Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 03.05.1977, Blaðsíða 20
vísm Þriöjudagur 3. mal 1977 Hús brann í Hveragerði í nótt Eitt af elstu húsunum i Hveragerði brann til grunna i nótt. Húsiö stóö viö Breiðu- mörk 30. Þaö var fremur lítið forskalaö timburhús og haföi staðið ónotaö um nokkurt skeiö. Eldurinn kom upp um klukk- an hálf-tólf i gærkvöldi og fór slökkviliðið i Hveragerði strax á staðinn. Húsiö varö hins vegar alelda mjög fljótt, Grunur leikur á að um i- kveikju hafi verið að ræöa. —EA Deyfilyfjum stolið Deyfilyfjum var stoliö úr ibúö viö Bólstaöarhliö i nótt. ibúi þar var ekki heima, en er hann kom heim sá hann aö fariö haföi veriö inn um glugga á herbergi hans. Haföi veriö rótaö i skúffu og þaöan tekin deyfilyf, töflur sem voru þar i glösum. Aukin sjálfs- ábyrgð Engar breytingar veröa á iögjöldum kaskótrygginga bif- reiða á yfirstandandi ári, en hins vegar hækkar sjálfs- ábyrgö bifreiöaeigenda um 33 prósent eöa sem nemur þeirri hækkun sem tryggingafélögin telja aö orðið hafi á viögcröar- kostnaöi. Sjálfsábyrgð sem verið hefur 35 þúsund krónur hækk- ar þvi upp i 46 þúsuid, og svo framvegis. —ÓT. Yfirvinnubannið bitnar á blöðunum Vegna y fir vinnubanns prentara og rafmagnsbilana i gær reyndist óhjákvæmilegt aö minnka öll fjögur dagblöö- in, sem unnin eru i prent- smiöju Blaöaprents um fjórar siöur og er VIs r þvi aöeins 20 blaöslður I dag i staö 24. Af þessum sökum er þrengra um ýmislegt efni I blaöinu en æskilegt væri og fastir efnisþættir eru sumir á öörum siöum en venja er tU. Viö útgáfi blaöanna vinna auk prentaranna, S'em sam- þykktu yfirvinnubann ASI, starfsmenn úr þremur félög- um sem ekki hafa gripiö til slikra aögeröa sem prentarar, en þau eru Blaöamannafélagr tslands, Graffska sveinafélag- iö og Verslunarmannafélág Reykjavikur. Nýtt smáaug- lýsingaverð tkjölfar hækkunar á auglýs- ingatöxtum dagblaöanna hafa nú smáauglýsingar Visis veriö hækkaöar I eitt þúsund krón- ur. Enn eru þær þó ein hag- stæöasta auglýsingaleiöin, sem almenningi býöst I fjöl- miölum og sá fjölmenni hópur sem hefur notfært sér smá- auglýsingaþjónustu blaösins undanfarna áratugi getur staöfest aö smáauglýsingar VIsis bera árangur. VERDUR MJÓLK UNN- w II N fl E Rl Kl FAI Ll Ll 1? — Engin i njólk seld með undanþágu, ef til verkfallct kemur „Fulltrúar ASt sögöust heldur vera hlynntir þvi aö leyft yröi aö vinna mjólk I mjólkursamsölun- um ef til verkfalla kæmi en tóku jafnframt fram aö stjórn ASt heföi ekki umboö til aö semja fyrir viökomandi verkalýösfé- lög”, sagöi Agnar Guönason biaöafulltrúi bændasamtakanna er Vlsir spuröi hann I morgun um viöræöur um þessi mál sem fram hafa fariö aö undanförnu. Það kom fram hjá Agnari að þrir fulltrúar frá ASI, einn frá Búnaðarfél. og tveir frá Stéttarsambandi bænda heföu tekiö þátt I viðræöunum. Nokkr- ir fundir hafa verið haldnir og ennfremur átti að halda fund I apríl, en ekkert varð af þvi. Bændafulltrúarnir hafa nú ritað bréf sem hugmyndin er aö senda mjólkursamsölunum um þessi mál. Agnar Guönason sagöi að þessar viöræður snertu margar starfsstéttir I ýmsum verka- lýösfélögum: mjólkurfræöinga, mjólkurbllstjóra og verkamenn. Hafa viöræðurnar snúist ein- göngu um að leyfa vinnslu skyrs, smjörs og þess háttar, auk hugsanlegra