Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 14
.14
N otað-nýlegt - nýtt
Daglega koma barnavagn-
ar, kerrur, burðarrúm, —
leikgrindur, barnastólar ról
ur, reiðhjól, þríhjól, vögg-
ur og fleira fyrir börnin.
Opið frá kl. 9—18,30. —
Markaður notaðra barna-
ökutækja.
Óðinsgötu 4, sími 17178.
(Gengið gegnum undir-
ganginn).
LAXVEIÐINET
Framhaia aí bls. 1.
fiskeldi aS hefjast í stórum stíl,
og gefur auga leið, hvað það get
ur þýtt fyrir þá, sem þarna eru
að koma upp nýrri atvinnugrein,
ef einhvei-jir aðrir gera sér lítið
fyrir og hirða fiskinn áður en þeir,
sem lagt hafa mikla vinnu og
fjárhæðir til að rækta þennan
fisk, fá hann aftur upp í fiskeid-
isstöðvarnar.
HARÐINDI
Framhald af bls. 16
ldklega einna verst farið. Tii
marks um það nefndi hann, að
yfirleitt hefðu gömul tún far-
ið betur út úr þessu. Hjá sér
væri 20—30 ára gömul slétta
fyrir ofan bæinn, og hún væri
öll meira og minna kalin.
Þá hitti Tíminn að máli Héð
in Óiafsson bónda á Fjöllum
í Kelduhverfi. Sagði hann, að
þar væri 80% kal, og hafi svo
verið sums staðar í þrjú ár,
og ekki gróið að ráði. Undan-
farið haifi kalið . verið mjög
misjafnt, ög einn og einn _bær
orðið illa úti. En núna í ár
gengi þetta jafnt yfir alla.
Hann sagði það athyglisvert,
að eins árs sléttur séu nær ó-
skemmdar. Tveggja ára sléttur
séu allmikið kalnar, en 3—4
ára sléttur mest kalnar, og að
mestu ónýtar. Aftur á móti
séu gömlu túnin í Kelduhverf-
inu lítið skemmd.
Ég spurði Héðin að því hvað
væri framundan. Hann sagði:
„Það liggur náttúrulega fyrst
fyrir, að maður mun lifa á svið
um í vetur. Enda myndi þurfa
að gerazt kraftaverk, ef hægt
ætti að vera að bjarga þessu“.
Blaðamaður Tímans kom
einnig í Klifshaga í Axarfirði,
en þar býr Grímur Jónsson,
og hitti ég hann úti á túni,
þar sem hann var að bera hús-
dýraáburð á nær ósprottið flag
sem var þó það eina af tún-
inu, sem tilsýndar að sjá virt-
ist hafa möguleika til að
spretta. Þar var mikið kalið í
fyrra, 60—70% af túninu.
Sagði Grímur, að svo mætti
heita að túnið væri alkalið
núna. Að vísu stæðu upp úr
einstaka toppar, sem spryttu
þó ekki enn, en það færi auð-
vitað eftir veðráttu.
Grímur sagði. að ef allt færi
eins vel og hugsazt gæti úr
þessu með tíðarfar i sumar, þá
fengi hann 15—20% uppskeru
af túninu. Hann sagði, að
fækka bústofni væri sama sem
að gefast upp, enda væri sinn
bústofn í lágmarki vegna und-
anfarandi kalsumra.
Grímur sagði, að Búnaðar-
samband Noi-ður-Þingeyjar-
sýslu hefði nýlega haldið fund
þar sem rætt var um athugun
á, hvort hægt væri að fá hjálp
einhvers staðar að. Væri óljóst
enn hvort nokkurs staðar væri
hjálp að fá, og raunverulega
lítil von til þess.
Þá sagði hann, að nokkuð
bæri á kali í útlhag'a, sem væri
óvenjulegt.
Sumir bændur í Axarfirði og
Núpasveit reyna hafrarækt, en
fjárhagsgeta til slíks er lítil.
Hafa bændur á þessu svæði,
eins og reyndar víðar, eytt
miklu fé í fóðurbæti til að
treina lífið í búfénu í vor, en
það þurfti m.a. að gera vegna
heyskorts í fyrra.
Grímur sagði, að áburða-
kaup hefðu verið með minna
móti í sumar og vor.
Blaðamaður TÍMANS fór
austast að Leirhöfn, og hafði
þar tal af tveimur bændum.
Fyrst hitti ég að máli Helga
Kristjánsson, sem er í raun og
veru hættur búi, sonur hans,
Jóhann, er fyrir búinu, en
hann var ekki heima.
