Tíminn - 04.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1968, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. október 1968. TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjómarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. S'krifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusúni: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. _ Prentsmiðjan Edda h.f. Sporin hræða Það má gerla sjá á forystugrein Morgunblaðsins í gær, að það hefur komið illa við kaunin á þeim bæ, er Tíminn benti á þá augljósu staðreynd, að það er reynslan af stjórnmálalífinu í landinu síðasta áratug, sem xmga fólldð byggir nú öðru fremur á áfellisdóm sinn um stjórnmálaflokkana og starfshætti þeirra. Hér var ekki verið að sýkna neina flokka, heldur minna á staðreynd, sem nauðsynlegt er að gera sér ljósa, þegar kryfja skal til mergjar hverjar séu orsakir þeirrar óánægjuöldu, sem risin er meðal ungs fólks og gagnrýni á íslenzku stjórnmálaiffi eins og það er nú. Unga fólkið þekkir ekki af eigin raun nema síðasta áratuginn, og þótt vissulega megi finna gagnrýniefni frá eldri tíma, er það eigi að síður síðasti áratugurinn. Jafnframt er það líka augljóst, að þeir flokkar, sem stjórnað hafa þennan áratug og ráðið stjórnarfarinu og löggjafarstarfinu og mótað hið pólitíska siðgæði í stjórn landsins þessi reynsluár unga fólksins, eru hirðmeistar- ar þess ástands, sem vakið hefur reiðiöldu þess. Þetta verður enn betur ljóst, ef litið er á stjórn- málaályktun ungra Sjálfstæðismanna, og aðrar ályktanir, gerðar á nýloknu þingi. Þessar ályktanir eru í flestum greinum augljóst andóf eða jafnvel fullkomin uppreisn gegn stjórnarfari og pólitísku siðgæði „viðreisnar“-ára- tugsins. Þar er til dæmis krafizt, „að undinn verði bráð- ur bugur að mótun almennrar byggðastefnu í landinu og „að gerð byggðaáætlana verði hraðað“, og þetta er talið „grundvallaratriði til að skapa borgurunum aukið afkomuöryggi og uppbyggingu í landinu greiðan farveg“. Þá er krafizt „byltingar í skólakerfi landsins", „stór- felldra umbóta í félags- og heilbrigðismálum, sem rétti hlut hins máttarminni“, og loks eru þessi skýru orð: „Við viljum láta rödd íslands kveða við með nýjum tón á vettvangi þjóðanna og hafa forystu um framgang friðar- og mannúðarmála á erlendri grund“- Þannig er öll stjórnmálaályktunin beint og óbeint þungur áfellisdómur um vanrækslusyndir núverandi ríkisstjórnar og fastast kveðið að orði um nauðsyn um- bóta, þar sem þær eru mestar. Eða hvaða ástæða væri fyrir unga Sjálfstæðismenn að krefjast mótunar byggða stefnu, ef að því hefði verið unnið, eða biðja um „bylt- ingu“ í skólakerfi, nema af því að þar hefur verið svo hörmulega að verki staðið síðasta áratug? Hvers vegna er nú svo brýnt að rétta hluta þeirra, sem eru minni máttar, nema af því, að þessi áratugur hefur sérstaklega níðzt á þeim. Og mundu þessir ungu Sjálfstæðismenn biðja um „nýjan tón“ í rödd íslands á alþjóðavettvangi, nema af því að þeim blöskrar frammistaðan þar síðasta á^atuginn? Allt þetta sýnir, að jafnvel ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum fordæmir stjórnarfarið síðasta áratuginn, af- neitar ráðandi stefnu og lýsir yfir allt öðrum markmið- um. Spor ráðamannanna á „viðreisnar“-áratugnum hræða hana. