Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 6
6____________________TÍMINN r-" ■■ ——— ■■■— ■■ —i——« ■■■■ GRÓÐUR OG GARÐAR Komið víða við Fláir eiga meira undir sól og regni en við fslendingar. Menn tala eiiíflega um veðrið og veðurfarið hefur laundrjúg álhrif á skaplyndið. Gigtveikt fólk veit á sig veðurbreyting- ar — og það stundum með góðum fyrirvara, sem veður- fræðingar öfunda það af. — Útsýn er mikil og við af Kambabrún, en veðrið ræður mestu um áihrifin: Flóinn er flatur og Ölfusið allt, æ, þar er leiðinlegt, skjóllaust og kalt. Sffelldar rignimgar, rifrildi og þras, reytir í leðjunni fóikið upp \ gras. En í næsta sinn skein sól í heiði og þá varð tónninn allur annar: Löngu-m Ölfus breiðu byggðir brosa móti sól. Elfan vökvar vænar engjar, vindur blæs um hól. Gufuþrungna gerði-Hvera gróð urhiúsaból. Dulinn máttw djúpt í jörðu djúpum gullið mól. Fólkið hamast við heyþurrk inn og bæirnir standa nær tóm ir. Grænir töðuvellir klæða óð- um Sktógasand. En Mýrdals- sandur er ósigraður, enda hef- ur hann Kötlu fyrir banda- mann, sbr.: Enniþá má ég muna — mikinn Kötlu funa. Látum bílinn bruna, blakkir sandar duna. Við erum brátt f Skaftár- tungum. Mér sýnist afturför í skógarkjarrinu og kalblettir blasa við á flötum nýræktar- túnum. Jarðvegur virðist leir- blandinn oig ófró lymgíholta mold. Sauðland mun þarna gott, en hætt við ofbeit og upp blæstri. Á Síðu er landið miklu frjósamara, vafið í grasi og blómgresi og þar er ekkert kal að sjá — og ekki heldur í Fljótsfaverfi. Þar ræsa Kálfa- fellsbændur o.-fl. fram lönd upp í heiði til túnræktar og þykir hagkvæmari ræktarjörð p $ I heldur en sandflæmin miklu fýrir neðan, sem oft liggja und ir ágangi vatnamna: Á Núpsstað frægan regnið rann í stríðum straumum. Hitinn fór í 14 gráður, fiossar sungu hærra en áður. Hannes hefur fótaferð og fagnar gestum. Hiáaldraður, hress og glaður — hinn nafnkunni vatmamaður. Fjöldi ferðafólks kemur að Núpsstað til að sjá Hannes, bænahúsið og Lómagnúp. Sum- ir taka og eftir vöxtulegum lundi, sem Núpsstaðafeðgar hafa gróðursett í brekku ofan við bæinn. Það mun oft vera mjög heitt þarna undir hömrun um og þar stirnir hvarvetna í hvíta blómsfcúfa klettafrúarimn ar. Fast upp við einn klettinn standa reyniviðir þráðbeinir og óvenju gróskulegir, bræð- urnir ætla að mæla hæð þeirra í sumar. Bænahúsið gefur sýn til liðinna alda, það er grasi gróið og hvítir blómsveipir geithvanna prýða þakið (sjá mynd). f svona eða svipuð bænahús hafa forfeður okkar gengið sér til sálubótar, kyn- slóð eftir kynslóð. > II. Heyskapur hefur sjaldan gemgið fljótar og betur en nú, sagði bóndi við Eyjafjörð ný- lega. Þetta hefur verið ein- stætt sumar. Fyrst hafísinn, sem lengi fyllti fjörðinn og var að hringsóla á Húnaflóa laimgt fram á sumar. Það stóð kuldi og ógn af honum og ekk- ert spratt fram eftir öllu vori. En lobs skipti um og brá til hlýinda svo um munaði og ein stakra staðviðra. Hafgolan, sem venjulega er bæði köld og hvöss, hefur varla bært á sér í sumar og er slfkt mjög óvenjulegt. Þurrkar hafa að vísu verið heldur daufir, en nú á tímum heyblásaranna hef- ur þetta allt blessast. Túnin voru viða Ijót í vor — hvít af kali — einkum á flötu ný- ræktarlandi og sér í lagi þar sem ekki var nægilega fram- ræst. Þar ná lífca rætur gras- anna miklu styttra niður í mold ina heldur en á gömlu túnun- um og hljóta að vera veikari fyrir. Það hefur ekki verið hugsað fyrir hæfilegum vatns halla og sums staðar hallar jafnvel frá ruðningum á skurð bökkum inn á nýræktarlandið svo vatn stendur þar uppi á vorin — og er ekki von að vel fari. Forfeður okkar kunnu þó skil á þessu, sbr. gömlu al- kunnu hryggja- og beðlaslétt- urnar. Og gömlu túnin voru flest á þurru fremur frjtósömu landi, sem víðast hallaði tals- vert — og þau hafa fengið búfjáráburð í þúsund ár og eru að mörgu leyti efcki sambæri- leg við marflötu nýræktarlönd ln. Kalið er ekki allt rangri áburðarnotkun að kenna, síður en svo. Hvernig var það t.d. hafísárið 1918? Þá var kalið sumsstaðar alvarlegt — og eins og nú aðallega á flötu