Helgi er mjög fróður um
allt ástand á þessu svæði, og
hefur lengi haft forystu fyrir
bændum þar. Hann sagði, að
ekkert amaði að bændum þar
fremur venju nema eyðilegg-
ingin á túnunum, og vissi eng-
inn enn þá hvað tæki við í
haust.
Hann sagði, að á Leirhafn-
arlandi væru 1200—1300 ær á
vetrarfóðrum og stærð túnsins
við það miðuð, að það gæfi af
sér hey fyrir allt þetta fé,
enda er búið að rækta gífur-i
lega mikið í Leirhöfn. En kýr1
hafa þeir aðeins fyrir heimil-
ið. !
Taldi Helgi, að reikna megi
með heyi af 10—15% af tún-
inu miðað við góða sprettutíð.
TIMINN
í fyrra minnkaði hey af tún-
inu um allt að 30% vegna
kals, en þá eyðilagðist t.d.
alveg túnið á Oddsstöðum á
Melrakkasléttu.
í fyrra snérust Leirhafnar-
bændur þannig við vandanum,
að þeir keyptu hey af Rangár-
völlum, og heyköggla. En
þrátt fyrir lítið hey í fyrra-
haust, með þessari aðkeyptu
viðbót, þá gekk allt fé vel
fram, en það kostaði óhemju-
mikil fóðurbætiskaup að auki.
Víðast hvað í Norður-Þingeyja
sýslu vantaði í fyrra
30—40% upp á heyfeng. Þetta
hefur sitt að segja varðandi á-
standið nú.
f fyrra fór ekki að spretta
fyrr en í síðustu viku júlí, en
sú vika, og ágústmánuður
björguðu málinu þá.
Helgi sagðist ekki muna ann
að eins sprettuleysi, og er þó
orðinn gamall maður. T.d.
kom hann heim erlendis frá
til Leirhafnar haustið 1918, og
þá vissi hann ekki til þess, að
um hefði verið að ræða kal
sem neinu næmi.
Helgi sagði ástandið ekkert
betra fyrir austan í Þistilfirð-
inum og á Langanesi, nema
helzt á jörðum lengst frá sjó.
Þá sagði hann, að það, sem
var gulkalið í fyrra, sé nú orð-
ið svart.
Loks talaði blaðamaður TÍM
ANS við Árna Pétur Lund,
bónda í Miðtúni. Hann var ný-
lega á refaveiðum uppi í heið-
inni, og sagði að þar væri ein
og hálf skóflustunga niður á
klaka, en heiðin er beitarland
bænda þarna. Væri enginn
gróður kominn í mýrar.
Hann sagði, að á Búnaðar-
sambandsfundinum, sem áður
er um getið. hafi verið kjörn-
ir tveir menn til-að fara með
ályktanir fundarins til land-
búnaðarráðherra og *þing-
manna kjördæmisins, og munu
þeir hafa farið til Reykjavík-
ur. Er þetta fyrsta sendinefnd
bænda, sem vitað er til að far-
in sé á fund landbúnaðarráð-
herra út af harðindunum nú
í sumar. Þessir menn hafa með
sér lýsingu á ástandinu, og rök
semdir fyrir því, að eitthvað
verði að gera, ef svæðið á ekki
að leggjast meira og minna í
auðn. Er sýnilegt, að framund-
an eru stórar ákvarðanir um
hvað eigi að gera.
Árni sagði að i dag væri
alls ekki til fóður handa sauð-
fé á Sléttu, því að á sumum
bæjum sé alls ekki til sting-
andi strá í túni. T.d. nefndi
hann að á 14 dagslátta túni
á Grjótnesi, sem hann hefði
með að gera, væri ekki til eitt
einasta gras, allt það tún væri
ónýtt. Þá væri einnig áberandi
núna, að það hefði hann ekki
séð áður, hvað úthagi væri kal!
inn. Sagði hann, að jafnvel j
berjalyng væri að deyja.
Árni taldi það ekkert nýtt, j
þótt seint sprytti á sumrinu á
þessu svæði, en það væri eyði-
leggingin, sem væri orðin í rót
ínni, er væri aðalatriðið.
Hann sagði. að þegar hann
var að bera á í vor um 12.
júní, þá virtist gras vera meira
Lifandi en nú. Væri svo að sjá
sem bað hefði dáið síðan.
Sagðist hann vera búinn að
bera á fyrir um 60 þúsund
krónur og fengi kaunski kýr-
fóður út úr því.
