Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDAGUR 9. október 1968.
TIMINN
Gunnar Ijósmyndari Tímans var á iferð á Akureyri f yrir stuttu og smellti hann þii þessari mynd af ný-
byggingu MA á Akureyri, þar sem raunvísindamenn skólans verða menntaðir frá og með næsta hausti.
VILJA KDMA UPP ÞARAÞURRK-
UNARSTOD a reykhúlum
Laugardaginn 21. sept. var hald
Inn að hótelinu í Bjarkalundi
fundur með hreppsnefndum
þriggja lu-eppa í A. Barðastranda-
sýslu, sýslumanni Býslunnar og
fjórum af alþingismönnum Vest-
fjarðakjördæmis, þeim Bjarna
Guðbjörnssyn, Mátthíasi Bjarna-
syni, Sigurði Bjarnasyni og Sig-
urvin Einarssyni, þá mætti á þess
um fundi Aðalsteinn Eiríklison,
fjármálaeftirlitsmaður skóla og
ennfremur nokkrir gestir úr hér-
aðinu.
Sýslumaðurinn setti fundinn og
stjórnaði honum.
Ólafur E. Ólafsson, kaupfél.Stj.
í Króksfjarðarnesi hafði framsögu
og ræddi tildrögin að því að boð-
að hafði verið til þessa fundir,
ræddi um hag bænda í héraðinu,
stórfelldan fóðurkostnað s.L ár,
FYRBRHEITIÐ
í síðasta sínn
Á föstudaginn verður síðasta
sýning á Fyrirheitinu í Þjóðleik-
húsinu. Þrír ungir leikarar taka
þátt í þessari sýningu, en þau eru
kunnugt er: Arnar Jónsson, Þór-
unn Magnúsdóttir og Hákon
Waage. Allir hafa þessir ungu
leikarar stundað nám í leiklistar-
skóla þjóðleikhússins og einnig
leikstjórn, Eyvindur Erlendsson.
Fyrirheitið er leikrit, ritað í
hefðbundnum stíl og fjallar um
ævi þriggja persóna allt frá 17
ára og til 34 ára aldurs. Höfund-
ur lýsir lífi þeira á hugstæðan
hátt bæði í gleði og sorg.
Myndin er af Þórunni og Arn-
ari í hlutverkum sínum.
og skuldaaukningu í kjölfar þess.
Ennfremur um hugsanlega mögu
leika til þess að koma á fót ein-
hverjum atvinnurekstri í hérað-
inu til þess að skapa tekjur til
handa því fólki, sem gjarnan vildi
hafa hér búsetu, en hefði ekki
möguleika til lífsframfæris af
hinni hefðbundnu landbúnaðarfram
leiðslu og kæmi þá helzt til greina
t. d. nýting sjávargróðurs þangs og
þara og iðnaður í því sambandi.
Nefndi framsögumaður fleiri mál
er gætu stutt að atrinnuaukningu
og nauðsyn væri að vera samtaka
um t.d. byggingu bátabrýggju í
Gufudalssveit, byggingu skóla,
aukna vegagerð og fleira.
Þá hafði Ingi Garðar SigurðsSon
oddviti Reybhólum framsögu um
skólamál héraðsins, skýrði frá, að
nú væri fyrir hendi samstaða fjög
urra hreppa austur sýslunnar uni
byggingu unglingaskóla að Reyk-
hólum, en þar væri nú einungis
barnaskóii, er gerði ekki betur en
fullnægja þörfum einnar sveitar.
Fagnaði framsögumaður þessari
sámþykkt hreppanma og samstöðu
um skólamálin. Þá taldi hann enn-
fremur að væntanlega mundi
bygging hefjast að vori.
Ingimundur Magnússon', hrcpp-
Framhald á bls. 14
Ársþing Bindindisráðs
icristinna safnaða
Bindindisráð kristinna safn-
aða hélt ársþing sitt í Hall-
grímskirkju 23. sept. s.l. Bind-
indisráðið var stofnað fyrir 6
árum af fulltrúum flestra safn
aða á höfuðborgarsvæðinu.
Samtök þessi vilja beita sér
fyrir sameinuðum átökum
kirkju og safnaða til verndar
gegn böli áfengisnautnar og
annarra eiturlyfja, og veita
þeirfi nokkra hjálp, sem harð-
ast verða fyrir þessum þjóðar
voða.
