Tíminn - 02.10.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1968, Blaðsíða 14
I > XX <VC' 'Ti*' - mo * r x *, ■ r,r K’ +*'■>' ■- 14 TIMINN PAONESSA Framhald af bls. 16. fisk, er þeir hugðust selja til ítal íu, sæu þeir eigi ástæðu til að koma til Rómar til viðræðna við Paonessa. Eftir þetta hefur Paonessa reynt að fá keypt a. m. k. 3000 lestir á um 20 dollurum hærra verði ’pr. lest, en síðasta sa-la þeirra SÍF-manna til Ítalíu mun hafa num ið. Á fundi saltfiskframleiðenda, er haldinn var á Loftleiða-hótel inu 26. september s. 1. treystu full trúar þeir úr stjórn SÍF, sem þar voru mættir, sér ekki til að mót mæla því, er hér að framan hefur verið rakið. Sömuileiðis staðfestu þeir, að Unifish hefði ekki verið gefð loforð um að öðrum yrði ekki selt, fyrr en salan á þessum 1600 lestum fór fram eftir mdðjan ágúst mánuð. Er þetta í samræmi við það er formaður SÍF lýsti yfir á aðalfundi samtakanna hinn 8. ágúst s. 1., þ. e. að engin loforð um einkasölu hefðu þá verið gef in til Ítalíu. Þrátt fyrir þær staðreyndir, er hér liggja fyrir og hafa verið nefndar, leyfa stjórnarmeðlimir SÍF sér að halda því fram í ný- legri yfirlýsingu í dagblöðum og útvarpd, að Paonessa hafi verið ófáanilegur til að kaupa neinn fisk og í þeim tilgangi að koma út fisk inum, hafi SÍF neyðzt til að gefa Unifish loforð um að selja ekki öðrum og er helzt svo að skilja, að það loforð hafi verið gefið s. 1. vor. Ég vil iáta þess getið, að í samsteypu þeirri, er nú er í félagi við Paonessa á Ítalíu, eru eftirtaldir aðilar: LaRocca í Róm, Comimport í Napóli, Burgassi í Florence, Bonarrigo í Napóli auk Paonessa Cesare, sem áður er get ið. Mun samsteypa þessi hafa sam anlagt um 50—60% aí öillum salt fiskinnflutningi til Ítalíu nú, á móti ca. 25% hjá Unifish. Varðandi samningamakk það, sem gefið er í skyn í yfirlýsingu SÍF að LaRocca hafi verið í við Færeyinga, skal það tekið fram, að hér er um óverðskuldaða áriás á LaRocca að rœða. Fj'rr á þessu ári mun hafa staðið til að Færeyingar opnuðu skrifstofu í Rómaborg. Var það í samráði við fyrirtækið Alcoa, sem að meiri- hluta er í eigu ítalska ríkisins, en Rocca, ásamt mörgum fleiri á smá hlut í því fyrirtæki, en réð engu um samninga við Færeyinga. — SÍF er fullkunnugt um að aldrei varð neitt úr þessari starfsemi og aldrei var keypt eitt kíló af saít- fiski á vegum færeysku skrifstof unnar. Engu að síður hafa SÍF-menn fundið hjá sér hvöt til að ráðast að þessum ræðismanni okkar í Róm og þá væntanlega af þeirri ástæðu einni, að hann sleit sam vinnu sinni við Unifish og tók upp samvinnu við Paonessa. Fróðlegt væri að vita hverjar hinar raunverulegu ástæður eru fyrir því, að SÍF hefur gefið einka söluloforð út á 1600 lesta sölu til Unifish á ca. 20 dollurum lægra verði pr. lest, en Panossa og fé- lagar hafa boðizt til að kaupa fyr- ir, án þess að fást til að ræða við þá aðida um kaup og á sama tíma og þúsundir smálesta liggja undir skemmdum óseldar fyrir hundruði milljóna. Það eru furðu leg vinnubrögð að reyna svo að selja fiskinn í Portúgal á 60—70 dollurum lægra verði en hægt var að selja þennan sama fisk fyr ir til Ítalíu án nokkurra kvaða eða loforða. Reykjavík, 30. september, 1968. Virðingarfyllst, Örn Clausen, hrl. LANDSPRÓF Framhald af bls. 3 fyrir það próf, segir ennfremur í reglugerðinni. Samkvæmt upplýs ingum, sem blaðamönnum voru