Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.09.1968, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. septem'ber 1968 Keflavík áfram í 1. defld —klp—Reykjavík. Keflvíkingar héldu sæti sínu í 1. deild, er þeir gjörsigruSu l Hauka í gærkvöldi, í úrslitakeppn inni um sætin tvö, sem laus voru í 1. deild, 7—1. Það fór ekki svo að ÍBK tækist ekki að skora mörk í sumar. f þessum eina leik skoruðu þeir tveim mörkum fleiri en í öllum 10 leikjum fslands- mótsins, og má því þakka stöðu- breytingu f liðinu, sem var til mikilla bóta. Jón Ólafur v-útherji ÍBK var færður inn á miðjuna, og þar var hann í sinni stöðu, hann skoraði 3 mörk, lagði 2 önnur upp, og var hættulegasti maður liðsins. Kefl'vikingar voru sýnilega á- kveðnir þegar í byrjun leiksins •að verða ekki 2. deildar lið á næsta ári, og á blautum vellinum þar sem Haukarnir kunnu sýni- lega ekki við sig, enda flestir á malarskóm. Þeir voru Keflvík- ingum auðveldur mótiherji. Haukar, sem nægði jafntefli til sigurs (að komast í 1. deild), hófu þegar sóknarleik af fullu/i krafti sem var óviturlegt, þar sem aðeims annað stigið nægði, og ákveðnir Keflvíkingar voru ekki seinir að nota sér allt of frama- lega vörn Hauka, og skoruðu hvert markið á fætur öðru. — Mörkin komu þannig: Á 10. mín. Einar Gunnarsson gaf á Jón Ólaf, sem var fyrir opnu marki og skoraði. Á 20 mín.: Jón Ólafur gaf á Vilhjálm Ketilsson, sem skaut þrumuskoti uppundir þverslá og inn. 21. mín: Karl Hermannsson renndi boltan um til Jóns Ólafs sem skaut föstu skoti af 30 m. færi, óverjandi 3:0. 35. mín.: Jón Ólafur gaf á Einar Árnaspn, sem skaut föstu skoti í markhornið, 4:0. 36. mín.: Jón Hauka 7:1 Ólafur tók boltanm á miðjum velli, lék á einn mótherja og brunaði upp allan völl, og renndi fram hjá markverði Hauka, 5:0. — 60. mín.: Vilhjálmur Ketilsson ætlaði að gefa fyrir mark en mark vörður Hauka sló boltann í sitt eigið mark, 6;0. — 83. mín.:. Við ar Sjmonarson skaút föstu skoti í markhornið, af vitateig, 1:6. — 86. mán.: Grétar Magnússon skor aði með kollspyrnu, úr horni, 7:1. Leikurinn var skemmtilegur og fjörugur, þrátt fyrir yfirburði ÍBK, sem nú léku sinn bezta leik á árinu — og skoruðu mörk — nokkuð, sem þeir hafa ekki gert til 'þessa. Grétar Magnússon var settur til höfuðs Jóhanni Larsen, hættuleg- asta manni Hauka, og fylgdi hann homun eins og skuggi um allan völlinn, og hélt honum niðri með öllum ráðum flestum „ólöglegum" þó, en bano skilaði sínu hlut- verki vel. Guðni var sterkur í vörninni, og í framlínunni voru Jón Ólafur og Vilhjálmur hættulegastir. Haukar, sem svo óvænt komust í úrslit, eru skemmtilegir leik- menn, harðir og ósérhlífnir, og reyndu í þessum leik sem og í öllu-m sínum leikjum, að leika knattspyrnu, en þvi miður tókst það ekki í þetta sinn, og var það fyrst og fremst blautum vellinum að kenna, en þeir hafa aldrei æft, og lítið leikið á grasvelli. Vörnin reiknaði aldrei með hvað