Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 1968 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frajnkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Ekilltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Ungt fólk að þjóðmálastarfi Menn veittu því sérstaka atihygli, hve áhugi unga fóliksins var mikill í nýafstöðnum forsetakosningum, og vafaiítið á unga fóikið verulegan hlut í þeim þjóðar- viija, sem þar kom fram. Líklega er það einnig rétt, að þar fékk viss óánægja með gamalt form útrás. Sé kannaður hugur ungs fólks, munu menn komast að raun um, að það hugsar mikið um þjóðmál. En þjóð- mál eru í augum þess og skilningi annað og meira en það, sem oftast er átt við í daglegu ,pólitísku tali. Þjóð- mál unga fólksins eru samfélagsmál af öllu tagi. Unga fólkið fjallar einnig um þessi þjóðmál með öðrum hætti og byggir á öðrum grundvelli. Sú kynslóð, sem nú er komin á efri ár, las um kenningar í stjórnmálum og valdi sér síðan einhverja þeirra að lifsstefnu. Ungt, menntað fólk nú á dögum virðist óháðara kenningum og stefnum. Könnunin er þess boðorð, hlutlaus þekk- ingarkönnun á vandamálum, leit að orsökum vandans í tilteknu samfélagi við tilteknar aðstæður og síðan leit að úrbótum, er þar hæfi. Nefndarstörf og hópvinna er að ýmsu leyti lausnarorð þess og vinnubrögð, viðræðu form þess er ekki kappræða, heldur samanburður og krufning atriða úr þekkingu og reynslu. Glöggt daemi um þetta nýja þjóðmálastarf unga fólks ins má sjá í starfi Æskulýðssambands íslands, þar sem eru stúdentasamtök, bindindissamtök ungs fólks, Ung- mennafélag íslands, Íþróttasamband íslands, Bandalag ísl. farfugla, Iðnnemasamband íslands og sambönd ungs fólks í stjórnmálaflokkunum öllum. Þjóðmál þau, sem unga fólkið í þessum samtökum fjallar um, eru öll hin merkilegustu. Og það einangrar sig ekki frá eldri kynslóðinni, heldur fær einnig fulltrúa frá henni 1 starfsnefndirnar. Eitt mikilvægasta mál, sem samtökin hafa fjallað um, er herferðin gegn hungrinu. Starf samtakanna að því máli varð hið árangursríkasta, bæði í þvi efni að vekja fólk til skilnings á þessum heimsvanda og til beinnar þáttöku í baráttunni. Slík þátttaka og skilningur hefur ekki aðeins gildi vegna beins framlags til þess að lina þjáningar meðbræðra, heldur er mannbætandi í sjálfu sér fyrir þá, sem að vinna og um það hugsa. En þetta unga fólk tekur á fleiri málum heilum höndum. Samtökin hafa efnt til umræðu- og starfs- nefnda um mál eins og framtíð ísl. þjóðbúningsins O'g vilja reyna að finna notkun hans réttan farveg. Þá má nefna athugunarnefnd sem fjallar um könn un á högum ungs fólks í strjálbýli og möguleikum þess til menntunar og þátttöku í félagsstarfi. Eitt verkefnið enn er kynning á skipulegu æskulýðsstarfi. í því sam- bandi bendir unga fólkið á þá athyglisverðu staðreynd, að hætta sé á, að fjölmiðlunartækin gefi hinni eldri kynslóð ranga mynd af unga fólkinu, lífi þess og við- fangsefnum, þar sem þau eru ærið örlát að svala frétta þorsta fólks með frásögnum af ungu fólki, sem misstíg- ur sig, en eru fáorðari um það sem betur fer. Loks má nefna, að þessi víðtæku æskulýðssamtök hafa sett á laggir nefndir ungra menntamanna til þess að kanna og kryfja til mergjar, hvort kynferðisfræðsla sé æskileg, og þá jafnframt hvernig hún skuli vera hvenær veitt, og einnig til þess að fjalla um eiturlyfja- vandann, sem