veittar, geta skólar framvegis sem hingað til haft sín eigin próf í þessum fjórum greinum, jafn- framt, sem nemendur verða að taka samræmdu prófin. Yrði það gert í tilfellum þar sem skólum þætti samræmdu prófin ekki ná að öllu leyti til þess efnis sem þeir hefðu lagt meiri áherzlu á. Nokkrar veigamiklar breyting ar hafa nú einnig verið gerða á landsprófi. Landsprófsnefnd get- ur heimilað nemendum, sem ná ekki framhaldseinkunn (þ. e. 6) á prófinu, en eru nærri því marki, að endurtaka að hausti próf i ein stökum námsgreinum, skv. sér- stökum reglum, sem nefndin sem ur hverju sinni. Gert er ráð fyrri, að haustnámskeið verði haldin fyrir þessa nemendur. Þá hafa ver ið settar reglur um, að nemandi fái aðeins að þreyta landspróf mið skóla tvisvar sinnum, nema tii komi skrifleg undanþága Mennta málaráðuneytisins. Einkunnargjöf verður breytt á þann hátt að gefn ar verða einkunnir í heilum töl- um frá 0 til 10. Meðaleinkunn skal reikna með einum aukastaf. Landsprófsnefnd hefur fengið samþykki fræðslumálastjóra og leyfi Menntamálaráðuneytisins fyr ir því, að prófgreinum verði fækk að úr 9 í 8 á hvern nemanda. Verður þetta gert þannig, að hver nemandi sé undanþegin prófi í einni eftirtalinna greina: sögu, landafræði, náttúrufræði. Nefnd- in ákveður, hvaða prófgrein hver nemandi skuli undanþeginn og lætur tilkynna nemendum það í byrjun prófa. Gert er ráð fyrir því, að (árs) einkunn skóla gildi í undanþágugrein, og reiknist hún til meðaleinkunnar miðskólaprófs, en ekki landsprófs. Nefndin telur, að athuganir og útreikningar bendi til þess, að á þennan hátt megi fá jafnáreiðanlega niðurstöðu á próf inu með minni fyrirhöfn og til- kostnaði. Landsprófsnefnd hefur í þess um mánuði unnið að samningu draga að námsskrá í landsprófs- deildum og leggur þau nú fram fyrir allar greinar aðrar en iandafræði. bar eð fulltrúi í nefnd inni hefur verið forfallaður vegna nýafstaðinnar sjúkrahúsvistar. en drög að landafræðinámsskrá verða gefin út innan tíðar. í samræmingarnefnd gagnfræða prófs eiga sæti: Andri ísaksson sálfræðingur, formaður, Ilalldór Úskilahestar 1- Gráskjóttur hestur, sex eða sjö vetra, mark: fjöður aftan hægra, sýlt eða stúfrifað vinstra. Gæti verið sneiðrifað aftan vinstra. 2. Brúnn hestur, sex eða sjö vetra. Mark: biti atan bæði eyru. Gæti verið stig aftan bæði eyru. Hestarnir eru í geymslu hjá hreppstjóra Lunda- reykardalshrepps, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. Hestar þessir verða seldir á óskilafjárupp-' boði laugardaginn 12. október næstkomandi. HREPPSTJÓRINN, — sími um Skarð. Móðir mín, Halldóra B. Björnsson skáldkona, andaðist að kvöldi hins 28. september. Þóra Elfa Björnsson. Eiginmaður minn og faðir Jörundur Sveinsson loftskeytamaður, andaðist af slysförum 29. þ. m. Margrét Einarsdóttir og börn. Systir okkar Anna Tómasdóttir andaðist í Kaupmannahöfn 19. september. Jarðarförln hefir farið fram. Sigríður Tómasdóttlr, Margrét Tómasdóttir, Guðmundur Tómasson. Útför eiginmanns míns. Sigurðar Guttormssonar, hreppstjóra, Hallormsstað, sem lézt á Landspítalanum hinn 27. september, 51 árs að aldri, fer fram fimmtudaginn 3. september frá Vallaneskirkju kl. 14. Jarðsett verður á Hallormsstað. Hans verður síðar minnst í ís- lendingaþáttum Tímans. Arnþrúður Gunnlaugsdóttir. Innilegustu hjartans þakkir færum við öllum þeim mörgu er sýndu vináttu og