Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968 TIMINN 5 Jón Einarsson skrifar: íslendingaþættir Kæri Landfari. Mig langaði til þess að koma á framfæri þökkum til blaðs- ins fyrir íslendingaþætti þess, eða aukablað það, sem kemur út öðru hvoru með afmælis- og minningargreinum. Hvarvetna sem ég þekki til, sérstaklega meðal eldra fólks, hefur útgáfa íslendingaþátta Tímans mælzt mjög vel fyrir. Ég held, að flestir hafi verið fegnir að losna við afmælis- og minningargreinarnar af síðum Tímans, líklega ekki sizt þið blaðamennirnir, sem nú fáið aukið rúm til þess að láta gamm inn geisa. Minningargreinar í dagblöð- um vilja glatast, þar sem dagblöðunum sjálfum er yfir- leitt ekki safnað. Auk þess er minningargreinum oft valinn óviðurkvæmilegur staður í blöð unum, t. d. á miðri auglýsinga- síðu eða við hliðina á skrítlum eða öðru þess háttar vegna rúm leysis. Öðru máli gegnir um fslend- ingaþættina. Þeim getur maður hæglega safnað og er það mikill hægðarauki, að þeir skuli vera í sama broti og Lesbók Tímans. Ég veit, að margir hugsa sér gott til glóðarinnar að safna íslendingaþáttum, því að vel gerðar afmælis- og minningar- greinar eru mikilsverðar heim- ildir, sem verðskulda varð- veizlu. Auk þess er efni sem þessu gerður virðulegri búning ur með útgáfu vandaðs auka- blaðs. Hafið heila þökk fyrir íslend ingaþættina. Félagi í Hjarta- og æðavernd arfélaginu skrifar eftirfarandi: „Stressið og happ- drættishneigðin.“ Líklegast er algengasta dauða orsök karlmanna á aldrinum 40 til 70 ára einhvers konar blóð- rásartruflanir. Menn hrynja nið- ur allt í kringum mann vegna „blóðtappa", „kransæðastíflu" „heilablóðfalls“ og hvað þetta allt heitir. Orsökin til slíkra dauðsfalla er ekki auðfundin, en þó er hægt að benda á vissan hóp manna, sem sérstaklega er hætt við að fá „slag“ eða eitthvað þess háttar. Það eru innisetu- og kyrrsetumenn, feitir menn, drykkjumenn, en þó sérstaklega menn, sem bera einhverja þjóð- félagslega ábyrgð, kaupmenn, forstjórar, skólastjórar o. s. frv. eða vinna sérstaklega „tauga- trekkjandi“ störf eins og við fjölmiðlunartæki eða ýmis vís- indastörf, þar sem alltaf þarf að keppa við óstöðvandi tækni- þróun og hraða. Það er í stuttu máli „stressið". orð, sem allir þekkja og óttast í nútíma þjóð félagi, en útleggst ekki betur á íslenzku en „stöðug tauga- spenna“. í verðbólguþjóðfélagi undan- farinna ára á íslandi hefur „stressið" drepið margan mann inn í blóma lífsins. Þar kemur til „happdrættishneigð“ okkar, sífellt að veðja meiru en við höfum raunverulega haft efni á og alveg fram á síðustu og verstu tíma hefur þetta borgað sig. Við eigum núna miðaldra mennirnir amerískan bíl, íburð armikla íbúð en við getum líka búizt við að vera dauðir fyrir hádegi á morgun. Heimtufrekar konur og heilög vé Sumir okkar eiga líka heimtu freka konu, og þá er ég loks kominn að efninu. Hjónaband- ið grundvallast af félagslegu öryggi, en nú verða íslenzkar konur að gera sér grein fyrir því, að á næstu árum verður félagslegt öryggi þeirra ekki bezt tryggt með heimtufrekju og stöðugum brýningum til manns síns um meiri athafna- semi. íslenzkar eiginkonur ættu að vera farnar að læra það af reynslunni, að þetta er örugg- asta leiðin til þess að leggja eiginmanninn í gröfina fyrir aldur fram. Þar með vinna heimtufrekar húsmæður mark- visst að því að svipta sig hinu félagslega öryggi. íslenzkar eiginkonur, búið því mönnum ykkar heimili, sem hvorki einkennast af íburði né óróa, heldur af ró og friði, þar sem eiginmaðurinn getur hvílzt frá „stressi“ þjóðfélags- ins. Gerið heimilið að „heilögu véi“. Atli Kristmundsson skrifar: Aukinn hraði og um- ferðarvarzla Nú er komið á annan mánuð síðan hægri umferð gekk í gildi hér á landi. Enn er leyfður há- markshraði hér í