nú ógnar ungu fólki í æ ríkari mæli. Þessi þjóðmál, sem samstarfsnefndir unga fólksins úr öllum flokkum fjalla nú um, eru ekki veigaminni pólitík en annað í þessu landi. TÍMINN_______________? Gísli Magnússon, Eyhildarholti: 1 OFMÆLI i. Fyrir síðustu alþingiskosning ar gaf Sjálfstæðisflokkurinn út myndskreytt rit um landbúnað armál, „Landbúnaður í fram- för,“ og sendi á hvert lieimili. Þar er með fögrum orðum lýst stórhug og bjartsýni bænda og mjög af því látið, hversu vegur íslenzks landbúnaðar sé á all- an hátt mikill orðinn fyrir at- beina núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðlierrann skrifar for málsorð. Þau hefjast svo: „Almannarómur segir, að stjórn landbúnaðarmála hafi farið Sjálfstæðismönnum svo úr hendi, að áður hafi ekki bet- ur til tekizt.“ Svo líður eitt ár. Þá flytur sami forsætisráðherra ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands. Þ«r kveður hann upp úr með „engin ein efnahagsráðsíífun . . . mundi gera okknr samkeppnisfærari að öðru leyti og lækka verðlag meira heldur en ef við legð- um íslenzkan iandbúnað niður og flyttum inn erlendar land- búnaðarvörur" — en segir hins vegar í sömu andrá, að land- búnaði verðum við þó að halda uppi „af þjóðlegum, menningar legum og öryggisástæðum.“ Með öðrum orðum: íslenzkur landbúnaður er orðinn efnahags Iegt böl, sem þjóðin verður þó að bera. Mikið er eftir sig orðið í „stjórn landbúnaðarmála“ að dómi forsætisráðherrans — á aðeins einu ári. II. Ríkisstjórnin hefur löngum att fram hinum málglaða við- skiptamálaráðherra til þess að orðfæra sjónarmið sín og stefnumörk í landbúnaðarmál- Ium. Nú er hann ekki lengur ein hlítur. Sjálfur forsætisráðherr ann reynir að fulltingja hon- um. En „fulltingið“ felst í sleggjudómum einum. Hann fer í sporaslóð viðskiptamálaráð herrans, svo að liðveizlan verð ur lítils virði. Forsætisráðherrann staðhæf- ir, að okkur mundi reynasí það fjárhagslegur gróði, „ef við legðum íslenzkan landbúnað niður og flyttum inn erlendar landbúnaðarvörur." En hann varast að færa rök að þessari staðhæfingu. Hann birtir engar tölur, enga útreikninga um það, hvað erlendar landbúnaðarvör- ur svo sem kjöt og mjólk, mundu kosta í ísl. krónum hing að komnar, tollaðar með sam- bærilegum hætti og þær er- lendar rekstrarvörur og tæki, sem landbúnaðurinn notar vegna framleiðslu sinnar, og þá að sjálfsögðu eigi heldur um væntanlegt smásöluverð. Þjóðin lifir að verulegu leyti á inn- lendri vúvöru. Ráðherrann þeg ir eins og steinn um það, hvar taka ætti gjaldeyri til þess að greiða með alla þá vöru, ef keypt værj og flutt inn frá öðrum löndum. Gjaldeyrisvarasjóður sá hinn mikli, þetta eilífðarhaldreipi, sem mest var gumað af í Gísli Magnússon fyrra, var étinn upp á fáum mánuðum og óhagstæður verzl unarjöfnuður nemur milljörð- um. Sú staðhæfing, að afnám land búnaðar þ. e. eyðing sveit- anna — sé sú „efnahagsráðstöf un“, er bezt mundi endast til þess að „gera okkur samkeppnis færari út á við“, er ofmæli og marklaust hjal, jafnvel þótt út gangi af munni sjálfs forsætis- ráðherrans. ra. Vinnan er gildur þáttur í allri framleiðslu. Eru vinnu- laun hærri á íslandi en í ná- lægum löndum? Nei, þvert á móti. En það er annað margt, sem hér er hærra og mjög á annan veg, en vera ætti. Það er ekki landbúnaðarins sök, að við erum ekki „samkeppnis færari út á við“ en raun