Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Ég skrapp heim til íslands í
sumar og sá þá sjónvarpið ykk
ar i fyrsta sinn, og varð mjög
hrlfinn af. Bæði varð ég hrif
inn af menningarblænum á dag-
sfcránni, og svo líka, hve sfcýrt
myndin sést á skerminum. Ég
held ég hafi varla séð skýrara
sjónvarp hérna í henni Amer
íku, og er litsjónvarpið þá ekki
undanskilið. En svo á landinn
auðvitafS heimtingu á því allra
bezta, efcki satt?
Það versta var, að skýrleiki
íslenzka sjónvarpsins magnaði
upp hjá mér heimilisdeilur,
þegar hingað kom aftur. Við
sjáum nfl. ekki nærri eins skýrt
í ofckar sjónvarpi. Blessunin
hún konan min var búin að
segja mér í tvö eða þrjú ár,
að hún vissi orsökina fyrir ó-
skýrleika okkar sjónvarps.
Það þyrfti einfaldiega að snúa
loftnetinu, og ég var náttúr-
lega búinn að þrjóskast við all
an þennan tíma að fara upp á
þakið og kippa þessu í lag.
Var ég kannske ekki búinn
að segja ykkur frá loftnetinu.
Það var þegar hann Kalli, vin
ur okkar og fyrrverandi ná-
granni, flutti úr hverfinu, að
hann spurði mig, hvort ég vildi
ekki kaupa af sér þetta for-
láta loftnet. Ég hafði náttúr-
lega ekki brjóst í mér til að
hafna þessu, sérstaklega þeg
ar hann setti það með í kaup-
in, að hann skyldi fara upp á
þak og koma gripnum fyrir.
Þetta var stórflókið tæki,
langt fyrir ofan minn vísinda-
lega .skilning, en það sómdi sér
vel, með angana í allar áttir,
trjónaði þarna uppi á þakinu
spennt við strompinn. Þræðirn
ir voru síðan leiddir inn í hús
ið og tengdir við tækið. Þegar
ég tók eftir, að víða var öll
einangrunin farin af vírunum,
gaf' Kálli þá skýringu, að tík
in sín hefði nagað hana af! Upp
á það var svo lappað með ein-
angrunarbandi. Svo var sezt nið
ur og horft á sjónvarp hið
nýja.
Ekki veit ég nákvæmlega,
hvenær sjónvarpsmyndin fór
að óskýrast, en það var svo
skrítið, að við settum það aldrei
í samband við loftnetið hans
Kalla. Hann var líka búinn að
telja okkur trú um, að við mynd
um sjá miklu betur eftir til-
komu loftnetsins. Hvernig gat
það líka staðizt, að það sæist
verr eftir tilkomu netsins! Og
sérfræðingur eins og Kalli hafði
séð um verkið. Sí möguleiki
kom sem sé aldrei til gpeina,
og svona liðu mánuðir og ár.
Alltaf af og til var konan að
minna mig á að skreppa nú upp
á þakið um næstu helgi og snúa
loftnetinu. Og allan þennan tíjna
var ég búinn að koma mér und-
an þeim loftfimleikum.
Þangað til á sunnudaginn er
var. Þá var ég enn einu sinni
að mála utanhúss, og notaði við
verkið minn nýja forláta ál-
stiga, sem ég hafði keypt á út-
sölu um daginn. Nú var mér
ekki undankomu auðið, og bless
uð konan hætti ekki fyrr en
hún sá á eftir mér upp á þak-
ið. Það þýddi ekkert þótt ég
útskýrði fyrir henni, meðan ég
fikraði mig upp eftir stiganum
skjálfandi á beinunum, hve
hættulegt þetta væri, og hvað
verða myndi um hana, ef ég
dytti niður og hálsbryti mig.
Eina svarið, sem ég fékk, var:
„Fyrst Kalli gat það, þá get-
ur þú það.“ Ég huggaði mig
við það að það væri reyndar
gott, að konan skyldi hafa svona
mikla trú á hugrekki mínu.
Skröngliðist ég nú alla leið
upp að strompinum, reyndi að
\ /
MIÐVIKUDAGUR 9. október 1968.
Að hafa sjón-
varpsloftnet
m
tylla mér, en hélt í hann dauða
haldi á meðan. Sá ég nú, að
netið hans Kalla var eitt feikn
armikið loftnetsmastur, þegar
maður ^ar kominn svona ná-
lægt. Kastaði ég nú mæðinni
og reyndi að stemma stigu við
fótaskjálftanum og undraðist
um leið, hve heimurinn liti öðru
vísi út séður ofan af þaki.
Jæja, konan kallaði til mín,
að hún ætlaði nú inn að kveikja
á sjónvarpinu. Skyldi ég síðan
byrja að snúa loftnetinu rétt-
sælis, nokkra sentimetra í einu,
en hún myndi koma út eftir
hvern snúning og kaila upp til
mín, hvort myndin væri farin
að lagast. Byrjaði nú snúning
urinn. Einum fimm sinnum
sneri ég, og einum fimm sinn-
um kom konan út og tilkynnti,
að ekki væri myndin neitt skýr
ari.
Tók ég nú cftir því, að slak
inn á þráðunum, sem tengdir
voru við sjálft loftnetið, var
farinn að minnka við að ég var
búinn að snúa þetta oft. En það
var engan bilbug á konunni að
finna, og hún bað mig snúa
meira og meira. Brátt heyrðist
brestur og þræðirnir slitnuðu
báðir frá loftnetinu! Spratt við
þetta út á mér kaldur sviti,
því ég sé fram á alls kyns
vandræði og líklega áframhald
andi þakverm við að lagfæra
þetta. Ég yrði líklega að kalla
Kalla mér til hjálpar.
