgeirs ljós- vetningagoða og þúsund ára af- mælis kristnitökunnar. Frá sjötta fundi Landssamtaka klúbbanna öruggur akstur sem haldinn var að Hótel Sögu. Hódegisumferðin óþörf og skapar stórhœttu — segja fulltrúar á fundi klúbbanna „Öruggs aksturs" „Hvaða ástæða liggur til þess, að þúsundir manna aka jafnvel 25-30 km heim til sin, frá og að vinnustað, til þess að geta sest niður heima hjá sér i nokkrar minútur til að nærast á nokkrum munnbitum?” Svo spurði fulltrúafundur klúbbanna öruggur akstur, sem haldinn var i Reykjavik fyrir helgi. Bent var á þá staðreynd, að hádegisumferðin er einna hættulegust en jafnframt þörfust. Það þurfi aö stórbæta aðstöðu fólks á vinnustað til aö matast og einnig að fjölga mötuneytum til aö draga úr mesta umferöarálaginu um hádegiö. Þvi er beint til viðkomandi aðila aö hætta þessum háska- lega ávana og skapa með þvi stóraukið öryggi öllum veg- farendum. Ályktanir fundarins Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á fundinum. Þar á meöal var enn sem fyrr itrekuð fyrri áskorun til umferðayfir- valda um að endurskoöa öku- kennsluna i landinu. Skorað var á Alþingi að láta ná fram að ganga þá þingsályktunartillögu, að 1-1,5% af trygginga- iðgjöldum ábyrgðartrygginga bifreiða renni til Umferðaráðs. Þeim tilmælum var beint til Bifreiðaeftirlitsins, að skyndi- skoðanir verði látnar fara fram i rikara mæli og bifreiðar sem notaðar eru i atvinnuskyni og útleigu skuli skoðaöar 2-4 sinnum á ári. Skorað var á stjórnvöld að tryggja, að nú þegar verði hafist handa um heildarendurskoðun á umferðarlöggjöfinni. Bent er á, að nú þegar eru komin i notkun hér á landi umferðarmerki sem ekki eru i gildandi reglugerö um umferðarmerki og þvi greini- legt hve knýjandi framkvæmd þessa máls er. 1 lok fundarins fór fram stjórnarkjör. Stefán Jasonar- son, sem verið hefur formaöur landssamtakanna frá upphafi, eða i 12 ár, baðst undan endur- kjöri. Formaöur var kjörinn Hörður Va1dim arsson, aðstoöarforstööum. Akurhóli, og meö honum i stjórn eru Friðjón Guðröðarson, sýslu- maöur, Kristmundur J. Sigurðsson, aðstoöaryfir- lögregluþj., Ingjaldur tsaksson, bifreiðastjóri og Sigurður Agústsson, vegaverkstjóri. íbúar í nágrenni járnblendiverksmiðjunnar: Vilja almenna leynilega atkvœðagreiðslu um málið A fjölmennum fundi Ibúa hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar i gær, var sam- þykkt samhljóða aö skora á rikisstjórnina að láta fara fram almenna, leynilega atkvæða- greiðslu meðal fólks I ná- grannasveitum fyrirhugaörar járnblendiverksmiöju á Grundartanga, þar sem könnuð verðiafstaöa þess til verksmiöj- unnar. Jafnframt verði af- greiöslu frumvarpsins um verk- smiðjuna frestað þar til slik at- kvæðagreiðsla hefur fariö fram. Það voru þingmenn kjördæm- isins, sem boðuöu til þessa fund- ar, eftir aðfyrirhugaðurfundur með oddvitum umræddra hreppa haföi fariö út um þúfur vegna eindreginna óska heima- manna um almennan fund um máliö. Á fundinum, sem stóð frá kl. 15 til.rúmlega 20 i gær, urðu harðar umræður um málið. Þar var lögö fram ályktunartillaga, sem var samþykkt samhljóða. Flutningsmenn voru Einar Helgason, Læk, Jón Kr. Magnússon, Melaleiti, Jón Magnússon, Hávarsstööum, Njáll Markússon, Vestri-Leirár- göröum, Grétar Jónsson, Hávarsstöðum, og séra Jón Einarsson i Saurbæ. Fundurinn var haldinn i Heiöarbæ við Leirárskóla. 1 ályktuninni var visað I yfir- lýsingar iönaðarráöherra um að ekki yröi byggöar hliðstæðar verksmiöjur „gegn” vilja heima manna”. Þá var þeim eindregnu til- mælum beint til þingmanna kjördæmisins, aö þeir vinni að þvi að samþykkt fundarins nái fram að ganga. Einnig taldi fundurinn ástæðu til að endurmeta afstöðuna til reksturs og byggingar verk- smiöjunnar og bendir i þvi sam- bandi m.a. á arösemisútreikn- inga Þjóöhagsstofnunar, breytt- ar og auknar kröfur Heilbrigöis- eftirlits rikisins um mengunar- varnir og umhverfisvernd, og skýrslu sama aðila um mengun frá álverinu I Straumsvik. Þá voru vinnubrögð við þetta mál átalin harðlega. ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.