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins finna vel þessa for- dæmingu. Mbl. birti ekki stjórnmálaályktunina fyrr en á þriðja degi eftir þingið, og þá fylgdi forystugrein, þar sem reynt var að rýra mál ungu mannanna á ýmsan hátt og tortryggja í augum fólks, t.d. sagt, „að ályktanir þings ins og umræður hafi mótazt af hugsjónaauðgi æskunnar en einkennist um leið um of af fullyrðingum, sem ekki voru færð næg rök fyrir“. Af öllu þessu er augljóst, að það er ekki misskiln- ingur að unga fólkið byggi dóm sinn á reynslunni af síðasta áratug, og þetta vita og finna ríkisstjórnarflokk- arnir mæta vel. Útdráttur úr skýrslu U Thants: Ástandiö í sunnanverðri Afríku stefnir allri álfunni í voða Lítið sem ekkert hefur þokazt í samkomulagsátt fyrir botni Miðjarðar- hafs og skuldin, vegna dvalar friðargæzlusveitanna á Kýpur, er orðin geigvænlega mikil KERFI Sameinuðu þjóðanna til eftirlits með framkvæmd vopnaMésins í Palestínu varð að vísu fyrir áfalli og gekk úr skorðum vegna atburðanoa í júni 1967. Það hefir eigi að síður átt ríkan þátt í að koma í veg fyrir að bardagar breidd- ust út, einkum þó með því að takmarka hættusvæðið og tryggja framkvæmd vopnahlés þegar í stað samlcvæmt þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í Sýrlandi og við Suezskurð- inn þegar við lok júnímánað- ar í fyrra.^ Á vopnahléssvæð- inu milli fsraels og Jórdaníu hefir ekki verið unnt að koma eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna fyrir, þar sem brost- ið hefir samkomulag aðila um það atriði. Þama hafa þvi bar- dagar orðið bæði tíðari og al- varlegri en annars staðar. Hafa verður í huga, þegar hugleiddar eru ástæðurnar til hinna tíðu og hryggilegu brota á vopnahléssamningunum, að heita má, að alit vopnahlés- svæðið fyrir botni Miðjarðar- hafsins sé hersetið af öðrum aðilanum. Sagan sýnir, að þeg- ar svo stendur á, verða hryðju- og ofbeldisverk tíðari en ann- ars væri. HEITA má, að ástandið í Austurlöndum nær, að því er varðar jafnvel upphaf friðar- samninga, sé alveg óbreytt frá því, sem það var fyrir átta mánuðum. Allt til þessa hafa viðkomandi aðilar aðeins kom- ið sér saman um eitt, ljóst atr- iði, eða að Jarring sendifull- trúi skiuldi halda viðleitni sinni áfram. Annar aðilinn hefir krafizt „beinna samninga“, eða að full trúar beggja aðila ræðist við augliti til auglitis. Hinn aðil- i<nn hefur hafnað beinum við- ræðum, eða gerði það að minnsta kosti í upphafi. Hann hefir þó fengizt til að eiga ó- beinar undirbúningsviðræður, og hefir Jarring sendifulltrúi verið milligöngumaður. Við- leitni hans verður þó öll til einskis nema honum auðnist að koma fram einhvers konar viðræðum aðilanna um efni, sem einhverju varða. HALDIÐ hefir áfram að draga úr spennunni á Kýpur í upphafi þessa árs. Kemur þetta fram í auknum samskipt um grískra og tyrkneskra Kýp urbúa, miklu minni skothríð en áður og öðrum árekstrum innbyrðis, og verulega aukinni viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að koma á eðlilegu á- stand í landinu, bæði með þvi að draga úr efnahagslegum hömlum og tryggja tyrknesk- um Kýpurbúum fullt frelsi til umferðar. Ég finn mig þó knúinn til að vekja athygli aðilanna að Kýpurdeilunni á þörfinni á að hraða mjög lausn vandans. Fjárhagsástandið í sambandi Vorster við friðargæzlusveitirnar held- ur