undanþága til sjúkrahúsa að fá mjólk eða mjólkurafuröir, eins og gert hefur veriö meö undanþágu undanfarin verkföll. Agnar sagði að sala mjólkur eins og hún hefði fariö fram I verkföllum undanfarin ár, væri afarerfiðog illframkvæmanleg. Sagðist hann ekki búast viö aö til sliks kæmi, ef af verkföllum yrði nú. Ef ekki yröi leyft að vinna mjólkina I mjólkursam- sölum væri aöeins um aö ræða að vinna mjólkina heima á bæj- um, eins og unnt væri, eða hella henni einfaldlega niöur. —EKG „Viö ætlum aö sigla um höfnina, reyna hleösluna og setja upp möstrin”, sagöi áhöfn barkarbátsins Brendan þegar báturinn var settur á flot I fyrsta sinn siöan I fyrrasumar, nú laust fyrir hádegiö. Áhöfnin er aö veröa tilbúin til fararinnar vestur um haf og sögöust þeir leggja af stað „um leið og vindur blæs austan”. — SJ/Ljósm. LA Vinnuveitendur leituðu svara hiá ráðherrunum Fulltrúar vinnuveitenda fóru i morgun á fund Geirs Hallgrims- sonar forsætisráöherra og ólaf.s Jóhannessonar dómsmálaráð- herra til aö ræöa um stööuna i samningamálunum og afstööu rikisvaldsins til þeirra mála. Sáttafundurinn í gær var stuttur og honum frestað aö beiðni vinnuveitenda fram yfir fundinn með iulltrúum ríkis- stjórnarinnar i dag. Hefst sátta- fundur aö nýju kl. 17 i dag. Meðal þess, sem koma mun til umræðu á fundinum, er yfirlýs- ing ólafs Jóhannessonar um, að hann telji rétt að gengið sé að grundvallarkröfu Alþýðusam- bandsins um 100 þúsund króna lágmarkslaun miðað viö verð- lag um mánaðamótin nóvem- ber/ desember i fyrra. Vinnuveitendur fullyrða, að þessi yfirlýsing sé i ósamræmi viö þá stefnu, að kjarabætur eigi að vera innan ramma aukning- ar þjóðartekna, en á þaö hafa ráðherrar i rikisstjórninni jafn- framt lagt áherslu. —ESJ. Tekur Guðmundarmálið nýja stefnu? Vfirheyrslur fara nú fram I Sakadómi Reykjavikur yfir unga manninum sem talinn er búa yfir mjög mikilvægum upplýsingum varöandi Guö- mundarmáliö en hann hefur dvalist erlendis um langt skeiö. Framburöur hans getur aö öll- um Hkindum oröiö til þcss aö al- veg ný hliö komi upp á rannsókn morömálsins. Maöurinn kom til landsins um helgina Ifylgd tveggja Islenskra rannsóknarlögreglumanna er fóru til Spánar og höföu tal af honum. Hann hefur haldiö sig erlendis síöan skömmu eftir að Guðmundur Einarsson hvarf. Hér er um að ræöa 21 árs gaml- an reykvíking og féllst hann á aö koma hingað heim og skýra frá vitneskju sinni. Er nú lagt mikið kapp á rannsókn Guðmundar- málsins, en þaö hefur tekiö allt aðra stefnu en búist var við þeg- ar málið var tekið fyrir dóm. Eins og Vísir hefur skýrt frá áður, kom nafn þessa unga manns aldrei fram viö lögreglu- rannsókn, sem átti að hafa upp- lýst þetta mál að fullu. Þegar yfirheyrslur hófust fyrir dómi var hins vegar farið aö kanna betur ýmis atriði og kom þá fram, að umræddur maöur hafi að líkindum verið viöstaddur er Guömundi var ráöinn bani. bá hafa tveir sakborninga i Guðmundarmálinu dregiö fyrri framburð sinn til baka. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri moröinu á Guðmundi og segja játningar slnar þar að lútandi hafa veriö helber uppspuni. Framburður unga mannsins sem dvaldi á Spáni getur haft úrslitaáhrif um framhald rann- sóknar þessa máls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.