Tíminn - 04.10.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4. október 1968. TIMINN 9 DENNI — Þetta hlýtur a3 vera hræSi legt — þa3 halda allir hver í DÆMALAUSI SJÓN VARPIÐ Föstudagur 4. okt. 1968: 20.00 Fréttir. 20.35 Vatn til Eyja: Senn líð- ur a3 því a3 langþráður draumur Vestmannaeyinga raetist, og þeir fái gott, renn andi vatn í hús sín. I mynd þessari er saga vatnsveitu- málsins rakin og sýnt, þeg- ar neðansj ávarleiðslan var lögð siaðstliðið sumar. Þulur er Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Spretthlauparinn Jesse Lárétt: 1 KynkvísLaniia 6 Fát 7 Öfugur tvíhljóði 9 Tónn 10 Hnött urinn 11 StafrófsröS 12 1001 13 Æði 15 komist nær. Krossgáta Nr, 133 Lóði-étt: 1 Mannorðsmissir 2 ísland 3 Auðveld uppgöngu. 4 Öfug stafrófsröð. 5 Óhreinkaðist 8 Ennfremur 9 Bandlegg 16 Bor 14 Tveir eins. Ráðning á gátu nr. 132. Lárétt: 1 Absalon 6 Ána 7 TS 8 Ám 10 Andláts 11 Kú 12 A1 13 Att 15 Naust in. Lóðrétt: 1 Arftakan 2 Sá 3 Andlits 4 La 5 Námslán 8 Snú 9 Áta 13 AU 14 TT. 34 Owens. — Bandaríski íþrótta maðurinn Jesse Ovi'ens heim sækir Olympíuleikvanginn í Berlín. f .myrtdinni eru sýnd ar svipmyndir frá Olympíu- leikunum 1936, er Owens vann fern gullverðlaun og einnig sjást helztu leiðtogar „Þriðja ríkisins“. íslenzkur texti: Ásgeir Ingóifsson. 21.40 Maverick: fslenzkur texti Ingibjörg Jónsdóttir. 22.30 Erlend málefni. Umsjón: Markús Örn Anlonsson. 22.50 Dagskrárlok. Fyrir jólin lá við að hún byggði mér út úr bænum. — Það er ( mikið að gera á sveitabæjum, sagði kaupmaður. — Hvort sem á sveitabæ er eða ekki, verður allt kvenfólk ómögu- legt fyfir jól, hvein í Óla Pétri. — Svona er Malín á elliheimilinu, og ekki hún ein og hjálparstúlk- an, heldur allar kerlingarnar líka. Endranær verður að þjóna þeim í öllu, en fyiir jólin þykjast þær verða að hjálpa til, allar saman! — Séu þær ekki ómögulegar að öðru leyti, eru þær naumast hættu legar, gegndi Kristín og hló. — Ætli ég komi ekki einhvern daginn og kíki á eymdina, bætti Óli Pétur við. — Þú gætir l'íka litið inn til okkar einstöku sinnum, sagði Ósk ar. Það var ekki oft sem Óli Pét- ur gerði vart við sig hjá syni sín- um. — Já, það getur verið, svar- aði Óli Pétur kæruleysislega. — Það var nú það, já, sagði Olli. — Var þá nokkuð meira? — Nei, þakka. Verið þið þá sæl ir. Kristín gekk til idyra- — Líði þér vel, afi og berðú Grétu kveðju mína, Óskar. — Hún er stúlka, sem segir sex þessi dótturdóttir þín, sagði kaupmaðurinn við Óla Pétur þeg- ar hún var farin. Hinrik á Neðra- bæ gæti ekki náð í neina betri. Er þetta ekki annars klappað og klárt milli þeirra. Óli Pétur yppti öxlum. — Jú, ef hún þá kærir sig um hann. En ungdómurinn nú til dags . . . Meðan þessu fór fram hafði Betu tekist að koma sér upp í kerruna — Hér er ágætt í aftursætinu, sagði hún. — Þá hef ég eitthvað til að halda mér í. En um að gera að aka nú ekki svo hratt, Kristín, að vagninn velti. _ Kristín hló og kinkaði kolli til Óla skeifnasmiðs. — Nú er búið að koma Betu fyrir, svo nú færð þú að losna. Þakka þér fyrir hjálpina. — Ég kem þá daginn eftir morg undaginn, mælti Óli. — Gott er það, bless! Kristin slakaði ögn á taumhald- inu, og Vega tók þegar til fót- anna. Hún var svo viljug að Kristín