áfram að versna, og skuld- in vegna þessara athafna er eins og nú standa sakir um það bil 13,6 milljónir doll- ara. . . . Af þessum sökum tel ég mig nauðbeygðan til að lýsa enn einu sinni yfir, einkum þó fyr- ir aðilunum að Kýpurdeilunni, lan Smith að eins og allt er í pottinn búð, er ekki með neinu móti unnt að hafa friðargæzlusveit- ir Sameinuðu þjóðanna öllu lengur á eynni AFLEIðlNGARNAR af ó- leystum apartheid-stefnu ríkis Þriðji hluti stjórnar Suður-Afríku-lýðveld- isins hafa enn orðið alvarlegri síðastliðið ár en áður var. Rík- isstjórn Suður-Afríku hefir ekki einungis haldið áfram að fylgja stefnu sinni enn ákveðn ar fram en áður innan suður- Afríku sjálfrar, heldur hefir nún einnig reynt að efla og auka áhrif kynbáttastefnu sinn ar í nálægum ríkjum, einkum þó í Namibiu (suð-vestur Afr- íku) og sunnanverðri Ródesíu. Vegna þessarar gallhörðu af- stöðu hafa leiðtogar hins und- irokaða meirihluta lýst yfir, að þeir eigi þess ekki kost að end urheimta rétt sinn með neinu öðru mót en baráttu með vopnum. Svo virðist sem bar- dagar séu þegar hafnir í sunn anverðri Ródesíu, en skýrt hef ir verið frá allmörgum árekstr um við öryggissveitir Suður- Afríku og sveitir hinnar ólög- legu stjórnar Ian Smiths í land inu. Því verður ekki móti mælt að ríkisstjóm Suður-Afríku hef ir ekki einungis valdið vand- ræðum í Suður-Afríku sjálfri með þvi að framfylgja apart- heid-stefnu sinni enn eindregn ar en áður og með samvinnu við stjórnina í Salisbury, held- ur stefnir hún allri sunnan- verðri Afríku í beinan voða. . . Áhrifavald Sameinuðu þjóð- anna í viðureigninni við hina alvarlegu hættu í Suður-Afr- íku og möguleiki þeirra til að fcoma í veg fyrir beitingu og gagnbeitingu ofbeldis, sem stefni friði og öryggi á .öllu meginlandi Afríku í voða og heimsfriðinum um leið, fer eft ir því, hve einbeitt aðildarríki samtakanna verða við að taka á sig óhjákvæmilega ábyrgð, og eins eftir hinu, hve fús að- ildarríkin að Öryggisráðinu verða til að taka málið til at- hugunar að nýju og ná sam- komulagi um alvarlegar og á- hrifaríkar aðgerðir. NÝLENDUVANDINN, sem hinn syðri hluti Afríku á við að stríða, er mál alveg út af fyrir sig. Þar er um að ræða hina augljósustu fjöldakúgun og sviptingu mannréttinda og grundvallarfrelsis. Eins og ég hefi lýst annars staðar, virðist sameiginleg ákvörðun Samein uðu þjóðanna um að binda endi á nýlendustefnuna, hafa steitt á heilsteyptum hamravegg ein dreginnar andstöðu í þessum hluta heimsins. . .. Hálft þriðja ár er liðið síð- an hin ólöglega minnihluta- stjórn í Ródesíu lýsti yfir frelsi landsins og liðnir eru meira en 18 mánuðir síðan að Örygg- isráðið lýsti yfir, að ástandið á þessu svæði stofnaði alþjóða- friði og öryggi í hættu Samt hafa viðbrögð ríkisstjórnar Bretlands eða stjórnmálalegar refsiaðgerðir ýmiss konar eðlis sem aðrar ríkisstjórnir gripu til v^gna ákvarðana Samein- uðu þjóðanna, ekki leitt til þess skjóta bata, sem samfé- lagi þjóðanna voru veittar von ir um. I-Tin ólöglega ríkisstjórn í Ródesíu hefir ekki látið sér nægja að hafa boð ríkisstjórn- ar Bretlands að engu með því að halda áfram við áformaða aftöku nokkurra afríkanskra þjóðernissinna, þrátt fyrir bann Breta. Hún hefin einnig, með aðstoð Suður-Afríku, grip Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.