Reykjavík að- eins 35 km., en það er á allra vitorði og augljóst, að í reynd er umferðarhraðinn orðinn miklu meiri, eða um 50—60 km. á klst. Ég held, að lögregl- an ætti nú að fara að taka það til athugunar, hvort ekki væri ráðlegra að hækka hámarks- hraða innanbæjar upp í 45— 50 km., en fylgja þeirri hraða- takmörkun fast eftir töluverð- an tíma. Ekki hafa lögregluyfirvöld enn séð ástæðu til þess að leggja niður þá nýbreytni, sem tekin var upp á H-dag, það er að hafa umferðarverði við helztu gatnamót og gangbrautir borgarinnar. Mér þykir líka sjálfsagt að halda þessu áfram enn um nokkra hríð, ekki sízt vegna hins aukna umferðar- hraða, sem nú gerir vart við sig. Það mætti líka hugsa sér að taka umferðarvörzlu við gatnamót upp öðru hverju á næstu árum, svo sem mánaðar- tíma í senn til þess að minna vegfarendur á rétta hegðun í umferðinni. Ekki veitir af. Ungir umferðar- verðir. Hins vegar verða þau börn eða fullorðnir, sem veljast til umferðarvörzlu að hafa til að bera töluverða ábyrgðartilfinn- ingu. Á ferðum mínum um bæ- inn að undanförnu hefur mér þótt sumir umferðarverðirnir vera farnir að sýna nokkuð mikið kæruleysi. T. d. átti ég um daginn leið yfir gatnamót Snorrabrautar og Laugavegs, Þar voru barnungir umferðar verðir með hugann við allt ann- að en umferðarvörzluna, og þeg ar ég benti þeim á þetta, gvör- uðu þeir með skætingi og hög- uðu sér í alla staði á leiðinleg- an hátt. Nú er þess skylt að geta, að stærsti hlutinn af umferðarvörð unum og þá ekki síður börnin rækja störf sín með mikilli prýði, þannig að þeim er sómi að. Lögreglan þarf aðeins að hafa betra eftirlit með því, hvernig umferðarverðirnir rækja störf sín. Líka mætti við- halda áhuga þeirra á starfinu með því að halda með þeim fundi öðru hverju, reyna að auka á fjölbreytni starfsins og sýna þeim fram á, hve mikilvæg þeirra störf eru. Umferðarverðirnir stuðla að aukinni umferðarmenningu gangandi vegfarenda og það er þroskandi fyrir börnin og nyt- samlegt fyrir þjóðfélagið að þau skuli ganga til liðs við lög- gæzluna. Þess vegna má ekki láta þetta starf niður falla eða slaka á kröfunum til ungu um- ferðarvarðanna. Ferðalangur ritar hér nokkr ar leiðbeiningar til ferðafólks, sem hann telur á rangri braut: Ferðalög í rykinu á þjóðvegunum Síðastliðna viku hefUr viðr að dásamlega til ferðalaga, og þeir eru heppnir, sem valið hafa þessa dagana til. sumar- leyfis og innanlandsferða. ■ Þeir sem brugðu sér út úr , bænum urn helgina eins og | ég, fengu líka gott veður. Ég ók ekki langt, fór aðeins í Þingvallasveiit með konuna og börnin, reisti þar tjald á laugardag í Skógarhólum og skemmti mér konunglega á hestamannam'ótinu án þess þó að hafa annan fararskjóta en Fiat-inn minn, s-em féikk að standa óhreyfður nema meðan við ókum til Skiógarhóla og svo aftur til borgarinnar seint á sunnudagsikvöld. Ég fór að velta því fyrir mér á laugardagiskvöldið, þeg ar ég var að bíða eftir svefn- inum í tjaldinu mínu, hvað það væri mikill munur að eyða helginni svona, halda kyrru fyrir á fallegum stað ekki langt frá borginni, held- ur en aka kófsveitftur og ryk ugur upp fyrir haus fleiri hundruð kí3,ómetra um hverja góðviðrishelgi. Ég hef oft látið mig henda það, að aka á einum sunnudegi Gullfos's- og Geysisihringinn eða fara um aHt Snæfeilsnes á einni helgi. Undantekningarlítið eru ferða- j| lög sem þessi mjög erfið, sér- É staklega í sól og hitum, þegar | mikið ryk er á vegum. Fólkinu « líður illa í bílnum, stundum g æla krakkarnir og ánægjan af || ferðalaginu kemur oftast nær $ ekki fyrr en yfir kaffibollunum « vikuna á eftir. Stuttar ökuferðir — ákveðnir áningar- staðir. Ég er alveg hættur löngum ferðalögum nema ég hafi næg- an tíma, og ég vil ráðleggja öðrum að fara að mínu for- dæmi. Það er nánast ótrúlegt, hvað