Formaður samtgkanna,
Björn Magnússon prófessor
flutti starfskýrslu og lagði
fram reikninga. Hann gat
þess, að á næsta sumri mundi
Samband kristilegs bindind-
isstarfs á Norðurlöndum halda
þing sitt hér í Reykjavík, en
Bindindisráð kristinna safnaða
er einn aðili þessa sambands.
Kosnir voru í stjórn fyrir
næsta starfsár: Sr. Árelíus Ní-
elsson var kjörinn formaður,
aðrir í stjórn Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson, Sigurður Gunn-
arsson kennari, Gestur Gamal-
íelsson húsasmíðam. Hjörtur
Guðmundsson forstjóri.
Tónleikar 10. október 1968
Aðrir tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á þessu
stax-fsári verða fimmtudags
kvöld kl. 20,30 í Háskólabíói.
Stjórnandi er Sverre Bruland,
en einleikari landi hans Arve
Tellefsen. Tellefsen er þegar í
hópi fremstu fiðluleikara á
Norðurlöndum og þykir lofa
miklu um framtíðina. Hér
mun Arve Tellefsen leika fiðlu
konsert Sibeliusar.
Konsertinn er í eðli sínu af
sama toga og fyrstu sinfóníur
Sibeliusar, laus við allar yfir-
borðs leikbrellur.
Onnur verk á efniSskránni
eru „Rómverski karnevalinn"
forleikur takmarkalausrar lífs-
gleði eftir Berlioz og Sinfónía'1
nr. 2 eftir Dutilleux. Dutilleux
er með þekktari tónskáldum
Frakklands.
Sinfónían er samin fyrir
stóra hljómsveit og aðra minni
sem Dutilleux kallar „lítinn
konsert", og er verkið því að
ytra búnaði áþekkt „concerto
grosso". Hún er samin í minn
ingu Sergei og Natalie Kousse
vitzky fyrir tæpum 10 árum.
Firmakeppni
Skáksambrnds íslands
Firmakeppni Skáksambands
íslands var háð á laugardag-
inn og urðu úrslit þessi. Nr.
eitt varð alþjóðlega líftrygg-
ingafélagið, en fyrir það tefldi
Guðmundur Pálmason og
hlaut llVí vinning. Nr. 2 Ól-
afur Þorsteinsson og Co.
Björn Þorsteinsson 11 vinn-
inga. Nr. 3 Samvinnubanki ís-
lands — Ingi R. Jóhannsson
NÝB YGGING MA
5ENN FOKHELD
EKH-Reykjavák, þriðjudag.
Á lóð Menntaskólans á Akur
eyri er nú að verða fokheld mynd
arleg nýbygging, sem staðsett er
milli heimavistarskólans og íþrótta-
hússins. Nýbygging þessi á að
vera fullgerð í ágústmán. næsta
sumar og geirt er ráð fyrir að
kiennsla hefjist þar f fullum
krafti næsta haust. í hinni nýju
byggingu mun fara fram öll raun-
vísindakennsla skólans.
Nýbygging Menntaskólans á Ak
ureyri er myndai-legt hús, tvœr
hæðir á kjallai'a. í kjallaranum
verður samikomusalur og að sögn
Steindórs Steindórssonar, skóla-
meistara, mun hann að einhverju
leyti verða tekinn í notkun í vet
ur, t. d. er ætlunin að dansleikir
innan skólans verði haldnir þar.
Á fyrstu hæð hússins verða fjórar
kennslustofur og eru þær sér-
staklega gerðar með tilliti til
kennslu í stærðfræði og eðlis-
fræði, á annarri hæð verða einnig
íjórar í'úmgóðaf stofur ætlaðar
LEIFSDAOUR
ER í DAC
Eins og að undanförnum árum
er Leifs EJiríkssonar minnzt í
Bandaríkjunum í dag, 9. október.
Að þessu sinni hefur póststjórn
Bandaríkjanna gefið út sérstakt
frímerki í tilefni dagsins með
mynd af styttu Leifs Eiríikssonar,
Sem Bandaríkjaþing gaf íslend-
ingum 1930. fslenzk-Amei-íska fél-
agið hefur undanfarin ár haldið
nrshátíð sína í sambandi við dag
Leifs Eiríkssonar og mun það
einnig verða gert að þessu sinni.
