Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 1
MtBsm mm/n Af staö í skóla Fyrsti skoladagurmn í Reykja vík var í gær, og þá mættu þessir tveir herramenn í Aust- urbæjarskólanum. Fyrsti skóla dagurinn er alltaf stór stund í Iífi hvers einstaklings, og þa'ð er gott að fá fylgd mömmu (Tímamyndir Gunnart Börnin aðvöruð um að ergja ekki innrásarliðið! f dag var fyrsti skóladagur barna um alla Tékkóslóvakíu. f fyrsta tíma eftir sumarfríin fengu börnin alvarlega aðvörun um að taka ekki þátt í ncinu sem ergt gæti Rússana. Aðvörunin kom frá Frantisek, aðstoðarforsætisráð herra, sem í útvarpsávarpi varaði sérstaklega — börn á aldrinum sex til sextán ára — við að efna til mótmælaaðgerða við útvarps síöðina eða á Vencelas-torginu. Kennararnir endurtóku aðvörun aðstoðarforsætisráðherrans * fyrsta kennslutímanum. Kennslu kona ein skýrði þó frá því að hún fyrir sitt leyti hefði sagt börnun um sannleikann: — Ég gat ekki fengið mig til þess að segja börn unum neitt annað og ég veit að 99% kennara i landinu er eins far ið og mér. Hið opinbera ríkisútvarp í Tékkósióvakíu hefur fengið skip un um, greinilega frá æðri stöð um, að efla þjóðerniskennd fólks ins. Stór hluti útsendinganna er þjóðleg tónlist og upplestur úr sögulegum ritvenbum og er lögð aðalálherzlan á þau tímalbil sem Tékkóslóvar hafa þuuft hvað mest á þjóðernistilfinningum að halda t. d. frá tímum hernáms Frakka, Austurríkismanna, Ungverja og Þjóðverja. Orðið ,jhernám“ mó nú ekki lengur nefna i tékkneskum blöð- um og af útsendingum tékkneskra útvarpsstöðva má merkja að stnöng rits'koðun sé á fréttastof um þeirra. Útvarpið í Bratislava sagði frá því í dag, að stjóm Framhald á bls. 15. Miklar umræður um verðlagsmálin á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Bráðabirgðaverð sett á framleiðsluvörur bænda - verðí verðlagsgrundvöllur ekki kominn fyrir 25. septemb. KJ-Reykjavík, mánudag. Aðalfundi Stéttarsambands bænda. sem hófst á laugardaginn að Skógum, lauk í morgun, og höfðu þá umræður um verðlags mál landhúnaðarins staðið til kl. fjögur f nótt. Eitt aðalmál fundar ins voru verðlagsmálin, og gerði fundurinn einróma þá ályktun í því máli, að verði ákvörðun verð- lagsgrundvallar á framleiðsluvör um bænda ekki lokið fyrir 25. september-setji stjórn Stéttarsam bandsins bráðabirgðaverð á fram leiðsluvörurnar. 27 fundarmenn tóku til máls um verðlagsmálin. Að lokinni skýrslu stjórnarinn- ar á laugardaginn, sem Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsam bandsins flutti- voru umræður um skýrsluna, en síðan hófust nefnd arstörf: í sambandi við verðlagsmálin samþykkti fundurinn eftirfarandi: ^Aðalfundur Séttarsambands bænda 1968 telur algjörlega óvið unandi og vítir þá niðurstöðu og þann drátt, ,sem vairð á verðlagn ingu landbúnaðarvara 1967. Þess vegna t-elur fundurirn óhjákvæmi legt að stjórn Stéttarsambandsins setji nú til bráðabirgða verð á framleiðsluvörur bænda verði ákvörðun verðlagsgrundvallar ekki lokið fyrir 25. september. Verði niðurstaða ver'ðlagningar sú, að enn vanti á það verð er stjórn Stéttarsambandsins telur unandi við, skal hún leita heim ildar til að gera sölustöðvun sam kv. 17. gc. samþykktar Stéttarsam bandsins. Kjör og afkoma bænda er nú þannig að þeim er efnahagsleg og siðferðisleg nauðsyn að standa fast saman og verja og sækja rétt sinn eins og bezt má verða.“ Um áburðarmálin var gerð éftir farandi ályktun: ,,Aðalfundur Stéttarsambands I stéttinni fjölbreyttan kalkblandað bænda 1968 ítrekar enn á ný kröf an áburð. ur sínar um skjótar úrbætur í Skorar fundurinn á landibúnaðar áburðaimálum, sem tryggi bænda I , Framhald a bls. 14. 20þúsund hafa látizt í NA-lran NTB-Teheran, mánudag. Miklir jarðskjálftar hafa orð ið í Norð-austurliluta íran um helgina og samkvæmt óopinber um heimildum hafa þeir orðið 20 þús. manns að bana. Að þvf er gefið hefur verið upp af opinberri hálfu hafa 12 þús. manns látið lífið en 50 þús. meiðzt meira eða minna á svæði sem nær til rúmlega 100 bæja og þorpa. Meir en þrjátíu þess ara bæja munu vera rústir ein- ar og f mörgum þeirra hefur enginn komizt lífs af og þar eru götur og hús mannlausar og óhugnanlega eyðilegar. Jarð skjálftamir hafa svipt a. m. k. 100 þús. manns heimilum sín- um. A mánudag ríkti þjóðarsorg í Iran að fyrirskipan yfirvalda. Víðsvegar um landið stóðu ________Framhald á bls. 15. Ráðstefna um nýjungar í starfi og skipulagi Framsðknarflokksins Verður haldin á Selfossi í lok september. Ak-Reykjavík, mánudag. Framkvæmdastjórn Framsókn arflokksins hefur ákveðið að efna til landsráðstefnu um skipulag Framsóknarflokksins, flokksstarf- ið, endurnýjún þess og uppbygg ingu núna í septemberlok, og verð ur ráðstefnan haldin á Selfossi dag ana 28. og 29. september. Hefur framkvæmdastjórn flokks ins falið skipulagsráði flokksins að anmast allan undirbúning ráð- stefnunnar ásamt starfsmönnum flokksins. Er frá þessu skýrt í viðtali við Ólaf Rágnar Grimsson, formann skipulagsráðsins, hér í blaðinu í dag, en þar segir hann einnig nánar frá hlutverki skipu- lagsráðsins og störfum til þessa. Helztu þátttakendur i ráðstefn Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.