ber vitni. Landbúnaðurinn er ekki „dragbítur“ í efnahagslífi þjóð arinnar, þótt viðskiptamálaráð- herrann slöngvaði því lausnar- orði út yfir alla landsbyggð og forsætisráðherrann taki nú undir. Dragbíturinn er fólginn í efnahagsráðstöfunum sjálfrar ríkisstjórnarinnar. Atvinnuveg- imir, bæði til sjávar og sveita, stynja undir lánsfjársvelti og vaxtaokri. Þeir stynja undir ó- teljandi sköttum og gjöldum. Þeir stynja undir vanskilningi stofulærðra manna, sem öllu ráða en aldrei hafa nálægt neinni framleiðslu komið. Þaraa er sá dragbítur, sem ekki hvað sízt veldur því, að við erum ekki samkeppnisfærir á erlendri grund. í nálægum löndum er lagt á það allt kapp, að veita atvinnu- vegunum nægileg stofnlán og rekstrarlán. Stofnlánin eru veitt til langs tíma og vextir lágir. Á íslandi er þessu öfugt farið: Lánin eru naum eða ekki fáanleg, þau eru stutt, vextir háir. Svo á það að vera land- búnaðinum að kenna, að við erum ekki „samkeppnisfærari út á við“ — hvorki um bú- vöru, sjávarvöru né iðnaðar. Hinn „trausti grunnur“ við reisnarinanr er svo haglega gerður, að öll framleiðsla er rekin með tapi. Síldarverksmiðj ur ríkisins töpuðu 33,7 millj. króna á árinu 1967 — og höfðu ekki eyri til fyrningarafskrifta. Hraðfrystihúsin, þau sem eru innan Sölumiðstöðvarinnar, töp uðu um eða yfir 160 mUlj. kr. Allir vita um afkomu togaranna og útgerðarinnar yfirleitt. Jafn vel flugfélögin og skipafélögin eru rekin með halla. Flugfélag fslands tapáði 22,8 millj. kr., Loftleiðir rúmum 36,6 milljón um og Eimskip rösÚega 24 millj. króna. Enginn hefur orð á því, að þf'ssum stofnunum sé illa stjórnað. Mundi ekki eitthvað annað en íslenzkur landbúnaður eiga drýgstan þátt í þessum ófarn- aði öllum? IV. Sainvinnufélögin eiga við örðugleika að etja. Afurðalán hafa staðið í stað og ekki hækkað að krónutölu allt frá 1959, en allur tilkostnaður við framleiðsluna meir en ferfald ast á sama tíma. Kaunfélögin hafa neyðzt til að lána bændum meira en þau gátu með góðu móti. Skuldir hafa hækkað. Þetta, auk ört vaxandi tilkostn aðar á öllum sviðum, er höfuð orsök þeirar örðugleika, er að kaupfélögunum steðja. En Morgunblaðið er á öðru rnáli. Orsök þrenginganna er einfaldlega sú, að félögunum er stjórnað af Framsóknarmönn- um — og illa stjórnað. Blaðið birtir um málið langar forystu- greinar, þar sem sannleiksást og góðfýsi brosir við lesanda í hverri línu. Og rökvisin lætur ekki að sér hæða —: Sfldarverk smiðjurnar og hraðfrystihúsin og útgerðarfélögin og flugfé lögin og Eimskip — allar þess ar stofnanir og aðrar fjölmarg ar eru reknar með halla. Þar er þó ekki illri stjórn eða ó- góðum Framsóknarmönnum um að kenna. Samvinnufélögin berj ast líka mörg í bökkum. Þar eiga Framsóknarmenn og ó- stjórn þeirra alla sök. Þá er vel, þegar saman fara gáfur og góðvild. Útiltið er skuggalegt og him inn hrannaður. En ofar öllu hallafargani, ofar öllum óveð- ursskýjum, djarfar þó fyrir björtum degi. Það eru lýsandi ásjónur erlendra iðjuhölda, sem vonandi má kaupa með tollfrelsi og fleiri fríðindum til þess að stofna hér til stóriðju — og hverfa með ágóðann úr landi. Á þessa frelsisins engla mæna vonaraugu örþreyttra ráð herra, sem komnir eru að fót- um fram af margra ára bjástri við að „reisa við“ íslenzka at- vinnuvegi — með þeim árangri, sem öllum er kunnur. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.