Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 5
 frRJÐJUDAGUR 3. september 1968. TÍMINN „Gömlu lögin“, því það? í gærkvöldi hlustuðum við nokkrir félagar _ á þáttinn „Gömlu lögin“ í Útvarpinu. Við höfum tekið eftir þyí að 1 þennan þátt hafa verið valin flest cvkkar fallegustu sönglög sem þjóðin á, m. a. eftir Þór- arin Guðmundsson, Árna Thor steinsson, Bjarna Þorsteins, Sig valda Kaldalóns, Sigfús Einars son og fleiri af okkar ágætu tónsfeáldum. Það, sem hefur farið í taugarnar á okkur er heitið á þættinum, þetta nafn „Gömlu lögin'* Við erum nú ekki gamlir menn, en að okk- ar dómd eru flest þessara laga síung og falleg, eða með öðrum orðum klassisk ís- lenzk lög. Það væri gaman að fá að vita hvaða hvatir liggja bak við þessa einkennilegu nafngift á þessum mjög svo ágæta þætti. Ef skýringin er sú að svo langt sé síðan þau eru samin, má nefna það að í einum þessara þátta voru leik in lög eftir Sigfús Halldórsson og við höldum einnig eftir Skúla Halldónss. og ekki eru það gamlir menn. Þáð eru ein dregin tiknæli okkar til þeirra er ráða þessum þætti að þeir breyti nafninu á honum og hafi það eittihvað nær sanni, því að þessi lög, sem þið eruð að leika ve.rða aldrei gömul. Þökkum annars fyrir þenn an ágæta þátt oig hann mætti vera oftar. Fjórir 25—35 ára. Kjarninn og kalið Landfari sæll: Hinn 22. ágúst s.l. skrifar dr. Björn Jóhannesson grein í Tímann um kjarnann. Það á að vera á móti öllu, sem sagt hefur verið satt um kjarnann sem áburð. Þar á meðal niðurstöðu Hvanneyr- arskólans um áhrif hans á tún, sem ekki eru nema í samræmi við allt sem vitað er um kalk- lausan súran áburð. Björn er einn af fósturfeðrum kjarn- ans, Amerikulærður, og sendir þjóðinni þetta ‘frá Ameríku, en þaðan er kjarninn ættaður Björn neitar þvj, að kjarninn eigi sök á túnadauðanum, og segir að kjarninn sé ekki súr, vitnar svo í tilraunir þeirra vísindamanna og kann heilmik ið í efnafræði. Hann segir þjóð inni að kalklaus ammonium á- burður sé ekki súr, en þó þarf enga efnafræði til að vita að hann er súr, það er bara eðli máls. Hann segir að kjarninn sé samansettur af ammoníum og nitrati og geti ekki verið súr áburður. Ammonium og nitrat eru eimgild efni og þau ganga ekki í samband til að mynda kjarnann nema annað sé súrt, en hitt stofn. Sýra geng ur ekki í samband við sýru og stofn ekki við stofn. Það er ammonium, sem er súrt, og áburðurinn verður ammonium nitrat. Björn forðast að nefna þennan eiginleika kjarnans og kann þó að nefna brenni- steinssúrt kalsium. Þessi áburð ur leitar eftir samböndum' við stofna í jarðveginum og verða steinefnip. Þar á meðal kalkið að lúta lögmálum efnafræðinn ar og ganga í samband við súr an kjarnann. Þannig eyðist kalkið úr jarðveginum og með an jarðvegurinn hefur kalk til að ganga í samband við kjarn- ann getur uppskeran orðið góð og hefur þetta villt fyrir mönnum um áburðargildi kjarnans, að fyrst var uþp- skera af kjarnanum mikil að magni en alltaf gölluð að gæð- um, eins og fram hefur kom- ið í búfjársjúkdómum. Þegar kalkið er búið úr jarðveginum af áhrifum kjarnans er áburð- argildi hans búið. Hann eyðir kalkinu úr rótum jurtanna og þær deyja. Þetta er kalið fræga Lærðir menn og litlar rætur Bóndi einn sagði mér að hann hefði grafið í dauðan túnblett til að athuga rætur hinna dauðu jurta. Hann fann engar rætur. Þær voru gersamlega horfnar. Og hvert skyldu þær hafa farið? Ef það skyldi vefjast fyrir mönnum um sýruálhrif kjarnans, þá vita bændur það. að hann ræðst á áburðardreifarana, svo þeir kolryðga, ef þeir eru ekki þvegnir að notkun lokinni, og dugar ekki til, og sökkva sum- ir bændur dreifurunum í renn- andi vatn, og láta þá liggja tímunum saman í vatninu. Það vill svo til að bændur geta borið saman kjarnann og hús- dýraáburðinn, en af húsdýra- áburði hafa öll tún verið rækt- uð á íslandi og með húsdýra- áburði hafa þau gefið afrakst- ur, sem öll búsæld bóndans hefur hvílt á og aldrei brugðist í aldanna rás. Kjarninn getur sprungið í loft upp og ekki sés-t eftir hann aska, en allir