Tíminn - 10.09.1968, Page 12
12
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 10. september 1968.
Knöttur í stað höfuðs? Ekki er hægt aS sjá betur! Þarna skorar Ástráður fyrlr Keflavík í vitaspyrnukeppn
inni, án þess, að Páll Pálmason komi vörnum við. (Tímamynd Gunnar)
Taugarnar hjá þeim
yngsta biluðu ekki
Ólafur Sigurvinsson skoraði sigurmark ÍBV úr síðustu vítaspyrnunni.
Tottenham
skoraði 7
mörk gegn
Burnley!
Arsenal lék í Southampton og
sigraði 2:1. Þar með heldur liðið
áfram forustu í 1. deild. Leeds
fylgir fast á eftir og sigraði Úlf-
ana á heimavelli með sömu tölu.
Hefur Leeds einu stigi færra, en
hefur einnig leikið einum leik
, færra.
Mesta athygli í leikjunum s.
' 1. laugardag vekja úrslitin í leik
, Tottenham og Bumley. Jimmy
Greaves skoraði 3 mörk, þar af
1 úr vítaspyrnu. Jones skoraði 2,
en Robertson og Chivers 1 hvor.
Stór sigur þetta.
Mest var aðsóknin á Old Traff
ord í Manchester, þar sem heima-
iiðið, Manchester Utd. lék gegn
West Ham, en West Ham hefur ■
ins og urðu vitni að jöfnum og
skemmtilegum leik, en samkvæmt
brezka útvarpinu var Manchester
i þó betra liðið. Dennis Law, sem
! virðist hafa náð sér að fullu skor
| aði mark Utd., en Geoff Hurst
■ jafnaði 1:1. Svo virtist, sem West
Ham gerði sig ánægt með jafntefli,
• því að eftir jöfnunarmarkið lék
! liðið varnarleik.
Ekki gekk vel hjá ensku meist-
urunum, Manchester City, sem
léku á útivelli gegn Stoke og tap-
’ aði 1:0. Er Manchester City nú
í næstneðsta sæti í deildinni með
aðeins 5 stig!
Lítum á úrslitin á laugardaginn:
1. deild:
Chelsea — Everton 1:1
Coventry — Newcastle 2:1
Leeds — Wolves 2:1
Liverpool — QPR 2:0
Manch. Utd. — West Ham 1:1
Sheff. . — Ipswich 2:1
Southampt. — Arsenal 1:2
Stoke — Manch. C. 1:0
Sunderland — Leicester 2:0
Tottenham — Burnley 7:0
WBA — Notth. F. 2:5
2. deild:
Birmingham — Huddersf. 5:1
Blackburn — Millwall 2:4
Blackpool — Bolton 1:0
Bury — Preston 0:1
Cardiff — Middlesbro 2:0
Charlton — Portsmouth 2:1
C. Palace — Carlisle 5:0
Derby — A. Villa 3:1
Hull — Bristol C. 1:1
Framhald á bls. t5.
Dennis Law — í fuilu fjörl.
Við getum deilt um það, hvort
við höfum fcngið að sjá góða
knattspyrnu í bikarleik Keflvík-
inga og Vestmannaeyinga. En hitt
fer ekki milli mála, að lcikurinn
var spennandi, og úrslitin ráðin
í vítaspyrnukeppni. Og síðasta víta
spyrnan réði úrslitum. Karli Her
mannssyni hafði mistekizt síðasta
vítaspyrna Keflvíkinga, og þá var
komið að yngsta leikmanni Vest-
mannaeyinga, Ólafi Sigurvinssyni,
18 ára, að framkvæma síðustu
spyrnu Eyjamanua. Hann fór sér
að engu óðslega, stillti knettinum
á vítapunkt. Gekk hægt aftur á
bak. Og síðan skyndilega brunaði
hann fram. „Púff“! Knötturinn
söng í netinu. Og allt í einu byrj
uðu Eyjamenn að stíga stríðsdans
á vellinum. Sigur í höfn, 6 mörk
gegn 5.
