Tíminn - 16.08.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 16.08.1968, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 1968. TIMINN tnmm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur f Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523, Aðrar skrifstofur, sími 18390. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 éint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. * Opið þing ÞaS vekur að vonum mikla athygli, að stjórn Sam- bands ungra Framsóknarmanna hefur ákveðið að halda næsta landsþing samhandsins, sem verður háð að Laugar- vatni 23.—25. ágúst, fyrir opnum tjöldum. Stjórn S.U.F. hefur ákveðið að bjóða fréttamönnum blaða og útvarps, og öðrum þeim, sem þess óska, að fylgjast með störfum þingsins. Einnig hefur komið til orða, að þingið veiti áheyrnargestum sínum afmarkaðan tíma til ávarpa, kynnu þeir að óska þess. Stjórn S.U.F. færir þau rök fyrir þessu, að ungir Framsóknarmenn telji sig ekki hafa neinu að leyna fyrir alþjóð, enda eigi starfsemi stjórnmálaflokka í lýðræðisþjóðfélagi að fara sem mest fram fyrir opnum tjöldum, þannig að almenningi í land- inu verði gert kleift að fylgjast sem bezt með störfum flokka og stefnumótun. Ungir Framsóknarmenn telja úr- elta þá venju íslenzkra stjórnmálasamtaka, að heyja þing sín fyrir luktum dyrum og með sem mestri leynd. Stjórn S.U.F. væntir þess, að önnur lýðræðisleg stjórnmálasam- tök sjái sér fært að opna þing sín á þennan hátt. Sú venja gildir víða erlendis, t.d. 1 Bretlandi og Bandaríkjunum, að flokkar hafi þing sín opin. í tveimur framangreindum löndum eru flokksþingin ekki aðeins 'höfð opin á þennan hátt, heldur er hljóðvarpað og sjón- varpað beint frá þeim og landsmenn allir, sem það vilja, geta því fylgst með störfum þeirra. Þetta veitir almenn- ingi á margan hátt betri aðstöðu til að meta flokkana, stefnu þeirra og forustumenn. Líklegt verður að telja, að S.U.F. hafi hér farið inn á braut, sem önnur íslenzk stjórnmálasamtök fari inn á í framtíðinhi. Ungt fólk telur réttilega, að margt sé athugavert við starfsemi stjórnmálaflokkanna og þar sé víða breyt- inga þörf. Frá sjónarmiði þess er það vafalaust spor í rétta átt að þing flokkanna verði opnuð og almenningur geti þannig fylgst með þessum mikilvæga þætti í störf- um þeirra. Sök Ingólfs Mbl. birtir í gær forustugrein um vegamálin og velur henni fyrirsögnina: Miklar framkvæmdir — en betur má ef duga skal. Það sýnir bezt, að vegamálunum miðar ekki vel áfram undir forustu Ingólfs Jónssonar, að aðalmálgagn hans skuli fella um hana þann dóm, „en betur má, ef duga skal“. Þessi dómur er þó meira en laukréttur, eins og sést á því, að ekki er áætlað til hraðbrauta meira en 31 millj. kr. á þessu ári, og fer næstum allt það fé í áætlun- argerð og undirbúning. Með slíku framlagi mun hrað- barutunum miða seint áfram. Hin nauma fjárveiting til hraðbrautanna stafar þó ekki af því að miklu fé sé varið til annarra nýbygginga. Til annarra nýrra vega er varið 76 millj. kr. og til brúa 52 millj. kr. Eins og nú er komið verðgildi krónunnar, verða engin stórvirki unnin fyrir þessar fjárhæðir. Mbl. segir í grein sinni, að „ennþá hafi ekki reynzt mögulegt að koma því svo fyrir“, að allar tekjur af um- ferðinni rynnu til vegaframkvæmda. Þetta er alrangt. Nær alla tíð þangað til Ingólfur Jónsson varð vegamála- ráðherra, runnu allar umferðartekjurnar til veganna og stundum meira. Hefði Ingólfur fylgt fram þessari stefnu fyrirrennara sínna, væri ástand veganna annað og betra en raun ber vitni um. ERLENT YFIRLIT / * FRA POLLANDI III Pólverjar hafa orðið mikil iðnaðarþjóð á tuttugu árum Þeir hafa lagt megináherzlu á aukna framleiðslu og íbúðabyggingar. PLESTIR þeir erlendir ferðamenn, sem koma trl Varsjár, byrja á því að skoða gömlu borgina eða gamla borg arhlutann, sem stendur á bökk um Vislu, umgirtur gömlum virkisgarði. Borgarhluti þessi var að mestu byggður á 17. og 18. öld, en um aldamótin 1600 hefst blómatími Varsjár, því að þá flytur konungur Pól- lands þangað, eftir að Krakow var búin að vera höfuðborg Póllands í margar aldir. Eins ■ og venja var á þessum tíma, byggðist