Verður hátíðin haldin í Súlnasal
Hótel Sögu, föstudaginn 11. okt.
kl. 19.30. Aðalræðumaður verður
Guðlaugur Þorvaldsson prófessor,
Sem nýkominn er heim eftir hálfs
órs dvöl í Bandaríkjunum í boði
Eisenhower Exchange Fellowship,
og er fyrsti íslendingur. sem hlot
ið hefur slíkt boð. Þá mun Sigrún
Harðardóttir kemmta með söng.
Dansað verður til klukkan eitt.
til kAinslu í stærðfræði og nátt
úrufræði og náttúruvísindum. Inn
af hverri stofu í nýbyggingunni
eru vinnuherbergi og geymslur.
Hinar nýju kennslustofur verða
mjög fullkomnair að útbúnaði og
á þar að geta farið fram öll rann
sóknarstofu- og æfingavinna sem
nauðsynleg er.
Raunvísindakennslustofur skól-
ans munu bæta úr brýnni þörf og
leysa húsnæðisvandræði MA til
nokkurra ára.
í Menntaskólanum á Akureyri
b'ramhaio a Dls lö
Aðalf. Félags Fram-
sóknarkvenna í
Reykiavík
verður haldinn fimmtudaginn
10. okt. í samkomusai HaU-
veigastaða, Túngötu 14, og hefst
kl. 8,30. Fundarefni venjuleg
aðalfundarstöi'f. Stjórnin.
IÐNÞING
SETT í DAG
Þrítugasta Iðnþing íslend-
inga verður sett í Félagsheim-
ilinu Stapa í Ytri-Njarðvík í
dag kl. 10.30 f.h. Iðnþingið er
haldið þar í boði Iðnaðar-
mannafélags Suðurnesja.
Vigfús Sigurðsson, húsa-
smíðameistari, forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna mun
setja þingið og ennfremur
mun iðnaðai'málaráðherra Jó-
hann Hafstein ávarpa þingið.
Mörg mál eru á málaskrá
þingsins, m.a. verður rætt um
skipulagsmál Landssambands
iðnaðarmanna og ástand og
horfur í atvinnumálum iðnað-
armanna. Áætlað er að þing-
inu ljúki síðdegis á föstudag.
Alls munu um 100 fulltrúar
sækja iðnþingið víðs vegar að
af landinu.
Valdimarsson, fulltrúa lög-
reglustjóra í embætti sýslu-
manns Strandasýslu. Ennfrem
ur Ásberg Sigurðsson sýslu-
mann í borgarfógetaembætti í
Reykjavík frá 15. nóvember
næst komandi. Þá var Matthí-
asi Ingibergssyni lyfsala,
veitt lyfsöluleyfi í Kópavogs-
kaupstað frá 1. janúar 1969.
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið. 4. október 1968.
) 1
NámskeiS í finnsku
Finnski sendikennarinn við
Háskóla íslands Hum, cand.
Juha K. Peura byrjar kennslu
í finnsku fyi'ir almenning mið
vikudaginn 9 okt. kl. 20:15 í
stöfu 4. II. hæð.
Skipaður prófessor
Magnús Már Lárusson hefur
verið skipaður prófessor í
sögu íslands í heimspekideild
Háskólans frá 1. þ.m. að telja
og jafnframt veitt lausn frá
pi'ófessorsembætti í guðfræði-
deild frá sama tíma.
Menntamálaráðuneytið,
4. október 1968.
11 vinninga. Nr. 4 Tímaritið
Skák Ingvar Ásmundsson 10
vinninga. Nr. 5 Blikk og stál
— Jón Kristinsson 10 vinn-
inga. Nr. 6 sjóvátryggingafé-
lag íslands — Hilmar Viggós-
son 9 vinninga.
Alls tóku 72 fyi’irtæki þátt
í keppninni, en þessi firma-
keppni er haldin til þess að
standa straum af kostnaði við
för Qlympíufara á skákmótið í
Sviss nú um miðjan október.
Háskólafyrirlestur
Prófessor dr. med. Leif Ef-
skind fi’á Oslóarháskóla dvelst
nú hér á landi í boði Háskóia
íslands. Mun hann halda tvo
fyrirlestra í I. kennslustofu Hf
skólans á fimmtudag 10. og
föstudag 11. okt. kl. 20.30
Fjallar fyrirlesturinn . um
krabbamein í maga, en hinn
síðari um æðasjúkdóma í fót-
um.
Nýir sýslumenn
Hinn 3. þ.m. skipaði forseti
íslands, samkvæmt tillögu
dómsmálaráðherra. ! Andrés