samúð við andlát og jarðarför Guðmundar Rafnssonar, Sunnuhlíð, Skagaströnd. Guð blessi ykkur öll. Rafn Guðmundsson og aðrir aðstandendur. MIÐVIKUDAGUR 2. október 1968. J. Jónsson safnvörður, íslenzka), Óskar Halldór.sson lektor, (ís- lenzka), Hjálmar Ólafsson bæjar stjóri, (danska), Jóhannna A. Frið riksdóttir, gagnfræðaskólakennari, (danska), Benedikt Sigvaldason skólastjóri, (enska), Hörður Lárus son menntaskólakennari, (stærð fræði), Þórður Jörundsson, yfir- kennari, (stærðfræði). í landsprófsnefnd eiga sæti: Andri ísaksson, sálfræðingur, for maður, Gestur Magnússon gagn fræðaskólakennari, (íslenzka), Ólafur Briem menntaskólakenn- ari, (íslenzka), Ilörður Bergmann gagnfræðaskólakennari, (danska), Heimir Áskelsson _ menntaskóla- kennaiú, (enska), Ólafur Hans- son prófessor, (saga), Guðmundur Þorláksson kennaraskólakennari, (landafræði), Guðmundur Kjart ansson jarðfræðingur, (náttúru- fræði), Guðmundur Arnlaugsson rektor, (eðlisfræði), Björn Bjarna son menntaskólakennari, (stærð- fræði)., ÚTFLUTNINGSKERÐIÐ Framhald af bls. 3. SH og Sjávarafurðadeild SÍiS störf- uðu ýmist saman að sölumálum eða væru harðir keppinautar og taldi það kerfi sem á þeim mál- um væri nú, hið bezta. Hins vegar taldi hann að utanríikisráðuneytið þyrfti að aðstoða sölusamtökin í ríkari mæli, og vitnaði þar m. a. til þess hvernig nágrannaþjóðirn- ar störfuðu að þessum málum. Hið opinbera ætti ekki að starfa að sölumálunum sjálfum, heldur að aðstoða með upplýsingasöfnun og skýrslugerðum. Þá nefndi hann einnig, að e. t. v. mætti hugsa sér Umferðarslys á Hringbraut EKH-Reykjavík, þriðjudag. í kvöld kl. 19,55 varð umferðar slys á Hringbraut vestan Njarðar- götu. Gömul kona á áttræðisaldri var á leið norður yfir götuna, þeg- ar hún varð fyrir fólksbifreið er var á leið vestur Hringbraut. —- Gamla konan mun hafa meiðst tölu vert og var hún flutt á Slysavarð- stofuna. Þegar blaðið fór í prent- un var konan enn á Slysavarðstof-. unni. að breyta staðsetningu sendiráð- anna, svo þau mættu betur gegna þessu hlutverki sínu. Sagði Guðjón að ekki mætti í þessu sambandi vanmeta það sem gert hefði verið, og nefndi þar til dæmis að sendiráði.n i A-Evrópu væru mjög starfssöm á þessu sviði1 Eins og umsjónarmaður þáttar- ins sagði í niðurlagi hans, þá hefði. kannski mátt búast við því að. meira bæri á milli hjá fulltrúum SH og SÍS og hinna, en segja má að niðurstaða umræðnanna hafi verið sú, að kannski mætti vera meira frjálsræði innan sölusam- taka sjávarútvegsins, en gjörbylt- ingar væru ekki æskilegar, þar sem útflutningskerfi það sem við búum við í dag hefði að mörgu leyti gefizt vel, en alltaf mætti betrumbæta kerfið innan þess ramma, sem það væri nú I. SKARTGRIPIR UWU'^L^l 1 1 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — ijj \ - SIGMAR OG PÁLMI ■ Hverfisgötu 16 a. Simi 21355 og Laugaveg 70. Simi 24910 Trúin flytur fjöll. — Við flytjum allt annað SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA MÝTT HÚSNÆÐI Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að ÁRMÚLA 5 (hornið á Ármúla og Hallarmúla) / Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjölbreyttara úrval eldhúsinnréttinga og heimilistækja í rýmri og vistlegri húsakynnum. Verið velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, simar 84415 og 84416

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.