Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur ð Tímanum. Hringið í síma 12323 ALÞINGI A MORGUN | Forseti íslands hefur sam- 1 kvæmt tillögu forsætisráðiherra kvatt reglulegt Alþingi 1988 til j fundar fimmtudaginn 10. þ. m. | og fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu í Dóm* kirkjunni, er hefst kl. 13,30. Sr. Sigurður S. Haukdal, sóknar- prestur mun predika. Foreætisráðuneytið, 8. októ- ber 1968. Ályktanir ráðstefnu um málm- og skipasmíðaiðnaðinn: LANAMALIN KOMIST í VIDHLÍTANDIHORF Tilbúreir er konan fannst OO-Reykjavík, þriðjudag. Meðlimir björgunarsveita skipu leggja leit að konu sem hvarf að heiman frá sér á mánudagskvöld. Er myndin tekin eftir hádegi í gær er víðtæk leit átti að hefjast, en til þess kom ekki því konan sem Framhald 3 bls 14 EJ-Reykjavík, þriðjudag. í ítarlegum ályktunum ráðstefnu málm- og skipasmíðaiðn- aðarins, sem haldinn var í Reykjavík 27.—28. september síðastliðinn, segir m.a., að nauðsynlegt sé að koma lánamál- um iðngreinarinnar í viðhlítandi horf. M.a. taldi ráðstefnan brýna nauðsyn bera til „að þegar verði komið á fót lánakerfi til þess að aðstaða hér verði a.m.k. jafngóð fyrir kaupendur innlendrar framleiðslu og þar með sköpuð eðlileg samkeppn- isaðstaða til handa þessum þjóðnýtu atvinnugreinum. Ályktanir ráðstefnunnar fjalla um fjóra þætti málm- og skipa- smíðaiðnaðarins: fjármálin, skipu- lagsuppbyggingu málmiðnaðarins, samkeppnisaðstöðu málm- og skipasmíðaiðnaðarins og iðnmennt un og tækniþróun. Bætt lánaaðstaða í ályktuninni um fjármálin seg- ir, að til þess að iðnaður þessi geti þjónað þjóðnauðsynlegu hlut verki sínu, telji ráðstefnan nauð- synlegt að fjármálum hans verði komið í viðhlítandi horf eftir það mikla erfiðleikatimabil, sem iðn- greinarnar hafa orðið að þola. Bendir ráðstefnan á eftirfarandi höfuðatriði: „Meginorsök þess, að íslenzkur málm- og skipasmíðaiðnaður hefir að undanförnu farið halloka fyrir erlendri samkeppni, er að hag- kvæm lán hafa verið í boði erlend is frá í samkeppni við innlenda málmsmíði, sem lítt hefur haft að gang að lánum til viðgerðaverka. Framhald á bls. 14 Hundruð aðkomumanna á síldarstöðunum fyrír austan: SÆMILEG ATVINNA ÞÓ AD SÍLDIN SÉ TÝND FB-Reykjavík, þriðjudag. Fjöldi aðkomufólks er nú komið til síldarbæjanna á Austfjörðum, og hefur þetta fólk haft allsæmilega vinnu að undanförnu þrátt fyrir það, að síldin hafi verið sögð „týnd“. Til Raufarhafnar er komið all- margt fólk, en þaðan fóru þó nokkrar stúlkur til Seyðisfjarðar í gær. Hefur aðkomufólkið verið á Raufarhöfn í um það bil hálfan mánuð, og má segja, að það hafi haft um 10 vinnudaga á þeim tíma. Þegar ekki hefur verið söit- un hefur fólkið haft tímavinnu á söltunarstöðvunum, og hefur henni verið skipt jafnt eins og venja er til. Til Seyðisfjarðar munu vera komnir milli 400 og 500 aðkomu- menn og konur til sildarvinnu Hingað til hefur verið allsæmileg vinna hjá þessu fólki, og bæði í gær og í dag var saltað á Seyðis- firði. Aðkomufólkið hefur verið í tvær vikur á Seyðisfirði eins og á Raufarhöfn. Búið er að salta í I sjósaltaðrar síldar, sem þar hefurl Töluvert margt aðkomufólk er um 10 þúsund tunnur þar, auk | komið á land. I Framhald a bls. 15. IíE&kís! „Humphrey rak rýting í bakið á Kólumbusi!" EKH-Reykjavík. þriðjudag. Allt virðist ganga Hubert Humprey, forsetaframbjóðenda demókrata í Bandaríkjunum, í óhag þessa dagana. ítalsk- ameríska sögufélagið hefur enn aukið á áhyggjur varaforsetans með því að lýsa yfir að félagsmenn þess muni berjast eftir mætti á móti Humprey í forsetakosningunum, vegna þess að hann hafi átt þátt 1 að koma á lögum sem kveða svo á að 9. október ár hvert skuli vera haldinn hátíðlegur sem dagur Leifs Eiríkssonar. „Hvers vegna 9. okt.“, spyr John Lacorte. fors. sögufélags ins, „hvers vegna ekki 12. des. eða 11. apríl? Og hvers vegna er haldið upp á dag Leifs Eiríkssnnar, sem tangiega er eignað að hafa fundið Ameríku fyrstur Evrópumanna. þrem dögum á undan degi Kólum busar, er rétlilega fann Amer- íku fyrstur manna?1 Lacorte skýrði frá þvi í dag að á morgun 9. okt. myndu félagar í ítalsk-ameríska sögu- félaginu aka í bílalest frá New York til Washington til að mótmæla degi Leifs Eiríksso-n ar og útkomu 20 milljón ein- taka af minningarfrímerikjmn til heiðurs landkönnuðinum og víkingnum Leifi Eiríkssyni. Lacorte sagði ennfremur að ítalsk-amerís'ka sögufélagið Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.