Tíminn - 05.09.1968, Síða 5

Tíminn - 05.09.1968, Síða 5
Götuvitar hvíldir á nóttunni Leigubíistjóri skrifar: „Oft hef ég verið að velta því fyrir mér þegar ég hef ver- ið að aka á nóttunni, hvers vegna götuvitarnir væru ekki teknir úr sambandi á nóttunni og þegar umferð er minnst á morgnana og á daginn. Það getur verið sérlega ergi- legt að vera einn á ferð eftir Miklubrautinni um hánótt og þurfa að bíða á rauðu ljósi við hver umferðarljós. Það er líka nauðsyn að ég held að hvila ljósin ef þess er nofckur kostur. Nú í sumar virð ist mér ljósin á mótum Lækj- argötu, Austurstrætis og Banka strætis bila a.m.k. einu sinni á viku, einnig eru ljósin á Hring brasutinni oft óvirk og á fleiri stöðum. Þetta er mér sagt að stafi af þvi að viðkvæmir og dýrir lamparofar eyðist og slitni fljótt við hið mikla á- lag. Þarf því að skipta um þessa rofa með stuttu millibili. Væri nú ekki ráð að spara' sér tíma , fyrirhöfn og kostn- að með því að hvUa ljósin þeg- ar umferðin er hvað minnst. Það mundi að sama skapi greiða fyrir umferðinni og létta skap okkar, sem ökum á nóttunni með því að þs slypp- um við hjá óþarfa töfura.“ Snyrtilegasta gatan ,gigæti Landfari! Mér varð nú að orði þegar ég las Tímann fyrir helgina, ,skyldi hin nýstofnaða Fegr- unarnefnd Reykjavíkur ekki hafa skoðað sig um í Vestur- bænum áður en hún sæmdi Safamýrina, sæmdarheitinu snyrtilegasta gatan 1968.“ Þannig er nefnilega mál með vexti, að ég á stundum leið um Safamýrina, og á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar er óræktarblettur, og ekki snyrtilegur á að líta. Þá hafa staðið yfir gangstéttarfram- kvæmdir við sunnanverða eða vestanverða Safamýrina, og auk þess eru þar bygginga- frámkvæmdir, sem sjaldan prýða nokkra götu. Neðar í götunni er ekki búið að ganga frá gangstéttum, og hálf ó- snyrtilegt um að litast á horn- inu hjá apótekinu, sem sjálft er þó álitlegasta bygging og vinaleg að innan. Að öllu þessu upptöldu finnst mér Safamýr- in ekki getað borið heitið snyrtilegasta gatan 1968, þrátt fyrir að „botnlangarnir1' í göt- unni eru mjög snyrtilegir og mjög falleg hús þar. Ég held að fegurðarnefndin hafi bara ekki skoðað sig nægilega vel um í Vesturbænum sums stað- ar — en kannski gerir hún það næsta sumar. Með ósk um birtingu. Vesturbæingur.“ Enn um vegasárin Guðmundur J. Einarsson, Brjánslæk, skrifar: „Ég hef tvívegis áður beðið þig fyrir línur um vegasárin, sem alls staðar blasa við veg- farendum. Og þú hefur verið svo gestrisinn að birta þessa þanka mína. Nú ætla ég að 'reyna á þegnskap þinn í þriðja sinn. Og tilefnið er: að ég brá mér inn í fjörð á dög- unum og sá mér til mikillar gleði, að nokkuð hefur verið unnið að því að græða þessi sár hér í minni landareign.En mesta ánægjan fer af þegar betur er HEYBRUNAR ERU AlLTlÐlR OG ÞYKIR OKKUR ÞVl A§TÆ£>A Tll Aí> VEKJA ATHYGU A MJO'G HAGKVÆMUM HPY- TRYGGÍNGUM, "SEM VIÐ HÖFUM OTBÚIÐ. TRYGGINGAR ÞESSAR NÁ M. A. TIL SJALFIKVEIKJU. HAFIÐ SAMBAND V© NÆSTA KAUPFÉLAG EÐA UMBOÐSMANN OG GANG© FRÁ FULLNÆGJANDJ BRUNAIRYGGINGU Á HEYBIRGÐUM YÐAR. heybirgðir SAMVINNUTRYGGINGAR þessi fyrirhöfn og kostnaður komi að minnsta gagni. Það er svo senv auðséð hvernig verkið hefur verið unnið, Gras fræi og áburði hefur verið blásið úr bifreið út í vegkant- inn og dýpstu rásina, sem myndazt með uippmókstri í veg inn ca. 3—4 metra á breidd. Nú eru vegasárin víða allt að 15—20 metra breið. Og hver heilvita maður ætti að skilja það, að það er aðal nauðsyn- in að græða sárið, þar sem gróðurinn tekur við, til þess að koma í veg fyrir uppblástur- inn. Þar er líka mest líkindi til að grasfræið festi varanleg- ar rætur því þar er frjómold- in mest. Hitt er bara það sem á gamalli og góðri íslenzku var kallað „handarbakavina," framkvæmd til að gera nokkra afsökun, óg heldur ekki meira. Ég veit það ósköp vel, að það er meiri fyrirhöfn að sá í fjærri brún vegasársins, því það verður ekki gert sitjandi á rassinum inni í bíl. Það verð- ur að gerast með höndum. En ég er í miklum vafa um, hvort það er nokkuð dýrara, þegar til alls kemur. Ég get ekki neitað því, að mér þykir fallegt að sjá þetta græna strik utan með vegin- um, en það er bezt að sjá eft-. ir vefurinn og vorleysingarnar og voa-kuldann, hvað mikið verður eftir af því. Ég hef áður skorað á nátt- úruverndarráð, sem mér er sagt að sé til, að reyna að beita áhrifum sínum til