landi. Þá dauðkól á blettum og land- ið var mörg ár að ná sér aftur. Þá var enginn Kjarni á boð- stólum, en eingöngu notaður búfjáráburður. Veðurfarið og lega landsins réð úrslitum. Ýmsir grassveppir td. ryð- sveppir, snæsveppir o.fl. sjást oft og víða á grasi, en þeir munu sjaldan vera nein frum orsök kalskemmda. En veifcl- að gras verður þeim vitanlega auðveldari bráð en ella. Arfi þaut víða upp í kal- blettunum í sumar og sumir bændur tóku það ráð að bera einnig á kalblettina og slá arf- an snemma. Þá tók gras víða að gæigjast upp þegar arfinn var farinn og verður þar sums staðar sæmileg háarspretta, þótt illa horfði og allt væri grátt fram í miðjan júlí. Það ftór miklu betur en á horfðist við Eyjafjörð; dauðkal er að vísu til á takmörkuðum flötum nýræktarblettum, en víðast kom gott gras og sjást vél- bundnir baggar víða á túnum ætlaðir til flutnings og sölu; aðallega til Norður-Þingeyinga og Norð-Mýlinga — að sögn. Þar reyndist kalið mildu alvar legra. Á Svalbarðlsströnd og Akur- eyri voru kartöflugarðar viða hvítir af blómum um 20. ágúst og bera vott um undanfarinn hlýindakafla. Nokkrar vorkulda skemmdir sj'ást í trjám á Akur eyri, t.d. í reynivið og berja- spretta er hvarvetna í seinna lagi, enda var kalt um blómg- unartíma lyngsins og fram eft- ir öllu vori. Greni og lerki eru miklu vöxtulegri á Akureyri og inni í Eyjafirði en í Reykja vífc og allvíða gnæfa 7—10 m. háar þráðbeinar Alaska-aspir upp úr görðunum. Þær voru ekki farnar að lifna hér nyrðra þegar páskahretið illræmda skail á fyrir nokkrum árum — og sluppu alveg við áfiall, þótt bæði þær og greni svo að segja gerfélli í lágsveitum syðra — við sjávarsíðuna. III. Næst var ferðinni heitið til Austurlands. Þoka lá á fjöll- um, menn dottuðu í langferða- BænahúsiS á Núpsstað. ÞRIÐJUDAGUR 3. september 1968 ReyniviSur f „Fjörunni" á Akureyri. bílnum, en rumskuðu þó annað veifið þegar leiðsögumaður fræddi um það sem fyrir aug un bar hárri röddu á ensku og íslenzku og benti oft á fræg an enskan leikara um leið. Talsverðar umræður urðu í bílnum m.a. á þessa leið: Mývatnsheiði er hrísugt land heklað grálöðnum víði. Fleyið hans Gunnars fór í strand, fékk ekki byr hjá lýði. Laxá og Mývatn með, mér er af fróðum téð, mengast í mammonsstríði. Á Húlsfjöllum liggur þokao þétt, þrungin af vætu og leiða. Heildsalar eru stórlát stétt, af stundarhagnaði freyða — Jón bóndi sálma sömg, Sveinn tók líkaböng, — öllum bauð glas og greiða. Austur á Héraði tóku menn að kyrja: „Bláfjólu má í birkiskóginum líta“ o.s.frv. Kom flestum saman um að þar hefði Kiljan haft bláklukk una í huga, en hún er algeng um allt Austurland og bregður bláum l'jóma á skóggrunninn í Hallormsstaðasfcógi. Önnur alkunn einkennisjurt Austur- lands er gullsteinbrjóturinn, það er eins og glói á gull í flögum, röfcum urðum' og á aur um þar sem þessi gullfallega jurt vex. Þriðja Austurlands- jurtin er fagurblómið, öðru nafni sijöstjarman, sem víða vex þar innan um kjarr og stirnir á smá snjófavít blómin. Á Fljótsdalshéraði er mikil veðursæld og víða hagkvæmt skógrækt, eins og Hallorms- staðaskógur, Egilsstaðasfcógur, Ramaskógur og trjálumddr við bæi, t.d. Geitagerði votta aug- ljóslega. Enda er farið að á- forma víðtæka skógrækt í FljótsdaL Niðri á fjörðum dafna væn tré í görðum t.d. á Seyðisfirðl og Eskifirði og mun áhrifa bafa gætt frá Norðmönnum í fyrstu. En landið umfaverfis kaupstaðina er víða grýtt, bert, blásið og þrautbeitt, sundur- skorið af urðarlækjagiljum, sem bera fram aur og möl. Þetta líkar smáranum og vall- humlinum og er víða alveg hvítt af blómum þeirra á þess um slóðum. En smárimn hverf- ur fljótt í túnum ef mikill Kjarni er borinn á Bændur ræða um að hánytja mjólkur- kýr, knúðar til mikillar fram- leiðslu með kjarnfóðurgjöf séu ærið viðkvæmar og vandmeð- farnar. En mikil einhliða áburðargjöf getur leikið grösin jafn grátt í hörðum' árum. Og reyin'dir bændur töldu háska- legt að slá eða þrautbeita tún seint á haustin. Ingólfur Davíðsson. Heyvinna viS Eyjafjörð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.