hægt er að finna marga viðlegustaði eða fallega staði til þess að dvelja á dagpart hér í nágrenni Reykjavíkur, staði, sem flestir bílaeigendur hylja rykmekki á leið sinni út úr bænum. Þegar maður skýzt út úr bæn um um helgar er vitlegast að setja sér eitthvað takmark í nágrenni borgarinnar, ársprænu, Þingvelli, Bifröst, Skorradal, svo að eitthvað sé nefnt, aka þangað og dvelja um kyrrt. Umfram allt ekki að leggja út í góða veðrið og rykið á þjóð- vegunum með fullan bfl. af fólki án nokkurs stefnumarks * og keppast við að aka sem flesta ú kílómetra á einum degi. SMYRILL, Ármúla 7. Sími 12260. Nú er rétfi tíminn Hl a3 athuga rafgeyminn fyrir sumarferðalögin SÖNNAK RAFGEYMAR — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — Viðurkenndir af Volkswagenverk A.G. í nýja VW bíla, sem fluttir eru til Íslands. Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v. jafnan fyrirliggjandi — 12 mán. ábyrgð. Viðgerða- og ábyrgðarþjónusta SÖNNAK-raf- geyma er í Dugguvogi 21. Sími 33155. A VlÐAVANGI Gjaldeyrisstaðan TÍMINN vill enn vekja at- hygli á því, hve alvarlega horf- ir nú í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar. Um síðustu áramót var „gjaldeyrisvarasjóðurinn" margrómaði, sem ríkisstjórnin hefur taiið höfuðmerkið um það að viðreisnin hafi heppnazt, all- ur uppurinn og vel það. Gjald- eyrisstaða bankanna hafði marg oft verið bætt með lántökum á síðustu árum, þrátt fyrir geysi- legar gjaldeyristekjur vegna uppgripanna, svo að erlendar skuldir þjóðarinnar hafa stór- hækkað. Á síðastliðnu ári voru tekin erlend gjaldeyrislán til eins árs og lengri tíma að upp- hæð 1150 milljónir króna. Af þessum sökum var til í vörzlu bankanna um síðastliðin ára- mót um 1100 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyrir til ráðstöfunar var því eingöngu erlent lánsfé en enginn gjald- eyrissjóður til. Og nú um mitt ár er aðeins um 500 milljónir króna eftir af þessum erlendu lánum, sem tekin voru á síðasta ári. Stutt vörukaupalán hafa hins vegar hækkað á þessu ári og nema nú rúmum 900 milljón- um króna eða um 400 milljón króna hærri upphæð en það, sem eftir er af erlendu gjald- eyrislánunum, sem bankarnir fengu til ráðstöfunar. Gjaldeyr- isvandræði blasa því við og erf iðleikar af þeim sökum á næstu grösum. Tillaga Helga Bergs í þessu sambandi þykir Tím- anum rétt að minna enn einu sinni á tillögu þá, er Helgi Bergs flutti, þegar sýnt þótti að hverju stefndi í gjaldeyris- málum. Hann lagði til að tek- inn væri hluti af gjaldeyriseign- inni og nýttur á skipulegan og skynsamlegan hátt til að byggja upp og vélvæða atvinnuvegina og renna stoðum undir nýjar at- vinnugreinar með fullkomnum vélakosti og tæknibúnaði. Ráð- herrarnir og málgögn þeirra hæddust að þessari tiliögu og töldu gott dæmi um fáránlega efnahagsstefnu Framsóknar. Ætli ekki liefði verið skynsam- legra að fara að tillögu Helga Bergs? Ætli atvinnuvegirnir stæðu ekki betur nú, ef það hefði verið gert og atvinnu- ástandið betra? Væri þjóðin ekki betur undir það búin nú, að mæta erfiðleikum og mót- læti ef það hefði verið gert? Öllum þessum spurningum verð ur að svara játandi. Undirstaða velmegunar í þessu landi eru traustir og samkeppnishæfir at- vinnuvegir. Án traustra og vel- búinna atvinnutækja er óhugs- andi að skapa trygga gjaldeyris stöðu og eðlilegan innflutning til landsins. Stundum er bezt að þegja f Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. sem á að vera þáttur um það, sem efst er á baugi . þjóðlífinu í hverri viku, er ekki minnzt einu orði á forsetakosn- ingarnar og úrslit þeirra. Voru þær þó það umræðuefni, sem tók hugi allra í síðustu viku. ( Höfundi Reykjavíkurbréfs þyk- ir hæfa að þegja — og hver láir honum það?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.