Eftir leikinn hittum við Ólaf í
búnmgsklefanum og spurðum hann,
hvernig honum hafi verið innan
brjósts, þegar komið var að hon-
um að taka hina þýðingarmiklu
vítaspyrnu. „Ég var alls ekki
tauagóstyrkur. Eina hugsun mín
var, að ég yrði að skora.“
BRIDGE
Vetrarstarfsemi Bridgefélags
Reykjavíkur hefst annað kvöld
— miðvikudagskvöld — i Lækna
húsinu við Egilsgötu. Þetta kvöld
verður spiluð tvímenningskeppni
og er nóg að tilkynna þátttöku a
staðnum. Hinn 18. sept. hefst ein
menningskeppni félagsins, sem verð
ur þrjú kvöld. Vegna leiks Ben-
fica og Vals 18. sept hefst fyrsta
umferðin kl. 8.30 — eða nokkru
eftir að knattspyrnuleiknum er
lokið. Nánar verður skýrt frá
starfsemi félagsins í vetur síðar
hér í blaðinu.
En Vestmannaeyingar! Þrátt
fyrir, að þið séuð nú í fyrsta sinn
í sögunni komnir í undanúrslit, þá
gleymið því ekki, að þið voruð
heppnir að vinna í Keflavík. Kefl-
víkingar börðust feiknarlega í
þessum leik, og þrátt fyrir, að
þeir væru einum færri, % hluta
leiksins, sóttu þeir mun meira,
Dómari leiksins, Ragnar Magnús-
son frá Hafnarfirði, vísaði Ein-
ari Gunnarssyni út af um miðjan
fyrri hálfleik fyrir gróft brot.
En sjaldan veldur einn, er tveir
deila. í þessu tilviki braut Vest-
mannaeyingurinn einnig gróflega,
en óheppni Einars fólst í því, að
dómarinn sá aðeins hvað hann
gerði.
Hvorugu liðinu hafði tekizt að
klp-Reykjavík. — Það fór ekki
milli mála, að það var leikur í
Bikarkeppni KSÍ, sem leikinn var
á Melvellinum á sunnudaginn. Það
fór lítið fyrir knattspyrnu í þess-
um leik, sem var á milli b-liðs KR
og nýliðanna í 1. deild frá Akra
nesi. B-lið KR vann óvænt 1:0 og
mætir a-liði KR í næstu umferð.
Leikurinn var harður, án þess
að vera mjög grófur, sannkallaður
bikarleikur, eins og þeir eru
leiknir hér í Reykjavík á gamla
Melavcllinum, en ungu leikmönn
unum gengut alltaf illa að finna
sig á honum.
Annars var leikurinn jafn og
fór að mestu fram á miðjunni,
þar sem knötturinn gekk mótherja
skora eftir venjulegan leiktíma,
en í framlengingu skoraði hvort
liðið eitt mark. Jón Ólafur fyrir
Keflavík í fyrri hluta framleng-
ingu, en Geir Ólafsson jafnaði í
síðari hlUtanum, þegar nokkrar
mínútur voru eftir.
Og þá var tekið til við víta
spyrnukeppni. Sigurður Albertsson
skoraði 2:1 fyrir Keflavík. Har-
aldur „gullskalli" jafnaði 2:2 fyr
ir Vestm. Guðni Kjartansson skor
aði 3:2 fyrir Keflavík. Sigmar Páls
son jafnaði 3:3. Ástráður Gunnars
son skoraði 4:3 fyrir Keflavík, en
Páll Pálmas., markvörður Vestm.
jafnaði 4:4 úr einhverri fallegustu
spyrnunni. Þá skoraði Einar Magn.
5:4 fyrir Keflavík, en Friðfinnur
Framhald á bls. 15.