varð undir eins að halda aftur af henni. — Ekki of hratt, góða Kristín mín! sagði Beta í bænarrómi. Hún var hrædd. — Þú mátt vera róleg, gegndi Kristín hughreystandi. — Það er ekki hægt að fara í spretti á kerru með þremur innanborðs. Eiríkur virti dáttarhestinn fyr ir sér, en hugsaði þó ekki ein- göngu um hann, heldur og um stúlkuna sem ók. Það var eitfchvað í fari hennar sem honum geðj- aðist fjarska vel að og nú kom það einmitt greinilega í ljós. Hún einbeittd sér svo mjög að öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Setning- in sem er svo algeng, „lifandi áhugi,“ átti einkar vel við um hana. Lifsþróttur var henni í hlóð borinn. Hún virtist lifa sig inn í hvað eima. En um slíkar hugsan- ir þagði hann vitaskuid þunnu hljóði. — Vega er fallega vaxin, sagði hanp í þess stað. — Aðeins of gildváxin, kannski. — Það veitir ekki af þegar far- ið verður að vinna með hana í skóginum, svaraði hún. — Þá verð ur hún ekki lengi að rölta af sér spikið. — Svona hest langar mig til að eiga, mælti Eiríkur í aðdáunar- róm. — Og ég skal líka geta eign- azt hann. Kristín leit snöggt til hans. Hann var manna liklegastur til að ná því takmarki sem hann setti sér, varð henni hugsað er hún sá atorkusvipinn á andliti hans. En hún ræddi ekki heldur um neitt nema hestimn. — Já, húm er ágætur skógar- hestur, verður sjálfsagt prýðileg til undaneldis líka. — Það ætti hún að geta orðið. — Við vorum að hugsa um að hleypa til hennar í ár, svo hún eignaðist folald að ári, en það er enginn foli hér í nágrenninu, sem okkur líkar. — Ekki það? — Nei. Herragarðsfolinn er fallegur á að líta, en það kemur ekkert sérlega gott undan hon- um, fætumir ekki nógu sterkleg j ir. Eiríkur kinkaði kolli. —, Á ég j að segja þér hvern þið ættuð að i fá handa Vegu? í Kristín sneri sér að honum með I áhuga. — Veizt þú um góðan fola, sem ekki er allt of langt í burtu? Aftur kinkaði hann kolli. — Það eru tveir fallegir stóðhestar við kappreiðavöllinn. Það er hrokk í Vegu. — Hvort það er! hrópaði Kristín í hrifningu. — Þú ættir bara að sjá til hemnar í góðu sleðafæri! — Þið ættuð einhvern tíma að reyna hana á isbrautinni. — Ég hefi minnzt á það við pabba, en hann vill það ekki. — Hvers vegna ekki? — Hann segir að ef byrjað sé á slíku, verði alit annað vanrækt, svo það komi ekki til mála. — Það var slæmt. — Já, Kristín stundi við. — Þetta barst líka einu sinini í tal á Neörabæ, en þeir Knútur og Hinrik voru báðir á sama máli og, pabbi, svo ég varð auðvitað að láta í minni pokann. — En það á ekki að þurfa að j vanrækja neitt, þótt hesti sé j hleypt á sleðabrautinni öðru ■ hverju. i — Nei, það finnst mér ekki heldur. En pabbi stendur í þeirri j meiningu, að þjálfunin taki of i mikinm tíma frá annarri vinmu. — Hún gerir það ekki. Bezta þjálfunin fyrir stilltan hest er að ganga í skóginum. — Þú ert víst talsvert kunnug- ur kappreiðum! — O, ekki svo mikið sem ég vildi. Ég hefi aðeins ekið nokkr- um sinnum á sleðabraut. — Hefirðu gert það? spurði Kristín steimhissa. — Hefir þú nokkurn tíma hlotið verðlaun? — Ó, nei, nei, svaraði Eiríkur og hló, — ekki tel ég það. — Bn þú hefur að minnsta kosti keppt, héit Kristín áfram og var ekki laust við að hún öfund- aði