Tíminn - 05.10.1968, Qupperneq 3

Tíminn - 05.10.1968, Qupperneq 3
L.AUGARDAGUR 5. október 19G8. 3 TIMINN Útibú Landsbankans á Selfossi 50 ára Talið frá vinstri: Garðar Bragason og Sigríður Eysteinsdóttir, eigendur Hús og Skip; Óskar Halldórsson í Dúnu oq Helqi Halldórsson, eiqandi Krómhúsgagna. (Timamynd—GE). SÚLUSAMVINNA 3 FYRIRTÆKJA HÚSBÚNAÐI AÐ ÁRMÚLA 5 Þrjú fyrirtæki, sem í senu standa að framleiðslu og inn- flutningi á húsbúnaði, hafa sam- einazt um rúmgott og glæsilegt verzlunarhúsnæði að Ármúla 5, er opnað verður á morgun. Þessir aðilar eru Húsgagnabólstrunin Dúna í Hafnarfirði, Hús og skip, sem hingað til hefur verið til húsa að Laugav. 11, og Krómhúsgögn, er haft hefur verzlun að Hverfis- götu 82. Hin nýja verzlun að Áraiúla 5 er á 400 fermetra gólffleti og innréttuð á þann ve-g, að söluvör- ur fyrirtækjanna þriggja eru að- skildar, þó verzlunin sé samfelld heild. Húsbúnaðarfyrirtækin þrjú hafa aðeins samei-nazt um sölu varnings síns, en munu áfram vinna að framleiðslu og innflutn- ingi hvert í sínu lagi. Húsgagnaverksmiðjan Dúna var sett á stofn árið 1983 í hús-næði að Auðbrekku 59 í Kópavogi og hefur fyrirtækið farið ört vaxandi allt frá stofnun þess og vi-nna þar að framleiðslu 20 manns. Aðal- verzlun Dúnu verður áfram í Kópa vogi, en á 100 ferm. gólffleti að Ármúla 5 mun Dúna hafa til sýn- is og sölu sófasett, staka stóla, svefnbekki, sófaborð o-g hinar þekktu Dúnadýnur. Verksmiðjan Dúna hefur frá upphafi lagt á- herzlu á dýnugerð og eru dýnur frá Dúnu fremur þunnar, stinn- ar og án heftingar, þannig að yf- irborð þeirra er slétt. Þess má geta, að fyrirtækið hef ur tryggt sér umboð fyrir dönsku húsgagnaframieiðendurna Nissen og Friis. Eigandi og forstöðumað- ur Dúnu er Óskar Halldórsson. Hús og skip er nú stærst þeirra aðila, sem flytja inn innrétting- ar. Hefur hús og skip umboð fyr- ir 10 stærstu framleiðendur staðl- aðra innréttinga í Vestur-Þýzka- landi. Fyrirtækið selur einnig raf magnstæki frá sömu framleiðend- um, ásamt innréttingum og falla þau rafmagnstæki vel inn í heild- ina. Er þar um að ræða eldavél- ar, ísskápa og þvottavélar. I-Iús og skip hefur umboð fyrir hin- um hagikvæmu Pira-system, hillu- samstæðum og hinum þekktu TM- húsgögnum frá Trésmiðjunni Meið (t.d. stakir og innbyggðir fata- skápar og hjónarúm). Þessar vörur verða til sýnis á 130 ferm. gólffleti innst í verzl- uninni að Ármúla 5. Eigendur Hús og Skip eru þau Sigríður Eysteinsdóttir og Garð- ar Bjarnas-on. Krómhúsgögn fær til umráða 160 ferm. gólfrými í Ármúla 5 og veitir ekki af, þar sem hér er á ferðinni næst stærsti framleið- andi húsgagna á íslandi, með fjöl- margar vörutegundir. Það helzta verður til sýnis og sölu í Ármúla 5 og má nefna ýmsar gerðir stál- húsgagna í eldhúsborðkróka, stóla og borð fyrir félagsheimili, veit- ingahús ,skóla. Þá eru framleidd- ar margar gerðir af skrifborðs- stólum, skrifborð, barnastólar, sem hægt er að breyta í borð, barnarúm með fellanlegri hlið, nokikrar g-erðir sjúkrarúma og hlaðrúm eða kojur fyrir börn. Framleiðsla Krómhúsgagna er umfangsmikil og fer fram í 1000 ferm. verksmiðjuhúsi í Kópavogi. Útibú Landsbanka íslands á Sel fossi hóf starfsemi sína hinn 4. október 1918 og átti því hálfrar aldarafmæli í gær. Það var fyrsta bankaútibúið hér á landi, sem stofnað var í sveit, því að þá var ekki önnur byggð en bærinn að Selfossi, og veitinga- og gistihús ið Tryggvaskáli. Eftir að útibúið tók t?l starfa, fór að myndast þarna þorp og nú um langt skeið hefir Selfoss óumdeilanlega verið- höfuðstaður Suðurlandsundirlend is í verzlun, iðnaði og samgöng- um. Bankastjórar Landsbankans, þegar útibúið var stofnað, voru þeir Magnús Sigurðsson og Bene- dikt Sveinsson, en aðalhvatamað- urinn utan bankans að stofnun þess var Gestur Einarsson bóndi á Hæli. Hlutverk útibúsins var -frá upp- hafi fyrst og fremst að styðja landbúnaðinn í þeim þrem sýslum sem starfssvið þess nær yfir. Enn í dag er þetta höfuðmarkmið úti- búsins, þótt breyttir framleiðslu- hættir hafi að sjálfsögðu gert slarfsemina fjölbreyttari. Niðurstöðutölur efna-hagsreikn- ings fyrsta árið var 947 þús. krón- ur, en síðan hefir það fylgt al- ■mennri róun í peningamálum landsins, og var tilsvarandi tala um síðustu áramót 398 milljónir króna. Frama-n af var aðalrekstr arfé