Varðandi bað. hvort eitt-
hvað /æri hægt að bjarga sér
á útengjaslætti, höfðu þeir
Helgi og Árni það að segja.
að útengjar á þessum slóðum
væri vfirleitt uppi á heiðinni,
og hefðu ekki verið slegnar í
áratugi oe því hálfónýtar í ár
vegna sinu. Hefði þurft að slá
þær annað hvort ár, ef ætti
að nytja þær En svo spretta
þær ekki einu -unni núna
Síðasta frostnótt á þessum
slóðum var 28. júní, og þá und
anfarið hafði frosið látlaust á
hverri nóttu niður við sjóinn.
Nokkuð hefur verið rætt um
grænfóðurræktun. Sagði Árni
að það kostaði alveg byltingu,
og til þessa hafi engin sprettu
tíð verið fyrir það. — Slíkt er
ekki hægt að _ gera á einu
sumri, — sagði Árni.
Þeir sögðu, að á Langanesi
væri eitthvað um að bændur
bæru áburð á útengi, en um
það væri ekki að ræða í ná-
grenni Leirhafnar, þau ,væri
ekki til þar.
Um kalið yfirleitt sögðu þeir
að þetta væri þriðja árið í röð,
sem stórkal væri á túnum, en
enn þá væru engar niðurstöð-
ur fengnar um hvað veldur.
Ilafði Árni — og fleiri bænd
ur, sem blaðamaður Tímans
hefur rætt við á þessu ferða-
lagi — orð á, að þeir væru
hissa á því að landbúnaðarráð-
herra sjálfur skuli ekki fara
um þessi svæði til þess að sjá
það með eigin augum, við hvað
er að berjast, svo að hann geti
gert sér betri grein fyrir því
en ella, hversu alvarlegt á-
standið er. Þeir vilja fá hann
norður til þess að sýna honum
ástandið eins og það er.
Um framsveitir Suður-Þing-
eyjasýslu, Aðaldal, Bárðadal
og Mývatnssveit, er að vísu
sömu sögu að segja og annars
staðar á þessu svæði, að kal
er þar í túnum, og að vísu
er sprettan lítil, alveg eins og
í Eyjafirði, en þegar menn
hafa séð heil ræktarflæmi gjör
ónýt, þá þykir ekki mikið um
það að segja.
En veðráttan hefur einnig
verið þar óblíð. Um frostið í
Aðaldalnum er bezta dæmið,
að í vetur fraus í vatnsleiðslu
er liggur í fjárhúsin á Hólma-
vaði. Nú, í júlí er ekki enn
þiðnað í leiðsilunni!
LANDSMÓT
Framnaid af bls. 3.
þar skammt frá. Einnig munu
dansleikir verða í Valaskjálf á
Egilsstöðum á föstudags- laug
ardags og sunnudagskvöld. Nú
eru komin upp á mótssvæðinu
skýli, sem hýsa munu hina
ýmsu starfsemi. sem þar fer
fram. Þessi skýli eru sex tals-
ins, og stærsta þeirra, eru
fjörutíu fermetrar. Þarna
verða m.a. söluskýli, upp-
lýsingamiðstöð, búningsklef
ar o.fl. Þá mun kjörbíll ganga
um svæðið. Björn Magnússon
kvað undirbúning miða vel á-
fram, en að sjálfsögðu í mörg
horn að líta. Menn hafa al-
mennt brugðizt vel við kalli,
og lagt fram vinnu aðra að-
stoð. Mun verða kappkostað
að gera mótssvæði, sem allra
bezt úr garði, til þess að mót-
ið geti farið sem bezt fram,
og verið sem eftirminnilegast.
Nú vona menn að veðrið
haldist gott, og leiðir sem allra
flestra liggi að Eiðum um
næstu helgi.
GUÐM. THORODDSEN
Framhaid aí öls. 3.
forstöðumaður Ljósmæðraskóla ís
lands, og síðustu árin var hann
sérfræðingur við Kleppsspítala.
Hann gegndi ýmsum öðrum störf-
um um ævina, og var sæmdur
ýmsum heiðursmerkjum fyrir
störf sín.
HÚSBRUNI
Framha"! ai bls 3.
Meðan á slökkvistarfinu stóð
var mikil leit gerð að peninga
veski, sem átti að vera einhvers
staðar i húsinu Kvisaðist um
mannþröngina sem horfði á brun
ann að í veskinu væru allt að því
80 þús. kr og lannst mörgum
spennandi, hvernig til tækist.