Eirík. — Hvaða hest varstu með? — Ég átti hann sjálfur. En hann var ekki svo röskur að hann skaraði fram úr. Þrettán vetra og vanaöur, ágætur í skóg- inum, en óvanur hraðhlaupi, svo ekki var við því að búast að hann færi fram úr. Ég var aðeins með að gamni mínu. Kristín varp öndinni svo hátt, að heyra mátti. — Ég skyldi gjarna vinna til að verða síðust, bara ef ég fengi að taka þátt I keppninni. En stúlkur mega frá- leitt keppa. — Ekki þar sem veðbanki er, en það hafa heir sjaldan við vetr- arhlaupin. — Ilugsa sér ef ég fengi ein- hvern tíma að keppa með Vegu á ísbraut! mælti Kristín og það var auðhe.vrð þrá í rödd hennar — Iívernig heldur þú að það myndi takast? — Mætti segja mér að þið kæm ust langt, svaraði Eiríkur af sann færingu. — Bara að hún hafi ekki óhreinan gang eða hlaupi upp. — Ekki trúi ég að hún myndi gera það. — Það er ieitt að hún skulj ekki fá að sýna hvað í henni býr. — Líklega fær hún það aldrei, svaraði Kristín dapurlega. — En nú skal ég að minnsta kosti sýna þér það. — Góða mín, stúlka, ekki fara hratt! Beta tók andköf. Kristín hló. — Þú veizt ekki hvað hratt er. Ég ætla bara að gefa henni slakan taum allra snöggvast. Hún gerði það, og svo var sem Vega tæki a sig aðra og hressi- legri reisn, er hún jók ferð- ina. 1 — Nei, en Kristín! Kristín! æpti Beta i skelfingu. — Þetta er svo sem ekkert, sagði Kristín hlæjandi. — Nei, en maður finnur að hún er ferðmikil, sagði Eiríkur ÚTVARPIÐ Föstudagur 4. október. 7.00 Morgunútvarp. 1200 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Við, setn heima sitjum: Kristmann Guðmundsson les. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veðurfregnir. Tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. — 17.00 Fréttir. Tónlist eftir Mozart. 17.45 Lestrarstund fyr ir litlu hörnin. 18.00 Þjóðlög. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Til kynningar. 19.30 Efst á baugi: Elias Jónsson og Magnús Þórð- arson fjalla um erlend mál- efni. 20.00 Sónata í G-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Guillaume Lekau. 20.30 Sumarvaka. 21.35 Tólf etýður op 10, eftir Chopin. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: 22.35 Kvöld tónleikar. 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 5. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Óskalög sjúkl inga Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir 15.00 Fréttir 15.15 Laugar dagssyrpa í umsjá_ Haligríms Snorrasonar. 17.15 Á nótum seskunnar Dóra Ingtvadóttir og Pétur Steingrímsson kynna nýj ustu dægurlögin. 17.45 Lestrar stund fyrir litlu börnin 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.20 Til kynningar 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19. 30 Daglegt líf Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 20. OO Gömlu dansarnir 20.35 ,,Misgáningu>r“ smásaga eftir Guy de Maupassant. Baldur N Pálmason islenzkaði. Baldvin Halldórsspn leikari les. 20.55 Þættir úr „Carmina Burana“ eftir Carl Orff. 21.25 Leikrit: „Haust“ eftir Curt Goetz. Áður útv. 1963. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.15 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dags>krár lok. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.