eldri bændur hafa reynslu af því að brenna sauðataði í hlóðum og eldavélum og hús- freyjur hafa góða reynslu af því, að bera út öskuna af þess- um taðeldi. Askan er stein- efni, þar á meðal kalk og geta bændur dregið lærdóm af ösk- unni um þá eiginleika sem á- burður þarf að hafa. Af þessu geta bændur séð hversu hús- dýraáburðurinn er stein- efnaríkur og hugsa sér hvaða vit muni vera í því að bera kalklausan sýruáburð á túnin, sem ræktuð eru með húsdýra- áburði. Það er ekki vonum fyrr að illa hefur farið. Bænd- ur munu skilja hvað hér er í efni og þessu verður ekki fram haldið, enda er hér orðið um voða að ræða fyrir alla þjóð- ina.jBændur munu aftur á móti Volkswagen og Moskwitsch áklæði fyrirlyggjandi Útvegum með stuttum fyrirvara áklæði og teppi í flestar gerðir fólksbifreiða. Dönsk úrvalsvara. Lágt verð. ALTIKA BÚÐIN, Frakkastíg 7, R. Sími 22677. 1 Fram- -jjr JP-lnnréttingar frá Jónt' Péturssynl, húsgagnaframlenfanda sjónvarpl. Stilhreinap sterkar og val um viðartegundir og harðpiast- ieiOir einnig fataskápa. A5 afiokinni viðtækri könnun teljum viö, aö staðlaðar hentl f flestar 2—5 herbergja fbúðir. eins og þær eru byggðar nú. Kerfi okkar er þannig gert, a5 oftast má án aukakostnaSar, staðfæra innréttinguna þannig a5 hún henti. ( allar fbúðir og hús. Allt þefta •k Seljum. staðlaðar eldhús- innréttingar, það er fram- leiðum eldhúsinnréttingu og seljum me5 öllum raftækjum og vaski. Verð kr. 61 -000,00 - kr. 68.500,00 og kr. 73000,00. ifc- Innifalið ( verðinu er eid- húslnnrétting, 5 eub/f. (s- skápur, eldasamstsSa me5 tveim ófnum, grlllofni og VEUUM ISLENZKT ISLENZKAN I0NA0 bakarofni, lofthreinsarl með kolfilter, sinki - a - matic uppþvottavél og vaskur, enn- fremur söluskattur- ★ Þér getiö valið um inn- lenda framleiðslu á eldhús- um og erlenda framieiðslu. (Tieisa sem er stærsti eldhús- framleiðandi á meginbndi Evrépu.) ■á- Einnig getum við smiðað Innréttingar eftir teikningu og éskum kaupanda. ★ Þetta er eina tilraunin, aö því er bezt verður vitað til að leysa öll • vandamál .hús- byggjenda varðandi eldhúsið. ★ _ Fyrir 68.500,00, geta margir boðið yður eldhúsinn- réttingu, en ekki er kunnugt um. að aðrir bjðði yður. eld- húsinnréttingu, me5 eldavél- arsamstæðu, viftu, vaski, uppþvottavél og (sskáp fyrir þetta verð- — Allt Innijaliö meðal annars söluskattur kr. 4.800,00. 3 : 53 SöIuumboS fyrlr Umboös- & heildverzlun Kirkjuhvoll • Reykjavik Sfmar: 21718,42137 ekki skilja lærða menn, sem ® ekki skilja málið og segja sitt ■ á hvað: kjarninn er óskaðleg- ur, en það vantar kalk í jarð- veginn. Ha-fa íslendingar nokk urn tíma borið kalk á túnin og hvers vegna þurfa þeir að gera það nú! Orsakasambandið er öllum ijóst nema þessum lærða manni í Ameríku. Með þessari grein og greinum mín- um í Þjóðviljanum hef ég upp- lýst þetta mál, svo hver mað- ur má skilja hvað í efni er. Hins vegar er voðinn í málinu 1 eigi til hlýtar skýrður, en K; hann er margvíslegur og ein fe tegund hans er lærðir menn, f| sem vita ekki hvað þeir segja. R. 2.9. 1968 Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Áfengi í íþrótta- höllinni H. S. skrifar: „Það má með sanni segja að íþróttaihöllin í Laugardal hafi | komið í góðar þarfir. Hún hef | ur orðið Iþróttunum miikil lyfti 1 stöng og bætt úr brýnni þörf i á því sviði, en þar að auki hef 1 ur hún komið 1 góðar þarfir || sem sýningahöll og fundarstað ur. Þar hefur nú verið efnt til sjávarútvegssýningar og land- lyúnaðarsýningar og er mjög gleðilegt til þess að vita að hægt s>kuli að vera að nota íþróttahöllina á þennan hátt. Ekki var heldur amalegt að geta gripið til flþróttahallarinn ar í sambandi við forseta- kosningamar 1 sumar, þegar fo.rsetaframibjóðendurnir fengu slíka aðsókn á framboðsfundi sína, að aldrei hvorki fyrr né síðar hefur jafnmikill mann fjöldi verið samankomin inn- au dyra á landinu. Ekkert er nema gott um siika nýtingu á frþótta- höllinni yfir sumartím- ann meðan íþróttaæfingar inn- awhúss Íiggja niðri, enda er varla í annað hús að venda með svo fjölmennar