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968
Veskið fannst, en í því voru að-
eins fimm þúsund krónur eins og
eigandinn upphaflega gerði ráð
fyrir. Og þrátt fyrir að veskið og
seðlarnir væru brunnir og blaut-
ir, fékkst andvirði seðlanna
greitt.
SKEMMDARVERK
Framhald at Dls. 3.
létt verk að skemma hana á
mörgum stöðum, því fyrirstað-
an var engin af manna hálfu.
Þá var farið að mála mann-
virki og flest á einn veg. Slag-
orðin ísland úr NATO voru
vinsælust. Einn varðmaður var
í herstöðinni fyrrverandi. Er
það íslendingur. Hringdi hann
í sýslumann í Borganesi og
bráðlega voru lögreglumenn
sendir frá Akranesi áleiðis að
varðstöðinni. Einnig héldu lög
reglumenn úr Reykjavík af
stað upp í Hvalfjörð. Akranes
lögreglan var fyrst á staðinn.
Var Reykjavíkurlögreglan lát-
in vita að spellvirkjarnir væru
á leið suður. Voru þeir tekn-
ir á Kjalarnesi og fluttir til
yfirheyrslu, sem stóð yfir
í nótt. Kom þá í ljós að nokkr
ir þeirra aðila sem voru að
verki í Hvalfirði höfðu dundað
sér við að mála slagorð fyrr,
og þá á herskip fastaflota
Nato.
SKÍÐALYFTA
Framhald ai bis 3.
Veðurguðirnir voru af-
mœlisbarninu hliðhollir, því
að sólskin og blíða var
báða dagana. Var því að
vonum mjög fjölmennt við
hátíðahöldin, se-m fóru hið
bezta fram.
Stefán Friðlbjarnarson,
bæjarstjióri, setti hlátJíðina
eftir hádegi á Laugardag,
og síðan voru mörg ávörp
flutt, kveðjur og gjafir.
Siglifirðin-gar, búsettir í
Reykjavík færðu bænum að
gjöf kr. 250 þús. til kaupa á
skíðalyftu, og ýmsar fleiri
gjafir bárust.
Hátíðadagskráin var fjöl
breytt, fþróttaleildr,
ske-mmtiþættir, söngur, o. fl.
Þá var opnuð málverk-a- og
Ij-ósmyndasýning, og bæði
kvöldin var dansað í sam-
komuhúsum bæjarins. Fóru
hátíðahöldin hið bezta fram.
HVANNALINDIR
Framhald aí bls. 16
lindir að lokinni sánin-gu. Á
þeirri leið eru tvœr ár, Kverk
á, sem fólkið óð, og Kreppa
sem er illvígt vatnsfall og
lögðu þeir trébrú yfir hana.
Hv'annalindir eru eitt afskekkt
asta gróðurlendi hér á landi.
Þar er gestabók í tóftum, sem
kenndar eru við Fjalla-Eyvind,
og hefur enginn skrifað í hana
í þrjú ár. Þarna fundu þeir
útigenginn hrút frá Brú á Jökul
dal, og kom-u m-eð hann til
byggða. Leiðangursmenn kváðu
gróður ekki síður á veg kominn
í Öræfunum, en í byggð og
öræfin væru nú óvenju þurr.
HRÖPUÐU
Framhald af bls. 1.
Það fyrsta sem vitað er um slys
ið er að menn í bíl óku fram
á annan mannanna sem var í
bílnum sem valt. Var hann gang-
andi á ferð skammt frá Stokks-
nesi og var á leið eftir hjálp.
Var fljótlega náð í hinn mann-
inn og flugvél frá Keflavíkurflug-
velli náði í mennina á laugardag.
Voru þeir iagðir inn á sjúkrahús
á Keflavíkurflugvelli. Við nánari
athugun kom í ljós að hvorugur
þeirra var alvarlega meiddur,
munu beir báðir verða vinnufær-
ir í bessari viku.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig me®
heimsóknum, gjöfum og heillaóskaskeytum á 70 ára
afmæli mínu þann 29. júní s. I. Guð blessi ykkur öll.
William Þorsteinsson, bátasmiður,
Brekkugötu 23, Ólafsfirði.
Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður,
Guðjóns J. Jónssonar,
Jaðarsbraut 39, Akranesi,
fer fram fimmtudaginn 11. júlí kl. 2 frá Akraneskirkju.
Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á sjúrahús
Akraness.
Anna Björnsdóttir,
börn og tengdabörn.
Guðmundur Thoroddsen
fyrrum prófessor og yfirlæknir við Landsspítalann,
létt 6. júli.
Börn og tengdabörn hins látna.