Tíminn - 24.09.1968, Qupperneq 3

Tíminn - 24.09.1968, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. sept. 1968. TIMINN Fylliraftar vaöa uppi OÓ-Rcykjavik, mánudag. Fylliraftar höfðu sig mjög í frammi_ í Reykjavík um helgina. Óðu þeir að vegfar endum og gerðu sig líklega til að misþyrma þeim, hlupu fyrir bíla og slógust hver við annan. Mest voru lætin aðfara- nótt föstudags. Var þá mik ið um slagsmál úti fyrir danshúsum borgarinnar, eft ir að þeim var lokað. Urðu lögreglumenn að grípa í taumana og tóku þeir óláta seggi úr umferð á nokkrum stöðum. Nokkrar tennur voru lamdar úr einum utan við skemmtistað og annar var rotaður í Lækjargötu. í Bankastræti létu þrír drukknir dónar öllum ill- um látum. Réðust þeir að gangandi vegfarendum og hótuðu þeim meiðingum. >á gerðu þessir þokkapiltar sér leik að því að hlaupa í veg fyrir bíla og hlógu og öskr uðu hátt þegar bílstjórarnir björguðu þeim frá stórslys um með snarræði. Sunr.udag og mánudagsnótt var friðui inn heldur skárri, hefur þá líklega verið farið að draga af slagsmálahundum og ösk uröpum, en nokkuð höfðu þeir sig þó í frammi. Það var ekki aðeins í miðbænum sem ölóðir menn voru til ó- þæginda heldur einnig í íbúðarhverfum. Voru margir þessara manma Settir i fangageymslu lögreglunnar, þar héldu þeir aðeins vöku hver fyrir öðrum. HEILDARSAFN ÍSLFNDINGA- SAGNA KOMIÐ ÚTAÐ NÝJU 42 bindi — Hagstæðir greiðsluskilmálar. EKH-Reykjavík, mánudag. Heildarútgáfa íslendingasagna hefur að nýju verið gefin út eftir tíu ára hlé, en í henni eru 42 bindi. Þetta er langstærsta bókmenntaverk sem komið hefur út hérlendis. Heildarútgáf- an kostar 16 þús. krónur en íslendingasagnaútgáfan býður hana með hagstæðum afborgunarskilmálum. Þannig er hægt að greiða 4.000 kr. við undirskrift kaupsamnings, og síðan kr. 1.000 á mánuði þar til verðið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefinn 10% afsláttur og kostar heildarút- gáfan þá 14.400 kr. íslendingasögurnar hafa um langt árabil ekki verið fáanlegar og er það mikið fagnaðarefni að þær skuli nú loksins vera komnar á bókamarkaðinn aftur. íslend- ingasögurnar ættu að vera stolt hvers íslenzks heimils og þungamiðjan í hverju heimilisbókasafni, enda hefur íslend- ingasagnaútgáfan ákveðið að selja heildarútgáfuna undir kjörorðinu: „Handritin inn á hvert íslenzkt heimili." í nóvemtoer í fyrra tilkynntu for ráðamenn íslendingasagnaútgáf- unnar að undirbúningur væri haf inn að endurútgáfu bóka hennar, og nú eru allar þær 42 bækur sem voru í heildarútgáfunni er uppseld heifur verið til margra ára komnar út. Bækurnar eru í vönduðu skinnbandi og allur frá gangur sá sami og var á eldri út gáfum. Heildarútgáfan er samtals 18212 blaðsíður og er hún öll með samræmdri stafsetningu nema riddarasögurnar sem eru með nútíma stafsetningu, þær eru mis- gamlar og þar sem svo erfitt er að greina tímaskeið það sem þær voru ritaðar á. Hlægt er áð kaupa bækurnar, hvort heldur sem heildarsafn eða í stökum flokkum. Heildarsafnið skiptist í átta eftirtalda flokka og er verð þeirra hvers fyrir sig til- greint í sviga: 1. íslendingasögur með nafnaskrá 13 bækur. (Kr. 5.460) 2. Biskupasögur og Sturl unga með annálum og nafnaskrá 7 bækur (2.940) 3. Eddukvæði Snorra Edda og Eddulyk'lar 4 bæk ur (kr. 1680) 4 Fornaldarsögur Norðurlanda 4 bækur (Kr. 1.680) 5. Þiðrekssaga af Bern 2 bækur (kr. 840) 6. Riddarasögur 6 bæk ur (2.520) 7 Karlamagnúsarsaga 3 bækur (kr. 1.260) 8. Konungasög ur 3 bækur (1.260). Ef kaupandi óskar, getur hann innan tíðar fengið keyptan bóka skáp, sem sérstaklega hefur verið smíðaður fyrir heildarútgáfuna.. Innan ekki langs tíma verður einnig á boðstólum hjá íslendinga sagnaútgáfunni heildarsafn ís- lendingasagna með nútímastaf- setningu og eiga.