samfcomur eins og hér er áður getið. Fyrir stuttu var hér haldin fjöknennasta ráðstefna, sem staðið hefur verið fyrir hér á landi: ..Norræni byiggingardag urinn“ Rjáðstefnuna sóttu um 2000 manns og ákveðið var að bjóða gestunum til einnar sam eLginlegrar máltíðar. Af skilj anlegum ástæðum var ekki í annað hús að venda en Laug B ardalshöllina. Ekkert veitinga hús hér 1 Reykjavík hefði rúm að alla þessa gesti í einu og í Laugardalshöliina voru bor in 2 tonn af matvælum. Einnig voru settar upp tvær vínstúk ur í Höllinni og vín var á hverju borði. Þegar ég las um þetta í blöðunum hugsaði ég með mér að þessari ósvinnu hiytu forystumenn iþróttamála að mótmæla, en enginn þeirra hefur hreyft við slíku. Það stendur þó skýrum stöf um í lögum ÍSÍ að ekki megi hafa vín um hönd í fþrótta- mannvirkjum á vegum sam bandsins. Neyzla áfengis er mér ekki gífurlegur þyrnir í augum en hvar er virðingin fyrir lögum og reglum. Þetta er skýlaust lagabrot og til hvers eru menn að koma sam an og setja ílþróttahreyfing- unni reglur, þegar þær eru ekki haldnar. Það er ljóst að meðan regl ur íþróttasamb. íslands eru á þann veg að efcki megi neyta M áfengis innan veggja íþrótta- S húsa, þá er allt samkomuhald * þar sem áfengi er haft um j| hönd óleyfilegt og hrein hneisa ^ fyrir íþróttahreyfinguna. Framihald á bls. 15. Hi A VlÐAVANGI Ekki minnisvert Öll dagblöðin í Reykjavík minntust þess s.l. sunnudag, að tíu ár voru liðin frá einum merkasta atbuKði lýðveldissög unnar, útfærslu landhelginnar í 12 mflur — öll nema eitt. — Það blað nefnist Morgunblað og gefur sjálfu sér þá einkunn, að það sé langbezta fréttablað landsins, stærst og útbreiddast blaða og kennir sig við sjálf- stæði. Forræðamenn munu ekki eða vildu ekki muna eftir þessum atburði, hvað þá minna á hann. Það er hins vegar annað, sem Morgunblaðið man ævin-. lega, þegar minnzt er á land-. helgismálið — afsláittarsamn- ingurinn við Breta árið 1961, þegar ríkisstjói;nin hét því að hreyfa ekki litla fingur í land helgismáli nema segja Bretum frá því áður með hæfilegum: fyrirvara og seldi Bretum sjálf dæmi um að leggja allan á- greining um slíkt fyrir erlend- an alþjóðadóm. Þetta man Mbl. og kallar sigur. Hver er sínum sigrum líkastur. Óglæsilegur árangur Alþýðublaðið minntist út- færslu landhelginnar mjög myndarlega, meðal annars með ítarlegri yfirlitsgrein eftir. Benedikt Gröndal, þar sem hlut. ur Alþýðuflokksráðherra er sízt gerður minni en efni standa til. Áherzlukjarni Bene dikts í greininni er sá, að á áratugnum 1952—61 hafi ís- lendingar unnið það þrekvirki að þrefalda stærð fiskveiði- ’ landhelginnar úr 3 miliun í 12 mflur, auk grunnlínubreytinga. Þegar Benedikt hefur tíundað tölur þessu til sönnunar segir hann: „íslendingum tókst þannig á einum áratug að þrefalda þá fiskveiðilandhelgi sem þeir höfðu 1901—1951. Er það ó- neitanlega mikill og glæsileg- ur árangur.“ Þetta er hverju orði sann- ara og vert að muna. Hins vegar minnir það óþyrmilega á, að senn er nú liðinn annar áratugur frá því látið var stað- ar numið, og hlýtur hann því á sama mælikvarða sögunnar að verða kenndur við harla „óglæsilegan árangur" í land- helgismálinu. Og því óglæsi- legri er hann, að sú ríkisstjórn, sem setið. hefur að völdum á, þessum tíma, hét því með ■ alveg sérstaklega dýrum heit- um að vinna að útfærslu og viðurkenningu á cignarétti ís-- lendinga á landgrunninu öllu.' Um það hefur ekki heyrzt stuna né hósti. Það er því ef til vill engin furða, þótt minnis leysi um 12 mflurnar þyki af- farasælast í Morgunblaðinu. Nátfúruvernd Þorleifur Guðmundsson ritar athyglisverða grein um náttúru vernd í Morgunblaðið s.l. laug ardag. Bendir hann þar á ýmsa staði, sem eru í hættu og hljóta mikið afhroð án hvert af völdum ágangs ferðafólks. Hann minnir eiimig á gott gróðrarstarf ýmissa aðila víða um land. En það er ekki síður . mikilvægt að forða landinu frá . skemmdum, líklega enn mikil vægara, því að til hvers er að græða með annarri hendi, ef Framihald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.