boltinn „skauzt" á blautu grasinu, en flest markanna komu eftir ei-nhver mistök af þeim sökum. Sigurður Jónsson „tætari" eins og hann er kallaður af félögum sínum j handknattleikoum, verð- ur ekki sakaður um nema eitt markanna í þessum leik, en h-ann varði nú sem fyrr af mikilli prýði. f framlínunni var Steingrímur Hálfdánarson v. útherji, skemmti legastur, en þar er á ferðin-ni lipur og leikinn k-nattspyrnumað ur. Etómaratríóið í þessum leik (Steingrímur Guðnason, Guðmund ur Guðm.son og Baldur Þórðar- son), voru góðir í þessum leik, en þeir eiga að dæma 2. október í Elvrópukeppninni, leik milli Lyn, Osló og tyrkneska liðsins Altay Izmir, og ættu þeir að dæma fleiri leiki saman, því ekk veitir af æfngun-n. Þorbjöm Kærbo meistari golf-meistaranna —klp—Reyk j a vík. Golfmeistaramót var haldið á golfvellinum við Hvaleyrarholt nú um helgina, og mættu 8 núver- andi og fyrrverandi íslandsmeist arar, ásamt meisturum golffé- laganna, til keppninnar. Bftir fyrri dagimn, en leiknar voru 18 holur, leiddi Hafsteinn Þorgeirsson, m-eistari Golfklúbbs ins Keilis, með 81 höggi, en þeir Eim-ar Guðnason, og íslandsmeist arinn, Þorbjörn Kærbo, voru jafn ir með 83 högg. Síðari daginn heltist Hafsteinn fljótt úr lestinni en keppni-n varð mjög spenna-ndi milli þeirra Þor- björns og Ein-ars. Þegar 5 holur voru eftir var Ei-nar með 2 högg Trúin flytur fjoll. — Við flytjum allt annað SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BlLSTJORARNIR AÐSTOÐA í forskot, en Þorbjörn lék 5 síð-1 höggi (83—78), Einar Guðnason ustu holurnar af miklu öryggi, og varð a-nnar með 163 högg (83— tókst að vinna upp forskot Einars 80) og Óttar Ingvarsson þriðji og sigra í keppninni með 1611 m-eð 167 högg (85—82). KR BEZTA FRJÁLS- ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 Sfðast liðinn miðvikudag og fimmtudag lauk Meistaramóti Reykjavíkur I frjálsíþróttum á Melavellinum. Keppt var í 3000 m. hindrunarhlaupi á miðvikudag og 10.000 m. hlaupi á fimmtudag. rslit urðu sem hér segir: 300 m. hindrunarhlaup: Reykjavíkurmeistari 1968: Halldór Guðbjörnsson, KR, 10:19,1 mín 2. Ólafur Þorsteinsson, KR 10:53,3 mín. 3. Haukur Sveinssson, KR 10:59,2 mín. 4. Þorsteinn Þorsteinsson, KR 11:42,0 mín. 5. Agnar Levý, KR 11:55,5 mín. 10.000 m. hlaup: Reykjavíkurmeistari 1968: Halldór Guðbjörnsson, KR 36:10,2 mín. 2. Ólafur Þorsteinsson, KR 36:46,6 mín. Nýtt íslenzkt sveinamet. Gamla metið átti Vigfús Ólafsson, Tý, 37:32,2 m-ín. (sett 1934) Stighæstu einstaklingar mótsins urðu: 1. yalbjörn Þorláksson, KR, 59 st. 2. Ólafur Þorsteinss., KR, 37% st. 3. Erlendur Valdimarss., ÍR, 34 st. 4. Hallöór Guðbj.ss., KR, 33 st. 5. Guðrún Jónsdóttir, KR, 29 st. 6. Þórarinn Ragnarss., KR 27% st. 7. Valgerður Guðm., ÍR 25% st. Lokastigatalan í mótinu hefur því orðið: Knattspyrnufélag Reykjavíkur 294 stig og hefur þar með hlotið sæmdar heitið „Bezta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur". íþróttafélag