þá kaupendur kost á því að velja á milli sam ræmdrar stafsetningar og nútíma stafsetningu á íslendingasögunum. Þar sem nú er lokið endurút- gáfu á því sem áður hefur komið út hjá íslendingasagnaútgáfunni mun útgáfufyrirtækið nú snúa sér að því að gefa út áframhald af þeim fornritum sem skrifuð hafa verið á íslandi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða fornrit verð ur fyrst búið til prentunar af fyr irhuguðum verkefnum en líklega mun fyrsta bókin sjá dagsins ljós í haust. Heildarsafnið verður á næst- unni á boðstólum í öllum bóka verzlunum en íslendingaútgáfan er til húsa í Kjörgarði, Reykjavík, pósthólf 73 —sími 14510. RÉTTIR GO-SauSárkróki, mánudag. Skarðarétt var í gær og einnig Bakkarétt. í dag var svo rétað fé sem smalað var í Staðarafrétt, en mikil þoka var á afréttinum, og smalaðist því illa. ......................................... •" Fjölnir Stefánsson Nýr skólastj. við Tónlistarskóla Kópavogs Tónlistarfélag Kópavogs var stofnað fyrir fimm árum. Aðal- verkefni þess hefur verið að starfrækja tónlistarskóla, og nú um mánaðamótin hefst 6. starfár hans. Ráðinn hefur verið nýr skólastjóri, Fjölnir Stefánson tónskáld. Skólinn hefur átt við hús- næðisörðugleika að etja, en úr því mun þó rætast nokkuð á vetri komanda. Fyrirhugað er að auka mjög á fjölbreytni í starfi skólans og endurskipu- leggja kennsluna í heild. Kenn arar verða fleiri nú en áður og nýjar námsgreinar bætast við. Nemendum er gefinn kostur á námi í blásturshljóðfæraleik og sellóleik, auk kennslu á þau hljóðfæri, er fyrir voru, þ.e. píanó, fiðlu og gítar. Þá hefur og verið ákveðið að hefja Framhald á bls. 14 Bókamarkaður Menningarsjóðs í gær hófst að Hverfisgötu 21 í Reykjavík bókamarkaður Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Fyrirkomu lagið er á þá leið, að til þes að njóta kostakjara á markaðn um þurfa menn að kaupa bæk ur fyrir 1000 kr. samtals. Verð flokkar markaðsbókanna eru þrír, 50 kr., 70 kr. og 100 kr bókin. Flestar eru bækurnar i bandi Afgreiðslu er þannig hagað, að menn útfylla pönt- unarlista og senda þá til Bóka- útgáfu Menningarsjóðs á Hverf isgötu 21. Verða pantanir síð an afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast. Pantanir munu senda gegn póstkröfu hvert á land sem er Ýmsar góðar bækur eru á markaði þessum. Á markaði þessum verða án efa síðustu forvöð að eignast ýmsar þær bækur, sem þar má fá á hagstæðu verði. Pöntunar- eyðublöð fást á Hverfisgötu 21 Tónlistarskóli Hafnarfjarð- ar flytur í nýtt húsnæði Skólinn hefur frá upphafi verið til húsa í Flensborgar- skóla, en um 10 ára skeið hefur hann auk þess verið með kennslustofur úti í bæ, fyrst í gömlu símstöðinni við Aust- urgötu og síðar í Suðurgötu 35. Nú bætir skólinn við sig húsnæði að Vesturgöitu 4,. Þar verða 2 kennslustofur og skrifstofa skólans. Nemenda- fjöldinn hefui vaxið nokkuð hin síðari ár, og var 131 nem- andi í skólanum s.l. vetur. Erfiðar aðstæður hafa haml- að starfseminni á undanförn- um árum, en batna nú til muna við tilkomu hins nýja húsnæðis, ekki sízt fyrir fönd- urdeildina, þar sem kennt verð ur á tveim stöður í bænum og því ekki eins langt að fara fyr- ir 6—8 ára börn. Nýr kennari tekur við þeirri deild nú í haust. frú Dertha Rail, en hún hefur kynnt sér Carl Orff- kennslu í Bandaríkjunum. Einn ig verður nú fyrsta sinn veitt kennsla á slátthljóðfæri, ef næg þátttaka fæst. Að öðru leyti verður kennsl- an svipuð og áður, og kennt á öll helztu hljóðfæri, svo sem píanó, strokhljóðfæri, orgel. gít ar og blásturshljóðfæri, auk tónfræði og tónlistarsögu. 