Tíminn - 02.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1968, Blaðsíða 6
TÍMINN__________ MIÐVIKUDAGUR 2. október 1968. Þeir sviðsetja Puntila eftir Bertolt Brecht m ■■ og fagur. Hiún getur einnig ver ið Ijót og klúr. Hann vill þvinga okkur til þess að fara að hugsa til að verða siðferðilega virk. Þeir Pintzka og Grund, 6em hingað eru komnir til að starfa með leikurum og öðru starfs fólki Þjóðleikhússins að upp- setningu á einu leikriti Brechts hafa báðir starfað í, leikhúsi hans við Schiffbauerdamm í Berlín þar sem Berliner Ens emble er til húsa. En svo nefnd ist og nefnist enn hópur leik- húsfólks, er Breoht vann með á sínum títna og enn heldur áfram í hans anda. Austur-þýzku leikhúsmennirnir Wolfgang Pintzka og Manfred Grund, sem um þessar mundir starfa vis Þjóð- leikhúsið, skoða eina finnska dagblaðið, sem fyrirfannst í Reykjavík, en það á að notast í leikritinu Puntila bóndi og Matti vinnumaður hans, sem frumsýnt verður á föstudagskvöld. Tímamyndir GE „Ef Puntila bóndi og Matfi vinnumaður verður skemmtileg og fróðleg leiksýn- ing, sem vekur áhorfendur til nokkurrar íhugunar, en þó fyrst og fremst ef leikhús- gestir eiga ánægjulegt kvöld í leikhúsinu, þá er árangrinum náð og við ánægðir“, sagði Wolfgang Pintzka leikstjóri, er við náðum tali af honum í síðustu viku. Þeir eru á einu máli um þessa skoðun Pintzka, og aðstoðarmaður hans, Manfred Grund, sem hefur unnið leikmyndir, teiknað búninga og segir, í samráði við leikstjóra, fyrir nni stóður og hreyfingar leikaranna og margt fleira. Síðustu vikurnar hefur verið unnið af kappi í Þjóðleikhúsinu. Leikrit Bertolt Brechts hefur verið æft kvölds og morgna undir nákvæmri leikstjórn austur-þýzka ieikstjórans Pintzka, og fyrir tæpri viku kom samstarfsmaður hans Grund, honum til aðstoðar. Við litum inn eitt kvöldið á æfingu, en þá var farið yfir tvær stuttar „myndir“ leiksins hvað eftir annað, allt fram að miðnætti. Hvert atriði grandskoð- að og fágað til hins ýtrasta. Næsta dag var síðan tækniæfing og voru þá ljós og önnur tæknileg atriði tekin til jafnrækilegrar athugunar, jafnvel dagblað, sem nota á í leikritinu, er talið æskilegast að sé finnskt í húð og hár. Þýzki rithöfunduirinn og lei'k stjórinn Bertolt Brecht samdi Puntila í Finnlandi á stríðsár- unum. Leikurinn gerist þar og ber nokkurn blæ finnsks þjóð lífs. í þessu leikriti Brechts sem öðrum leikritum hans kem ur fram hárbeitt þjóð'félaigs- gagnrýni í þetta sinn undir yf- irborði gamanleiksins. Hann ræðst gegn því óréttlæti, sem þeir minnimáttar í þjóðfélag inu eru beittir; sýnir okkur í ljósi miskunnarlausrar gagn- rýni heim síns tíma (og nú- ti'mans?) þar sem hinum ríka leyfist all. Byltingarmaðurinn ureent vill vekja okkur til umhugsunar, láta okkur sjá hversdagslega atburði og stað reyndir í nýju ljósi. Hann vill ekki að við sitjum í salnum og lifum okkur inn í það, sem fram fer á leiksviðinu, óvirk að öðru leyti en því að láta leikritið og höfund þess spila á tilfinningar okkar eins og hljóðfæri. Listin er í hans aug um ekki einungis háleit, göfug TJintzka nam við leiklistarhá- skóla í Weimar og Leipzig og lagði í fyrstu einkum stund á leiklistarsögu og leiklistarvís- indi. Hann rannsakaði sérstak lega starfsáðferðir Brechts og fékk tækifæri t. þ. a. starfa með honum í Berliner Ensemble og fylgdist með er Brecht setti upp leikrit sitt Der Kaukasische Kreidekreis. Pintzka var boðið að verða að- stoðarmaður Brechts og svo fór að loknu háskólaprófi að hann sneri sér fyrst og fremst að leikstjórn. „Því miður . dó Brecht um aldur fram“, segir Pintzka. En Pinfzka hélt áfram- að starfa með Berliner Ensemible allt til 1963. Hann vann með hinum fræga leik- stjóra Erich Engel, sem fyrstur manna setti upp Túskildings- óperu Brechts, við uppsetningu sama leikrits meira en 20 ár um síðar. Einnig vann Pintzka að uppsetningu leikritsins Sohveyk im Zweiten Weltkrig. Síðar gerðist Pintzka leik bússtjóri í Gera í Thiiringen og stjórnaði þar einnig leikrit um. Árið 1967 réðist hann leik stjóri við Berliner Volksbiihne við Luxemborgplatz í Austur- Berlín. Manfred Grund, sem Pintzka nefnir í gamni Mackie hníf eftir einni persónunni í Túskildingsóperunni, er aðal- leikmyndasmiður leikhússins en þeir félagar hafa starfað saman í meira en 10 ár. Þeir eru einnig báðir meðlimir í list rænni stjórn leikhússins. Þar eru þeir Pintzka og Grund að Á æfingu. Manfred Grund, Þorsteinn Þorsteinsson þýðandi leiksins, GuSlaugur Rósinkranz þjóSleikhússtjóri, Wolfgang Pintzka. reyna að vinna með aðferðum og í anda Berliner Ensemible í leikhúsi, sem að nokkru leyti tekur ólík ve,rkefni og hefur aðra stefnuskrá. ★ Þeir segja okkur nokkuð frá verkefnum þeim sem unnið er að í Berliner Volksbiihne um þessar mundir. Þar er verið að leika Mysterium Buffo eftir Rússann Majakowski. Leikrit Majakowskis segir upphaflega Heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu þar sem tveir nemendur BRECHTS vinna nú með íslenzkum leikurum frá uppbyggingu Rússlands eft ir stjórnarbyltinguna, en hefur verið staðfært og þýzka leik sýningin sýnir uppbygginguna í Austur-Þýzkalandi eftir stríð ið. Þá er leikrit ítalska skálds ins Dario Fo „í sjöunda lagi: Steldu svolitið minna“ á verk efnaskrá leikhússins. Er það í fyrsta sinn sem þetta leikrit er leikið i þýzkumælandi landi. í þriðja lagi sýnir Berliner Volksbúhne Ieikrit Frakkans Armands Gattis „V fyrir Viet nam.“ Það gerist í Pentagon, aðsetursstað varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna. Af aðal hlutverkum má nefna lögreglu stjórann Meea öð u nafni John son forseta, herra Quadrature öðru nafni Mc Namara fyrrver andi hermálaráðher,ra. Nota þeir rafmagnsheila til að reikna út gang hugsanlegs stríðs fyrir fram. Að sögn fjallar leikritið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.