úti.búsin-s lánsfé f-r-á aðal- bankanum í Reykja-vík, e-n smám sam-an ju'kust innei-gni-r héraðs- búa í sparisjóði. Við þetta hefir skuld útibúsins við aðalbankann orðið hlutfallslega miklu minni Þar starfa að staðaldri 30 manns við framleiðsluna. Eigandi fyrir- tækisins er Helgi Halldórsson. Verzlunin að Ármúla 5 opnar í fyrramálið og verður opin fram til kl. 6 þann dag, og á sunnudag verður opið frá kl. 1. Er þetta gert til þess að gefa viðskiptavin- um tækifæri til þess að kynnast hinni nýju sölusamvinnu, sem á- reiðanlega á eftir að mælast vel fyrir. en áður, en þó mjög mismunandi eftir árstíðum. Um síðustu áramót var heild- arinn-lánsfé í útibúinu röskar 300 milljónir króna og er það hærri fjárhæð en- í nokkru öðru útibúi Landsbankans utan Reykjavíkur. Útibúið hefir stutt margar stór- framkvæmdir á Suðurlandi, og ber þar hæst aðstoð þess við Mjólkurbú Flóamanna, þegar það var endurbyggt á árunum 1955— 1960, auk afurða- og íækstrar- lána, sem mjólkurbúið hefir þarfn azt á hverjum tíma. Ræktunarsam bönd og aðrir hafa og fengið lán til kaupa á stórvirkum ræktunar- vélum, auk þess sem lán til verzl- unar, fiskveiða, iðnaðar og sam- 2 bílar eyðilögðust í bruna OÓ-Reykjavík, föstuda-g. Tveir bilar eyðilögðust í bruna, er bifreiðaverkstæði að Krossamýrarbletti 9 á Ártúns- höfða brann í gærkvöldi. Verk stæðið var í húsi byggðu úr timbri og báruiárni, sem talið er ónýtt ef-tir brunann. Slökkvi liðs-maður, sem vann við að slökkva eldinn í verkstæðis- byggingunni, slasaðist. Tilkynnt var um eldin-n kl. 23.15 í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, stóðu eldtungurnar út um þak hússins og tókst ekki að bjarga neinu út. Eyðilögðust þarna tveir bílar, jeppi og Volkswag- enbíll. Einnig eyðilagðist mik- ið af verkfærum. Nálægt dyr- um verkstæðisins voru geymd gas- og súrefnishylki. Var af þessu ta-lsverð sprengihætta. Voru hylkin kæld niður með því að sprauta á þau vatni og sprengimottur settar yfir þau, Tókst að ná hylkjunum út úr húsinu á meðan enn logaðj inni í verkstæðinu. Rétt við bílaverkstæðið er ísaga h.f. Slökkviliðsmaður, sem vann við að slökkva eldinn inni í verkstæðinu, varð fyrir planka sem féll niður úr rjáfri. Lenti plankinn á herðum mannsins. Kenndi hann mikilla þrauta í baki og var hann fluttur á slysavarðstofuna. Enginn maður var í bygging unni, þegar eldurinn kom upp. En fyrr um kvöldið voru menn þar við vinnu. Unnið er að rannsókn eldsupptakanna. Slökkviliðsmenn að starfi. — (Tímamynd:—GE). Einar Pálsson. gangna og margvíslegra menn- ingarframkvæm-da hafa farið vax- andi eftir því sem árin liðu. Framan af voru viðskiptin nær ein-göngu lánsviðskip-ti og spari- sjóðsafgreiðslur, en á síðari ár- um hafa þau orðið miklu fjöl- breyttari. Má nefna að 1919 voru inn- og útborganir allt árið að- eins rúmlega 2 milljónir króna, en árið 1967 var sambærileg tala um 4 þúsund milljónir króna. Fyrsta árið var útibúið í leigu- húsnæði í Tryggvaskála, en flutt- ist 1919 í eigið húsnæði, stórt timburhús við Austurveg. Það húsnæði varð þó, er árin liðu, of þröngt og óhentugt. Var þá reist nýtt stórhýsi við Austurveg 20, eftir teikningu Guðjóns Samúels- sonar húsameistara ríkisins. Var það tekið í notkun 8. ágúst 1953 og er það fyrir löngu fullnýtt. Útibússtjórar á Selfossi hafa verið Eiríkur Einarsson frá Hæli 1918—‘30, Hilmar Stefánsson (síð an bankastjóri Búnaðarbaknans) 1930—‘35 og Einar Pálsson síðan 1935. Fyrstu tvo áratugina var starfs mannafjöldinn oftast nær 3, en nú eru um 20 starfsmenn við úti búið. Árið 1964 stofnaði Lands- bankinn útibú á Hvolsvelli, sem enn er rekið sem deild úr útibú- inu á Selfossi. Ennfremur er af- greiðsla í Þorlákshöfn, sem opin er einu sinni í viku. Til þess að minnast þessa á- fanga í sögu útibúsins, afhenti bankaráð landsbankans í gær Búnaðarsambandi Suðurlands stofnframlag að sjóði. sem hafi það hlutverk að styðj-a ýmiss kon ar starfsemi í þágu landbúnaðar- ins í sýslunum þremur, Árnes-. Rangárvalla- og Vestur-Skaftafell sýslum, eftir nánari reglum, sem settar verða í samráði við búnað- arsambandið. Hefir bankinn með þessari gjöf viljað leggja áherzlu á hin nánu tengsl, sem útibúið hefir ævinlega haft við landbún- aðinn, eins og minnzt er á hér að framan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.