Tíminn - 05.10.1968, Page 9
LAUGARDAGUR 5. október 1968.
9
Chgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktstion. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. —
í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Hvað tefur Eggert?
Mbl. vekur 1 gær atihygli á þeirri staðreynd, að síð-
asta Alþingi hafi sett lög um ráðstafanir vegna sjávar-
útvegsins og hafi þar m.a. verið gert ráð fyrir, að ríkis-
stjórnin léti fara fram athugun á rekstraraðstæðum og
>fjárhagslegri uppbyggingu frystiiðnaðarins. Á grund-
velli þeirrar athugunar skyldu síðar gerðar tillögur, er
miðuðu að því að bæta rekstrargrundvöll hraðfrysti-
húsanna. í þessu sambandi hafi verið bent á ýmsar
leiðir til úrbóta.
Vitað er, segir Mbl. ennfremur, að nefndir hafa starfað
að athugun þessara mála. En árangur þeirrar athugunar
lætur standa á sér, bætir Mbl. við. Á meðan beðið er eftir
niðurstöðum nefndarinnar, stöðvast frystihúsin eitt af
öðru, segir Mbl., og atvinnuleysið heldur innreið sína í
viðkomandi byggðarlögum. Mbl. segir svo að lokum:
„Æskilegt væri, að sjávarútvegsmálaráðherra, sem
þessi mál heyra undir, upplýsi, hvers megi vænta í
þessum efnum. Þjóðin hefur sízt af öllu efni á því,
að sá þáttur útflutningsframleiðslunnar, sem mestan
grundvöll skapar, stöðvist hreinlega og gefist upp."
Undir þessi ummæli Mbl. vill Tíminn hiklaust taka.
Sjávarútvegsmálaráðherrann er búinn að hafa svo ríf-
legan tíma til rannsóknar á umræddu máli, að niður-
stöðurnar ættu að vera komnar í ljós. Það er ekki lengur
hægt að afsaka stöðvun frystihúsanna með því, að sjávar-
útvegsmálaráðherrann sé að bíða eftir áttavitanum, þ.e.
niðurstöðum einhverra seinvirkra nefnda.
En það er dráttur í fleiri málum en þessu, sem nú
þrengir að sjávarútveginum og frystiiðnaðinum. Um
síðastl. áramót, var lofað ýmsum uppbótum og í trausti
þess, að þau yrðu efnd, tóku útgerðin og fiskvinnslu-
stöðvar til starfa. En sumt af þessum uppbótum eru
enn ógreiddar og bólar ekki einu sinni neitt á greiðsl-
um. Hvað tefur hér? Er það slóðaskapur Eggerts eða
peningaleysi Magnúsar, sem ma. stafar af festulítilli
fjármálastjórn hans? Hér er þörf skýrra svara, en þó
fyrst og fremst, að við gefin loforð verði staðið.
Áðurnefnd fyrirspurn Mbl. varpar annars skýru ljósi
á þann eindæma slóðaskap, sem á sér stað hjá ráðherr-
um undir höfuðforystu Bjarna Benediktssonar, en til
þess hefur forsætisráðherrann afsalað sér umsjón með
einstökum ráðuneytum, að hann gæti haft yfirumsjón
með öllum ráðherrunum. Aðgerðarleysið í málum at-
vinnuveganna er afsakað með því að verið sé að bíða
eftir gögnum og skýrslum frá seinvirkum stofnunum
og nefndum. Með þá afsökun á vörunum, láta ráðherr-
arnir fara vel um sig í stólunum, meðan atvinnulifið er
að stöðvast.
Slík ríkisstjórn er sannarlega ekki á vetur setjandi.
Þarf hraðann á
Svokölluð hafísnefnd hefur starfað í sumar og kannað
hvaða varnir séu tiltækastar gegn vá af völdum hafíss,
ef hann íeggst að landi, sem verulegar líkur eru taldar
til- Nefndin mun nú hafa lagt tillögur sínar í megindrátt-
um fyrir ríkisstjórn, en um framkvæmdaákvarðanir hef-
ur ekki heyrzt þaðan. Augljóst má þó vera, að dráttur í
bessum efnum er hættulegur, og það, sem á að gera,
verður cð gera nógu snemma. Olíugeymarými úti á
landi er víða litið og nauðsynlegt að athuga, hvort unnt
er að nota lýsisgeyma undir varabirgðir af olíu.
Það var Stefán Valgeirsson, alþingismaður, sem átti
frumkvæði að þessu varnarstarfi á Alþingi í fyrra og
hefur mjög unnið að málinu í sumar.
TIMINN
Þríöjunpr norskra þinpanna
lætur af þingmennsku 1969
Stríðskynslóðin er að leggja niður völdin
NÆSTA haust eiga að fara
fram kosningar til norska Stór
þinigsins og má segja, að und-
irbúningur þeirra sé þegar
hafinn. Þetta stafar m.a. af
því, að óvenjuiiega margir þing
menn hafa lýst yfir því, að
þeir gefi ekki kost á sér aftur
til framboðs. Þetta stafa’- mest
af aldursástæðuim, en það er
að verða hefð í Noregi, að
þingmenn gefi ekki kost á sér
til framboðs eftir að þeir eru
orðnir sjötugir. Verkamanna-
flokkurinn hefur tekið þetta
upp sem fasta reglu. Af aldurs
ástæðum láta nú af þing-
mennsku sumir af þekktustu
ieiðtogum hans, eins og Einar
Gerhardsen, Halvard Lange,
Finn Moe, Nils Hönsvald og
Rakel Sewerin. Nokkrir þing-
menn hafa lýst yfir því, að
þeir hætti þingmennsku vegna
þess, að hún samrýmist ekki
aðaistarfi þeirra, eða þeir hafa
l hyggju að taka við embætt-
um, sem útiloka þingmennsku.