En ég hafði ekki tíma til að
hugsa hugsunina til enda, því
innan úr húsinu heyrði ég mik
ið ljróp í blessaðri konunni, og
svo kom hún stökkvandi út,
dansapdi stríðsdans. „Sagði ég
þér efcki, sagði ég þér ekki!!
Það þurfti ekkert nema snúa
loftnetinu! Núna sést alveg fer
lega vel, og meira að ségja á
öllum stöðvum. Alveg eins og
tækið sé orðið splunkunýtt aft
ur!“
Hvað á maður að segja und
ir svona kringumstæðum, hald
andi sér í stromp uppi á þafci,
ringlaður og skjálfandi með ó-
tengt loftnetið hans Kalla gnæf
andi yfir sér. Ég sagði sko
akkúrat ekki neitt, heldur
skrönglaðist aftur niður hugs-
andi, að ég skyldi nú aldeilis
taka hann Kalla til bæna, þeg
ar ég sæi hann næst.
Þórir S. Gröndal.
Vörubílar -
Þungavinnuvélar
Höfum mikið úrval af vöru
bílum og öðrum þunga-
vinnutækjum. Látið okkur !
sjá um söluna.
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg.
Sími 23136, - heima 24109
Sklill
BORÐ
FYRIR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR
DE
LUXE
■ frAbær gæði ■
* FRlTT STANDANDI ■
■ STÆRÐ: 90X160 SM ■
VIÐUR: TEAK ■
■ FOLlOSKÚFFA ■
■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ B
GLERI Á
■ SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYEJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 * SÍMI 11940
Kernámsárin „1940-45“, seinni
hluti verður brátt frumsýndur
Gerð seinni hluta kvikmynd
ar Reynis Oddssonar, Hernáms-
árin „1940—45“‘ — 67/68, er
nú alveg að ljúka. Er ráðgert
að frumsýna hana nú um miðj
an október. Munu sýningar hcfj
ast samtímis í Reykjavík og á
Akureyri, en seinna verður hún
sýnd í flestum kvikmyndahús-
um landsins. Þessi hluti er
beint framliald af mynd þcirri
sem sýnd var í Háskólabíó og
Stjörnubíó fyrir um það bil ári.
Eins og flestir muna fjallaði
fyrri hlutinn um gang stríðs-
ins almennt og gaf fólki tæki-
færi til að fylgjast með gangi
mála í Evrópu jafnframt her-
námi íslands. Síðari hlutinn _er
aftur á móti allur tekinn á ís-
landi, settur saman úr heim-
ildamyndum, sem kvikmynda-
félög í Hollywood tóku hér á
striðsiárunum. Einnig eru þætt-
ir sem teknir eru á síðustu
tveim árum sérstaklega fyrir
þessa mynd. Eru það meðal
annars viðtöl við ýmist fólk,
sem mikið kom við sögu stríðs
ins hér. Það skal tekið fram til
að forðast missStilning, að þótt
myndin sé unnin að miklu leyti
úr myndum, sem teknar voru
fyrir rúmum 20 árum, eru gæði
kvikmyndatökunnar fyllilega
þau sömu og við sjáum á kvik-
myndatjaldinu í dag.
í Ijós kom, þegar fyrri hlut-
inn var sýndur. að fólki fannst
hlutur íslands heldur litill. Úr
þessu er bætt nú, þar sem þessi
mynd fjallar eingöngu um ís-
larvd og máfefni þess, samskipti
amerísku hermannanna við Is-
lendinga og er m.a. sýnt. hvern
ig Amerikanarnir eyddu frí-
stundum sínum hér, svipmynd
ir frá böllum og „partýum“.
Þá er og ,,ástandinu“ gerð all-
ítarleg skil. Er óskandi að fólk
láti liggja milli hluta þótt kunn
ugu andliti bregði fyrir, eða
einhver þekki sjálfan sig.
Lýst er einni mest umtöluðu
og frægustu orustu, er háð var
í síðari heimstyrjöldinni og lýs
ir yfirhcrs'höfðingi og aðal-
hetja ánnars bardagaaðilans
aðdraganda og gangi átakanna.
Hér er átt við Selsvararorrust-
una og er hin fræga kempa
Pétur Hoffmann Salómonsson í
aðalhlutverki.
Kafli er um njósnir Þjóð-
verja hér á landi og viðtöl við
aðila, sem smyglað var í land
af þýzkum kafbátum að nætur-
þeli. Þetta er atriði, sem ekki
hefur verið í hávegum haft
fyrr.
Þessi hluti myndarin'nar er
heldur lengri en sá fyrri, tek-
ur u.þ.b. tvo tíma í sýningu.
Spannar hún árin 1941—45, að
viðbættum kafla, sem tekinn
var í þessu ári og í fyrra, af
ungu fólki á íslandi í dag.
Kannað er viðhorf þe-sSa unga
fólks til stríðsáranina, nútíðar
og framtíðar. Er sá hluti í lit-
um.
Vinna við myndina hefur
staðið allt s.l. ár. Er hún held-
ur seinna á ferðinni en áætlað
var upphaflega. Stafar það af
því, hve erfitt reyndist að afla
mynda, sem gerðu það kleift
að láta alla myndina gerast
hér á laindi.
Eitt atriði úr myndinni, sem senn verður frumsýnd.
/