1. október hefst kennslan og 19. starfsár skólans. Kennarar verða 5 auk skólastjórans Páls Kr. Pálssonar. Bókamarkaður AB FB-Reykjavík, mánudag. Almenna bókafélagið hefur haft bókamarkað í Eymunds- sonarkjallaranum að undan- förnu. f ráði var að mark- aðurinn hætti á laugardagin, en sökum aðsóknar hefur verið ákveðið að markaðurinn skuli standa alla þessa viku. Brezkur togari með vír í skrúfu GS-ísfirði, mánudag. Brezki togarijn Kingston Beryl kom hingað með annan brezkan togara frá sama félagi Loch Inver í togi, en Loch Inver hafði fengið bæði vír og hlera í skrúfuna. í dag var kafað við togarann og hreins- að úr skrúfunni. Guðrún Jónsdóttir var fyr- ir nokkru send á síldarmiðin til þess að ná þar 1 beitusíld. Kom hún með 70 lestir af ís- aðri síld til íshúsanna hér á staðnum en mikil beituvand- ræði hafa verið hér í sumar Guðbjartur Kristján hefur verið á togveiðum í sumar, og hefur hann aflað 50 lesta af þprski. Á laugardaginn fór skipið á síldveiðar, og er ætl- unin. að það flytji ísaða síld til ísafjarðar til frystingar þar Síld til Ólafsfjarðar BS-Ólfsfirði, mánudag. Sigurbjörg ÓF kom í nótt með 190 lestir af síld, sem lagðar voru upp í frystingu og salt. Saitaðar voru 615 tunnur á tveimur stöðvum, Jökli og Auðbjörgu. Á föstudaginn kom Súlan hingað með 150 lestir, og var þá saltað á öllum sölt- unarstöðvunum í samtals 710 tunnur. Hafa nú verið saltað- ar 1825 tunnur hér í sumar. Septemberblað Faxa komið út EJ-Reykjavík, mánudag. Septemberblað „Faxa“ er komið út, og er forsíða þess skreytt myndum af nýju for- setahjónunum ásamt greininni „Þjóðkjörinn forseti." Af öðru efni í blaðinu má nefna greinar um Jónas Jóns- son frá Hriflu íátinn. Magnús Þ. Helgason fimmtugan, og Hallgrím Th. Björnsson sex- tugan. Þá er greinin „Firmakeppni og kappreiðar" og frásögn um prentsmiðjuna Grágás í Kefla- vík, auk margs annars efnis. Fimm slasast Alvarlegt umferðarslys var austur í Holtum s.l laugardag. Fimm manns slösuðust þegar sendiferðabíll af Fíat gerð ók út af veginum við Hárlaugs- staði. Bíllinn er gjörónýtur Bíllinn virðist hafa verið á mikilli ferð þegar bílstjórinn missti vald á honum og þeytt- ist sendiferðabíllinn út af veg- inum ofan í skurð og upp úr skurðinum hinu megin og hékk á skurðbarminum. sem fjær er veginum þegar hann stöðvaðis* Fólkið sem í bílnum var slas- aðist talsvert. Var það flutt á til aðgerðar, en enginn sem í Slysavarðstofuna í Reykjavík bílnum var er lífshættulega meiddur. Geðverndarfélaginu berzt gjöf Geðverndarfélagi íslands hef ur borizt myndarleg dánargjöf að upphæð tæplega 140 þús. krónur. Guðbjörg Guðjónsdóttir, ljós móðir. síðast til heimilis að Strandgötu 83 í Hafnarfirði, á- nafnaði félaginu hluta eigna sinna, en Hrafnkell Ásgeirs- son hdl., Hafnarfirði. afhenti félaginu þessa veglegu gjöf. Um íeið og Geðverndarfélag- ið leyfir sér að minnast hinn- ar göfugu konu, þakkar það lögmanninum vinsemd og fyrir greiðslu. Fyrsta söltun á VopnafirSi KJ-Reykjavík. mánudag f nótt er von á síldarbátn- um Kristjáni Valgeir og Brett- ingi til heimahafnar —- Vopna- fjarðar — oe er sá fyrri með 130 tonn og sá síðarnefndi með 80 tonn. Ei betta fyrsta síldin. sem söltuð verður á Vopnafirði eins og víðast ann- ars staðai vantar tilfinnanlega ís fyrir bátana, en þeir munu þurf um 20 tonn af ís. miðað við 100 tonna afla. Á Vopna- firði er lítil ísframleiðsluvél og von er á annarri til við þótar innan skamms. Verður þá ísframleiðslan um 11 ton á sólarhring.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.