vernd- ar þeirra skógarleyfa, sem enn eru eftir. Og ég endurtek þessa áskorun hér með. Helgi á Hrafnkelsstöð um og doktorarnir Ósköp þótti mér vænt um greinarnar þínar Helgi. Ég er alveg viss um, að ef jafnvel pennafærir menn og þú ert, tækju sig nú til og skrifuðu í dagblöðin vikulega álíka greinar, og jafnvel rökstuddar, þá tækist engum eftir árið, að Ö verða doktor á vitleysunni ein i tómri, og mér finnst ekkert á w móti því, þótt menn færu ekki í j hót eftir ráðleggingum „hins vísa Sýraks". Að: „svala þú ej ekki sinni þínu er þú vilt refsing áleggja," þeir hljóta að 1 eiga það skilið þessir öfug- II uggar. Eftir forsetakosning- H arnar Svo heitir grein er Sigurður A. Magnússon skrifar í tíma- ritið Samvinnuna. Ekki ætla ég mér þá dul, að fara að rökræða efni hennar, en mér virðist Sigurður komast næst því sem sennilegt er. Það nær ekki nokkurri átt, að vinsældir Kr. Eldjárns hafi verið svo miklar, sem fylgi hans bendir til af eigin verðleikum. Og það nær heldur ekki nokkurri átt, að Gunnar hafi verið svo ó- vinsæll. Það er því auðsætt, að Gunnar hefir goldið síns stjórn málaflokks, sem er orðinn ó- vinsæll og það sannarlega ekki að ástæðulausu. Ég held að Sigurður hitti þarna naglann á höfuðið. Forsetakosningarnar 1952 og aftur í sumar, eru gleði- legur vottur þess að þrátt fyrir allt moldviðrið í pólitískum efnum, er þjóðin þó vakandi. Hún ætti að vera það líka um alþingiskosningar, og kannski er þetta upphaf þess. Við skul- um vona það. Er stjórnarskrárbreyt- ing í vændum? Ég sé á blöðunum að nú er Framihald á bls. 15. b 5 A VÍÐAVANGI ; .. Seinir að átta sig f viðtali hér í blaðinu í gær lét Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins svo ummælt meðal annars um hinar nýju vandræðaráðstafan ir ríkisstjórnarinnar: „Þessar ráð&tafanir bera vitni um mat ríkisstjórnarinn- ar á ástandinu í landinu, þ.e. afe það sé þannig, að ekki hafi verið hægt að bíða með slíkai ráðstafanir þar til kannað er, hvort nokkur grundvöllur er til samkomulags milli stjórn- málaflokaknna. Má því segja, að þessar viðræður séu nokkuð seint á ferðinni". , Þetta er hverju orði sann- ara, og í samræmi við rök- stuðning ríkisstjórnarinnar sjálfrar fyrir nauðsyn tafar- lausra ráðstafana. Af þessu verður hins vegar að draga þá ályktun, að fyrst ríkisstjórn in hafði í huga að hafa samráð við stjórnarandstöðuna, var nokkuð seint til þeirra við- ræðna boðað, og hefði verið viðkunnanlegra að efna til þeirra, áður en allt var komið í þennan spreng. Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming fremur en fyrri daginn. Taldi samstöðu ekki koma til mála þá Þegar menn hugsa um þetta seinlæti ríkisstjórnarinnar og skyndil'ega hjálparbeiðni til stjórnarandstöðunnar þegar allt er gersamlega komið úr böndum og enginn tími lengur til athugana, þá minnast menn svara forsætisráðherrans í við tali daginn sem sjónvarpið tók til starfa. Þá voru efnahags- blikur komnar á loft og verð- bólgan á hlemmiskeiði. Hann var þá spurður að því, hvort hann teldi ekki athugandi að leita eftir þjóðstjórn eða víð- tækari samstöðu um bjargráð í vandanum. Hann tók því alls fjarri og kvaðst ekki telja lík- legt, að þjóðstjórn réði fremur við vandann. Þannig þaut í þeim skjá þá. Hefði ekkj verið skynsamlegra af forsætisráð- herra að Ieita samráðs við stjórnarandstöðuna fyrir einu eða tveimur árum, þegar óveð ursskýin hrönnuðust að, held- ur en kalla á hjálp þegar allt er komið gersamlega á kaf? Hefði það ekki sýnt ofurlítið meiri framsýni? Bjarni kaus hins vegar hlut- skipti óvitans, sem ekki sinnir neinum viðvörunum eða veður merkjum en stikar út í ófær- una en kallar á hjálp, þegar hann situr þar fastur. Vörumerking f bráðabirgðalögum þeim, sem gefin hafa verið út um nýja 20% gjaldeyrisskattinn, sem inhheimtur verður af toll verði allra vara, er svo kveðið á, að óheimilt sé með öllu að hækka verð þeirra vara í verzl unum, sem tollafgreiddar voru áður en þessi nýi skattur lagð ist á. Lagaboð eru til þess að halda þau, og lagavörðurinn i þjóðfélaginu á að sjá um, að þau séu haldin, og stjórnar- völd að haga svo málum að unnt sé að halda þau. Þess vegna gefur auga leið, að ríkisvaldið á að taka af all- an vafa í þessum efnum með því að tollstimpla allar helztu Framihald á bls. 15. aðgætt, því ég get efcki séð að I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.