borgin út frá miklu markaðstorgi og er það enn miðdepill gamla borgarhlut- ans. Gamla borgin í Varsjá hlaut mikla sögufrægð í síðari heim styrjöldinni. Þá gerðu Varsjár búar uppreisn gegn Þjóðverj- um og var barizt í borginni mánuðum saman. Þjóðverjum tókst að sigra að lokum, en þá voru 85% allra bygginga í Varsjá í rústum. Verst var þó gamli borgarhlutinn ^éjHm& Fyrir styrjöldina hafði Vársjá haft um eina milljón íbúa, en þeir voru ekki nema á annað hundrað þúsund, þegar styrj- öldinni lauk. Um 700 þt'tsund Varsjárbúa höfðu fallið í styrj- öldinni eða verið teknir af lífi af Þjóðverjum. f þeim hópi voru Gyðingar, sem höfðu ver ið fjölmennir í Varsjá. Á ein- um 300 stöðum í Varsjá eru blómsveigar til m-inoingar um, að þar hafi Þjóðverjar tekið pólska mótspyrnumenn af lífi. Maður þarf ekki að vera lengi í Varsjá til að skilja það, að það vekur ugg hjá Pólverjum, að Bonnstjórnin fæst ekki til að viðurkenna pólsku landa- mærin. PÓLVERJAR tóku við landi sinu meira og minna í rústum, þegar stríðinu lauk. Þjóðverj- ar höfðu eyðilagt allt það, sem þeir gátu, er þeir hörfuðu und an Rússum, til að tefja fram- sókn þeirra. Um margar stór- borgirnar hafði verið barizt og þær eyðilagst að mestu. Til viðbótar urðu Pólverjar að- taka við mörgum milljónum flóttamanna úr þeim hlutum hins gamla Póllands, sem R’iss ar lögðu undir sig. Það bættl nokkuð úr skák, að Pólverjar fengu allmikið af þýzku landi og gátu flutt flóttafólkið þang að. En aðkoman þar var óglæsj leg, því að þar hafði eyði- 1-eggingin orðið jafnvel enn meiri en í Póllandi sjálfu, þeg- ar Varsjá er undanskilin. ÞÓTT ymsum muni þykja það undarlegt, hófu Pólverjar endurreisnarstarf sitt í Varsjá með því að byggja upp gamla borgarhlutann í sama istíl og hann var áður. Það sýnir glöggt hina sterku sögulegu tryggð þeirra. Það mun einmig hafa ráðið miklu, að þetta verk vaf c ^ ?■ s.v y ' " lÉI Minnismerki um frelsisbaráttu Varsjárbúa 1939—45. jafnframt helgað minningu þeirrá, sem féllu í uppreisn- inni. En Pólverjar létu ekki staðar numið við það að byggja upp gamla bæin-n. Þeir hafa byggt upp Varsjá alla, glæsilegri og stærri en hún var. Nýbyggingar eru furðu- lega miklar. í dag eru fbúar Varsjár um 1,2 milljón-ir. Þeir, sem áttu þar heima fyrir styrj- öldina, munu e'kki vera meira en 1/7, hluti borgarbúa eða taeplega það. í vissum skiln-ingi er Varsjá því ný borg. EN PÓLVERJAR hafa gert meira en að endurbyggja Varsjá og aðrar borgir lands- ins. Þeir hafa framkvæmt mikla iðnvæðingu á þeim rúm um 20 árum, sem eru liðin frá stríðslokum. Áður var þar ófullkominn efnaiðnaður, en hann er nú orðinn mikill og háiþróaður. Þeir höfðu litla stál framleiðslu, en eru komnir i 9. sæti í þeirri framleiðslu- grein. Þeir höfðu áður litlar skipabyggingar, en eru nú 8. mesta skipasmíðaþjóð heims- ins..'Þeir eru nú 6. mesti kola- framleiðandi í heimi og 13. mesti raforkuframleiðandi. — Þannig mætti lengi telja. Pól verjar, sem voru fyrst og fremst bændaþjóð fyrir styrj- öldina — 60% landsmanna bjó þá í sveitum, en 33% nú — eru komnir í röð frem-stu iðn- aðarþjóða. AÐ SJÁLFSÖGÐU hafa þær framkvæmdir, sem hér hafa verdð nefndar, haft það í för með sér, að sitthvað hefur orð- ið að mæta afgangi. Samgöngu kerfið í Póllandi virðist enn gam-aldags að mörgu leyti, járn brautir ekki góðar, bílar fáir og flugsamgöngur innanlands mun minni en í Vestur-Evrópu. Verzlun og önnur þjónusta jafnast ekki á við það, sem þekkist vestantjalds. Þjónustu greinarnir hafa verið látnar þoka fyrir framleiðslu-greinun- um og íbúðabyggingunum •— Sennilega á það val ekki eftir að reynast óskynsamlegt. STUTT DVÖL í ókunnu landi veitir lítið tækifæri til að dæma um lífskjör almenn ings. Þó finnst mér, að lífs- kjörin muni að ýmsu leyti að vera lakari í Póllandi en víðast í Vestur-Evrópu. Það er ekki heldur óeðlilegt, þar sem Pólverjar urðu að taka við landi sínu í rústum eftir styrjöldina og hafa enga hjálp fengið u-tan frá. Launin eru ekki bá, miðað við verðlag. En þess ber að gæta, að húsa leiga er þar lág, og tryggingar meiri og fullkomnari en yfir- Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.