Þetta gildir einkum um þing
menn Hægri flokksins. Alls
hafa 39 þingmenn lýst yfir því
að þeir gefi ekki kost á sér
aftur, en atls eiga 150 þing-
menn sæti á Stórþinginu. —
Fjórtán þingmenn hafa lýst
yfir því, að þeir hafi enn ekki
ákveðið, hvort þeir gefa kost
á sér, en hafi það mjög til at-
hugunar að draga sig í hlé.
Meðat þeirra er Bent Röise-
land, formaður þingftokks
Vinstri flokksins, Gunnar
Hellesen, formaður fjárveit-
inganefndar þingsins, og Bent
Ingvaldsen, forseti Stórþings-
ins.
ÞÁ VERÐUR alger breyting
á þingliði Sósialiska þjóðar-
flokksins, sem hefur reyndar
ekki nema tvo menn á þingi.
Finn Gustavsen, sem verið hef-
ur aðalmaður flokksins á þingi,
og er helzti leiðtogi hans, hef
ur lýst yfir því, að hann muni
beita sér fyrir því á nœsta
landsfundi flokksins, að eng-
inn maður eigi lengur sæti á
þingi fyrir flokkinn en tvö
kjörtímabil í senn. Verði þetta
samþykkt á flokksþinginu, úti
lokar það báða núverandi þing
menm flokksins frá þingsetu.
Líklegt þykir, að þetta verði
samþykkt, en þótt svo verði
ekki, er almennt talið að
Gustavsen hafi ákveðið að
draga sig í hlé. Þessi afstaða
hans mun m.a. byggjast á
ágreiningi, sem orðið hefur í
flokknum. Gustavsen er lang-
snjallasti áróðursmaður flokks
ins og er af mörgum tal’nn
snjallasti pólitíski áróðursmað
urinn, sem nú er uppi í Noregi
Ýmsir draga í efa, að flokkur-
inn fái nokkurn manm kosimm,
ef Gustavsen dregur sig i hlé.
VERKAMANNAFLOKKUR-
INN hefur nú 68 þingmenn Af
þeim hafa 19 þegar lýst yfir
því, að þeir dragi sig f hlé, en
búizt er við, að þrír geri það
GERHARDSEN.
til vlðbótar. Auk þeiiTa þing-
manna flokksims, sem áður
hafa verið nefndir, má nefna
Torsten Selvik, Oskar Skogey
og Einar Stavang, en þeir
hafa allir staðið framarlega í
flokknum.
Enn meiri verður þó breyting
in hjá Miðflokknum (áður
Bændaflokknum), en talið er,
að 8 af 18 þingmönnum muni
draga sig í hlé. Þekktastur
þeirra, sem ætla að hætta. er
John Leirfell, en hann sat
fyrst á þingd 1938, og hefur ver
ið einn aðal forystumaður
flokksins. Þá er talið, að Erik
Braadland, sem einu sinni var
sendiherra Noregs í London,
en gerðist siðar stóriþingmað-
ur, muni draga sig í hlé. Einn
ig þykir líklegt, að Hans Borg
en, sem hefur staðið framar-
lega í bændasamtökunum,
muni ráðinn í því að hætta
þingmennsku.
Af 13 þingmönnum Kristilega
flokksins hafa 5 lýst yfir því,
að þeir hætti þingmennsku. og
búizt er við því, að sá sjötti
bætist í hópinn.
Minnst verður sennilega
breytingin hjá Vinstri flokkn-
um. Af 18 þingmönnum hans
hafa 4 lýst yfir því, að beir
muni hætta þingmennsku, en
þrír eru taldir vera að hugsa
um það. Meðal þeirra er Röise
land, formaður þinsflokksins.
Oig Bjarne Lyngstad, sem er
einn af ráðherrum flokksins
Hægri flokkurinn hefur 31
þingmann og er búizt við að
10 þeirra hafi ákveðið að
hætta þingmennsKu. Meðal
þeirra er Walter Rostoft ráð-
herra, Kare Meland fyrrver-
andi ráðherra og Kristian As-
dahl, sem er kunnur þing-
maður. Óvíst er enn um Bent
Ingvaldsen og Gunnar HeJle-
sen ,eins og áður hefur verið
getið um.
EINS OG ÁÐUR er sagt,
hafa 39 þingmenn lýst yfir því,
að þeir gefi ekki kost á sér
til framboðs, en 14 eru enn
sagðir óákveðnir. Það má því
reikna með því að um þriðj-
ungur þingmanna láti af þing
mennsku af sjálfsdáðum. Við
þvd má svo búast, að einhver
breyting verði af völdurn kjós-
enda. Fyrirsjáanlegt er því, að
meiri mannabreytingar verða
á norska Stórþinginu í næstu
kosningum en áður mun dæmi
um, þegar undan eru skildar
þær breytingar, sem urðu á
þinginu eftir styrjöldina. Þá
komu mjög margir nýir menn
til sögu 02 hafa setið á þingi
síðan. Þessir menn eru nú að
láta af þingmennsku og er pað
ein meginskýring á hinni stór
felldu breytingu nú. Stríðs-
kynslóðin er að hverfa og ný
kynslóð að taka við.
Það verður ekK annað sagt
en að forusta þeirrar kynslóð-
ar, sem nú er að hverfa. hafi
gefizt Noregi vel. Vonandi
reynist sú kynslóð, sem tek-
ur við, eins vel.
Þ.Þ.