Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968 TIMINN 3 Mikið um að vera á Eiðum á sunnudaginn: UM 200 MANNS VIÐ ÆF- INGAR 0G UNDIRBÚNING fyrir landsmótið um næstu helgi JK-Egilsstöðum, mánudag. ÞaS var mikið um að vera á Eiðum í gær, er fréttaritari blaðsins renndi þar í hlað til að leita frétta af undirbúningi 13. Landsmóts ungmennafélag anna, sem verður þar um næstu helgi. Sjálfboðaliðar unnu kappsamlega að því að ganga frá mannvirkjum á móts svæðinu og á íþróttavellinum var fimleikafólk á æfingu, en það mun sýna á mótinu. Að sögn Björns Magnússonar, for manns landsmótsnefndar munu ekki færri en tvö hundr uð manns hafa verið á staðn- um við æfingar og vinnu í gær. Verið er að ganga frá úti- sundlaug á mótssvæðinu. Laug in er úr plasti 25x10 metrar á stærð. Þéssi laug var notuð á landsmótinu á Laugarvatni, en sá munur var á, að þar sá náttúran sjálf fyrir heitu vatni en á Eiðum mun laugin verða hituð upp með hráolíukynd- ara. Stór dans- og sýningapall- ur er nú nær fullbúinn og er hann umflotinn vatni á þrjár hliðar. Á þessum palli mun hátíðadagskráin fara fram, einnig munu þar stignir nýju dansarnir, en eldri dansarnir munu verða á öðrum palli sem er nokkru minni og stendur Framhald a bls 14 Skemmtiferð SUF til Vestmannaeyja FENGU 250 ÞÚSUND í SKÍÐALYFTU GÞE-Reykjavík, mánudag. Um helgina minntust Siglfirðingar þess, að á þessu ári voru 50 ár liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi, og 150 ár frá því að hann öðlaðist verzlunarréttindi. Var mjög glatt á hjalla hjá Siglfirðing um þessa daga, og gestir streymdu til bæjarins hvað anæva á landinu. Eramhald a ols. L4 Guðmundur Thor- oddsen lézt á laug- ardaginn GÞE-Reykjavík, mánudag. Guðmundur Thoroddsen fyrr- um prófessor og yfirlæknir við Landsspítalann lézt 6. þ.m., 81 árs að aldri. Hann var sonur merk ishjónanna Theodóru og Skúla Thoroddsen alþingis- og sýslu- manns. Guðmundur lagði stund á læknisfræði við Kaupmannahafn- arháskóla og varð cand med. ár- ið 1911. Hann starfaði fyrst sem læknir á Ilúsavík og í Reykjavík, en árið 1924 var hann skipaður prófesor við Læknadeild Háskóla íslands, og frá 1930—1952 var liann yfirlæknir við Handlæknis- deild og Fæðingadeild Landspítal ans. Hann var um langt árabil Framhald á bls. 14. r Samband ungra Fram- sóknarmanna efnir til skemmtiferðar til Vest- mannaeyja helgina 20.— 21. júlí n.k. Farið verður með m.s. ESJU. Öllum er heimil þátttaka, en fjöldi farþega er takmarkaður við 150 og er því nauðsyn- legt, að þeir sem óska eftir að taka þátt í ferðinni, tryggi sér far hið fyrsta. Frá Reykjavík verður lagt af stað stundvíslega kl. 13,00, lauigardaginn 20. júlí og siglt rakleiðis til Ves't.mannaeyja. Þangað verður komið um kl. 22,00 og verður kvöldið til frjálsrar ráðstöfunar. Klukkan níu á sunudagsmorgun verð- ur lagt af stað í skoðunarferð um Heimaey með kunnugum leiðsögumönnum, farið á söfn og farþegar fræddir um sögu Vestmannaeyja. Upp úr hádegi verður siglt tii Surtseyjar og í kring um hana. Til Reykjavík ur verður komið aftur seint á sunnudagskvöld. Allur viður- gjörningur verður framreiddur um borð í Esjunni. Allar nánari upplýsingar um ferðina og far- miðapantanir og afgreiðsla eru á skri'fstofu Samtoands unigra Framisóknarmanna, Hringbraut 30, sámi 24484. HUSBRUNI A AKUREYRI skemmdarverk EKH-Reykjavík, mánudag. if Stórtjón varð á Akureyri í dag, er húsið nr. 21 við Hrafna- gilsstræti skemmdist mikið af eldi. ir Eldurinn gaus upp mjög skyndilega um eittleytið í dag og varð húsið alelda á svipstundu. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang og var það rúma tvo tíma að ráða niðurlögum eldsins. Hús betta er tvílyft timburhús reist á stríðsárunum og í dag- legu tali manna á Akureyri oft nefnt „Gula húsið á horninu" þar sem það hefur jafnan verið fagurgult á lit. „Gula húsið“ er elzt af svokölluðum „sænsku hús- um“, sem standa ein sex saman í röð við Hrafnagilsstræti og Aust urbyggð, en þau eru öll reist eft- ir sænskri fyrirmynd og gerð að einhverju leyti úr innfluttum timburflekum. Slökkvistarfið var mjög erfitt, þar sem tafsamt reyndist að rjúfa timburveggina og komast að eldinum. Loftrásakerfi var í húsinu og breiddist eldurinn á svipstundu út um allt húsið eftir því. Litlu sem engu tókst að bjarga af innanstokksmunum og húsið er mjög sviðið og brennt utan. Bæði hús og innanstokks- munir voru vátryggð, og á morg- un munu fulltrúar tryggingarfé- laga úrskurða, hvort húsið sé í- búðarhæft framvegis eða ekki og er það mikið áhorfsmál. Eldsupp- tök eru ókunn. Á neðri hæð hússins bjó Jón Þorláksson sjómaður ásamt konu sinni, Árlaugu Kristinsdóttur og 5 börnum, en þau voru öll að heiman, þegar bruninn varð. Á efri hæðinni bjó Ármann Þor grímsson, iðnverkamaður og kona hans Kristleif Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn á aldrinum 6—12 ára. Þau hjónin Ármann og Krist- leif voru nýflutt inn í húsið, eða aðeins fyrir rúmum mánuði. Þegar eldurinn brauzt úr voru eiginkonurnar heima við ásamt börnum Kristleifar, komust þær klakklaust út. Framhald á bls. 14. / HVALFIRÐI OÓ-Reykjavík, mánudag. Niðurrifsglatt fólk, sem jafnframt hefur gamau af að iðka málarakúnst, það er að segja að klína slagorðum hing að og þangað, réðst í gær- kvöldi á yfirgefna hervarðstöð í Hvalfirði. Að vísu var einn varðmaður í stöðinni, en hann hafðist ekki að. Fólkið sem þarna var að verki var hand tekið á Kjalarnesi í gærkvöldi og yfirheyrt af lögreglumönn- um úr Reykjavík. Sakadémari hefur fengið málið til meðferð ar. Fólkið sem réðist að brögg- unum í Hvalfirði var á leið suður um Hvalfjörðinn, á að minnsta kosti tveim bílum. Þegar komið var að varðstöð- inni fyrrverandi um kl. 22 snöruðust hóparnir út úr bíl- unum og voru nokkrir vel vopnaðir naglbítum og góðum töngum og réðust að girðing- unni á nokkrum stöðum. Var Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.