á milli og mátti þá tíðum sjá
„hárnákvæmar“ sendingar. KR-
ingar voru mun ákveðnari í byrj
un og áttu leikinn til að byrja
með. Og eftir hálftíma leik vökn
uðu Skagamenn við vondan draum
er Baldvin Baldvinsson lék upp
allan völlinn og gaf fyrir markið,
þar sem Jóhann Reynisson kom
aðvífandi og skallaði í netið.
Akranes átti nokkur hættuleg
tækifæri, öllu fleiri en KR
en hin annars marksækna fram-
lína liðsins hafði greinilega gleymt
skotskónum heima. Hreini Ell
iðasyni var haldið kyrfilega niðri
af Einari ísfeld, sem var beztur
KR-inga í þessum leik, fyrir utan
Magnús markvörð, sem bjargaði lið
inu frá tapi í þetta sinn.
Víkingur vann Þrótt
2 vísað
klp-Reykjavík. — Harkan sat f
fyrirrúmi í leik Víkings og Þrótt
ar í bikarkeppninni, sem fram fór
á sunnudaginn. Ljót brögð, grófar
hrindingar og fantaskapur var að-
all þessa leiks, sem Víkingar unnu
2:0.
Víkingar voru fljótir að finna
leiðina að marki, því að eftir 15
sekúndur höfðu þeir skorað sitt
fyrra mark. Þróttarar voni ná-
lægt því að jafna, en þeir áttu
hörkuskot í stöng nokkru siðar.
Hins vegar áttu Víkingar mun
meira í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik var um jafn-
ari baráttu að ræða. Leikurinn
fór fram á miðjunni, sem var að-
alvígvöllurinn. Þar fóru slagsmál
in fram og gengu Þróttarar feti
framar í þeim darraðardansi.
Er 5 mínútur voru til leiksloka
skoraði Kári Kaaber síðara mark
Víkings, og við það sauð upp úr
hjá Þrótturum. Ólafi Brynjólfs
syni og Kjartani Kjartanssyni var
vikið af leikvelli fyrir óvenju gróf
an leik og mótmæli við dómar
ann, sem þá tók rögg á sig og rak
út af, en ef vel hefði átt að
vera, hefðu fleiri átt að fá „reisu
passann", svo grófur var leikur-
inn.
Víkingar voru betri aðilinn að
þessu sinni og var sigur þeirra
Framhald á bls. ^5.
20. og 22.
september
Nú hefur verið ákveðið, að
KR leiki gegn gríska liðinu Ol
ympiakos föstudaginn 20. sept.
og sunnudaginn 22. sept. Eins
og íþróttasíða Tímans hefur
áður skýrt frá ,fara báðir leik-
irnir fram í Grikklandi og
greiða Grikkirnir allan ferða-
og uppihaldskostnað KR-inga.
KR vann á
Selfossi 5-3
Leik KR-inga og Selfyssinga,
sem fram fór á Selfossi á sunnu-
daginn lauk með sigri KR, 5:3,
þrátt fyrir, að nokkrir af sterk-
ustu leikmönum KR sætu heima.
Þegar sóknarmönnum Akraness
tókst ekki að skora fljótlega, var
eins og þeir misstu móðinn. Fýldir
á svip léku þeir áfram, en án ár
angurs. Hins vegar kom vörnin nú
vel frá leiknum og er það gleði
legt, því að hún hefur löngum
verið höfuðverkur Skagamanna.
Beztu menn liðsins voru Bene-
dikt, Jón Alfreðsson og Helgi
Hannesson í vörninni.
B-lið KR, sem skipað var leik-
mönnum, sem leikið hafa með
meistaraflokki eða verið viðloð
andi hann, var ákveðið og keppn
isskapið í góðu lagi. Og það var
það, sem dugði í þetta sinn.
Róbert Jónsson dæmdi sæmi-
lega.
Skagamenn gleymdu
skotskónum heima
— og voru slegnir út af b-liði KR. — KR a og KR b mætast næst.