Reykjavíkur 267 st. Glímufélagið Ármann 50 st. Þróttur Neskaupstað í úrslit í 3. deild —klp—Reykjavík. Þróttur frá Neskaupstað hefur unnið sér rétt til þátttöku i keppn inni um veruna í 2. deild næsta ár, er liðið sigraði Leiknir frá Fáskrúðsfirði 9—2 og liefur þar með sigrað C-riðil 3. d. (Aust- fjarðariðilinn)). Leiknir kærði leik sinn vii Hrafnkel Freysgoða, Breiðdalsvík út af notku-n þeirra á ólöglegum leikmönnum. Leiknir var með 4 stig (en Þróttur 6), vann kær- una fyrir dómi og þurfti þá að leika aukaleik við Þrótt, sem Þróttur vann sem fyrr segir. Lokakeppni sigurvegarann-a hef ur ekki enn verið ákveðin af mót-a ' 'i. ICSÍ, en vo-nandi tekst henni '•>3 leikdaga áður en langt ''ur. Liðin, sem mætast í ! keppni eru Þróttur frá Nes kaupstað, HSH Snæfellsnesi Völs ungar Hús-avík og ísafjörður. Úrslit' á laugardag: 1. dei-ld. Ansenal — Q.P.R 2—1 Burnley — Coventry 1—1 Ohelsea — Tottenham 2—2 Everton — Nottm. Forest 2—1 Leeds U-td. — Liverpool 1—0 Leicester — Southampton 3—1. Manch. C. — Ipswich 1—1 Sheff. Wedn. — Manch. U. 5—4 Sund-erland — Newea-stle 1—1 West Ham. — West Bromw. 4—0 Wolves — Stoke City 1—1 2. deild. Aston Villa — Blackpool 0—1 Bolton — Sheff. Utd. 4—2 Bri-stol City — Blackburn 1—0 Carlisl-e — Hudd-ersfield 0—0 Crystal P-alace — Charlton 3—3 Derby County — Oxford U. 2—0 Mi-llwall — Fulham 2—0 Hull City — Midd-l-esbro 8—0 Norwich — B-ury 2—2 Por-tsmiouth — Cardiff 1—3 Preston — Birmingtoam 4—1 FURÐULEG FRAMKVÆMD klp-Reykjavík. Það fer ekki á milli mála, að framkvæmd KSÍ á keppniuni um sætin tvö í 1. deild era ein þau mestu glappaskot, sem hún hefur gert og er þó úr mörgu að moða. Eftir leikinn í gærkvöldi voru Akurnesingum afhent sigur- verðlaunin sem sigurvegurum í 2. deild 1968. Það kemur mönnum spánskt fyrir sjónir, að þeir skuli telj ast sigurvegarar í 2. deild, eftir jafntefli við Hauka 1-1, sem var annað 2. deildar-liðið í þessari furðu keppni. Skýringin, sem var gefin var sú, að þeir hefðu 3 stig eftir sigur yfir ÍBK og jafnteflið við Hauka, cn Haukar aðeins 1 stig. Hefði ÍBK sigrað sína báða leiki og hlotið 4 Stig, teldust þeir þá sigurvegarar í 2 deild? En það hlítur að vera, úr því að sigur þeirra yfir Haukum í gærkvöldi, nægði Akranesi til að sigra 2. deildina. Var Keflavík talið 2. deildar lið í þessari keppni eða var það 1. deildar lið? Það sem átti að gera, var að Haukai og ÍA hefðu átt aö leika annan úrslitaleik og fá þar með úr skorið, hver væri sigurvegari í 2. deild 1968. En ekki ná í 1. deildarlið til að blanda því inn í keppnina um 2. deild og gera þar með að engu vonir Hauka um að sigra 2. deildina, þó svo að þeir hefði ekki komizt upp í 1. deild. Það væri óskandi að áður en KSÍ-menn semdu fleiri lög, að ákveðnar og réttlátar reglur væru hafðar í huga. Jón Grétar Slc?urðsson héraðsdómslögmaSur Austurstræti 6 Slmi 18783.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.